Hleðsla og afhleðsla

Ég veit ekki hvað ég get kallað það annað. Ég er að detta inn í hleðsludag og Erna, elsku besta Ernan mín er upp á fæðingadeild að ... jah... af.. hleðsla? Ég get ekki beðið eftir því að sjá litla jólasnúðinn! Ef allt gengur vel þá verð ég orðin ská-frænka í kvöld Joyful Getur maður beðið um betra start á jólafríinu sínu? Hihi!

Er líka búin að baka allt og pakka ofan í jólapakkana mína og á bara eftir að keyra þá út til fjölskyldu og vina.

Jólapakkinn 2009Jólapakkinn 2009

 

 

 

 

 

 

 

Jólapakkinn 2009Jólapakkinn 2009

 

 

 

 

 

 

Nú þarf ég bara að þrífa húsið og pakka inn gjöfum til yngri fjölskildumeðlima, fast og slegið á morgun, og þá - ójá, þá tekur við almenn leti og hamingja fram að jólum! Það er komið að þessu, ég trúi því ekki! Grin

Er að skúbba mér á æfingu eftir klukkutíma. Í tilefni af því útbjó ég hleðslugraut í morgun. Aðeins öðruvísi en venjulega og nei... þennan ætla ég sko ekki að gera aftur! Alls ekki vondur, alls ekki - en áferðin, óguð! Áferðin var vægast sagt óæskileg á köflum!

Mig langaði svo að prófa að setja eggjahvíturnar saman við vatn og hafra og sjóða upp. Þá er ég ekki að tala um 1 eða 2 hvítur heldur allan skammtinn og sjá hvort gumsið myndi breytast í eitthvað stórfenglegt. Ég er voða mikið í þeim gírnum að skúbba öllu sem ég finn saman í graut!

Vatn, hafrar, krydd, banani og eggjahvítur í potti.

Hræðilegur grautur í bígerð 1

Næstu stig grautaráferðar dauðans, fyrir kanil og eftir.

Hræðilegur grautur í bígerð 2

Hræðilegur grautur í bígerð 3

Komið í skál - lítur nú yfirleitt vel út í skálinni.

Bragðgóður en áferðavondur Sulta í bananagraut er best í heimi

 

 

 

 

 

 

Næst bý ég mér til pönnsu, nú eða hef eggjahvíturnar sér og borða grautinn eintóman með banana og sultu. Ég mæli eindregið með því að þið prófið þetta ekki! Wink Ég er samt viss um að ef ég væri lokuð inn í herbergi með höfrum og límbandi, þá gæti ég búið til sprengju, þó svo þessi skál hafi verið hálf úldin!

007Elín!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Thú ert í gódum tíma búin ad gera allt fyrir jólin...thad er snilld.  Venjulega er fólk ad stressast á sídustu stundu.  En tharftu ad thrífa húsid aftur?  Thá er bara ad fara á bókasafnid og naela sér í gódar baekur til ad lesa fram ad jólum?

Hungradur (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 19:23

2 identicon

seiwhat?

eg set alltaf vatn og eggjahvitur og hafra ogstóð í þeirri meiingu að u gerðir það líka hahaha.... 

mér finnst vatn/eggjahvitur hafragrauturinn alveg ágætur... 

laugardagsknús :#

Heba Maren (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hungraður: Lokaþrif - bara svo fullkomnunarskrímslið fái sálarró.

Heba Maren: Hann er nefnilega fínn, ég set hann alltaf í örbylgju og þaðan kemur hann út í fínum málum. Ég veit ekki hvað gerðist... eitthvað hræðilegt!

Elín Helga Egilsdóttir, 19.12.2009 kl. 22:42

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mar er alveg hættur að zmella í margengz með gömlum eggjahvítum.

Nú grautar maður með í meðvirkninni.

Hættulega gott & fínt.

Steingrímur Helgason, 19.12.2009 kl. 22:52

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Almennilegt nokk! Meðvirkir grautarfélagar eru góðir félagar og góðir grautar eru ómissandi.

Maður ætti kannski að útbúa maregns graut... í anda jólanna að sjálfsögðu!

Elín Helga Egilsdóttir, 20.12.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband