Ég er þakklát fyrir...

...vinina mína!

Ég er þakklát fyrir marga aðra hluti, en í dag er ég þakklát fyrir þennan æðislega frábærlega fína vinahóp sem ég tilheyri. Ég er eitt heppið átvagl! Þakkargjörð númer 2 byrjaði, leið og lauk uppúr miðnætti í gær. Maturinn var stórkostlegur, félagsskapurinn frábær og andrúmsloftið ljúfara en heitt kakó með rjóma þegar kalt er úti. Dag og Gunna vantaði sökum vinnu og náms erlendis, þeirra var sárt saknað - en það kemur þakkargjörð eftir þessa. Æhj hvað það var gaman í gær!

Le monstre

Þórunn sæta yfirkokkur

 

 

 

 

 

 

Hjölli ákvað að setja upp "Ætlarðu að taka myndir í allt kvöld" svipinn. Ótrúlegt en satt þá náði hann að setja svipinn upp á hverri einustu mynd - í miðju hláturskasti og allt. Mikið afrek verð ég að segja!

Egill og Hjölli Elín Lóa

 

 

 

 

 

 

 

Ernan mín og mister PaulsenJebb... hópurinn stækkandi fer

 

 

 

 

 

 

 

Soðið í sósunaÁtvaglið og bananinn

 

 

 

 

 

 

 

Mister Paulsen Egill og Rikke

 

 

 

 

 

 

Kalkúnninn smjörvafinn, smjörhelltur og smjörleginn. Settur inn í ofn síðustu 20 mín. fyrir fallegan gullinn lit og stökka skorpu - húð - skinn... igh!

Turkey birdSmjör og meira smjör

 

 

 

 

 

 

 

Friends.. mörgum til einróma gleðiEmelía krúsíbomba

 

 

 

 

 

 

Borðhald og sósa að taka á sig mynd.

Risaborð fyrir risahóp af fólkiSósan að verða tilbúin

 

 

 

 

 

 

Sætar kartöflur með sykurpúðum og aðrar með sveppum og rjóma. Mikil hollusta í gangi á þessum bæ - en ó hvað sálin varð húrrandi kát og sátt við lífið.

Sætar kartöflur og sykurpúðarSætar kartöflur, sveppir og rjómi

 

 

 

 

 

 

Gleði við borðið með flassi og án. Mjög miklar myndavélatilraunir í gangi. Hjölli í svakalegum flasslausum snúning.

GleðiborðGleðiborð án flass - Hjölli í góðri sveiflu

 

 

 

 

 

 

 

Kúninn í góðum fílingHlaupið var ofur.

 

 

 

 

 

 

 

ValdorfinnFylling a la Jói Fel... maður má nú svindla smá

 

 

 

 

 

 

 Snæbjörn og Elín Lóa mjög kát með að eftirréttirnir séu að mæta á svæðið.

Snæbjörn og Elín LóaPecan pie

 

 

 

 

 

 

 

Pecan pie krumsPumpkin pie

 

 

 

 

 

 

Milljón húrra og hopp fyrir Ómari og fjölskyldu að lána okkur hús og eldhús, snilldarkokkunum Þórunni og Þorbjörgu fyrir kalkún, salat og kökur, Ernu fyrir ofur trönuberjasultuhlaupið og eitt klapp á mitt bak fyrir að stappa sætar kartöflur og fylla þær af smjeri og sykri. Ótrúlegt afrek ekki satt? Svo fær hópurinn í heild sinni 12 stjörnur af 10 mögulegum...

Uppáhalds fólkið mitt

Má líka taka það fram að fyrir aftan okkur á þessari mynd var arinn í blússandi fílíng - okkur var öllum mjög heitt á rassinum en héldum það út í 10 mínútur og myndatöku á 3 mismunandi vélar!

Takk fyrir kvöldið mín kæru. Þetta var æði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OH já þetta var algjört æði!!  Svo yndislegt fólk sem maður á að í heiminum!  Lofa að myndin kemur í dag, útskýrði ástandið í e-mailinu.

Erna (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 09:33

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahha.. ég sé fyrir mér fljúgandi sörur og súkkulaðikrums!

Elín Helga Egilsdóttir, 30.11.2009 kl. 11:22

3 identicon

Takk fyrir æðislegt kvöld mín kæru, skemmtilegar myndir hjá þér Elín, væri gaman að fá að sjá frá hinum vélunum sem voru í gangi!!

Þórunn Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 10:36

4 identicon

Mikið var þetta góður dagur! Ég þakka innilega fyrir alveg frábært kvöld!

Elín Lóa (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 18:52

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta var ekkert nema ljúft.

Elín Helga Egilsdóttir, 3.12.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband