Árshátíð 2010

Mikil endemis gleði er þetta allafhreint.

Þó svo eftirskemmtunargleðin megi stundum missa sín.

Aldrei lærir maður... eða... maður lærir kannski, en lætur viteskjuna sem vind um eyru þjóta!

Árshátíð yfirstaðin með tilheyrandi dansverkjum, hlátursperrum og hamagangi. Haldin í lóninu bláa, Lava, við mikinn fögnuð veislugesta. Virkilega gott og skemmtileg andrúmsloft og maturinn...

Laaaawd almighty. Ég get ekkert annað sagt.

Eiimen!

Humargleði

Forrétti var púslað saman úr ristuðum humri, salati og steinseljurótarmauki. Humarinn stendur alltaf fyrir sínu... ætíð gott fólk, og bragðið var geggjað. Rótarmaukið - við skulum ekkert ræða það neitt frekar.

Eða jú.. ræðum það! Sjitt!

Afsakið!

Sjitt! Eins og sambland á milli osta-kartöflu gleði með smá sætu í bland við óskilgreint knús og kram! Ég segi það satt. Gefðu mér disk af þessu malli og ég mun elska þig að eilífu!

með betri forréttum - lava

Aðalrétturinn var ekki síðri. Búkolla í öllu sínu veldi. Meðlætið samt við sig og ekkert til að missa vitið yfir...

...*steinseljurótarmauk*...

...en beljan gott fólk! Hana var hægt að borða með skeið.

Ein besta nautasteik sem ég hef smakkað

MEÐ... SKEIÐ!

Hver einn og einasti biti bráðnaði upp í manni. Það þurfti vart að tyggja.

perfecto

Hnífarnir sem nota átti við skurðinn, en voru vita gagnslausir sökum mjúkbelju, eru með búralegri át-áhöldum sem ég hef séð. Væru góðir til að skora einstaklinga á hólm, skylmast um síðustu bitana á disknum!

skylmingar hinumegin við hornið

Á þessum tímapunkti hefði ég getað dáið hamingjusöm, enda var ég búin að troða í andlitið á mér ómanneskjulegu magni af Nóa-konfekti....

nói er bestu vinur átvaglsins

...og þá átti þetta sér stað!

'omægod eftirrétturinn á leiðinni

Getið þið ímyndað ykkur hamingjutryllinginn sem ég tók þegar súkkulaðilyktina lagði yfir salinn?

ÓGVUÐ

SÚKKULAÐIOFURGLEÐI

!!**óguðóguðóguð**!!

hihiiiii

Fullkominn biti

Svona kökur mín kæru. Gera lífið ánægjulegra! Það er bara ekkert öðruvísi.

Þetta eru ekkert flókin vísindi!

Karamellukenndir stökkir kanntar og þið sjáið sjálf hvernig miðjan hegðar sér.

Það er meira að segja ís memm á þesari mynd. ÍS!

Fallega klessan mín

Ég felldi mikið meira en bara eitt átvaglstár við þennan gjörnin. Ég hefði líklegast farið úr skinninu væri ég snákur eða eitthvað þvíumlíkt.

Þarna, í vinstra efra horni, sjást líka greinilega verksummerki áts á Nóa-konfekti og hvernig áti á því eðalsnarli var snarlega hætt þegar eftirrétturinn var borinn á borð. Hálfétinn og einmana var Nóa-molinn skilinn eftir í myrkrinu! Hann slapp samt ekki... gálgafrestur með meiru.

nom nom

Viljið þið svo bara sjá elsku fólk! Besti vinur súkkulaðisins, besti vinur og skáfrændi mikill! Kaffi!

gullin blanda

Kaffi, sóðalegasti Þórólfur súkkulaðison norðanvið álfhól og ís undir sama hatti... á sama disk... tangó, vals, salsa... tryllingslegur steppdans!

Sóðalegra verður matarklámið ekki!

Amen!

óhhmmmnn

Eftir þetta svakalega ofurát alls sem er hamingjusamt í veröldinni tók meiri gleði við. Ef það er á annað borð hægt. Og já... það er hægt!

Einarsgleði (gleðin einar), dans og tilbehör! Dalton, eðalmenn og snillingar með meiru, stóðu sig með svodda endemis ofurprýði að þeir fá 23 þumla upp í himinblámann og nokkrar stórar tær í kaupbæti.

allir dansa kónga

Frænkan min svava eðalhress

Þetta er tímapunkturinn, á fullu tungli, þar sem undirrituð breytist vanalega í varúlf eða djefulinn sjálfan!

Ég held að mjöðurinn hafi deytt breytigenið eilítið! Munaði samt litlu!

wooohooo

MUAAAHAHAHAHAHAAAAAA

MUAAHAHAHAHA

Sölvi og Örn

Sjóhattur

troðfullt dansgólf

IMG_3834

hamingja

Ahhhh! Frelsinu fegnar eftir mikið háhælatramp.

táfrelsi

frænkutær

Næstu 3 tímar einkenndust af bláalóns tástappi og svo tók bærinn við! Jebb!

Þessi suddalega svitasprengja var gúlluð, að auki við rest af sneiðinni hans Sölva. Gott hjá þér Elín *klapp á bak*.

samanbrotin hálfgúlluð sveitt bæjarpizza

Hér hafði ég afvopnað manninn pizzasneiðinni sinni! Hann barðist hetjulega en ég vann að lokum enda var ég vopnuð át-áhaldi dauðans frá því fyrr um kvöldið!

sölvi afvopnaður pizzunni

Áfram hélt tryllingsdansinn og tveim tímum síðar var okkur kastað út af klístrugum bar sökum lokunar.

Þaðan lá leið heim í einn kaffi og loksins gott fólk, klukkan 9, sofnaði átvaglið hvorki meira né minna en í stiga Gúmmulaðihallarinnar.

Þið getið gert ykkur í hugarlund hversu illa bakið á mér hefndi sín fyrir þann verknað.

Úti var ævintýr!

Hlátur, át-ur og dans samfleytt í 8 tíma. Æhhhjj hvað þetta var eitthvað ógeðslega gleðilega skemmtilegt.

Danke sjön!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

he-hum...

sonna haga þá smátröllin sér þegar Grýla og Lúði gamli skreppa í bústað...hver er með hendi á bringunni á þér?

mama (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 15:23

2 identicon

Mmmmhmmmm oh men and woooow hvað þetta er allt girnó! Segi það sama og móðir þín.. hver hefur hönd þér á .. brjósti? ;) Flottur kjóll btw!

Erna (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 19:23

3 identicon

ó gvvuuuð!! Svona súkkulaðikaka er náttúrulega bara the best of best þegar kemur að eftirréttaáti! Kallinum mínum finnast svona "súkkulaðikökur með blautri miðju" ekki góðar. Ég varð bara hálf móðguð þegar hann ældi þessu útúr sér einn daginn.

Ég er einmitt ein af þeim sem finn súkkulaðilyktina í loftinu þegar verið er að bera fram og finnst eftirrétturinn aðal máltíðin:P Ekki skemmdi fyrir þegar maður fór að kunna að meta kaffi, enda því allar fínar átveislur þannig. Þvílíkt og annað eins kombó!!:)

Helena (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 19:57

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

úfff ertu ekki að grínast með súkkulaðikökubrjálæðinginn??? Ég hefði sko ekki verið sátt eftir bara eitt svona kvikindi... var í brúðkaupi í sumar og leitaði logandi ljósi að einhverjum í salnum sem ætlaði ekki að klára sinn desert... græðgismelur og ofátspjakkur :/

Lítur út fyrir að hafa verið stöööðððð á ársó... frétti af því hjá einum sameiginlegum félaga ;)

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.11.2010 kl. 07:52

5 identicon

Hver er heit gella á ársó? essasÚÚÚ !!!

massa súkkulaði kaka..ommnomm...

en já ..æ fíl jor þynnku pein.. alveg svakalegt ástand haha..

Heba Maren (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 10:42

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Múmfey/Lois: Bringuhendina á Örn hinn bringuglaði! En þetta lítur "verr" út en það í raun var.

Já, þetta er ágætis kjóll. Lít svolítið út eins og Armadillo (beltisdýr) en hann teygist vel og er sérlega hannaður fyrir ofát og mikinn dans!

Helena: Amen sistah!!!

Ragga: Þetta var aðeins of mikið stöð og enginn Gvöð á svæðinu. Ég er ægilega fegin að stunda þetta ekki af kappi! Díses og djöflamergir bara.

Heba Maren: Hahh! Já... þynnka sem flýtur yfir 1,5 dag er nýtt met. This is the price you pay for "having fun".

Enmikiðassgotivarsamtgaman! ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 16.11.2010 kl. 10:50

7 identicon

Les síðuna þína reglulega og þú ert snilldar penni og ekki eru uppskriftirnar þínar verri!! ;)

 En vá þú lítur ekkert smá vel út!! handleggirnir!! langar í svona!! ;)

Má ég spyrja hvað það tók þig langan tíma að græja þennan stælta flotta kropp? ;)

Þuríður (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 15:14

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahhh... ohhh! Takk fyrir það mín elsku besta.

Ætli þetta ferli hafi ekki tekið mig um það bil 3 ár frá byrjun til enda, með stoppum, törnum og núna síðasta árið alveg á milljón. Augljósastar "breytingarnar" frá haustinu 2009, þá fóru hjólin að snúast að alvöru :)

Má geta þess að það var þegar ég byrjaði í þjálfun hjá Röggu Nagla :)

Elín Helga Egilsdóttir, 16.11.2010 kl. 20:21

9 identicon

Ragga nagli klikkar greinilega ekki!! ;)

Ég vona að ég verði svona flott einn daginn!! :)

Þuríður (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 21:58

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

awww

Nú roðna ég niður í tær og aftur til baka - elsku besta takk fyrir þetta :)

Elín Helga Egilsdóttir, 16.11.2010 kl. 22:20

11 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Og ég er ansi viss um að þú náir þínum markmiðum án nokkurra vandkvæða :)

Elín Helga Egilsdóttir, 16.11.2010 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband