Hvað hef ég gert af mér í dag?

Ég vaknaði!

Það er afrek útaf fyrir sig.

Ég tók til.

Það... er einnig afrek útaf fyrir sig!

Ég laug í síðasta pistli og borðaði í dag. Ég varð... ég bara... varð.

Það... er hinsvegar minna afrek en það eitt að bora í naflann á sér. 

Ég ræktaðist. Tók meðal annars þessa Stunuæfingu. Hún var erfið!! Erfið, erfið ... erfið!! Er ekki frá því að ég hafi stunið pínkulítið líka.

1. Interval(6-10/30): Hnébeygjuhopp

  • E:S -> 17-17, 10-11, 10-9, 9-11, 11-10, 12-9

2. Tími: 5 *Einnar handar upp-ýting h/v (eða hvað?), upphýfingar m/ fætur í gólfi + spark * 10.

  • E:S -> 6,23 - 5,28 

3. Interval(12-10/30): Há hné + hjólamagi

  • E:S Há hné -> 65-94, 57-91, 55-89, 58-93, 52-86, 63-88 (FOOOOOOKK..afsakið orðbragðið)
  • E:S Hjólamagi -> 43-34, 39-33, 39-36, 34-34, 39-34, 42-35

Svo loksins, bakaði ég kleinur! Loksins. Það er einfalt, skemmtilegt, jólalegt og ég ætla að finna hina fullkomnu kleinuuppskrift fyrir jólin! Kleinu-uppskrift sem ég kem til með að baka og þróa næstu 149 árin og gef börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum, vinum, kunningum, ættingum, dýrum, fjarskyldum skráfrændum og ókunnugum! Kannski einstaka rykmaur ef hann er þægur.

Það er næst á dagskrá.

Best að baka og subba

Nei, þær þurfa ekki að vera fullkomnar og nei... ég á ekki kleinujárn!

kleinur í bígerð

Hermenn á leið í pottinn

kleinur í bígerð

tilbúin kleina

mmmmmmmm

Ohhh mama!

Naaahmiii

Haustið er líka komið, þó svo veðrið beri það ekki með sér.

Vitið þið hvernig ég veit? 

Jah.. fyrir utan þá óbilandi staðreynd að það er jú októbór og já, hann er næstum hálfnaður og jújú, það er komið jólaskraut í IKEA, þá er fiðrildaþing hjá öllum ljóstærum sem utan á húsinu liggja!

Fiðrildaþing að hausti

Ætla annars að reyna að bæta í grænmetisátið hjá mér. Grænmetis og ávaxta-átið. Borða jú grænt í hádeginu en það eru yfirleitt einu tímarnir sem það fer inn fyrir varirnar sökum einskærrar leti.

Það verður því haldið upp á allt sem er grænt grænt tímabilið með grænu monsteri eftir æfingu á morgun.

Sjáum hvernig það lukkast.

Vona annars að helgin hafi verið ykkur ljúf.

Natten skratten!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband