Færsluflokkur: Svindl

Pumpkin pie ostakaka

Graskers-ostakaka hljómar eitthvað svo ógirnilega illa! Finnst þér ekki?

Pumpkin-pie ostakaka með stökkum engiferköku- og pecanhnetubotni! Já takk. Já takk fyrir kærlega.

Pumpkin-ostakaka

Pumpkin pie ostakaka með engiferköku- og pekanhnetubotni

Botn

  • 150 gr. engiferkökur, jafnvel piparkökurþ. Ég notaði gingersnaps.
  • 1 bolli muldar pecanhnetur
  • 4 msk púðursykur
  • 4 msk sykur
  • 115 gr. bráðið smjör

Fylling

Skref 1

  • 3/4 bolli sykur
  • 3/4 bolli maukað grasker (ég eldaði mitt í ofni og maukaði sjálf - butternut squash)
  • 3 eggjarauður
  • 1,5 tsk kanill
  • 1/2 tsk engifer
  • 1/2 tsk múskat
  • 1/4 tsk salt 
Skref 2
  • 680 gr. rjómaostur. (Ég notaði 250 gr. mascarpone og 430 gr. venjulegan rjómaost) 
  • 1 heilt egg
  • 1 eggjarauða
  • 1/4 bolli + 2 msk sykur
  • 2 msk rjómi
  • 1 msk sterkja (ég notaði maizena)
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 1/2 tsk sítrónudropar

Aðferð

Botn

Mylja kex í matvinnsluvél. Bæta þá við sykri og hnetum, púlsa í nokkur skipti. Loks smjeri og hræra þangað til blandan er nokkuð þétt.

Hella í bökunarform, best að nota smelluform, og þrýsta deiginu niður og rétt upp með könntum. Geyma inn í ísskáp á meðan fyllingin er útbúin.

Pumpkin-ostakaka

Fylling

ATH:

  1. Hafa egg, ost og rjóma við stofuhita!
  2. Ekki hræra á hárri stillingu. Hræra á lágri stillingu, svo ekki komist loft í deigið, og hræra allt gumsið vel saman.

Skref 1 

Hræra allt vel saman, sykur/eggjarauður/grasker/krydd í miðlungs stórri skál og setja til hliðar.

Skref 2

Setja rjómaost í skál og hræra duglega, eða þangð til hann er orðinn mjúkur og léttur. Bæta þá sykrinum við - hræra þangað til vel blandað saman. Næst bæta egginu við og hræra þangað til það hefur blandast vel saman við ostamallið, þá eggjarauðunni og loks rjómanum. Loks setja út í herlegheitin sterkjuna og bragðdropana og hræra þangað til silkimjúkt og fínt. Graskersblöndunni hrært samanvið í restina.

Nú er fyllingunni hellt yfir botninn og komið fallega fyrir inn í 175 gráðu heitum ofni, í 50 - 60 mínútur, eða þangað til kanntarnir eru orðinir nokkuð stífir en mijðan mjúk. Hálf hristist þegar þú slærð í bökunarformið.

Lærðu á ofninn þinn fyrst.

Annars verður kakan eins og mín á litinn - heldur dökk blessunin.

Getur svosum alltaf falið hana í karamellu!

Geyma í forminu inn í ísskáp yfir nótt og reyna að drepast ekki úr eftiráts-spenningi!

Pumpkin-ostakaka

Hún er skemmtilega þétt og kryddin vinna vel saman á móti ostinum. Graskerið gerir vart við sig, hefði jafnvel mátt vera aðeins meira grasker fyrir minn smekk. Ef þið hafið smakkað pumpkin-piiieee, þá er þetta svo gott sem nákvæmlega það sama nema osturinn spilar á móti sætunni og botninn er skemmtilega stökkur, eins og hörð karamella.

Ughhh hvað hún var góð!

Gleeeðihamingja með rjóma og karamellusósu!

Pumpkin-ostakaka með karamellusósu


Seigar hafra- og rúsínusmákökur, eggjalausar

Var að koma heim úr vinnunni, síðan kl. 7 í morgun. Ég er löt. Ekkert lasagna. Þið fáið kökur í staðinn!

Þið vitið að ég er forfallinn karamellusjúklingur... er það ekki?

Þið vitið að ég er 70% vatn og 30% hafrar... er það ekki alveg örugglega?

Þið vitið vel að ég og karamella eigum í leynilegu matarperrasambandi, ekki bara af því að karamella inniheldur orðið Ella. Egósentrískt eintak með yfirburðum!

Þessar kökur eru ólseigar! Stökkar að utan, djúsí og karamellukenndar að innan. Þið sem þurfið því ykkar skammt af stökkum smákökum fáið ykkar áferðarhimnaríki fullnægt í bland við mjúka miðjuna. Sömu sögu er að segja um seiga fólkið!

Bragðið milt, hafrarnir koma skemmtilega í gegn og gefa kökunni smá hnetukeim. Uss elsku bestu. Bæta út í þetta heilum heslihnetum og þið þurfið ekki aðrar kökur í jólaundirbúninginn!

Æji bara... prófið þessar.

Eggjalausar hafra- og rúslusmákökur

Hafra- og rúsínusmákökur - eggjalausar 

  • 226 gr. smjör
  • 2 bollar púðursykur
  • 1 bolli sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 msk vatn
  • 2 msk balsamic edik (eða epla, eða hvítt, eða eða)
  • 2,5 bollar hveiti 
  • 3 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 2 bollar hafrar (ég notaði rauðu solgryn)
  • 1 bolli rúslúr (má nota súkkulaðidropa í staðinn... eða bæði)
  • 1 bolli hnetur (má sleppa)

Stilla ofn á 175°C.

  1. Blanda saman smjöri og sykri. Bæta þá við vanilludropum, ediki og vatni og hræra vel.
  2. Í annarri skál, hræra saman hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti. Hræra létt saman og bæta þá hveitimixtúrunni saman við smjörsykurhamingjuna, ásamt rúslum/súkkulaði og höfrum. Ef þú bætir út í þetta hnetum, þá er góður tími að bæta þeim við núna.
  3. Rúlla deigi í litlar kúlur, raða á bökunarpappír.
  4. Baka í 10 mínútur, taka út, leifa að kólna vel.

Pottþétt með 

Kökurnar líta ekki út fyrir að vera tilbúnar eftir 10 mínútur, en til þess að þær verði seigar og djúsí, með stökka skorpu, þá eru 10 mínútur alveg málið. Fer kannski svolítið eftir ofninum þínum.

Þú veist best.

Veit ekki nákvæmlega hvernig þær bragðast 2 - 3 dögum eftir bakstur, eða hvernig áferðin er. Þær eru aldrei til í nógu langan tíma fyrir mig ti lað prófa það.

Gott eða slæmt?

Mjög... mjög gott!

Reyndu svo að borða þær ekki allar í einu.


Þeink jú 2010

Yfirstaðið!

Jahérna. Ár síðan síðast. Tíminn er svo fljótur að líða.

Tugurkey, sósa, salat, stappa, eftirréttir, vinir og kósýheit!

Dagurinn og Gunni enn erlendis að námast. Ernu, Jens og Lalla litla var einnig sárt saknað en þau komust ekki sökum veikinda. Fengu þó senda til sín afganga fyrir 100 manna her.

Veltum einmitt fyrir okkur í boðinu góða, hvurslags ástandi við hefðum verið í, í fyrra. Keyptum 10 kg. + af kalkún, meðlæti og meðþví ásamt eftirrétum og það var klárað... allt... ekki einusinni krums eftir.

Þetta árið var svipað magn af mat framreytt, en afgangarnir dugðu vel í amk tvær veislur til viðbótar. Enda fór sögum um það hvurslags skelfingar-svip aumingjans maðurinn setti upp sem tók við kalkúnapöntun þessa árs. Sérstaklega eftir að hann vissi hversu margir hausar sætu að dýrinu.

"Bara 10.. en... en þessi kúni er 12048 kíló..."

Þetta árið... þá hafði hann rétt fyrir sér! Sá hlær greinilega best sem síðast... hlær... eða svoleiðis.

Undirbúningur í undirbúning

Jæja, eplaskurður fyrir Valdorfinn á meðan kúni brúnast í ofni.

Egill þykist vera að þefa af eplinu... einmitt. En við vitum betur. VIÐ VITUM BETUR.

Þetta er feitast laumubiti!

gott fólk

valdorfinn

Ferlíkið út úr ofni, útglennt - og hálf dónalegt - bíðandi eftir skurði og limlestingum.

Fallegri lýsing, á fyrir-kalkúnaáti, er vandfundin mín kæru.

Le monstre

"Fyrirgefðu.... uu.. fyrirgefðu. Ég ætla að fá eitt læri takk.".

tugurkey

Sósufat og kartöflustappan góða

Eldhúsið er staðurinn.

Þar safnast fólk saman til að góna sem mest það má í átt að matnum , til þess eins að góna. Þetta er hálfgert hrafnaþing.

Ég tók þátt í góninu enda engin furða, maturinn er falinn bakvið mannmergðina.

Ég náði þó að hrista af mér matarmóðuna til að festa þetta stórkostlega móment á filmu. Egill tók þá hamingjugleðikast og stökk fyrir myndavélina. Það heppnaðist svona vel!

egill hoppar

Nei... hann datt ekki og seinni tilraun heppnaðist aðeins betur.

Takið eftir því að enginn virðir athæfið viðlits sökum mataráhuga - nema Snæbjörn!

Egill hinn síkáti

Jú, og Jóhann.

Ég held samt að það sé matur í sjónvarpinu!

Mjög áhugavert sjónvarpsefni

Heimspekilegar ísskáps-umræður í gangi.

"Ég keypti mér ísskápsstál í fyrra sem heldur 5 kg. poka"

"Ég átti einusinni ísskáp sem var fjólublár"

umræður

Þórunn okkar kær, gestgjafi annað árið í röð, að bera fram bestu kartöflustöppu austan við Hallbjörn.

Þórunn

Jólalegt með eindæmum.

Jóló

Loksins var Tugurkey skorinn. Það þurfti 4 menn, og greiða frá almættinu, til að koma því í kring en það hafðist. Sem guðs betur fer. Hungrið, þó aðallega græðgin, var farin að segja allverulega til sín á þessum tímapunkti.

tukurkey skorinn

Tilhlökkunarmatarátsspenningur í sinni hreinustu mynd.

Egill fyrir át!

Hjölli greyið fékk bara sultu á sinn disk.

sultan

Hann ákvað, þrátt fyrir smá sorg, að taka því vel því jú, það er nú meira en margir aðrir fá!

Sultuhjölli

Á meðan hrúgaði velmegunar Egill ofurkalkún á sinn disk í anda 2007.

Þetta er ein massíf 2007 kalkúnahrúga!

Sovs og kalkúnn

Seinna um kvöldið, þá drakk hann sósuna!

Velmegunar Egill

Elín Lóan mín sæta fína ánægð með þetta eðalát.

Elín lóa

Gott ét, of södd, gátum ekki andað en samt...

..samt er alltaf pláss fyrir eftirréttina. Þrennskonar gúmmulaði í bland við þreyttan rjóma, ís og kaffi.

Pecan pie

pecan pie bitar

Pumpkin-ostakaka með karamellusósu

Ljúfa líf!

Tiltekt átti sér að sjálfsögðu stað seinna um kveldið!

tiltekt

Það lítur út fyrir að Ómar hafi fundið fordyri helvítis!

úuú

Takk fyrir mig elsku bestu! Aftur! Þetta var yndi í dós!

Ég er lukkunnar panfíll að vera partur af svona eðalfínum hópi af fólki. Ég fer ekkert ofanaf'ðví! Lukkunnar panfíll!

Panfíll?

Hmmh.. hvort heldur sem er. Ef panfíllinn er lukkunnar, þá er ég svo sannarlega panfíl.

Bezt!!


Bakstur 101

Mætti halda.

Það að elda í nýjum ofni er eins og að keyra nýjan bíl eða skipta um síma. Get svo svarið það. Tekur smá tíma að læra inn á kvekendið.

17 mínútur eru ekki það sama og 17 mínútur mín kæru!

Pumpkin-ostakaka og pekanstangir eru meðal annars á matseðli kvöldsins og þeim skúbbað saman í gærkveldi eftir kúnstarinnar reglum. Of mikið af öllu var að sjálfsögðu keypt og það sem eftir sat fór beinleiðis upp í ginið á undirritaðri. Stóð því og át eins og enginn væri morgundgurinn í rúma 5 klukkutíma, á meðan karamella, hnetur og grasker flundruðust um eldhús- borð, gólf, veggi og því miður, loft.

Hellirinn því vígður svo um munaði, með miklum tilþrifum, ofátáti og mjög svo tilhlökkunarvænum eldhúsþrifum!

Mjög... tilhlökkunarvænumgleðioghamingja!

allt að byrja

Í mínu fasíska, reiða í óreiðu, skipulagða eðli þá þótti mér einstaklega vel við hæfi að tékklista mig í kjölfar baksturs, því það er jú alltaf eitthvað sem uppá vantar þegar verið að hleypa nýjum helli af stokkunum.

Litlu hlutirnir elsku fólk. Litlu hlutirnir, sem ég minntist á um daginn, sem gleymast alltaf - nema, þegar þú þarft virkilega á þeim að halda.

tékklisti

Graskerið skorið, innvolsað og komið fallega fyrir inn í ofni!

butternut squash

grasker

Tók mig líka til og ristaði blessuð fræin!

Það... er æði! Seg'ykkur'ða! Alveg geggjað!

Fræristin í gangi

fræs

Alltaf og ætíð þegar ég elda/baka, þá fylgir mér tuska eða viskasktykki!

Það er algerlega ómissandi! Í þetta skiptið var ég ekki í bakara ofurklæðnaðinum svo viskastykkinu var reddað ofan í buxnastrenginn!

besti vinurinn

Ostakakan tilbúin í ofnbakstur.

Fáar eru "á meðan" myndirnar því atið og átið áttu hug minn allan.

Ofn á næsta leiti

Þarnæst tóku pekanstangirnar við! Venjulega pekanbökufylling ofan á hveitibrauðs-skorpu... um það bil.

Hvað annað get ég kallað það? Ekki var það bökudeig!

Mikið þarfaþing þettta tól þegar mylja þarf saman smjer og hveiti! Af hvejru ég á svona tæki en ekki skæri er ofar mínum skilningi!

Eðalgræja

Enn bætist við listann!

Ég lofa... ég lofa samt svo langt sem augað eygir og alheimurinn nær, að það voru engin hár að væflast fyrir mér í bakstrinum þó svo á blaðið hafi ratað "rúllubursti til að fjarlægja hár".

Ég lofa!

Listinn stækkandi fer

Næst var pekandýrðinni komið fyrir inn í ofni og voila!

Bara að bíða til morguns með að reyna að borða þetta ekki!

Gleðisprengja

pekanstangir nýomnar út úr ofni

Þetta kemur t.d. fyrir ostakökurnar elskulegar, þegar maður kann ekki nógu vel á ofninn sinn!

Nei, hún náði ekki að brenna en tók aðeins of góðan lit til að vera titluð "gullfallega fín".

Bragðið er enn óráðið - það kemur í ljós í kvöld!

Keppnis brún

Afrakstur gærdagsins að viðbættri ómyndaðri karamellu sem ákvað að heilsa upp á ostakökuna!

pumpkin ostakaka

pekanstangirnar

Kalkúnn eftir 30 mín!

Annað ofát í uppsiglingu.

Hjálpi mér allir alheilagir átvaglsandar.

 

 


Árshátíð 2010

Mikil endemis gleði er þetta allafhreint.

Þó svo eftirskemmtunargleðin megi stundum missa sín.

Aldrei lærir maður... eða... maður lærir kannski, en lætur viteskjuna sem vind um eyru þjóta!

Árshátíð yfirstaðin með tilheyrandi dansverkjum, hlátursperrum og hamagangi. Haldin í lóninu bláa, Lava, við mikinn fögnuð veislugesta. Virkilega gott og skemmtileg andrúmsloft og maturinn...

Laaaawd almighty. Ég get ekkert annað sagt.

Eiimen!

Humargleði

Forrétti var púslað saman úr ristuðum humri, salati og steinseljurótarmauki. Humarinn stendur alltaf fyrir sínu... ætíð gott fólk, og bragðið var geggjað. Rótarmaukið - við skulum ekkert ræða það neitt frekar.

Eða jú.. ræðum það! Sjitt!

Afsakið!

Sjitt! Eins og sambland á milli osta-kartöflu gleði með smá sætu í bland við óskilgreint knús og kram! Ég segi það satt. Gefðu mér disk af þessu malli og ég mun elska þig að eilífu!

með betri forréttum - lava

Aðalrétturinn var ekki síðri. Búkolla í öllu sínu veldi. Meðlætið samt við sig og ekkert til að missa vitið yfir...

...*steinseljurótarmauk*...

...en beljan gott fólk! Hana var hægt að borða með skeið.

Ein besta nautasteik sem ég hef smakkað

MEÐ... SKEIÐ!

Hver einn og einasti biti bráðnaði upp í manni. Það þurfti vart að tyggja.

perfecto

Hnífarnir sem nota átti við skurðinn, en voru vita gagnslausir sökum mjúkbelju, eru með búralegri át-áhöldum sem ég hef séð. Væru góðir til að skora einstaklinga á hólm, skylmast um síðustu bitana á disknum!

skylmingar hinumegin við hornið

Á þessum tímapunkti hefði ég getað dáið hamingjusöm, enda var ég búin að troða í andlitið á mér ómanneskjulegu magni af Nóa-konfekti....

nói er bestu vinur átvaglsins

...og þá átti þetta sér stað!

'omægod eftirrétturinn á leiðinni

Getið þið ímyndað ykkur hamingjutryllinginn sem ég tók þegar súkkulaðilyktina lagði yfir salinn?

ÓGVUÐ

SÚKKULAÐIOFURGLEÐI

!!**óguðóguðóguð**!!

hihiiiii

Fullkominn biti

Svona kökur mín kæru. Gera lífið ánægjulegra! Það er bara ekkert öðruvísi.

Þetta eru ekkert flókin vísindi!

Karamellukenndir stökkir kanntar og þið sjáið sjálf hvernig miðjan hegðar sér.

Það er meira að segja ís memm á þesari mynd. ÍS!

Fallega klessan mín

Ég felldi mikið meira en bara eitt átvaglstár við þennan gjörnin. Ég hefði líklegast farið úr skinninu væri ég snákur eða eitthvað þvíumlíkt.

Þarna, í vinstra efra horni, sjást líka greinilega verksummerki áts á Nóa-konfekti og hvernig áti á því eðalsnarli var snarlega hætt þegar eftirrétturinn var borinn á borð. Hálfétinn og einmana var Nóa-molinn skilinn eftir í myrkrinu! Hann slapp samt ekki... gálgafrestur með meiru.

nom nom

Viljið þið svo bara sjá elsku fólk! Besti vinur súkkulaðisins, besti vinur og skáfrændi mikill! Kaffi!

gullin blanda

Kaffi, sóðalegasti Þórólfur súkkulaðison norðanvið álfhól og ís undir sama hatti... á sama disk... tangó, vals, salsa... tryllingslegur steppdans!

Sóðalegra verður matarklámið ekki!

Amen!

óhhmmmnn

Eftir þetta svakalega ofurát alls sem er hamingjusamt í veröldinni tók meiri gleði við. Ef það er á annað borð hægt. Og já... það er hægt!

Einarsgleði (gleðin einar), dans og tilbehör! Dalton, eðalmenn og snillingar með meiru, stóðu sig með svodda endemis ofurprýði að þeir fá 23 þumla upp í himinblámann og nokkrar stórar tær í kaupbæti.

allir dansa kónga

Frænkan min svava eðalhress

Þetta er tímapunkturinn, á fullu tungli, þar sem undirrituð breytist vanalega í varúlf eða djefulinn sjálfan!

Ég held að mjöðurinn hafi deytt breytigenið eilítið! Munaði samt litlu!

wooohooo

MUAAAHAHAHAHAHAAAAAA

MUAAHAHAHAHA

Sölvi og Örn

Sjóhattur

troðfullt dansgólf

IMG_3834

hamingja

Ahhhh! Frelsinu fegnar eftir mikið háhælatramp.

táfrelsi

frænkutær

Næstu 3 tímar einkenndust af bláalóns tástappi og svo tók bærinn við! Jebb!

Þessi suddalega svitasprengja var gúlluð, að auki við rest af sneiðinni hans Sölva. Gott hjá þér Elín *klapp á bak*.

samanbrotin hálfgúlluð sveitt bæjarpizza

Hér hafði ég afvopnað manninn pizzasneiðinni sinni! Hann barðist hetjulega en ég vann að lokum enda var ég vopnuð át-áhaldi dauðans frá því fyrr um kvöldið!

sölvi afvopnaður pizzunni

Áfram hélt tryllingsdansinn og tveim tímum síðar var okkur kastað út af klístrugum bar sökum lokunar.

Þaðan lá leið heim í einn kaffi og loksins gott fólk, klukkan 9, sofnaði átvaglið hvorki meira né minna en í stiga Gúmmulaðihallarinnar.

Þið getið gert ykkur í hugarlund hversu illa bakið á mér hefndi sín fyrir þann verknað.

Úti var ævintýr!

Hlátur, át-ur og dans samfleytt í 8 tíma. Æhhhjj hvað þetta var eitthvað ógeðslega gleðilega skemmtilegt.

Danke sjön!


Leyndókökur

Ég er að baka þessar núna.

tilraunakökur bakast kökur

Þær eru af öllu stærðum og gerðum og þær eru ekki fullkomnar í laginu!

En það er ekkert nema gleðin einar!

Tilraunakökur

Þetta eru með betri kökum sem ég hef púslað saman. Ég segi það satt.

Bæði áferðar og bragðlega séð.

Tilraunakökudeig

Eina sem gæti mögulega vantað eru súkkulaðibitar og smá hnetur en ástæðan fyrir vantinu er hreinlega sú að ég átti gumsið ekki til á lager.

Tilraunakökur

Þær eru geggjaðar!

Karamellusúkkulaði kram að utan og mjúkar í miðjuna, gaman að bíta í og unaður að borða! Já, þær eru stútglimrandi fullar af smjöri og sykri. Ekki ímynda ykkur annað!

Tilraunakökur

Tilraunakökurextraordinaire

Það vonda, við annars unaðslega góðar kökur, er að ég hef ekki hugmynd um hversu mikið ég notaði af hverju! Það er súrmjólk í þeim já, smjör, sykur, púðursykur, vanillu og möndludropar smá Nescafé og kakó ásamt hveiti og höfrum og nokkrum galdraefnum í viðbót.

Á tilraunakökustundum er gott að vera með blað í rassvasanum og penna bak við eyrað.

Nú þarf ég bara að reyna að búa þær til aftur!

Bara...

...hægara sagt en gert!


Hvað hef ég gert af mér í dag?

Ég vaknaði!

Það er afrek útaf fyrir sig.

Ég tók til.

Það... er einnig afrek útaf fyrir sig!

Ég laug í síðasta pistli og borðaði í dag. Ég varð... ég bara... varð.

Það... er hinsvegar minna afrek en það eitt að bora í naflann á sér. 

Ég ræktaðist. Tók meðal annars þessa Stunuæfingu. Hún var erfið!! Erfið, erfið ... erfið!! Er ekki frá því að ég hafi stunið pínkulítið líka.

1. Interval(6-10/30): Hnébeygjuhopp

  • E:S -> 17-17, 10-11, 10-9, 9-11, 11-10, 12-9

2. Tími: 5 *Einnar handar upp-ýting h/v (eða hvað?), upphýfingar m/ fætur í gólfi + spark * 10.

  • E:S -> 6,23 - 5,28 

3. Interval(12-10/30): Há hné + hjólamagi

  • E:S Há hné -> 65-94, 57-91, 55-89, 58-93, 52-86, 63-88 (FOOOOOOKK..afsakið orðbragðið)
  • E:S Hjólamagi -> 43-34, 39-33, 39-36, 34-34, 39-34, 42-35

Svo loksins, bakaði ég kleinur! Loksins. Það er einfalt, skemmtilegt, jólalegt og ég ætla að finna hina fullkomnu kleinuuppskrift fyrir jólin! Kleinu-uppskrift sem ég kem til með að baka og þróa næstu 149 árin og gef börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum, vinum, kunningum, ættingum, dýrum, fjarskyldum skráfrændum og ókunnugum! Kannski einstaka rykmaur ef hann er þægur.

Það er næst á dagskrá.

Best að baka og subba

Nei, þær þurfa ekki að vera fullkomnar og nei... ég á ekki kleinujárn!

kleinur í bígerð

Hermenn á leið í pottinn

kleinur í bígerð

tilbúin kleina

mmmmmmmm

Ohhh mama!

Naaahmiii

Haustið er líka komið, þó svo veðrið beri það ekki með sér.

Vitið þið hvernig ég veit? 

Jah.. fyrir utan þá óbilandi staðreynd að það er jú októbór og já, hann er næstum hálfnaður og jújú, það er komið jólaskraut í IKEA, þá er fiðrildaþing hjá öllum ljóstærum sem utan á húsinu liggja!

Fiðrildaþing að hausti

Ætla annars að reyna að bæta í grænmetisátið hjá mér. Grænmetis og ávaxta-átið. Borða jú grænt í hádeginu en það eru yfirleitt einu tímarnir sem það fer inn fyrir varirnar sökum einskærrar leti.

Það verður því haldið upp á allt sem er grænt grænt tímabilið með grænu monsteri eftir æfingu á morgun.

Sjáum hvernig það lukkast.

Vona annars að helgin hafi verið ykkur ljúf.

Natten skratten!


Ég ætla aldrei að borða aftur

Hef látið þessa setningu flakka, nokkrum sinnum á ári, í um það bil 23 ár.

Hún þreytist seint.

En í þetta skipti held ég að ég hafi sprengt allt sem hægt er að sprengja.

Nánast matarskírlífi í 4 vikur, nánast... ekki alveg, en allt að því.

Hleypti villikvikindinu lausu í gær með miklum látum Mikil var dýrðin meðan á því stóð, þó svo hún hafi ekki verið jafn stórkostleg eftirá.

Að auki við ofát og almennt of-allt, þá ákvað ég að fá mér smá hvítt. Því við vorum nú að borða þessa snilld... ha... þá þarf smá hvítt er það ekki?

nings sushi

mmmm smokkfiskur

2 hvít, 1 rautt og undirrituð spangólaði sem mest hún mátti...

"DOOWN ON THE CORNER... HOWDY IN THE STREET"

...ásamt...

"COOVER OF THE ROLLING STOOOONES"

...og talaði út í eitt í um það bil 2 tíma. Hvaðan þessi gífurlegu áhrif alkóhóls komu er enn ekki alveg vitað, en það verður rannsakað af virtum Háskóla í Jemen! Læt ykkur vita hvað kemur út úr því.

Hljóp inn í eldhús eftir spangól og skellti í hindberja og bananakrums, í staðinn fyrir epli því jah, þau voru ekki til.

Þetta er eina sönnun þess að krumsið hafi í raun og veru verið bakað og hafi einhverntíma verið til á þessari jörð!

Búið

Eftir krumsát, um 23:00 leitið, lagðist ég aðeins út af sökum átstopps og þeirrar staðreyndar að ég var farin að gráta hindberjum og einstaka hrísgrjóni.

Svo vaknaði ég í morgun, 12 tímum síðar hvorki meira né minna, alveg jafn södd og þegar augun lokuðust... óvart.

Elskurnar mínar.

Ég ætla aldrei... að borða aftur!


Mömmupönnsur

Hvað er heimilislegra og kósý en hús yfirfullt af pönnukökulykt? Sykraður smjörilmur í bland við vanillu. Snarklið sem heyrist þegar deiginu er hellt yfir flundurheita pönnukökupönnuna sem orðin er kolbikasvört af endalausum pönnukökubakstri. Notalegt. Eins og sönnum aðstoðarbakara sæmir stendur þú þína plikt sem yfirumsjónarmaður sykurkarsins. Hver pönnukakan á fætur annarri er sykruð af miklum móð á meðan þú vonar að ein, bara ein misheppnist. Stundum fær maður góðfúslegt leyfi frá bakaranum til þess að forsmakka dýrðina og þá er einni rænt úr staflanum. Ekkert er gleðilegra en að heyra "Já, þú mátt fá eina". Sjóðandi heit kaka, svo heit að sykurinn er þegar bráðnaður. Fyrsti bitinn gleymist seint. Flauelismjúkt deigið svo gott sem bráðnar upp í þér og mildur vanillukeimur fylgir í kjölflarið í bland við sykurbráðina. 

Bestu pönnsur sem til eru! Það er einfaldlega ekkert flóknara.

Reyndar eru pönnukökur mikil trúarbrögð og það sem þú aldist upp við er það sem fær munnvatskirtlana til að gráta af gleði. Hvort sem um pönnukökur, kleinur, vöfflur.... er að ræða.

Trúarbrögðin sem fylgja eldunaraðferðinni eru álíka jafn sterk og skoðanirnar á því hvaða pönnukökur eru bestar. Hver fylgir sínu hjarta í þeim efnumi. Sumir vilja sínar pönnsur brúnar og krispí, þykkar, þunnar...

...ég vil mínar ákkúrat svona! Næfurþunnar, ljósar með götum.

Mömmupönnsur

Pönnukaka a-la Mama. Þunn og deigið götótt!

Sjáið þið hvað ég á við með "Bestu pönnukökur í heimi"? Þetta er ekkert grín gott fólk. Svona hryllilega gómsætum upplýsingum myndi ég aldrei nokkurntíman ljúga!´

Þú þarft ekki að leita lengra og já... þú mátt þakka mér seinna!

Mömmupönnsur (Uppskrift og texti frá bakaranum sjálfum komið)

  • 500 gr.hveiti
  • 1 dl. sykur
  • 1 L. mjólk
  • 100 gr.smjör eða samsvarandi magn annarar fitu
  • 4 egg
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. salt
  • Tæplega 1 tsk. vanilludropar (eða tveir tappar. Tappinn á dropaglasinu)
Aðferð:
  1. Allt skal vera við stofuhita, a.m.k. ekki ískalt.
  2. Þurrefnin öll í skál saman... ekki hár saman (doh!)
  3. Smérið brætt og því hrært saman við þurrefnin.
  4. Síðan er settur ½ líter af mjólk útí og hrært frenjulega, án þess að skvetta uppúr. (Dýrmætu pönnsudegi skal eigi sóa)
  5. Þá er eggjum varpað útí, öllum í senn,  og áfram hrært.
  6. Eftir sambland eggja og jukks í skálinni er afgangi af mjólk og vanilludropum bætt við.
  7. Deigið á nú að vera milliþunnt, með kekkjum hist og her.
  8. Pannan skal vera vel heit, best að hver finni sinn hita.
  9. Svo hefst baksturinn…

Reyna svo að halda átvöglunum frá sem borða beint af pönnsudisknum. Stundum er gott að vera með flugnaspaða við hönd.

Gleði og gerið svo vel!


Samviskunni sleppt lausri

Þrjár púrítanavikur! Ætlaði að vera voðalega góð með mig og taka 2 - 3 í viðbót en æji... elsku bestu.

Æji bara! Það er ekkert skemmtilegt.

Ákvað því að taka þennan laugardaginn með trompi og vitið eitt lömbin ljúf... að "ákveða", eins afskaplega anal og það er (jebb... ég sagði anal), þá er það mun betra fyrir sálarlífið en að detta "óvart og óskipulega" í það. Sérstaklega ef, og þegar, þú ert í einhvurslags detox púrítanaham. Virkar að minnsta kosti vel fyrir mig og mína sárþjáðu nammisál.

Ef ég dett "óvart" í það, á dögum sem áttu upphaflega að vera sallarólegir, og ét á mig gat, verð ég fyrir ægilegum vonbrigðum með átvaglið og fer í hálfgerða fýlu út í sykurdímoninn hið innra. Hádramatískt, en satt. Þessvegna er ágætt að eiga sína sérlegu nammidaga.

Ég nýt nammidagsins mun betur ef ég ákveð "Á morgun kl. 22:00" og læt slag standa. Með því móti hef ég platað sjálfa mig og "friðað" samviskuna. Talið sjálfri mér trú um að átið sé fullkomlega löglegt. Kannski kjánalegt að "þurfa" í raun og veru að öfug sálfræða sjálfan sig svona, ég veit það ekki. En það skilar sér ágætlega fyrir mig.

ALLAVEGA

Át kvöldsins innihélt meðal annars:

Einn af mínum uppáhalds kjúllaréttum. MARBELLA!

Marbella - einn af uppáhalds kjúllaréttunum

Nohm

Með baguette! Elsku besta baguette!

Beauuutiful baguette

Smá grænmeti með því það gerir allt svo æði fínt.

gúrk und tómatas

ÓÓBEIBEH!

Uppáhaldspönnsur

OHOOO... MYHOLYPÖNNSUNESS!

Segjum pönnsur, rjómi, súkkulaði og jarðaber margfaldað með fjórum.

...

Afsakið.... margfaldað með sex... stoppaði bloggskrif þarna í nokkrar mínútur og þá bættust tvær ferðir við.

Bara det beste

Nasl og hamingja í eftirrétt eftir eftirrétt... eða bara eftir-eftirrétt!

Þeir sem vita hvað vantar með eftir-eftirréttinum eru snillingar miklir!

Nóakropp og dökkar súkkulaðirúslur

Mikið er nú gaman að vera ég stundum.

Njótið helgarinnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband