Elín Helga Egilsdóttir

Matur er góður. Góður matur er guðdómlegur. Fjölskyldunni minni þykir matur góður og okkur þykir skemmtilegt að snæða saman.

Það er hinsvegar hægt að fara yfirum í matarástinni og stundum skilar það sér í nokkrum auka kílóum og of þröngum buxum. Síðastliðin tvö ár hef ég verið í og með að stunda líkamsrækt með misjöfnum árangri. Virtist vera í hvert skipti sem ég var komin eitthvað áleiðis, þá hvarf allur vilji og metnaður og ég datt ofan í nammipokann. Eftir að ég kom heim frá Frakklandi síðastliðið haust, eftir mikið og feitt átfrí, þurfti ekki meira en að líta í spegil. Svona vildi ég ekki vera. Pantaði mér tíma í einkaþjálfun, tók matarræðið mitt 150% í gegn, setti mér markmið og náði því. Upp úr því jókst áhugi minn á því sem ég set ofan í mig, allri hreyfingu og heilbrigðu og hollu líferni.

Hugarfarið skiptir mestu máli í öllu þessu róti!

Í dag er ég tæpum 20 kílóum léttari og held mig við 60 kílóa markið. Mér líkar það vel. Stundum er ég meira, stundum er ég minna. Ég elska að hreyfa mig og fara í ræktina. Ég lyfti mikið og reyni að finna mér hreyfingu sem mér finnst skemmtileg. Þetta blogg er ekki í neinni merkingu orðsins "Megrunarblogg". Ég trúi ekki á skyndilausnir og ég trúi ekki á megrunarkúra! Ég trúi hinsvegar á hollt matarræði sem fær skrokkinn til að blómstra. Ef þú borðar þegar hungrið segir til sín og hvílir þig þegar skrokkurinn þarf á hvíld að halda, þá get ég lofað því að kílóin fara að fjúka ef matarræðið er réttu megin við línuna.

Ég elska að borða og að geta útbúið hollan, góðan og næringarríkan mat á stuttum tíma er mikil áskorun fyrir mig. Sem gerir ferlið bara meira spennandi og skemmtilegt. Það er gott að bíta í góða súkkulaðiköku eða heitar pönnukökur. Það er gott að borða sykur en athugið, það er gott í þessar 15 sek á meðan verið erð að tyggja bitann.

Ég er mikill sykursnúður. Mér þykir æðislegt að fá mér sætan bita eftir máltíð og á mjög erfitt með að sleppa því. Þar af leiðandi, þegar sykurþörfin kallar, reyni ég að útbúa snakk/snarl sem er í senn sætt en þó það hollt að hægt sé að borða það í hádegismat með góðri samvisku. Samviskubit er fyrir kjána - ef þú vilt borða súkkulaðikökuna þá borðar þú súkkulaðikökuna og heldur svo áfram að borða hollt og hreyfa þig eins og venjulega. En er ekki betra að bíta í eitthvað sætt ef þú veist að það er "gott" fyrir skrokkinn í leiðinni? Fáðu þér döðlur, fíkjur, rúsínur. Búðu þér til hafrakökur með banana - finndu þér sykurinn á öðrum stað en í t.d. nammiformi! Undirrituð gat það - þú getur það líka!
 

Með þessu bloggi er ég í senn að halda utan um uppskriftir sem ég tel góðar og reyna að koma góðum hugmyndum að hjá fólki sem er í sömu sporum og ég. Ég er enginn meistarakokkur eða ofurbakari. Það sjáið þið sjálf. Þetta er áunninn áhugi sem skaut upp kollinum hjá mér í takt við þá hreyfingu sem ég stunda - enda lítur maturinn út eins og fyrsta klasa heimilismall!

Að lokum vona ég að þið njótið góðs af þeim myndum og uppskriftum sem ég set hérna inn. Gangi ykkur vel í ykkar ferðalagi að heilbrigðari lífstíl, ef það er planið, og vonandi finnið þið ykkur jafn vel í þessum pakka eins og ég :)

GRAUTUR - BEZT Í HEIMI

Hafragrautur - Bezt í heimi

Skrekkur

Peru og epla með valhnetum og kókos

Súkkulaðihafrar

Döðlur, gráfíkjur, möndlur og múskat

Banani, pera, létt AB-mjólk og hörfræ

Orkugrautur

Sætu kartöflu grautur með kanil

Hunangs hnetu hafragrautur

Múslígrautur og ber

Hafragrauts Splitt

Hafragrautur ríka mannsins - hráskinka, camembert, melóna og döðlur

Súkkulaði kanilsnúningur

Skyrgrautur með granola stöng, banana, sultu og hnetusmjöri

Salsa hafragrautur með ostsneið, eggi og tómötum

Pumpkin Pie hafragrautur

Pumpkin Pie hafragrautur með valhnetum, súkkulaði- og butterscotch bitum

Mulin súkkulaðibitakaka

Múslígrautur með granola stöng, súkkulaðibitum og sprauturjóma

Bruscettu grautur með ólífum og eggi

Pönnsugrautur

Einfaldur eggjahvítugrautur

Mjúkur eggjahvítugrautur

Chia grautur - uppáhalds

Kaffigrautur með mjólkurfroðu, kanil og möndlum

Hræringur - útbúinn með eggjahvítum.

Kryddaður te-hræringur - ekki ósvipað kryddköku

Krydduð kanil-karamelluepli

Gulrótarkökugrautur

 

HAFRAPÖNNSUR/KLATTAR/KÖKUR...

Hafrakaka - þarf ekki að baka/elda

Pönnusteiktir hafraklattar

Hafra- og graskers eggjahvítupönnsa

Hafra- og eggjahvítupönnsa með hafragraut

Bláberjafyllt hafra- og eggjahvítupönnsa að hætti Dexter

Ofnbakaður hafragrautur með banana og eplum

 

iGAUTUR(hafgragrautsgrunnur geymdur í ísskáp yfir nótt og gumsi bætt við daginn eftir)

Næturgrautur

Kökudeigsgrautur

Chiaskyrgrautur með ávöxtum, múslí og heslihnetum

Hafrakaka 

Einfaldur chiagrautur með vanillu, berjum og berjasafa

Sítrónugrautur með omega3 lýsi, skyri, berjum og möndlum - ææðislegur. Ferskur og fínn.

iChiagrautur með kotasælu og bláberjum

Piparkökugrautur

 

SIB (smoothie í skál) - næstbezt í heimi

Banana og spínat prótein ís - betra en það hljómar

Banana og mango ís með berjablandi

Jarðaberja og prótein ís með mango og múslí

Blandaður berja og prótein ís með múslí og hnetusmjöri

Gulur ís, banana og mango smooth-ís með hörfræjum

 

ÍS

Pistasíuís - geggjaður

Banana soft serve - frosnir maukaðir bananar, ekkert annað. Ótrúlega gott!

Prótein ís

 

MORGUN-/HÁDEGISMATUR

Heilhveiti pönnsur

Hafra- og heilhveiti pönnsur

Heilhveiti Crepe

Bananapönnsur með hnetusmjörs-súkkulaði snúning

Grænt monster

Hveitikíms panini

Banana og mango drykkur með hörfæjum

Prótein pönnukaka með bananasneiðum, múslí og heimagerðu möndlusmjöri

Prótein pönnukaka með banana, kanilstráðum eplum, hörfræjum og valhnetum

Havre fras skyrklessa - áferðargleði fyrir mig

Chia sítrónuskyr með omega3 sítrónu lýsi og muldum hörfræjum ferskt og gott

Valdorfskyr með Chia og bláberjum

 

HÁDEGIS OG/EÐA KVÖLDMATUR

Fiðurfé

Móaflatarkjúlli

Kalkúnahamborgari með sætu kartöflu frönskum

Hunangs dijon kalkúnahamborgari 

Grillaðar fylltar paprikur með kjúkling, grænmeti og quinoa

Marbella kjúklingaréttur - mikið gúmmulaði

Marakóskur kjúklingaréttur - of góður!

Kanil og döðlu kjúklingur með ólívum og möndlu Dukkah

Balsamik kjúlli með timian, rauðlauk og möndlum

Heilhveiti kjúklingapizza 

Gómsæt graskers kjúklinga kássa- kemur á óvart 

Möndluhúðuð kjúklingabringa

Portobella pizza

Eggjahvítu prótein 'tortilla' fyllt með krydduðu ofnbökuðu grænmeti og kjúkling

Ferskt sumarlegt kjúklingasalat

 

Fiskmeti

Sætu kartöflu og túnfisk klattar

Dukka hjúpaður smokkfiskur

Risa hörpudiskur með bananaskyrsósu

Hachala, arabískur þorskréttur

Risarækjur í hunangs-chilli kryddlegi

Pestó rækjur með ferskum tómötum og basil

Quinoa og jalapeno rækjuréttur vafinn inn í kálblað - STERKT

Reykt-laxarúlla með brúnum grjónum, grænmeti, mango og wasabi sósu - einfalt, fljótlegt, tilbreyting!

Reyktur lax með avocado mauki, krumpueggi og möndlum

Eggjahvítukaka með marineruðum laxasneiðum, capers, rauðlauk og rjómaosti

Kryddaður rækjuréttur með steiktum brúnum grjónum og grænum baunum - virkilega gott

Ferskt, kalt, mango og avocado humar salat

 

Egg

Eggjahvítu eggjakaka með hummus

Eggjahvítukaka með marineruðum laxasneiðum, capers, rauðlauk og rjómaosti

Eggjahvítu prótein 'tortilla' fyllt með krydduðu ofnbökuðu grænmeti og kjúkling

Eggcellent eggjakaka

Einföld og holl tortilla

 

Rautt kjöt

Bolognese hambó - tryllingslega góður

Trufluð roast beef samloka

Roastbeef réttur með steiktu grænmeti

Einfaldur og fljótlegur roastbeef hrísgrjónaréttur - olíulaus

Bolognese kjötsósa með kanil, cumin og kóríander

Hvítkálshakk réttur - betra en það hljómar/kolvetnasnautt

 

Annað

Heilhveiti Calzone

Einföld og holl tortilla

Prótein pönnukökur

Hafra- og sætu kartöflu Gnocchi

Hráskinku qesadilla með cantaloupe melónu, ferskum döðlum og möndlum

Portobella pizza

Hýðishrísgrjón með kotasælu, eplum og hunangi. Einfaldur og fljótlegur hádegismatur.

Perusamloka með avocado, hnetum, kapers og alfa alfa - létt og gott

 

SÚPUR

Kæld mango súpa, rosalega fersk og góð

Sætu kartöflu súpa

Æðisleg tær grænmetis soðsúpa - stútfull af þínu uppáhalds grænmeti

Létt og góð grænmetis og kjúklingasúpa

 

MEÐLÆTI - Með læti?

Salat

Brokkolísalat, æðislegt og ferskt

Ferskt sumarlegt kjúklingasalat

Grískt quinoa salat

Ferskt, kalt, mango og avocado humar salat

Byggsalat með sólþurrkuðum- og ferskum tómötum, ólívum, fetaosti og möndlum

Einfalt og fljótlegt kjúklingabaunasalat - líka hægt að nota í hádegis/kvöldmat  

 

Sósur 

Þykjustunni bolognese sósa - holl og bragðgóð

Létt hunangs sinnepssósa

Tzatziki sósa 

Berja-balsamic sýróp - gott út á graut, skyr, upp í munn!

 

VIÐBIT

Prótein

Granola prótein stangir 

Próteinstangir - þarf ekki að baka 

Prótein hnetukaka

Prótein bygg-grautur. Næsti bær við grjónagraut.

Sætu kartöflu og próteinbland

Jarða- og hindberjabland með hnetusmjörs prótein búðing

Hnetusmjörsblandaður prótein búðingur

Vanillu og rommdropabætt prótein með kanilristuðum möndlum

Cheerios prótein muffins - eftir æfingu

 

Granola stangir/hafraklattar

Granola stangir - uppáhald margra

Granola prótein stangir 

Orkubitar 

Hafraklattar sem ekki þarf að baka - þéttir og góðir

Hafra- og hindberjakoddar

 

Hnetusmjör/möndlusmjör

Möndlusmjör/Hnetusmjör

Mjög gott möndlusmjör með kanil og hunangi

 

Snakk/nammi

Sætu kartöfluflögur

Sweet'n'spicy hnetu- og fræblanda

Hafra- og ávaxtakúlur

Fíkju og fræboltar

Kókoskúlur - geggjaðar

Banana og döðlu flatbrauð með möndlum og sítrónuberki

 

Annað

Heimalagaður Ricotta ostur

Heimagert múslí

Jarðaberja- og döðlusulta

 

