Ég ætla aldrei að borða aftur

Hef látið þessa setningu flakka, nokkrum sinnum á ári, í um það bil 23 ár.

Hún þreytist seint.

En í þetta skipti held ég að ég hafi sprengt allt sem hægt er að sprengja.

Nánast matarskírlífi í 4 vikur, nánast... ekki alveg, en allt að því.

Hleypti villikvikindinu lausu í gær með miklum látum Mikil var dýrðin meðan á því stóð, þó svo hún hafi ekki verið jafn stórkostleg eftirá.

Að auki við ofát og almennt of-allt, þá ákvað ég að fá mér smá hvítt. Því við vorum nú að borða þessa snilld... ha... þá þarf smá hvítt er það ekki?

nings sushi

mmmm smokkfiskur

2 hvít, 1 rautt og undirrituð spangólaði sem mest hún mátti...

"DOOWN ON THE CORNER... HOWDY IN THE STREET"

...ásamt...

"COOVER OF THE ROLLING STOOOONES"

...og talaði út í eitt í um það bil 2 tíma. Hvaðan þessi gífurlegu áhrif alkóhóls komu er enn ekki alveg vitað, en það verður rannsakað af virtum Háskóla í Jemen! Læt ykkur vita hvað kemur út úr því.

Hljóp inn í eldhús eftir spangól og skellti í hindberja og bananakrums, í staðinn fyrir epli því jah, þau voru ekki til.

Þetta er eina sönnun þess að krumsið hafi í raun og veru verið bakað og hafi einhverntíma verið til á þessari jörð!

Búið

Eftir krumsát, um 23:00 leitið, lagðist ég aðeins út af sökum átstopps og þeirrar staðreyndar að ég var farin að gráta hindberjum og einstaka hrísgrjóni.

Svo vaknaði ég í morgun, 12 tímum síðar hvorki meira né minna, alveg jafn södd og þegar augun lokuðust... óvart.

Elskurnar mínar.

Ég ætla aldrei... að borða aftur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrönn (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 17:55

2 identicon

mmm girnilegt, kannast við að ætla aldrei að borða aftur enda get ég borðað á við fullvaxta karlmann og geri það stundum en lofa þá að borða ekki svona mikið aftur ;) Ég hef lengi lesið síðuna þína og skemmt mér konunglega í leiðinni en hef aldrei skilið eftir mig athugasemd.

Hvar er samt heilsupressan? Ég sem var orðin svo spennt að sökkva mér yfir henni í vinnunni um helgina :(

Ég reyndi að elta hlekkinn en það eru engar greinar, var ekki talað um laugardaginn?

hugrún (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 17:50

3 identicon

OH NEIIIII!!! Missti ég af hvítu kvöldi hjá þér??? Crapalicious!

Kannast við að teygja á magaþráðunum.. Frekar sveitt og illa gert fyrir líkamann að éta (nánast bókstaflega) á sig gat eftir heilsutörn. Er annars að verða geðbelöð allt í einu á þessu stöðuga átrugli á mér. Hvenær byrjar intervalið í nóvember??

Erna (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 20:47

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hugrún: Takk fyrir innlit, kvitt og allt þar á milli. En annars jú, þá var mér nú sagt að þetta ætti að pompa inn í gær. Vona að það geri það sem fyrst!

Erna: Átrugl eru góð í skömmtum! Ætla að sjá hvernig október spilar, annars er það bara 1. nóv ef allir eru reddy-licious! 6 vikur í jólin - ofurmatarræði og nokkrar mínútur á dag.

Væri gaman að sjá hvort rassinn komist í kjólinn fyrir jólin eftir það!

Elín Helga Egilsdóttir, 10.10.2010 kl. 22:16

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég þarf aldrei að borða aftur, er með birgðir fyrir komandi kynslóðir eftir helgina.

Matarþynnka og bömmer dauðans, var einmitt með sushi og allskonar fyrir aumingja í afmælisbrjálæði á laugardag og leyfði svo púkanum að toga mig yfir "to the dark side" á sunnudaginn og missti ginið ofan í afgangana.... með bumbuna út í loftið í joggingbrókum núna. Svo bregðast krosstré... :/

Ragnhildur Þórðardóttir, 11.10.2010 kl. 08:28

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ugh.. kannast við matarþynnkuna og bömmerinn. Sérstaklega "óplanað" át bömmer. Þá virðist bumban alltaf vera 6 númerum stærri og lærin mýkri en áður.

En ofvirkir hreyfisjúklingar geta þó hyggað sig við þá staðreynd að vel hefur verið unnið fyrir skammastrikum og útafhlaupum þó súr séu!!

Elín Helga Egilsdóttir, 11.10.2010 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband