Færsluflokkur: Eftir æfingu
5.4.2010 | 16:55
Vakna úr páskadvala
Þvílíkt snilldarinnar ofurletifrí!
Ég stóð næstum því við allt sem ég sagðist ætla að gera... eða ekki gera! Eitt blogg gott fólk! Eitt blogg laumaðist inn í fríinu og síðan ekki söguna meir! Yoga var tekið með trompi og lyftingar samar við sig.
Tók smá handa-action í bland við yogað í dag. Bís og trís, enda handleggirnir farlama lufsugrey eftir atið. Allt þess virði, sérstaklega þegar ég vissi af máltíðinni sem beið mín eftir æfinguna!
Þar sem ég þurfti að rjúka strax eftir handapat í morgun greip ég plastbox og mixaði hvítt súkkulaði scitec þykkt með kanil og muldi svo rískökurnar út í gleðina. Gumsið var æði þykkt, karamellukennt og bjútifúlt og pínkulítið erfitt var að hræra allt saman í lokin en það hafðist - enda verða rískökurnar að engu eftir hræringinn! Þetta lítur kannski ekki par fallega út en hey... áferðarbragðsgleði!!!
Eins og sykurpúði! Ég segi það satt - áferð og bit eins og sykurpúði!
"Karamelló" og kanilló í bland við rísó! Þetta er æði! Hlýt að geta mixað eitthvað meira úr þessu! Gera próteinið þykkara, rúlla upp í litlar kúlur, geyma inn í ísskáp og voila! Eftir æfingu konfekt!
Límkennt, klístrað karamellugums!
Helst meira að segja sjálft uppi.
Til að sanna að í þessu sé rískaka en ekki ... eitthvað annað... VOILA!
Af hverju ég tel mig knúna til að sanna að ég hafi gúllað í mig rísköku er enn ekki vitað!
Páskalamb á boðstólnum í kvöld. Móaflatarpáskakjúlli átti sér einnig stað í fríinu, ég þyrfti að sýna ykkur dýrðina við tækifæri!
Vona að páskarnir hafi verið ykkur góðir mín kæru! Rúmar 3 vikur í maí! Sumarið er handan við hornið!
Eftir æfingu | Breytt 24.9.2010 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2010 | 09:49
Endurfundir
Kökudeigsgrauturinn! Endurupplifun í tíunda veldi, beint á ská með kómísku ívafi! Hvítt súkkulaði Scitec, kanill og kókos! Þar sem ég var á leið í rafbylgjur og samherping, aðeins sein fyrir, gat ég ekki gúllað þessu í mig í bílnum. Ég þurfti að bíða! Átvögl... bíða ekki. Erfitt athæfi enda brast mér allur kraftur og sjálfsagi á leiðinni í kippina og reif upp ofurboxið sem geymdi dýrðina í morgun, bara til að þefa!
Ógvöð! Langaði svooo að bíta í! Átvaglið stórhættulegt umferðinni, á rauðu ljósi að góna ofan í grautarboxið eins og lirfa á laufblaði. Nýbúin að brenna, svangari en svartbjörn eftir dvala og enn 5 mínútur í að ég kæmist á leiðarenda!
*Áfram maður, það má keyra hérna á 70!*
*Neiii... þarft ekki að hægja svona svakalega á þér í beygjunni - hvað er þetta!!*
Þetta hafðist þó á endanum og ómæ... fyrsti bitinn!
*englasöngur*
Heilagur Brynjólfur með kaleik milli tánna! Þetta var ákkúrat það sem átvaglið var að leita eftir! Bragðlaukarnir tóku trylltan riverdans! Gladdi mig meira en orð fá lýst, get svo guðsvarið fyrir það! Af hverju gleðin var jafn óstjórnlega æðisleg og raun bar vitni er ég ekki búin að átta mig að fullu á ennþá!
Hver herpingur á fætur öðrum og grautarbiti á milli! Kósý? Últrakósý?
Borða hægt - bara einn lítinn bita í einu!
NEIIIIIIIII!!!!
Hot Yoga á eftir!! *hopp**hopp**hopp*
Eftir æfingu | Breytt 24.9.2010 kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.3.2010 | 19:10
Sammari með hvítu súkk eftir æfingu
Sammari, súkk... þetta kalla ég góða íslensku! Enginn sem mun fella tár eftir þennan lestur!
Hvítt súkkulaði Scitec hresst á kanntinum, grátandi, bíðandi eftir því að ég kláraði æfinguna mína.
Komið fallega fyrir á Risa Rísköku!
Kanillað!
Samlokað!
Borðað!
Mmmmhmmm!
Hafið það notalegt um helgina elsku bestu!
Eftir æfingu | Breytt 24.9.2010 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
25.3.2010 | 11:58
Sumarlegt...
...og hlýtt og blátt og bjart!
Góður dagur enn sem komið er. Föstudagur á morgun. Það er alltaf föstudagur, get svo svarið það. Afinn minn heldur upp á 75 árin sín um helgina - það verður ein góð ofurveisla skal ég ykkur segja! Tilhlökkunarvænt með eindæmum.
Morguninn fór í smá brennslu og maga ásamt þessu undri!
Mjög gott jákvætt og gleðilegt. Eitthvað við það að bíta í möndlu með skyri sem fær mína tungu til að æpa af hamingju. Eiga einhver dularfull efnaskipti sér stað á meðan þessu athæfi stendur. Mér líkar það stórvel!
Skvísa í hádegismatinn með eðalgrænmeti. Stundum þykir mér soðin ýsa svolítið eins og eitt stykki fjöruferð, ekki alveg nógu jákvætt, en því er þó yfirleitt hægt að redda.
Salt, pipar og pestó tóku sig saman í þetta skiptið og gerðu máltíðina að mikilli veislu.
Einar Crane, vinnufélagi extraordinaire, var ekki tilbúinn í fiskinn og fékk sér því kotasælu og tómathrökkbrauð. Tilfæringarnar við tómatáröðunina voru stórkostlegar. Með eindæmum vel raðaður tómatur! Svo vel raðaður að hann rataði hingað inn á bloggið. Til hamingju Einar!
Möndlur og tyggjó í eftirrétt sökum laukáts. Við viljum ekki að samstarfsgúbbar falli í yfirlið þegar átvaglið reynir að ræða málin! Möndlurnar enda ofan í maga, tyggjóið nýtur ekki þeirra forréttinda!
Hotness of the Yoga í kvöld. Ég er alveg að verða húkt á þessu, finn mikinn mun á sjálfri mér! Hlakka mucho mikið til eftir vinnu - jííhaa!
Eftir æfingu | Breytt 24.9.2010 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.3.2010 | 19:14
Nýtt Scitec komið í hús
Ójá! Hvítt súkkulaði Scitec. Er búin að vera að pissa í mig af tilhlökkunarspenningi í allan dag. Eftir æfingu máltíðin kallaði úr töluverðum fjarska klukkan 10 í morgun en þetta hafðist!
Tadaa! Hvítt súkkó og biscuits eftir æfinguna!
Beint í skál...
...undir krana og smávegis vatn...
...ekki nóg vatn...
...smá vatni bætt við og voila!
Ekki alveg jafn ofurþykkt og skemmtilegt eins og Súkkulaði/Mokka. Það prótein er sér á báti skal ég segja ykkur. Fluffast upp og verður eins og herra Royal! En þetta, mín elsku bestu, var eins og bráðið... hvítt... súkkulaði! Ég segi það satt!
Geri reyndar sjaldan eins og flestallir aðrir, setja í blender með klaka. Það er að sjálfsögðu hamingjan einar og verður eins og ís! Leitipúkinn tekur við eftir æfingar - þá vill skrokkurinn mat 1, 2 og sjóhattur!
Rískexið sívinsæla! Eðalfínt út í svona gums - krums og kram!
Mylja út í og blanda smá!
Að sjálfsögðu bætti ég kanil út í. En ekki hvað? Enda varð þetta eins og hrísgrjónagrautur! Hinsvegar, allt sem gæti mögulega verið vanillu-eitthvað + kanill = hrísgrjónagrautur!
Hamingja í skál og hamingjusamt átvagl! Þetta er einstaklega bragðgott prótein! Alls ekki væmið að mér finnst, en á móti kemur að ég er mikill vanillumisnotari!
Uppskrift af hafrakökum kemur á morgun. Það á eftir að taka mig allt kvöldið að henda inn myndasyrpunni sem fylgir þeirri gleði! Húha!
Eftir æfingu | Breytt 24.9.2010 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
18.3.2010 | 10:21
Hafrar og gleðin sem þeim fylgir
Án þess að ég ætli að romsa mikið um hamingju, gleði og yndislegheit þessarar korntegundar, sem hún er að sjálfsögðu - hoho, þá ætla ég að benda á þessa grein frá Yggdrasil. Hafrar eru barasta bjútifúl.
Ég persónulega er hrifnust af grófum höfrum/tröllahöfrum sökum áferðar. Hafrar sem kallast "Quick cooking" eru mun meira unnir en grófu hafrarnir, eiga það til að vera "næringarsnauðari" og innihalda meira sodium. Fer þó algerlega eftir tegundum. Quick cooking eru í raun hafrar sem eru "þunnir". Sem dæmi myndi ég halda að Solgryn í rauðu pökkunum væru í anda þunnra hafra sem tekur skemmri tíma að elda á meðan Solgryn í grænu pökkunum eru í átt að grófari týpunni. Tröllahafrar eru langsamlega skemmtilegastir undir tönn, að mínu mati, chewy og gleðilegir til átu - en þeir kosta líka stórutá og bút úr sálinni. Þynnri hafrarnir gefa að sjálfsögðu mýkri áferð og minna bit, límkenndari graut ef eitthvað skal nefna.
Ég hef tekið út næringargildi fyrir td. rauða og græna Solgryn og munurinn er enginn nema áferðin á korninu sjálfu. Svo eru grófari týpurnar líklega duglegri að "rífa í" á leiðinni í gegn
Sitt sýnist hverjum geri ég ráð fyrir!
En svo ég komi mér nú að meiningu þessa blessaða pistils. Tröllahafrar - ó hvað ég saknaði ykkar!
Einn einfaldur með hindberjum leit dagsins kveldsins ljós í gær. Þurfti að erinda eftir brennsluna í morgun svo ég útbjó dýrðina eftir kvöldmat, kom fyrir inn í ísskáp og át með mikilli hjartans hamingju í bílnum.
Alveg elska ég eggjahvítugrautana eftir ísskápsveru - eins og brauð/kaka/hamingja í plastboxi! Ojbara hvað þessi var góður. Æðisleg, æðisleg áferð! Hafrarnir alveg að gera sitt!
Alveg þess virði að sálin verði götótt eins og Svissneskur ostur og tærnar af skornum skammti. Þær eru svo ljótar hvort eð er!
Eftir æfingu | Breytt 24.9.2010 kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.3.2010 | 10:15
Hræringur
Hræringur af góðu sortinni. Hafragrautur, skyr, rúslí (hnetu og rúslu múslí), smá salt, kanill og niðurskorinn ofurbanani!
Hrærið og þér munið finna...
...allskonar óvænt!
Æðislegt að fá smá saltan bita af og til, kram úr múslíinu og bita af sætum banana! Ohh hvað ég saknaði þess að hafa banana í grautnum mínum!
Svolítið spennó og skemmtilegt að vita aldrei hvað maður er að bíta í "Úhh.. banani...","hohh.. múslíkrums og hneta", "nohoom, saltkrums og rúsína"!
Það er ekkert nema skemmtilegt að borða!
Eftir æfingu | Breytt 24.9.2010 kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2010 | 08:29
Sami morgunmatur, en samt ekki alveg
Einn einfaldur eftir morgunbrennslu með vanilló, kanilló og hindberjum. Frosnum hindberjum. Þetta er reyndar ekki mynd af sama graut og ég fékk mér í morgun, en sömu innihaldsefni voru í þeim báðum. Þessar myndir eru barasta töluvert ferskari og fínni. Ohhh hvað dagsbirta gerir góða hluti!
Hér er svo mynd af skálinni minni eins og hún lítur út núna! Svo gott sem sleikt!
Hindber eru með eindæmum allsvaðalega góð. Afskaplega falleg og fín líka. Þessar krúttusprengjur skora mörg stig í mínum kladda yfir eðalfæði!
Góður dagur í uppsiglingu... er það ekki bara
Eftir æfingu | Breytt 24.9.2010 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2010 | 09:36
Nú er frost á Fróni...
...frýs í boxum gums!
Bjó mér til eggjó með vanilló/kanilló í gær. Bætti út í dýrðina Amaretto dropum, smá salti og skellti hamingjunni inn í ísskáp yfir nóttina. Passaði að hafa grautinn þó í "þynnri" kanntinum því hann stífnar svolítið vel upp í ísskápnum. Í morgun bætti ég berjagleðinni við, blá- og hindber. Ohmygod! Þennan plastboxagraut greip ég svo með mér út og geymdi í bílnum á meðan stigvélin og hlaupabrettið fengu að finna fyrir því.
Eftir brennsluna hljóp ég hraðar en ljósið út í bíl af því að:
1. það var -11 stiga frost og mér þykir afskaplega vænt um nefið á mér og fingurna!
2. ég vissi að grauturinn minn beið þar í eirðarleysi, bíðandi eftir því að láta éta sig. Þvílík örglög!
Grautargleðin var hinsvegar ekki hömsuð í bílnum sökum græðgi, ótrúlegt en satt. Þó svo græðgin eigi að sjálfsögðu stóran þátt í dagegu áti í Ellulífi. Nei, ég átti að mæta á námskeið að kenna klukkan 08:00 og gat ekki fyrir mitt litla ímyndað mér að bíða með morgunmatinn til klukkan .. jah.. núna. Ég væri hið minnsta ekki til í að sitja námskeið með sársvöngu átvaglinu, svo mikið er víst.
Þegar blessað grautarboxið var opnað voru aumingjans berin enn frosin og grauturinn sjálfur frosinn í kanntana. Eins og þið sjáið mjög vel á þessari mynd...
...og þessari! Mjög skýrt og skilmerkilegt frostbitið í grautnum ekki satt?
Hann var nú samt frosinn blessaður en það kom ekki að sök. Yfirleitt, á þessum tímapunkti, hafa berin þiðnað, sprungið og leikið yfir grautinn - það var enn hrím á þeim í átgleðinni sem átti sér stað kl. 07:45. Svolítið fegin að hafa ekki verið nema 40 mín í ræktinni í dag. Ég hefði þurft að éta grautinn eins og frostpinna og ekki náð að hræra, blanda og gúmsla saman herlegheitunum! Mikill skaði sem það hefði orðið!
En mikið helv... var þessi ógeðslega vel heppnaður! Ojbara! Fór í hálfgerða fýlu þegar ég átti einn bita eftir. Áferðin el perfecto, ég segi það satt. Líka gott að hafa berin enn svolítið frosin.
Kaldur en góður dagur í vændum fína fólkið mitt. Ég sé ykkur kannski í hádeginu - ef kjúllinn sem ég tók með mér er ekki gaddfreðinn og hundfúll eftir morgunbílafrostið!
Eftir æfingu | Breytt 24.9.2010 kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2010 | 09:56
Alltaf að hræra saman
Ég er ein af þeim! Viðurkennt, sýnt og sannað! Ég gæti gúmslað saman allskonar mat, hrært í graut og líkað vel - mörgum áhorfandanum til mikils ama og ógleði í hjarta.
Skyr.is. Ég hef rætt þetta mál mín kæru og fer ekki nánar út í það en mikið assgoti þykir mér þetta vond afurð. Væmnara verður það varla. Hreint Kea er svo langsamlega best en þar sem ég hef ekki úr Kea að moða varð Skyr.is fyrir morgunmatsvalinu.
Ofan í skál ásamt graut og kanil.
Hrært saman.
Skreytt.
Þetta var barasta ágætt. Slapp þó svo væmnisbrgaðið hafi öskrað á mig allan tímann.
Grauturinn gerir kraftaverk. Ég segi það satt.
Njótið dagsins fína fólkið mitt.
Eftir æfingu | Breytt 24.9.2010 kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)