BAKSTUR OG BAKKELSI Í HOLLARI KANNTINUM

Brauð

Hafra og bananabrauð

Heilhveiti Beyglur

Heilhveiti bananabrauð

Sætu karftöflu brauð

Byggbrauð

Kanilbrauð með rúsínum

Heilhveiti graskersbrauð, þétt í sér og djúsí

Bananabrauð með hörfræjum

Æðislegt gróft speltbrauð

Olíu- og mjólkurlaust banana speltbrauð með bláberjum - mjúkt og djúsí

Heilhveiti English muffins

Hafraskonsur

Heilhveitibollur

 

Kökur

Hafra- og bananakaka

Hafra- og súkkulaðikaka 

Samviskulausa eplakakan

Hollari súkkulaðikaka - mjög góð

Hollustukaka sem ekki þarf að baka. Hrákaka.

Eplabökukrums með pecan-speltbotni - virkilega ljúffengt

 

Smákökur

Hafra- og banana súkkulaðibita smákökur

Heilhveiti smákökur með hnetum og döðlum

Hafra- og hnetubitar

Makkarónur, hafrar og kókos 

Súkkulaðibitakökur: Hafra- og heilhveiti

G'day bitar - hafrar/bananar/chia/döðlur

Heilhveiti og hafra möndlukökur

 

Muffins

Heilhveiti pistasíu muffins - virkilega góðar

Glútenlausar súkkulaði muffins - geggjaðar

 

ÓHOLLT EN HOLLT FYRIR SÁLINA

Kökur/Bökur

Franska súkkulaðikakan hennar mömmu - klikkar aldrei

Epla og kramellusprengja, uppáhalds eplakrumsið mitt

Æðisleg djúsí gulrótarkaka

 

Ostakökur

Marzipan mascarpone ostakaka með súkkulaðisósu

Pumpkin-pie ostakaka með karamellusósu

Vanillu mascarpone ostakaka með möndlubotni

 

Smákökur

Æðislegar þunnar hafrakökur. Stökkar í kanntana, mjúkar að innan og karamellukenndar.

Súkkulaði-brownie smákökur með hvítum- og dökkum súkkulaðibitum

Spesíur / nornafingur

Mjúkar piparkökur með hvítum súkkulaði og butterscotch bitum

Maple-vanillu hafrakökur

Hafra- og súkkulaðibitasmákökur - seigar/EGGJALAUSAR

 

Konfekt

Oreo trufflur með rjómaosti og hvítu súkkulaði

Snjóboltar - kókoskúlur - karamellukenndir með stökka skorpu

 

Annað

Mömmupönnsur - bestu pönnukökur í heimi

Pecan-pie stangir - karamellusprengjur fyrir allan peninginn

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum 

Mjúkar Saltkringlur - geggjaðar

 

Nammi

Karamellur með sjávarsalti

Pecan-kanil karamellupopp 

Daim - hnetukaramella

 

FRÓLEIKUR - SPÖGÚLERÍNGAR - SPÆLINGAR - EITTHVAÐ ALLT ANNAÐ

NOHM

Hnetur eru bjútifúl

Hvað er hægt að gera við graut/hafra?

Hvað er hægt að gera við prótein?

Sushinámskeið

Hvað er hægt að nota í staðinn fyrir smjör-/olíu í bakstri?

 

ÁTVAGLIÐ

Týpískt matarræði

Fyrir - Eftir (2004 - 2010)

Farið yfir árið 2009

Farið yfir árið 2010

Hrekkjavökuþakkargjörð

Orðabók Ásbúðarfólksins mín

 

ELLA LLAMA

Æfingin skapar meistarann

Hvatning/jafnvægi

Breytt hugsun varðandi mat/heilsu/æfingar

Útlisbreyting ekki besti mælikvarðinn

Uppáhalds óþolandi staðir á búknum

Hvað er árangur?

Koma sér af stað

 

ANNAÐ

Séð og heyrt - gaman að þessu.

Að búa með matarbloggara

Átröskun, byrjunarstig? 

Spurningum svarað - spurningar sem mér hafa borist :)

Gaddfreðið snjallræði

 

HEIMAÆFINGAR - UNNIÐ MEÐ EIGIN ÞYNGD

18 mínútna interval. Miðja, læri, þríhöfði, þol

12 mínútna interval. Miðja, fætur, smá upper og þol 

15 mínútna interval. Allsherjar.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Elín Helga Egilsdóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband