Færsluflokkur: Eftir æfingu
25.5.2011 | 09:24
Morgnarnir eru bestir
04:50
Bleik skál full með banana- og kanilgraut.
Fallega skreytt með afgangs salthnetumulning og bláberjum, sem yfir nóttina, breyttust í rúsínur. Fallega skreytt... en samt... svo grá! Greyið.
Hefði ég nú aulast til að skera út á þetta svo gott sem banana og smá eplakrums þá væru þessar myndir gullfalega fínar.
Buxur gott fólk, síðmorgunbuxur og sokkar í stíl við grautarskálina. Planað, ráðlagt og skipulagt.
Eða þannig.
Átvaglið mundi sumé eftir kuldakasti síðustu myndatöku og fyrirhyggjusemin drap næstum græðgispúkann í morgun. En bara næstum... því buxurnar voru á röngunni og vasarnir stóðu út í loftið eins og eyrun á Guffa.
En grauturinn var góður. Eins og alltaf yfirleitt.
Bananabiti extraordinaire skríður úr felum! Ekki svo viss um að honum hafi þótt það góð hugmynd 2 sek eftir að þessi mynd var tekin.
05:22
Hjólað af stað í ræktarhýsi með aukahring og lúppu í ferhyrning.
Enganvegin umhugað um eigin öryggi, tók ég myndavélina og vídjóaði dásamlegheitin, á tvíhjólinu, í morgunsárið. Að stýra með einari, á hjóli, með myndavél, og tala við sjálfa sig í leiðinni án þess að taka kollhnís er... kannski... ekki... jafn stórkostlegt afrek og ég ætlaði mér að útlista.
Mmm... jebb.. gleymume'ssu!
Mikið, mikið.... miiikið sem ég elska að nýta morgnana í góðu veðri, kyrrð og blíðu.
Í miðjum hjólaklíðum hugsaði ég með mér af hverju í ósköpunum vindurinn næði að græta kvendið svona svakalega. Hvort hann væri viljandi að reyna að smokra sér bak við gleraugun til þess eins að vera með leiðindi.
Eftir 5 sekúndna vangaveltur, og vindbiturð, uppgötvaði ég þó, mér til mikillar aulahamingju, að glirnurnar hvíldu sig á höfðinu á mér. Húrra fyrir því.
10 stig, niðurávið, fyrir greindarvísitöluna og eggjaskurnleysið reyndar líka.
Eggjaskurn verandi ósýnilegi hjálmurinn sem situr á toppstykkinu!
En þrátt fyrir heimskulegheitin tel ég mig knúna til að segja ykkur frá þessu öllusaman... hví? Ég tók meira að segja mynd til sönnunar og gagns!
Hvaða hvati liggur hér að baki hef ég ekki hugmynd um en ég held ég skrái önnur 10 stig í kladdann hjá sjálfri mér fyrir vikið.
Niðurávið.
Sama útsýni og í fyrra, sami hringur. Með hið gullfallega, bláa, IKEA í baksýn.
Trúi ekki að það sé rétt svo tæplega ár síðan.
05:58
Handleggum formlega refsað.
Fyrir hvað munu þeir aldrei vita blessaðir.
07:00
Hleðsla gúffuð hratt og örugglega eftir æfingu.
Hjólið mundað og þeyst á hraða ljóssins í vinnustöðvar þar sem sturtan var tækluð og einum gríðarlega vel metnum kaffi sporðrennt í góðra félaga hópi.
07:30
Morgunklúbburinn.
Já, það eru greinilega allskonar klúbbar sem tilheyra ákveðnum tímum dags hér um slóðir og hádegissalatið bara í tveggja tíma fjarlægð.
*gleði*
Segið mér nú góða fólk, hvar kaupir maður sér almennilega eggjaskurn á höfuðið?
23.5.2011 | 08:50
Inn með trefjar, út með sykur
Amk ákveðna tegund af sykri!
Ég varð fyrir svolitlu áfalli í gær.
Sparki í rassinn, vitundarhugljómunarofursjokki.
Þetta er eitthvað sem ég vissi alveg. Eitthvað sem flestallir vita en hugsa kannski ekki svo mikið út í.
1 kókdós = 1 bjórdós
Fyrir utan vímuna
Og við gefum börnunum okkar kók!
Frúktósi, high fructose corn syrup. Eitur fyrir skrokkinn. Ég er seld. Búið að troða þessu í allan fjandann, afsakið orðbragðið. Brauð, gosdrykki, ávaxtasafa, barnamat (þurrmat)... barnamat gott fólk!!! Slekkur á leptíninu sem segir þér að þú sért saddur, sem þýðir að þú troddar óumflýjanlega meira þrátt fyrir að skrokkurinn sé löngu búinn að fá nóg. Jafn mikið eitur og alkóhól.
Sugar, the bitter truth fyrir þá sem hafa áhuga!
1, 2 og 3 mín kæru. Núna er tími til kominn að lesa vel á pakkningar, baka brauðin sín sjálfur og borða það sem móðir jörð hefur upp á að bjóða. Paleo matarræði, það sem hellisbúarnir settu ofan í sig. Grænmeti, ávextir, hnetur, kjöt. Trefjar og aftur trefjar. Lykilinn að góðri heilsu gott fólk.
Dramatík dagsins hérmeð lokið.
Þar sem undirrituð var svoleiðis uppfull af andlegri biturð og frúktósagremju, sá trefjaljósið margfalt, hélt dýrið uppá þessa vitrun með risaskál af iGraut skreyttum bláberjum, kanil og smávegis kaffisparki.
Góður dl. hafrar, 150 gr. eggjahvítur, 1/2 banani, vatn, örbylgja.
Kanill, kaffi, salt.
Bláber, ísskápur, einfalt, gott, skeranlegt, ákkúrat, fínt... og framvegis.
Myndataka fóru hálfpartinn út og á ská sökum morgunkulda. Græðgin var ívið sterk þegar augnlokin opnuðust, með smá ískri - það var frekar truflandi, og þegar andinn er slíkur eyðum við ekki 10 sek í að klæða okkur í almennilegar brækur.
Sokkarnir voru eina flíkin sem var í stíl við morgunkuldann.
Fór svo út að hjóla stundvíslega kl: 5:30. Tæklaði ræktina kl: 06:00, þar sem brjósti og baki var stútað, gúllaði Hleðslu á slaginu 06:58, beint upp á fákinn aftur og brunaði í vinnuna.
Morgunkaffið yfirstaðið og núna er ég að súpa kanilte. Ahhhh!
Ég held ég þurfi, með sorg í hjarta, að endurskoða Torani neysluna gott fólk. Sykurlaust sýróp, það hlýtur að vera maðkur í mysunni...
...eða frúktósi.
Eftir æfingu | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
11.5.2011 | 09:02
AfmælisSvava, frararskjótar, gæludýr
Byrjum á byrjuninni
AFMÆLISSVAVA!!!!!
20 ára þetta litla dýr.... litla... dýr.
Til hamingju með daginn þinn snúður. Afmælisgrautur og Pavlova eru fyrirsjáanleg fyrirbæri í þinni nánustu framtíð.
Hressileg lyftingaræfing tekin í morgun.
Stálsnið fyrir æfingu (Steel Cut Oats). Líta svolítið út eins og gömul kotasæla... en góðir voru þeir maður! Hvíldu sig í ísskáp yfir nótt, með skyri og vanillu, og tóku vel á móti undirritaðri í morgun.
Kanillinn lét sjá sig eftir fyrstu 4 bitana.
Hleðsla eftir æfingu. Eiginlega bara af því það er einfalt að grípa í kvikindið og skúmma með í töskunni.
Labbaði líka í hús sportsins í morgun... og í vinnuna... og hlakka mikið til að labba heim úr vinnu líka.
Heilbrigðin svoleiðis skín út um ras.....ið á manni.
Afsakið orðbragðið og allt það.
Gleðilegt.
Hringdi í afa minn blessaðan í gær og fékk, með góðfúslegu leyfi, að ræna hans sérlega tvíhjóla fararskjóta. Er hann ekki yndislega fínn að lána mér gripinn? Sækj'ann sumsé á eftir.
Jú... jú það held ég nú.. hú.
Ég er samt barnabarn gott og kem til með að skila dýrinu á góðviðrisdögum þegar gamlinn vaknar, eins og undirrituð um daginn, með ofvirkt hjólablæti á heilanum.
Nú hefst því hjólatíð gott fólk. Sjáum hvort Aspasinn verði abbó. Aspasinn sem er svo fararskjóti fyrir laumufarþega af áttfættlingasortinni. Alveg magnað. Ég hverf frá grænu þrumunni í 20 mínútur og þegar ég læt sjá mig þar aftur er þessi skvísa búin að útbúa sér heimili.... og byrjuð að éta.
Ekki svo ósvipað mér svona þegar ég hugsa um það!! Like!
Eins ömurlega óþolandi og mér þykja köngulær vera, þá kem ég til með að sætta mig við þetta gæludýr því hún var svo sæt að velja bílinn minn sem flet. Krúttið. Það er líka afsakpega vel metin rúða sem skýlir mér frá bölvítinu, því hún er nefnilega svo stór og hættuleg. Ég get þar af leiðandi fylgst með úr pínkulítilli fjarlægð þegar hún veiðir eitthvað sniðugt OG ég er búin að skýra hana.
Lúlú. Sjáum hvað hún tórir þarna lengi.
"OHM NOM NOM NOM"
Svo við höldum áfram að tala um fararskjóta, jah, og gæludýr, þá kynni ég til leiks hálfbróður minn, í 13 ættlið... á ská... Jöfur ofurtöffara.
Kannski ég fái hann frekar lánaðan en hjólið? Þyrfi samt að lita hann grænan til að friða samviskuna.
Ekki svo góð hugmynd geri ég ráð fyrir.
Flottir feðgar verð ég að segja. Svakalega fallegur hesturinn. Líður ekki að löngu þangað til ég fer að spóka mig á baki, usss hvað ég hlakka til.
Pabbi... faðir minn kær, nú þarf að verða sér úti um annað hross. Hmm... ha...
Í hálfbróðurhúsi eiga líka heima tvö folöld. Sæturassar. Þannig er það nú bara.
Heimalingur og fjósaköttur með meiru. Þessi blessaður er með athyglissýki á háu stigi, þjáist af "Hér er ég" heilkenninu. Eltir mann út um allt og hleypur þetta handrið á enda án þess að blása úr nös.
Sjááið bara hvað hann er væminn og klístraður hahh! Ahh hvað kisur geta nú verið fínar :)
Ég komst ekki í þrektímann í gær - búúú, en á morgun. Á morgun gott fólk byrjar gleðin.
18:00 - 18:40, þetta verður gott sumar!
Jæja ljúfust. Hádegissalat í tveggja tíma fjarlægð.
Eftir æfingu | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.1.2011 | 17:33
Gaddfreðið snjallræði!
Nýtum skítakuldann og frystitíðina sem honum fylgir!
- Settu skeið ofan í íþróttatöskuna þína/hafðu ávallt skeið í bílnum.
- Skildu t.d. Hleðsluna þína eftir út í bíl á meðan þú ert að æfa.
- Æfðu... æfðu eins og vindurinn!
- Ekki hlaupa út úr ræktarhúsi í íþrótta-kvartbuxunum þínum (aha... gef sjálfri mér prik hérna)
- I
- Atriði númer 5. er ég... að gefa sjálfri mér prik.
- ÓKEIII
- Þegar út í bíl er komið þá skaltu rífa hleðsluna upp með látum og.... VOILA!
Þú ert með eitt stykki Hleðslu-ís, tilbúinn á kanntinum, handriðinu, skemlinum, hliðarlínunni...
...í bílnum!
Ohm nohm nohm!
Eftir æfingu | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.12.2010 | 08:42
Hlaða takk
Ég hélt héf hefði póstað þessu í gær. Get svo svarið það.
Ellin gott fólk. Óh mig auma.
Eftir ofuræfingu gærdagsins smakkaði ég á eftirfarandi, til þess jú að hlaða og endurhlaða, gera við og púsla saman.
Þetta er hið ágætasta jukk. Fljótlegt, auðvelt að grípa með sér. Drekkur þetta í tveimur gúlsopum, einum ofursopa eða nokkrum smærri skömmtum - það er, ef þú ert penni týpa en undirrituð. Færð þér svo góðan t.d. kvöldverð tveimur tímum seinna.
Æfinging var góð. Mjög skemmtilegt rennslið í henni. Æfingarnar sjálfar voru svo að sjálfsögðu hvers vöðvaherpings virði. Líka gaman að taka svona margar æfingar í einni lotu. Hann setti gærdaginn upp í hálfgerðum "hringþjálfunar-stíl". Allir dagarnir eru þó mismunandi. Það er æði.
Gaman að sjá hvernig skrokkurinn tekur á einstaka æfingum og svo pakkanum í heild. Æfing, sem ég, á góðum degi, gæti tekið leikandi með meiri þyngdir, fleiri endurtekningar ofr., er ekkert lamb að leika sér við eftir röð af öðrum vel völdum pyntingum. Þarf ekki einusinni að vera röð. Stundum er bara sjúklega erfitt að taka t.d. axlaræfingu eftir bak-öxl.
Segir sig kannski sjálft, en hægara sagt en gert!
Annars er Karvelio þrek í eftirmiðdaginn. Sjáum hvað átvaglið heldur þann gjörning lengi út! Hlakka mikið til samt sem áður. Að fá brakandi ferkst plan, stútfullt af nýjum æfingum er eins og að vera fimm ára og labba inn í nammibúð.
Svo, í tilefni föstudagsins og af því mér þykir svo endemis vænt um ykkur öll, hendi ég inn Pecan-pie karamellustanga ofurgleðinni sem ég útbjó í Þakkargjörðarfiestunni um daginn.
Svona er ég nú ljúf og góð á föstudegi.
Eftir æfingu | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.10.2010 | 07:53
Cheerios prótein... muffins?
- Það er ekki góð hugmynd að fara í kvartbuxum í ræktina þegar það er kalt úti.
- Dr. Hook eru töffarar og enn eitt uppáhalds í uppáhaldssafnið.
- Cherrios er snilldarinnar eftir æfingu fóður - í kolvetnum talið.
Yfirleitt nota ég próteinið eins og "mjólk" og borða út á Cheeriosið.
Jah... yfirleitt hræri ég próteinið þykkt og nota eins og "jógúrt" út á Cheeriosið.
Prófaði því í morgun, áður en í rækt var haldið, að gera eins og "yfirleitt" en skipta gumsinu í 4 kúlur og henda inn í ísskáp.
Cheerios prótein muffins! Klessu? Kúlur?
Átti því miður ekki muffinsform, það hefði verið fullkomið. Cheeriosið verður að sjálfsögðu mjúkt, því þetta er jú sykurlaust, óbakað og vatnsblandað, og allur bitinn er eins og hálfgerð karamella.
Hafið þið tekið eftir því hvað allt er eins og karamella í mínum heimi?
En þetta var ógeðslega skemmtilega gleðilegt að borða (þið vitið, á perralega áferðarháttinn) og ég er að spá í að útbúa mér nokkrar kúlur til að geyma í frysti/ísskáp.
Einfalt.
Eftir æfingu - 4 kúlur!
30.9.2010 | 08:16
Lagskiptur Chiaskyrkokteill með bláberjum
Interval yfirstaðið. Tók mig 16:00 mínútur sléttar að klára þetta án þyngdar + 30 fram/afturstig á hvort fót.
Höfum þetta því einfalt, elegant og svolítið menningarlegt.
Því einfalt, elegant og menningarlegt var það í gærkveldi.
- Blanda saman skyri, torani, hörfræjum, vanilludropum og bláberjum. Setja til hliðar.
- Blanda saman 1 msk chia, 1 tappa torani, kanil og vatni eftir smekk. Setja... á ská?
- Ná í elegant og menninarlegt glas. Verandi glas á fæti. Setja bara eitthvert... þó helst í gripfæri.
Alltið og sumtið.
Byrja svo að raða gumsinu ofan í glasið góða og voila.
Lítur þetta ekki krúttaralega út? Hmm.. ha?
Ægilega fensí.
Skiptir öllu fyrir bragð og gæði. Allt annað!
Nei... það er engin kaldhæðni í þessum orðum!
Örlítið meiri fyrirhöfn en að gúsmla öllu draslinu saman í skál og láta þar við sitja.
Aðeins of mikil "fyrirhöfn" til að nenna að gera á hverjum degi?
Aðeins of mikið pjatt bara til að búa til eitthvað "fínt"?
Ægilega gaman að geta sagt "Lagskiptur Chiaskyrkokteill".
Þá helst þegar maður er með pípuhatt og einglyrni "mmyyyeeees...".
En hooooolySkyr hvað það var gaman að borða þetta svona lagskipt. Sérstaklega þegar hægt er að gramsa gegnum hvert lag fyrir sig. Hægt að borða Chiablandið sér, skyrið sér... hræra saman. Óóó þú ljúfa líf. Stundum finnst einmana bláber... vantaði bara hneturnar mínar.
Og átgjörningnum getur maður fylgst með í beinni útsendingu... í gegnum glasið!!
Það er mjög perraleg ánægjan sem fylgdi fótaglasátinu! (amk innihaldi þess)
Mjög perraleg!
SKÁL!
HRÆRA!!!
Nú er mikið uppáhalds hjá undirritaðri að borða upp úr fótaglasi!
Lítið þarf til að gleðja auma sál!
Pjatt eða ekki pjatt... þetta ætla ég að gera aftur!!
Nohm!
Eftir æfingu | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.9.2010 | 08:26
Eftir æfingu
Má ég kynna núðlurnar mínar!
Fann þær í Hagkaup.
Nokkuð gott eftirátakssnakk ekki satt!?!?!?
Prótein þykkt blandað með vatni, kanil, vanillu... hverjusemþérþykir gott! Sjódda núðlur, kæla smá, blanda öllu gumsi saman og inn í ísskáp!
Að sjálfsögðu var meiri kanil bætt út á gumsið eftir að efri myndin var tekin og já, ég geri mér grein fyrir því að kanill hefur komið við sögu í fyrstu tveimur máltíðum dagins!
Voila. Prótein núðlur!
Eftir æfingu | Breytt 24.9.2010 kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2010 | 15:51
Hann lifir á hinseginhelgi
HÚRRA!
Mikið er ég hamingjusöm. Hélt hann væri dáinn. Þurfti bara að resetta dýrið og voila! Intervalaði í 12 mínútur í morgun, háar hnébeygjur, fjallganga, froskur til hliðar og súperman armbeygjur.
Það var sveitt!
Það var erfitt!
Það var æðislegt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af tímanum. Þvílíkur munur.
Ég er með intervalæfingar á heilanum þessa stundina. Lovit.
*gleði*
Eftir æfingu, beint í grautinn og bláberin og hindberin og hamingjuna. Frosnu berin engu að síður. Hafrar, chia, omega3 lýsi, vanilla, möndludropar, smá salt, ber og möndlur.
Ef bara ég gæti baðað mig uppúr ferskum bláberjum án þess að að kostaði mig frumburðinn. Nei, ég er ekki með Strumpa-fetish, ég lofa, mér þykja bláber bara góð.
HRÆRA!!
Heitur grautur bræðir frosin ber. Mjög gott...
...mjöög mjög gott.
Af því að það er nú laugardagur. Ohh mama. Mjög vænn slurkur af þessu og vá... ó hvað sæta gerir át alltaf ánægjulegra. Sætugrísinn æpti, skríkti, veinaði og fór úr skinninu. Þessi grautur gat með engu móti orðið betri eftir þessa viðbót.
Sykur og sæta eru með ánægjulegri efnasamböndum.
Því miður gott fólk.
Það er bara staðreynd!
Hinseginhelgin. Gleðilega hátíð allirsaman - njótið'ennar í blússandi botn!
Eftir æfingu | Breytt 24.9.2010 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.4.2010 | 09:23
Átök að morgni, eðalgrautur og karamellusamloka
Langt síðan ég tók morgunæfingu! Hressandi, bætandi, kætandi verð ég að segja. Vaknaði ofureldspræk klukkan 05:00 við fuglasöng og bláan himinn, sumarið hinumegin við Esjuna! Nýtt eldgos, eggjahvítugrautur að bíða eftir mér inn í ísskáp! Þetta er ekkert nema æðislegt!
Bjó sumsé til eggjahvítugraut í gærkveldi í tilefni snemmvöknuðar (söknuðar?) - ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að hann var geypilega stórkostlegur áferðarlega séð!!!! Homygod! Ætla að endurtaka þessa dýrð á morgun og sjá hvort ég nái áferðinni ekki eins - ef svo er, þá kemur skref fyrir skref færsla mín kæru! Verðið þó að afsaka óskýrar ógirnó myndir. Veður þó varla meira "raunverulegt" en þetta - svona sé ég á morgnana þegar ég er enn hálf sofandi!
Hræra!
Hann var eins og þykkur búðingur. Mjög þykkur. Kannski salat eða kartöflumús... Einhvernveginn blönduðust hafrar og hvítur svo vel saman að hafrarnir hálfpartinn "eyddust" upp. Fann ekkert fyrir þeim. Límkenndur en samt ekki gooey! Geggjað! Hefði getað rekið ofan í kvekendið hníf og smurt á brauð!
Eftir æfingu samlokan gleður mitt auma glycogen hungraða hjarta með eindæmum!
HINSVEGAR - já, það er hinsvegar - þá komst ég að þeirri hryllilegu staðreynd þegar ég hafði rifið samlokuna mína upp með svo miklu offorsi að álpappírinn bráðnaði, að ég hafði gleymt myndavélinni í bílnum!!! Óguð! Þarna stóð ég í búningsklefanum eftir átökin og starði á gersemina í sundurtættum álpappírnum með tárin í augnum. Matarbloggari vs. ræktarfíkill. Hvor ræður? Svona getur verið erfitt að blogga um matinn sinn, samviskan vildi ekki leyfa át með tilhlaupi og ræktarsjúklingurinn vildi ekki bíða. Gamla lét þó vaða. Para pínu. Eins og sönnum nartara og pillsjúkling sæmir át ég "skorpuna" og lét miðjuna eiga sig þangað til myndavél var við hönd!
Það tók meira á að bíða eftir því að borða þetta heldur en átökin sjálf! En homnom hvað hún var góð. Poppkexið var orðin svolítið mjúkt, þar sem ég púslaði þessu saman í gærkveldi, og af því að ég blandaði próteinið þykkara en steypu þá var þetta eins og að borða karamellu!
Mmmmmiiiiðjan!
Ohhhhhh.... bara einn biti eftir!
Nú þarf undirrituð að fara að útbúa LISTANN! Listi sem verður til við hverja reisu erlendis. Enginn listi er eins enda allir sniðnir að þörfum ferðarinnar. Þessi listi mun t.d. innihalda atriði eins og:
- Flugv-/alla/éla afþreying -> teiknidót, ipodtónlist, hljóðbækur, lesbækur, snakkk og snarl
- Vegabréf
- Visa til að komast inn í landið
- Pakka
- Fara til tannlæknis
- Bögga vini og ættinga út í hið óendanlega
- Heimta "Kveðjuátfiestu" bara af því
- Horfa út í loftið
- ....
- Græða!
Af hverju ég þarf að græða er ekki enn vitað!
Njótið dagsins - heilgrillaður kjúlli í hádeginu!
Eftir æfingu | Breytt 24.9.2010 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)