Hvenær líður mér vel?

Hvenær hugsa ég "Ahhhh...."?

Hvenær hellist yfir mig alger sálarró?

Til dæmis þegar ég:

  • er kölluð Legga
  • heyri skemmtilegt lag sem ég hef ekki heyrt í langan tíma
  • er tekin úr sokkunum... já... konan með táfóbíuna elskar að láta taka sig úr sokkunum!!
  • heyri "20th century fox" stefið. Af hverju veit ég ekki alveg? Tengist eitthvað kósý bíómyndakvöldum.
  • labba út í morgunsárið að sumri til, eftir rigningarnótt.
  • veit að allar "draslskúffur" í húsinu eru yfirfarnar.
  • leggst í mitt eigið rúm eftir langt ferðalag.
  • baka.
  • hitti fólk á góðufólkalistanum mínum sem ég hef ekki hitt í langan tíma (og nei, það er ekki til vondufólkalisti).
  • hlusta á rigningardropa skella á þakplötunum upp í sumarbústað.
  • ligg í sumargrasi.
  • horfi á stjörnurnar á ísbrakandi köldum vetrarkvöldum.
  • keyri um á mótorhjóli.
  • er í faðmi fjölskyldu og vina í Móaflatarkjúlla/matarboði.

Ahhh!

Gerði annars uppkast að almennilegum eplakökugraut í gær. 

 Mislukkaður eplakökugrautur

Þetta byrjaði alltsaman vel!

Mislukkaður eplakökugrautur

Mislukkaður eplakökugrautur

Mislukkaður eplakökugrautur

Mislukkaður eplakökugrautur

Mjöööög vel!

Ohhh, lyktin sem var í húsinu á þessu stigi!!!

Mislukkaður eplakökugrautur

Mislukkaður eplakökugrautur

En endirinn á þessari annars vel byrjandi grautargleði... óguðminngóuður!

Gott fólk. Endirinn! *grát*

Hann var hræðilegri en nokkur orð fá lýst. Og bragðið... áferðin!!!((hrollur)) Sick

Þvílíkan og annan eins hroðbjóð hef ég ekki kokkað upp í drjúgan tíma. Ojbara!  Skulum því sleppa öllum lýsingum og vona að næsta tilraun heppnist betur!

Ég hélt annars smávegis fyrirlestur um "hollt matarræði" í vinnunni í morgun. Það held ég nú. Ægilega gleðilegt. Gæti tuðað um þetta í 100 ár án þess að stoppa, enda var farturinn á talandanum í 3000 snúningum.

Æhhhji elsku bestu.

Ég er óvenju mjúk í sálinni og hjartanu í dag, þrátt fyrir ógeðiseplaklístur gærdagsins. Knústið einhvern sem ykkur þykir vænt um.

Góða helgi snúðarnir mínir. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æjæ..leiðinlegt með grautinn :(

En ég skal knúsa einhvern, kærastinn er næstur :D

Takk fyrir blogg :)

Tanja Mist (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 14:32

2 identicon

Bwahaha!

Að láta taka sig úr sokkunum og misheppnaðir hafragrautar!

Stórgott blogg sem þú heldur úti. Rakst á það fyrir stuttu og les daglega.

Kemur mér alltaf til að brosa.

Góða helgi.

Logi (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 14:58

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

ojjj.... ég verð svo óhamingjusöm við vondan mat... ekki til meiri vonbrigði :-/ Ég er samt með pervertíska maníu fyrir eplakökugrautnum mínum. Tékkaðu á honum, ég lofa þér að það er ekki áferðarógeð og hroðbjóður.... himnaríki í hverjum bita... regnbogar og hvolpar éraðsegjaþérþað.

http://blog.eyjan.is/ragganagli/2010/10/18/eplakokudasemd/

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.1.2011 kl. 15:04

4 identicon

Mér finnst ekki skrýtið að grauturinn hafi heppnast svona illa, þú settir eplaedik í hann!!! Eplaedik er mesti viðbjóðurinn!

Soffía (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 20:13

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Tanja Mist: Lýst vel á kærastaknúsið ;)

Logi: Hahh! Gleður mig :)

Ragga: Homhnooohm!!!! Done and done... þessi verður útbúinn!

Soffía: Neiii nei elsku elsku besta. Hef sett eplaedik út í grauta áður með glæztum árangri :) Of mikið af eggjahvítu á móti höfrum/vatn = hræðileg, hræðileg útkoma!

Elín Helga Egilsdóttir, 21.1.2011 kl. 21:03

6 identicon

Notarðu ekkert próteinduft ? Hjá mér er veisla alla morgna - hafragrautur, súkkulaðiprótein, chia og smá fjörmjólk ;) Er ekki alveg að fíla hvíturnar í grautinn ennþá;(

Unnur (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 10:02

7 identicon

Hver eru hlutföllin hjá þér svona sirka? Hafrar, vatn og eggjahvítur?

Erna (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 00:29

8 identicon

..... svo sammála með þetta með sokkana

Hulda (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 13:08

9 identicon

Ojojoj, þegar maður býst við einhverju svakalega jummí ;) Ég er þessa dagana bara með smoothie æði og blanda sem óð (það er fljótlegra þegar maður er með lilla baby) og omg hvað það er hægt að búa til mikla nammidrykki... lovit! Á morgnana fer grauturinn bara í blenderinn... hafrar, kím, möndlur and so on í bland við ávexti og allskyns gleðilegt og útkoman er yfirleitt dásamleg og á kvöldin mixa ég svo góðan kaldan sjeik, alveg á pari við sjeik úr ísbúðinni sko :) skál fyrir öllum tilraunum í eldhúsinu :)

Laufey B (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 14:13

10 identicon

Laufey, sko.. Mér finnst alveg ótækt að koma með svona girnileg komment hérna inn og deila ekki gúmmelaðiheitunum með lesenum vefsins! ;) Þú verður eiginlega að koma með dæmi að svona gúmmelaðisjeik.. bæði morguns og kvöld. Ég yrði ofsaleg glöð þá :)

Helena (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 19:43

11 identicon

Já Laufey þú verður að koma með uppskriftir!!! Allavega af þessum sem var svipaður og úr ísbúð!!! :)

En annars fór ég á Ginger um helgina, djöfull var þetta girnilegt!! EN shit hvað þetta var bragðalaust og óspennandi! Held ég geri mér ekki ferð þangað aftur.

ég fór án gríns beint á Bæjarins Bestu.

Rut R. (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 19:47

12 identicon

Þið segið nokkuð stelpur mínar... mér finnst næstum alltaf allt verða gott sem ég blanda ;) nema þegar ég setti of mikið af hveitikími og gojiberjum, þá var járnbragð af mixinu!

Humm, í gær í desertsjeik setti ég: sojamjólk (set yfirleitt venjulega mjólk en er að tjekka hvort brjóstabarnið þoli ekki mjólk), smá brassa blandaðan safa, kókosmjöl, banana, frosið mangó og peru, já og tsk af agave og vanilludropa. Í morgunsjeikinn fór eitthvað á þessa leið: sojamjólk, haframjöl og möndlur (blanda því vel fyrst), bláber og jarðarber frosin, banani og epli, já og smá eplasafi og kókosolía.

Sko, í þessum málum má ALLT, og þetta er best að eiga til:

frosið mangó, jarðarber, hindber, bláber og jarðarber (ég set sjálf soldið soðið vatn með ef ég er með mikið af frosnu ávöxtunum því mér finnst vont að drekka mjög kalt á morgnana), já og ananas, en mér finnst sjeikinn oft verða of loftmikill af ananasnum!

allir ávextir:  banani, pera og melónur eru í mestu uppáhaldi hjá mér

gott að bleyta í með alls kyns safa, mjólk, te og hverju sem er, svo er mikill vökvi auðvitað í ávöxtum eins og perum og melónum.

Svo má skella dassi af eftirfarandi: haframjöl, weetabix, möndlur, cashew, hveitkím, olíu, sveskjum, skyri, jógúrti, grænu te dufti o.fl. í morgunsjeikinn og kvöldsjeikinn má gera ofsalega góðan með kókosmjöli, kókosmjólk, smá sætu ef maður vill (agave, hunang, ribena...), vanillu, kakó eða hverju sem er.

Mér finnst bara endalaust gaman hvað maður getur blandað bara hverju sem er af svona sætu og góðu saman og útkoman er í 99% tilvika þokkalega góð bara :)

Laufey B (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 19:13

13 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Unnur: Jú, nota stundu próteinduft. Er samt að reyna að japla bara á því eftir æfingar og nýta það sem Gvöðvmöndur gaf, sjá hvort ég haldi það út ;)

Erna: Mjög mismunandi. Fer eftir því hvernig ég vil að áferðin sé. 1 dl hafrar, 3 - 5 eggjahvítur og dass af  vatni. Sýð yfirleitt grautinn upp úr vatni fyrst, áður en ég bæti eggjahvítunum við. Eru nokkrar uppskriftir af eggjó á uppskriftasíðunni :)

Hulda: Sérstaklega þegar tærnar eru í fullkomnu ástandi "heitar og þurrar".. ójá! ;)

Laufey B: Snilld!!! Takk fyrir þetta og já, skyr-smoothie-drekkanlegur matur er alltaf gleðipilla í mínum kladda :)

Rut R: Nákvæmlega! Mikil vonbrigði verð ég að segja. :(

Elín Helga Egilsdóttir, 27.1.2011 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband