Vakna snemma, nýta daginn...

...hnýta daginn?

Ætlaði að fara í ræktina í morgun og brenna pínkulítið en veðrið var of gott til að sleppa. Fattaði þó ekki fyrr en aðeins of seint að nóta niður fyrstu skrefin í myndum  - þið getið svosum gert ykkur í hugarlund hvernig morgunrútínan er.

Frammúr - vatnsglas - bíða eftir því að þreytan fari úr augunum - bursta tennur - íþróttaföt - ipoda - út!

Tók einn snöggan ör-rúnt í morgunblíðunni - þvílík flemmings forréttindi mín kæru. Sjáið bara dýrðina... og IKEA.

 

Másandi video-beljan er að sjálfsögðu ég og þó það mætti halda að ég sé búin að hlaupa í 45 mín. samfleytt þá eru rétt 10 mínútur liðnar af örhlaupi undirritaðrar. HAHH!! Mér til varnar þá byrjaði hlaupið þó í urð og grjóti, upp í móti, ekkert nema urð og grjót-i... svona næstum. Fyrir utan stórkostlega lélegt hlaupa- og þol-form þá þarf nú ekki nema smáhreyfingu á litlu tá til að ungfrúin svitni eins þaulvön gufubaðsrotta í áskrift!

Gott að hlaupast

Mætti halda að ég hafi verið að klára maraþon. Gvöð hvað það er samt stórkostlega æðislegt að vera með tónlist í gangi sem hentar þínum eyrum á meðan hlaupi stendur.

  1. Tíminn líður hraðar og þú ert í meiri fílíng.
  2. Ég heyri ekki hvæsið í sjálfri mér þegar lungun eru með mótþróa. (truflar mig geypilega)
  3. Ég get einbeitt mér að því að taka "lítil skref Elín, lítil skref.... lítil skref" í takt við gleðibylgjurnar sem leika í kringum hamar, steðja og ístað.

Húha

Ójeah

Leynilög með meiru!

Eftirfarandi hrygðarkvein, í bland við harmastunur, glumdi svo í Garðabænum "ON THE COOVER OF THE ROOLING STOOOOOOOONES...." í morgun þegar átvaglið tók geysifína bíómyndabyltu niður eina brekkuna og hrökklaðist með andfælum síðustu metrana í átt að Gúmmulaðihöllinni.

Núh.. yfirleitt, á þessu stigi máls, þá fer ég í sturtu og tek 30 - 40 mínútna pallaslökun + morgunmatsát áður en ég fer í vinnuna. Sökum myndatöku á graut, og því sem fram fer í þessum ágæta pistli, frestaði ég sturtunni þar til eftir grautarát.

Byrja á því að umskera aumingjans eggin í einn einfaldan. Ohh... þvílík sóun. Þarf að koma mér í Garra sem fyrst.

Ohh sóun

Vatn og vítamín. Geislar svoleiðis af þessu hollustan!

Vatn og vítamínó

Mangó á hliðarlínunni. Ég stóðst ekki mátið þegar ég sá það í ísskápnum. Þetta mango var fullkomið - algerlega fullkomið. Sjáið svo hvað hnífurinn í bakgrunn er lýsandi fyrir framtíð gulu gleðisprengjunnar. Yfirvofandi mangó-ógn.

Mangó og mjög duló hnífur

Svo á ég svona vanilló. Var búin að gleyma þessari dýrð og vá, þetta er snilldin einar í grautinn mín kæru. Snilldin einar. Gefur virikilega gott og milt bragð. Get svo svarið það ég man ekki alveg hvar ég keypti þetta! Held það hafi verið í Trader Joes í Bandaraíkjalandi.

Gott vanilló

Mangó og frosin bláber í blíðunni, svo glæsilega fínir litir. Beint út á pall. Bláberin fersk, og þessi skál hefði farið á lista yfir topp 150 bestu grauta sem ég hef smakkað! Cool 

Grauturinn heppnaðist líka súper - alveg eins og deig. Ohohoo...

Pallagrautur

Mango og bláber í einum einföldum

Að graut meðtöldum ásamt afkvæmi Hlöðvers, í uppáhaldsbolla, gerist startið varla betra!

Hlöðver junior

Ohoooo gott start

Hræra - óguð - ógeð!

Lúlli ljóti! Eggjahvítur og bláber er efnasamband sem gerir sér enga grein fyrir fagurfræðileika grautarskála!

Ljóti

Guð minn góður. Þetta verður bara verra. það er eins og eitthvað hafi dáið í skálinni!

ugh

Hresst... og blátt... og gott!

bláskál

Vinnan handan við hornið.

Meira kaffi. Haldið þið að ég eigi við vandamál að stríða?

Koffí koffí

Gott start inn í helgina. Mmmmmyyyeeees!

Ahhh

Eigið góðan og blessaðan dag strömparnir mínir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fylgist alltaf grannt með þér þó ég kommenti aldrei en varð bara núna. Þú ert svo mikill snilldarpenni að það er unun að lesa bloggin þín :) Saknaði þín mikið þegar þú tókst pásuna.

Er pínu forvitin að vita (þú sleppir bara að svara ef þetta er of persónuegt). Þú sagðist hafa bætt á þig 5% fitu í pásunni og hafa verið í þínu besta formi fyrir það. Hvað verstu þá komin langt niður í fitu þegar þú tókst pásuna?

Kveðja,

Elísa

Elísa (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 13:36

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hellú Elísa mín og þakka þér barasta kærlega fyrir.

Heyrðu jú. Tók ansi vel á því frá jan - maí og náði mér niður í tæp 12%. Sem er frekar hart svona miðað við þá staðreynd að ég er nú bara að þessu fyrir sjálfa mig  

Er að dóla núna í 17 - 20% og það er bara ágætis staður til að staldra við í smá tíma.

Elín Helga Egilsdóttir, 9.7.2010 kl. 14:02

3 identicon

sjæse kona, 12%!! finnst samt gaman að heyra að þetta sé virkilega hægt með hárréttu mataræði (þ.e. að maður þurfi aktúallí ekki að hætta að borða til að komast í svona lága prósentu)..heill þér dugnaðarforkur! :D

Magga (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 14:33

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Já nákvæmlega Magga. Gaman að vita að maður getur þetta! Sem er snilld!

Þetta er vinna, en um leið og maður er kominn í gírinn er þetta ekki málið. Samt ekki sniðugt að vera að skera svona í langan tíma, ætla að taka mér sumarið í smá tilbreytingu og fara svo aftur af stað í vetur. Kannski ekki jafn skart - jah.. við sjáum til

Elín Helga Egilsdóttir, 9.7.2010 kl. 14:42

5 identicon

Glæislegur árangur :) en já 17-20% er fín % fyrir konur ekki satt?

Er reyndar sjálf mjög lág og hef verið lengi án þess að vera að keppa að einhverju. Fór úr 12% í 10% feb-apríl en veit ekki hvað ég er núna. Líklega alltof lág samt :) en borðaði rosalega vel á þessum tíma en var ströng varðandi nammidaga sem voru bara 1x í viku, var aldrei svöng og oftast of södd :)´

en já takk fyrir að deila þessu með mér og hinum gúbbunum sem fylgjumst með þér:)

Elísa (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 15:07

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hef amk heyrt að það sé ekki ráðlegt fyrir kvenmanskropp að vera mikið lægri en 15%.

En sem betur fer er enginn eins - það sem hentar A, hentar kannski ekki B. Svo fer það líka svolítið eftir vöðvamassa. Þú getur verið 20% og 60 kg eða 12% og 60 kg. Ég er t.d. jafn þung núna og ég var þegar ég var 12%

Ahh... matur er bara gleði!

Elín Helga Egilsdóttir, 9.7.2010 kl. 15:38

7 identicon

....hahahaha alltaf þegar þú setur svona spurningu efst eins og "....hnýta daginn?"...

þá "heyri" ég það eins og í myndinni Anchorman.....

"I´m Ron Burgundy???  Damn it!! who typed a question mark on the telepromtor? " http://www.youtube.com/watch?v=0AUvtLZQyDE&feature=related

hihi margt skrítið í kýrhausnum

Hulda (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 11:01

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Haahaha.. ohh.. snilld!

Elín Helga Egilsdóttir, 11.7.2010 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband