Pumpkin pie ostakaka

Graskers-ostakaka hljómar eitthvað svo ógirnilega illa! Finnst þér ekki?

Pumpkin-pie ostakaka með stökkum engiferköku- og pecanhnetubotni! Já takk. Já takk fyrir kærlega.

Pumpkin-ostakaka

Pumpkin pie ostakaka með engiferköku- og pekanhnetubotni

Botn

  • 150 gr. engiferkökur, jafnvel piparkökurþ. Ég notaði gingersnaps.
  • 1 bolli muldar pecanhnetur
  • 4 msk púðursykur
  • 4 msk sykur
  • 115 gr. bráðið smjör

Fylling

Skref 1

  • 3/4 bolli sykur
  • 3/4 bolli maukað grasker (ég eldaði mitt í ofni og maukaði sjálf - butternut squash)
  • 3 eggjarauður
  • 1,5 tsk kanill
  • 1/2 tsk engifer
  • 1/2 tsk múskat
  • 1/4 tsk salt 
Skref 2
  • 680 gr. rjómaostur. (Ég notaði 250 gr. mascarpone og 430 gr. venjulegan rjómaost) 
  • 1 heilt egg
  • 1 eggjarauða
  • 1/4 bolli + 2 msk sykur
  • 2 msk rjómi
  • 1 msk sterkja (ég notaði maizena)
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 1/2 tsk sítrónudropar

Aðferð

Botn

Mylja kex í matvinnsluvél. Bæta þá við sykri og hnetum, púlsa í nokkur skipti. Loks smjeri og hræra þangað til blandan er nokkuð þétt.

Hella í bökunarform, best að nota smelluform, og þrýsta deiginu niður og rétt upp með könntum. Geyma inn í ísskáp á meðan fyllingin er útbúin.

Pumpkin-ostakaka

Fylling

ATH:

  1. Hafa egg, ost og rjóma við stofuhita!
  2. Ekki hræra á hárri stillingu. Hræra á lágri stillingu, svo ekki komist loft í deigið, og hræra allt gumsið vel saman.

Skref 1 

Hræra allt vel saman, sykur/eggjarauður/grasker/krydd í miðlungs stórri skál og setja til hliðar.

Skref 2

Setja rjómaost í skál og hræra duglega, eða þangð til hann er orðinn mjúkur og léttur. Bæta þá sykrinum við - hræra þangað til vel blandað saman. Næst bæta egginu við og hræra þangað til það hefur blandast vel saman við ostamallið, þá eggjarauðunni og loks rjómanum. Loks setja út í herlegheitin sterkjuna og bragðdropana og hræra þangað til silkimjúkt og fínt. Graskersblöndunni hrært samanvið í restina.

Nú er fyllingunni hellt yfir botninn og komið fallega fyrir inn í 175 gráðu heitum ofni, í 50 - 60 mínútur, eða þangað til kanntarnir eru orðinir nokkuð stífir en mijðan mjúk. Hálf hristist þegar þú slærð í bökunarformið.

Lærðu á ofninn þinn fyrst.

Annars verður kakan eins og mín á litinn - heldur dökk blessunin.

Getur svosum alltaf falið hana í karamellu!

Geyma í forminu inn í ísskáp yfir nótt og reyna að drepast ekki úr eftiráts-spenningi!

Pumpkin-ostakaka

Hún er skemmtilega þétt og kryddin vinna vel saman á móti ostinum. Graskerið gerir vart við sig, hefði jafnvel mátt vera aðeins meira grasker fyrir minn smekk. Ef þið hafið smakkað pumpkin-piiieee, þá er þetta svo gott sem nákvæmlega það sama nema osturinn spilar á móti sætunni og botninn er skemmtilega stökkur, eins og hörð karamella.

Ughhh hvað hún var góð!

Gleeeðihamingja með rjóma og karamellusósu!

Pumpkin-ostakaka með karamellusósu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki mikið fyrir ostakökur en matarperrinn gleðst óneitanlega yfir þessum myndum! Vel gert:)

Helga B. (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband