Chia iGrautur með skyri, banana, bláberjum, múslí og heslihnetum

iGrautur = Ísskápsgrautur! Er það ekki bara ágætis viðurnefni?

Ókeilí... rifja upp. 

Það sem ég gerði í gærkvöldi var að blanda saman:

  • 1/4 bolli hafrar 
  • 1/2 lítil skyrdolla
  • 1/4 bolli vatn (eða mjólk... eða bæði)
  • 1/2 msk chia fræ (óóhhbeibeh)
  • smá vanilludropar 
  • ögn af salti

Hrært 

Beint út úr ísskáp leit dýrðin svona út í morgun! Smá munur ekki satt?

Guð.Minn.Góður! Ég get ekki beðið!

Áferðaperrinn að fara úr skinninu við þessa sjón!

Þykkelsi

Hafragrautsskraut:

  • Banani
  • Bláber (frostin, því miður)
  • Múslí
  • Heslihnetur

Alveg að koma að áti 

Hómægod hómægod... hlakka til! Búin að koma öllu fallega fyrir í útsýnis horninu mínu. Fífan þarna hress á kanntinum.

Fallega og fína uppáhaldshornið

Með kaffi! Ahhhh....

Kaffið mitt

Átvagls útsýni rétt aður en fyrsti sopinn er gúllaður.

Ég elska þessa bolla svo mikið!

afkvæmi hlöðvers

JESS! Allt tilbúið í ofurát!

Fullkomið

Tvöfalt JESS!

HOLYMOLYNESS! Ég er svo spennt yfir þessum gjörning að mörkin milli eðlilegrar og óeðlilegrar hamingju eru óskýrari en rugluð stöð 2.

bananas og múslí

Bláber að fela sig

Ég lokaði augunum, beindi skeiðinni ofan í diskinn og skúbbaði upp smávegis graut. 

Mjög gott.

Mjög mjög gott... jákvæð fyrsta skeið. SJÁIÐETTABARA! Hohh ég elska chia fræ svo mikið! Þessi grautur var ákkúrat réttsælis þykkur og fínn og deigó og gvöðdómlegur! Gumsið hreyfist ekki einusinni, lafir bara sem mest það má fram af uppáhalds át áhaldinu!

perfecto

Enda át ég líka lafið hraðar en ljósið ferðast... og heilagur hafragrautsguð og áferðabúdda!

Áferða... himnaríki!

Ómægod lofar góðu

Skúbbið skildi meira að segja eftir sig dæld í grautnum!

gleðidæld

Bitinn á myndinni hér að ofan, án alls hafragrautsskrauts, lofaði svo góðu að án þess að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér hefði ég getað dáið hamingjusöm... og þá skúbbaði ég í annað sinn!

Engin orð! *hamingjugleðisprengja*

Ómægod

Gwaaaah! HRÆRA!

Hrært ofurgums

Haldið þið að ég hafi planað þessa litasamsetningu?

Gúmfeybrækur í stíl við graut

Morguntær... af hverju ég er að setja jafn girnilega mynd og þessa hingað inn er ofar mínum skilningi? Af hverju ég stoppa þessi spjöll ekki í fæðingu geri ég mér heldur ekki grein fyrir? Sérstaklega þar sem ég fyrirlít kræklur út í hið óendanlega. Eitthvað svo gígantískt ónáttúrulegt við þær. Með óhuggulegri líkamspörtum. Segi það satt. Fyrir utan þá óumflýjanlegu staðreynd hvað tær eru, yfir höfuð, hræðilega ófríðar þá getur einnig oft verið vond lykt af þeim! Talandi um að bæta gráu ofan á svart - greyin! Einu tær alheimsins sem gætu mögulega talist sætar eru flundurnýjar barnatær.

ljótfætur

Ókei. Aftur að grautnum! 

Þetta var svo gooooott! Æjj... og enginn fékk að njóta þessa með mér! Synd og skömm. Væri hægt að bæta út í þetta hunangi eða agave viljir þú sætara skúbb - bananinn og berin voru passleg fyrir mig.

Það góða við þennan iGrauts gjörning, að auki við augljósa kosti, er að þú finnur vart fyrir því að hafrar feli sig í gumsinu. Þar af leiðandi, ef þú átt erfitt með hafragrautsát, ættir þú að geta gert þér þessa bjútibombu að góðu án nokkurrar velgju Smile

Nohma

Ég á heilan dúnk af chia gleðisprengjum í viðbót! Þrjátíu máltíðir hið minnsta! Hihihi.. margir chiagrautar framundan, chia skyrgums, chia smoothies, chia chia.

Hafragrauts chia-móðursýkin er alveg að renna af mér hérna.

Hef hinsvegar komist að því að át-áhöld og matargeymslur skipta undirritaða töluverðu máli þegar troddað er í andlitið! Svo perralega skemmtilegt að breyta til og nota mismunandi skálar, bolla. Borða beint upp úr skyrdollunni, hnetusmjörskrukkunni... við skulum ekki einusinni hætta okkur út í umræður á teskeiðum!

Ahh... hafið það ljúft í dag fólkið mitt Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ella,

Mig langar að byrja á því að þakka fyrir alveg frábært blogg.

Og svo langar mig að spyrja þig hvar þú færð þessi chiafræ?

Kristin (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 13:52

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hellú mín kæra og þakka þér :) 

Þessi keypti ég í Heilsuhúsinu, held ég að það heiti, á Smáratorgi. Hliðina á Apótekinu. Kostuðu formúgu!!! Tæpan 4000 kall!

Veit ekki hvort hægt sé að fá þau ódýrari annarsstaðar. Nema einhver viti eitthvað sem ég ekki veit?

Elín Helga Egilsdóttir, 14.7.2010 kl. 14:05

3 identicon

úff já áhöldin skipta sko máli, að borða hafragraut með plastskeið er sko ekki það sama og að borða hann með venjulegri teskeið! plastskeiðarnar eru hinsvegar fínar í skyr...

Halla (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 16:29

4 identicon

Hahahah... þetta er æði! Það er eins og að þú sért að lýsa fótboltaleik!

Þetta blogg er frábært! :D

Snæa (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 13:11

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Halla: Hjartanlega sammála! Ójá!

Snæa: hahh... fyrsta skipti sem ég heyri þetta! Kannski er þetta inflúens frá HM, hver veit.  

Elín Helga Egilsdóttir, 15.7.2010 kl. 14:31

6 identicon

Eldarðu þennan graut eitthvað eða er hann bara tilbúin til átu þegar þú tekur hann úr ísskápnum?

Ásta (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 13:14

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Gúllaður beint út úr skápnum! Mjög jákvætt og fljótlegt ef verið er að drífa sig á morgnana :)

Elín Helga Egilsdóttir, 16.7.2010 kl. 13:38

8 identicon

þessi minnir mig á "Ris a la mande" í útliti..... ógulega girnilegur

Hulda (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 00:02

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þessi fræ Hulda... díses kræst. Með þau á heilanum!

Chiaskyr - nýjasta uppáhaldsofur!

Elín Helga Egilsdóttir, 17.7.2010 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband