Inn með trefjar, út með sykur

Amk ákveðna tegund af sykri! 

Ég varð fyrir svolitlu áfalli í gær.

Sparki í rassinn, vitundarhugljómunarofursjokki.

Þetta er eitthvað sem ég vissi alveg. Eitthvað sem flestallir vita en hugsa kannski ekki svo mikið út í.

1 kókdós = 1 bjórdós

Fyrir utan vímuna

Og við gefum börnunum okkar kók! Angry

Frúktósi, high fructose corn syrup. Eitur fyrir skrokkinn. Ég er seld. Búið að troða þessu í allan fjandann, afsakið orðbragðið. Brauð, gosdrykki, ávaxtasafa, barnamat (þurrmat)... barnamat gott fólk!!! Slekkur á leptíninu sem segir þér að þú sért saddur, sem þýðir að þú troddar óumflýjanlega meira þrátt fyrir að skrokkurinn sé löngu búinn að fá nóg. Jafn mikið eitur og alkóhól.

Sugar, the bitter truth fyrir þá sem hafa áhuga!

1, 2 og 3 mín kæru. Núna er tími til kominn að lesa vel á pakkningar, baka brauðin sín sjálfur og borða það sem móðir jörð hefur upp á að bjóða. Paleo matarræði, það sem hellisbúarnir settu ofan í sig. Grænmeti, ávextir, hnetur, kjöt. Trefjar og aftur trefjar. Lykilinn að góðri heilsu gott fólk.

Dramatík dagsins hérmeð lokið.

Þar sem undirrituð var svoleiðis uppfull af andlegri biturð og frúktósagremju, sá trefjaljósið margfalt, hélt dýrið uppá þessa vitrun með risaskál af iGraut skreyttum bláberjum, kanil og smávegis kaffisparki.

Góður dl. hafrar, 150 gr. eggjahvítur, 1/2 banani, vatn, örbylgja.

Einn einfladur með banana, bláberjum, kanil og kaffi

Kanill, kaffi, salt.

Einn einfladur með banana, bláberjum, kanil og kaffi

Bláber, ísskápur, einfalt, gott, skeranlegt, ákkúrat, fínt... og framvegis.

Myndataka fóru hálfpartinn út og á ská sökum morgunkulda. Græðgin var ívið sterk þegar augnlokin opnuðust, með smá ískri - það var frekar truflandi, og þegar andinn er slíkur eyðum við ekki 10 sek í að klæða okkur í almennilegar brækur.

skítakuldi, vondar brækur

Sokkarnir voru eina flíkin sem var í stíl við morgunkuldann.

gúmfeysokkar

Fór svo út að hjóla stundvíslega kl: 5:30. Tæklaði ræktina kl: 06:00, þar sem brjósti og baki var stútað, gúllaði Hleðslu á slaginu 06:58, beint upp á fákinn aftur og brunaði í vinnuna. 

Morgunkaffið yfirstaðið og núna er ég að súpa kanilte. Ahhhh!

Ég held ég þurfi, með sorg í hjarta, að endurskoða Torani neysluna gott fólk. Sykurlaust sýróp, það hlýtur að vera maðkur í mysunni...

...eða frúktósi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef einmitt verið að skoða þetta Paleo líka, en það sem hræðir mig er að þurfa að sleppa höfrunum!

Guðrún (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 08:57

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það væri hægt að taka Paleo sér til hliðsjónar, ekki endilega fara eftir því í einu og öllu :)

Ég ætla að taka test í sumar án þess að tilbiðja það. Ég gæti aldrei sleppt höfrum.

Elín Helga Egilsdóttir, 23.5.2011 kl. 09:00

3 identicon

Góð góð grein. Var að klára að horfa á þetta vídjó og jahérna hér. Ég er líka seld.

:/

Rebekka (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 09:52

4 identicon

Já nei nei enga vitleysu Ella mín. Heyrðirðu ekki í næringarfræðingum fyrir helgina sem sagði að sykur væri bara í góðu lagi? http://www.ruv.is/frett/sykur-er-ekki-eitur

Ég myndi bara auka sykurneyslu frekar en hitt, enda er þetta bara orkugjafi. Svo segir a.m.k. hámenntaður maðurinn.

[/sarcasm]

Daníel (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 10:28

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Rebekka: Amen!

Daníel: Sammála, sykur er fínn. Ávaxtasykur líka... en hfcs ekki!!

Elín Helga Egilsdóttir, 23.5.2011 kl. 11:36

6 identicon

Þessi fyrirlestur er mjög góður, er sammála þér! Þegar ég hlustaði á hann þá tók ég því sem svo, að ekki væri verið að tala um hefðbundinn sykur heldur þennan unna ódýra sykur sem t.d. high fructose corn syrup er, sem notað er í meira mæli nú til dags en áður þar sem verð á sykri var óstabílt (hann talar um allar hliðar á sykri líka verð, pólitík ofl). Í USA er high fructose corn syrup sett í alls kyns matvæli en ég hef verið dugleg að skoða það hér á landi og við erum sem betur fer ekki jafn dugleg og kaninn við þetta :) En í vörum frá USA t.d. kexi er nánast undantekning að ekki sé að finna þetta tiltekna síróp.

Vitanlega er sykur bara orka, sykur er ekki slæmur ef hans er neytt á skynsaman máta. Hinsvegar ef skoðaður er þessi fructosi þá fer hann eins og gegnum lifrina og alkóhól og hefur nákvæmlega eins áhrif (nema þú sleppur við vímu þegar þú neytir fructosans en ekki alkóhólsins) -þ.e. þú getur fengið skorpulifur af neyslu á frucotosa yfir langan tíma (tekur styttri tíma fyrir alkóhólið að skemma lifrina).

Tek það fram að ég er áhugamanneskja um næringarmál en er ekki menntuð í þessum málum.

Ég held að allir ættu að vera duglegir að fræðast um þær matvörur sem við setjum ofan í okkur - það eitt stuðlar að heilbrigðari lífsstíl.

Sigrún (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 11:42

7 identicon

Heyr heyr!!!! Ég er í sjokki - út með hfcs!!

Villa (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 12:01

8 identicon

Úff gott að lesa þetta hjá þér. Takk fyrir góðan pistil.

Ég hef lengi haft áhuga á paleo og borða að mestu leyti mjög hreint, fyrir utan hafra offkors:)

En hvernig er með mjólkurvörur og paleo? ég hugsa ég gæti ekki sleppt skyrinu góða

Dóra (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 13:00

9 identicon

Hæ ég heiti Rut og er kókisti, búin að vera þurr í 6 mánuði

Ég er sko alveg hætt í öllu gosi núna til þess að réttlæta Viking Lite drykkju í sumar!!!!  Ég án gríns hélt samt að bjór væri skárri en kók!!

En segðu mér eitt.. eggjahvítur, ertu að nota gerilsneyddar hvítur á brúsa? Eru þær alveg að gera það sama fyrir mann og venjulegar hvítur?

Rut R. (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 14:00

10 identicon

Þessi fyrirlestur er voðalega complicated... en ég held ég nái the basics.. Hvað eruð þið samt að tala um hafra ? Af hverju ætti einhver að þurfa að sleppa höfrum ? Ekki eru hafrar slæmir ? Þvi if so...we're all doomed.

Tanja (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 14:47

11 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sigrún: Ákkúrat. Einfalt... reyndu að borða sem minnst af dralli sem endist í meira en mánuð og sem er pakkað í einhvurslags umbúðir.

Með undantekningum að sjálfsögðu.

Villa: Já takk.

Dóra: Öss ekki myndi ég sleppa skyri. Eins og ég segi, ágætt að hafa grunninn til hliðsjónar... skyr, grautur... fetaostur... jarðhnetur... fuullt af gumsi sem ég kem enn til með að borða. Boðskapurinn er samt góður. Ætla að reyna að nýta mér hann.

Rut R: Já eeelsku besta. Alveg sama dæmið, nema... jah.. gerilsneyddar :)

Tanja: Paleo gerir ekki ráð fyrir höfrum í dagsins amstri. Ég myndi án efa krumpast saman eins og álpappír ef ekki værir fyrir hafrana mína.

Elín Helga Egilsdóttir, 23.5.2011 kl. 14:55

12 identicon

Reyndar er venjulegur matarsykur 50% glúkósi, 50% frúktósi.

Svo að það sem kemur fram í myndbandinu á við um venjulegan matarsykur, alveg eins og HFCS.

Paleo diet er góður byrjunarpunktur, en þó má alveg bæta við það ýmsum hlutum, eins og höfrum, kartöflum og feitum mjólkurvörum.

Satt að segja hef ég sama og ekkert álit á þessum næringarfræðingum sem eru að tjá sig í fjölmiðlum, þeir virðast ekki hafa hundsvit á því sem þeir eru að tala um og alveg augljóslega ekki búnir að vera að fylgjast með þeim rannsóknum sem hafa verið að koma fram seinustu áratugina.

Kristján (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 17:30

13 identicon

Ég borða 90% paleo, sleppi nánast allri mjólk (once in a while fæ ég mér harðan ost eins og parmesan, hreint smjör, þeyttan rjóma eða jógúrt... en MJÖG lítið). Ég borða enga hafra, ekkert mjöl, ekki baunir, ekki hrísgrjón og nánast engan sykur. Þetta er einfaldasta og besta matarræði sem ég hef fylgt. T.d. skiptir ekki máli quantaty heldur quality svo maður verður ekki vangefinn af því að þurfa mæla ofan í sig grömmin af matnum. Og maðu má borða mikið og þ.a.l. fær maður að vera saddur án samviskubits.

Munurinn sem ég hef fundið á mér er með ólíkindum, ég bæti mig og bæti mig í ræktinni og léttist stöðugt. Ákveðnir kvillar sem ég þurfti að glíma við eru líka horfnir út í veður og vind. Skapið er léttara og einbeitingin allt önnur. Og ég var sko ekkert keis fyrir :-) Bara venjuleg stelpukona sem vildi léttast aðeins, ég hélt engan vegin að ég myndi finna svona mikinn mun.

Ég mæli með því að fólk sem hefur áhuga á þessu lesi bækurnar Paleo Solution og Primal Blueprint... þar fær maður að vita hvers vegna hafrar og skyr eru ekki málið.

Margrét (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 20:06

14 identicon

Hæ Margrét, ertu alla daga á þessu mataræði eða tekuru svindltaka líka??

Hvar er hægt að fá þessar bækur sem þú talar um?

Dóra (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 22:02

15 identicon

Dóra: þú getur keypt þessar bækur í gegnum amazon.co.uk

Bækurnar eru:

"The Paleo Solution" eftir Robb Wolf

"The Primal Blueprint" eftir Mark Sisson

Ég hef ekki lesið þær sjálfur en heyrt mjög góða hluti.

Kristján (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 16:05

16 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Kristján: Satt, reyndar satt og já, paleo á kanntinum. Ég gæti aldrei sleppt því að borða kartöflur, allar kornvörur, mjólkurvörur... amk ekki alfarið. Takk fyrir eðalfínt innlegg!

Margrét: Mjög áhugavert og hryllilega jákvætt og gaman að heyra alvöru reynslusögu!! Ég er að spá í að taka test á þessu... viku, tvær vikur ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 24.5.2011 kl. 16:29

17 identicon

Ella það sagði ég líka! Byrjaði á Paleo + hafrar og prótein eftir jólin, fann svo eftir nokkrar vikur að líkaminn vildi bara sleppa þessu auka dóti og núna er það spælegg í morgunmat! .. ét eins og ég vil, þyngist en hef ekki fitnað! vúhú!  ;)

Er búin að panta mér Primal Blueprint og Paleo for athletes á amazon :)

SÓ (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 19:48

18 identicon

Takk fyrir þetta Kristján:)

Ég er líka í tilraunastarfssemi með Paleo Ella, fyrsti mjólkurvörulausi dagurinn var í dag og ég ætla að prófa það í viku. Taka svo út hafra í næstu viku ef vel gengur :)

Dóra (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 20:26

19 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

SÓ:Þetta verður þolraun fyrir átvaglið. Svo mikið er víst.

Dóra: Úhhh spennó. Þú lummar því kannski að mér hvernig fer? ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 24.5.2011 kl. 20:51

20 identicon

Ekki málið, ég er mjög spennt fyrir þessu og líka gaman ef einhver annar er að gera þetta :)

I'll keep you updated ;)

Dóra (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 21:06

21 identicon

Æji ég var búin að kommenta og það hvarf...

Allavega. Það borgar sig að taka út allt glútein + baunir + mjólk + sykur í amk 14 daga, þá finnur maður alvöru mun. Og þá finnur maður sko VIRKILEGAN mun.

Mark og Robb (þeir sem skrifa bækurnar sem ég mældi með) mæla samt með 30 daga challange.

Ég svindla auðvitað, annað er ekki hægt, en ég skipulegg það ekki fyrirfram, þeas ég ákveð ekki að svindla hvern einasta laugardag en helgarnar eru samt yfirleitt aðeins lausari og þá borða ég hugsanlega pínu rjóma, smjör, parmesan eða sykur. En ég reyni að missa mig ekki.

Og mér finnst líka að ef maður er alltaf að "svindla" sjöunda hvern dag þá nær maður aldrei að finna alveg muninn og vera ekki í sykurfráhvörfum í smá tíma á sunnudögum/mánudögum.

En í alvöru.. ég mæli með þessum bókum þær eru snilld :-) (ég keypti mínar í kindle útgáfu á amazon og sú útgáfa er rosa fín af þeim báðum).

Margrét (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 22:04

22 identicon

Þetta er rosalega áhugavert verð ég að segja og spennandi og það besta er hljómar rosalega einfalt.. þannig séð. Margrét ertu nokkuð til í að gefa smá dæmi um dæmigerðan Paleo matardag hjá þér? Væri ofsalega gaman að vita hvernig matur er svona dæmigerður hjá þér...

 Ég týnist alltaf til dæmis í morgunmatnum? Hvað er fólk á þessu mataræði að borða í morgunmat?... Og já bara alla hina matana ef því er að skipta ;)

Kv. Helena

Helena (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 23:30

23 identicon

Hæ Helena. Já þetta er í alvöru miklu einfaldara en allt annað sem ég hef fylgt - MIKLU.

Dæmigerður dagur hjá mér er svona:

Byrja á 3-4 hrærðum eggjum (borða þau alltaf heil, annað er rugl), ávöxtur (eins og t.d. bara epli eða ber ef ég er í lúxus fíling) og svo hnetur eða annað álíka. Oft bý ég til boozt úr frosnum berjum með möndlusmjöri og smá vatni í staðinn fyrir ávexti/hnetur. Eða með kókosmjólk og berjum - það er líka súper gott. Eins og gefur að skilja er ég frekar mikið södd eftir þetta og þarf því ekkert millimál (já og það er annað sem ég er búin að læra... þessar blessuðu 5-6 smáu máltíðir á dag eru líka bull... sorrý :-)).

Næst á dagskrá er hádegismatur sem er annaðhvort afgangur af kvöldmatnum daginn á undan eða þá ef ég borða í hádeginu fæ ég mér t.d. mjög oft salat á Serrano eða þá á hvaða veitingastað sem er bið um einhvern prótíngjafa og svo bara grillað grænmeti on the side. Og mikið af grænmeti (en að sjálfsögðu ekki kartöflur og sætar í hófi).

Stundum fæ ég mér eitthvað klukkan fjögur. Nokkrar gulrætur og heimatilbúið túnfisksalat vafið inn í salatblöð... slatta af macadamihnetum eða öðrum hnetum og gott kaffi... Stundum er ég of södd... stundum fæ ég mér boozt.

Svo er það kvöldmatur og þá fæ ég mér bara kjöt/fisk/kjúlla með óendanlega miklu magni af grænmeti. Í gær var ég t.d. með ceasar sallad. Átti afgang af grilluðum kjúlla. Steikti beikon, setti til hliðar. Hitaði kjúllann á sömu pönnu svo hann drakk í sig svolítið af beikonfitunni. Blandaði fullt, fullt af grænum blöðum við heimatilbúið mæjó og smá parmesan og bætti svo kjúlla og beikoni útí. 99% paleo. Seinna um kvöldið langaði mig í eitthvað og þá fékk ég mér macadamian hnetur og te.

Hér er mikill fróðleikur: http://www.marksdailyapple.com/primal-blueprint-101/

Og hér: http://robbwolf.com/faq/

Það besta við þetta diet er að ég borða heimatilbúð mæjónes 2x í viku og beikon 2-3x í viku. Nammi!! :-)

Margrét (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 07:13

24 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Dóra: Geggjað! Takk... hey... hugmynd... sendi á þig póst!

Margrét: Vá, bestu þakkir fyrir að taka þér tíma í þessi frábæru innlegg.

Nú er að duga eða drepast. Eða.. amk.. þið vitið... sleppa 90% af því sem ég borða vanalega og finna eitthvað annað! Hahh!  :)

Elín Helga Egilsdóttir, 25.5.2011 kl. 14:13

25 identicon

Takk fyrir þetta Margrét, og auðvitað takk líka Ella fyrir þetta frábæra blogg nottal! ;) Góður grundvöllur fyrir svona fróðleik!

Helena (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 15:52

26 identicon

Takk fyrir þessar upplýsingar Margrét:)

Já Ella gerðu það endilega, ég var einmitt að hugsa hvernig best væri að koma upplýsingum til þín þar sem ég myndi helst ekki vilja tjá mig um betri hægðir og þess háttar á opinberum vef :D

Dóra (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 17:32

27 identicon

Já Sugar bitter truth er sjokkerandi fyrirlestur
Svo sjokkerandi að í Ágúst í fyrra (2010) þegar ég hafði séð þetta steinhætti ég að drekka ALLT gos ! Ég er að vinna í því núna (ein og hálf vika) að hætta í mjólkurvörum, sykri, brauði og kartöflum.

Mig vantar eitthvað hollt og gott snakk, fitulítið og gott getið þið hjálpað mér ?

Eiki (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 20:21

28 identicon

Ég er í þessu engar mjólkurvörur - og get ekki svindlað! Er reyndar með barn á brjósti sem virðist vera með mjólkuróþol/ofnæmi sem gerir þetta auðveldara.

En það er mjólk í ÖLLU! Með því að taka bara út mjólkurvörur þarf maður að undirbúa sig mjög mikið. Erfitt að fá sér eitthvað á matsölustöðum oþh. Sem er gott því þá borðar maður síður viðbjóð EN ég er aftur á móti oft mjög svöng...

En Paleo - interesting #byrjaaðskoðaskoðaskoða

Magnea (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 22:21

29 identicon

Eitt sem ég skil ekki.......

Til HVERS..að gera þetta ?

Why paleo ?

Missir maður ekki af lifinu !?!?

Tanja (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 00:02

30 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Helena: Náttúrulega snilldin einar að þið viljið tjá ykkur um þetta og leyfa okkur að heyra og fylgjast með. Ég er eitt forvitið eintak.

Dóra: Bwahahahaaaa

Eiki: Möndlur og hnetur (kannski ekki fitulítið), bananaís (frosnir bananar + matvinnsluvél og mauka), kreista safa úr ávöxtum + setja í form + frysta... búa til "rófuflögur" skera rófu niður þunnt og inn í ofn ... frosin ber (vínber, jarðaber...)

hvernig snakki ertu annars að leita þér að?

Tanja: Sumir skipta um matarræði t.d. vegna veikinda eða verkja, sjá hvort það virki og í mörgum tilfellum er það matarræðið sem skiptir máli í þeim efnum. Svo er bara svo gaman að prófa sig áfram og sjá hvað hentar þér best. Hver veit nema skrokkurinn taki vel í það að vera án mjólkurvara og hafra hahh :)

Elín Helga Egilsdóttir, 26.5.2011 kl. 08:07

31 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Magnea: Jú, alveg rétt. Svo er annað, ef maður er með ofnæmi fyrir einhverjum mat, þá getur stundum verið afskaplega erfitt að hreinlega borða annarsstaðar en heima hjá sér. Sérstaklega með mjólk/hnetur/hveiti og slíkt.

Elín Helga Egilsdóttir, 26.5.2011 kl. 08:09

32 identicon

Það sem ég var að spá í er eitthað gott sem maður getur gripið í á milli mála þegar svengdin gerir vart við sig, ég er ekki þessi týpa sem getur borðað 6 sinnum á dag og það er stundum pínu langt á milli máltíða en ég fæ mér banana og aðra ávexti af og til milli mála en það væri snilld að geta átt eitthvað sem límist ekki á samviskuna þó maður fái sér það á milli mála eða á kvöldin.
Ég vil ekki protein bar eða annað nammi í dulargervi og það má vera eitthvað af hollri fitu eins og er í hnetum og slíku bara engan sykur það er aðal málið. Ætti maður að setja hunang saman við múslí og baka það? hvaða hunang er þá málið ?

Eiki (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 19:45

33 identicon

Af hverju bakarðu ekki eitthvað af orkustöngunum hennar Ellu ? Þær eru THE BEST... bara blanda saman allskonar fræjum, höfrum og þurrkuðum ávöxtum :D best

Tanja (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband