Gleymt eða ekki gleymt?

Mikið ofboðslega er himininn búinn að vera fallegur undanfarið. Því miður gerir myndavélin mín þessari litadýrð engin skil. Sólarupprás extraordinaire. Eins og það sé kviknað í!

Það var mjög erfitt að hætta að horfa á þetta í morgun.

sólarupprás

Ahhh!

Sneri þó inn í hlýjuna í þessum tilgangi! Vinnugrautur og skyr í bréf/plast/ekki gler... máli.

Vinnubollahræringur

Hræringur eins og í gær. Skyrið felur sig undir grautargleðinni þó og já... málið bansett lak. Þar af leiðandi er bróðir þess að knúsa hið fyrrnefnda.

Ég virðist þó aldrei ætla að læra... eða, ölluheldur, muna. Að minnsta kosti ákveðin atriði sem heilinn, eða nennan, vilja ekki viðurkenna.

Kannist þið ekki við þetta?

  • "Óguð - ég ætla aldrei, aldrei að borða aftur" Jáh, einmitt... ofátsmælirinn skráir ofát á grjónagraut aldrei í matarminnið og undirrituð grætur grjónum hver einustu, einustu jól!
  • "Mikið djöööf***i er kalt úti. Get svo svarið það..." Eins og við höfum aldrei upplifað kulda áður. Allir alltaf jafn hissa þegar fyrsti frostdagur lítur dagsins ljós.
  • "Ahh jólasnjór. Snjóaði á jólunum í fyrra?"
  • "Þvíílík umferð á Kringlumýrarbrautinni í morgun!!! Tók mig 40 mínútur að komast í vinnuna" Hvert eiiinasta ár þegar skólarnir byrja.

Sama á við um þann heimskulega verknað "að hlaupa út úr húsi klukkan 06:00 að morgni, dag eftir dag, á kvart - íþróttabrók" vitandi vel að það er janúarmánuður. Á Íslandi.

Janúar gott fólk. Ísland.

Það er svosum ekki hægt að álasa okkur. Janúar á Íslandi og það er ekki einusinni snjór! Hitamælirinn sýndi plús tölu í síðustu viku! Ekki nema furða að aumingjans íslendingurinn fari allur í keng og vitleysu þegar það byrjar að kólna aftur. Við erum greinilega of góðu að venjast.

Að öllu gamni slepptu mín kæru, trúið mér, treystið mér... munið eftirfarandi með mér:

Þér skuluð aldreigi... aldreigi skilja íþróttaföt eftir út í Aspas sé ætlunin að hreyfa á sér rassmusinn seinna um daginn þegar talan á hitamælinum segir MÍNUS.

Það, að þurfa að klæða sig í skítkaldan, gaddfreðinn íþróttafatnað þarfnast meiri sjálfsaga en að sleppa því að borða súkkulaði. Ég segi það satt. Gæsahúð aldarinnar lætur á sér kræla og þú byrjar að ofanda. Og nei, ég er ekki að tala um þægilegu gæsahúðina sem þú færð þegar heitt sturtuvatn rennur á þig.

Ég greip því, í einu skjótu handbragði, töskuhrygluna mína með inn í vinnu í morgun.

Hún hvílir sig við einn borðfótinn, stillt og prúð. Segir ekki múkk.

Samt eins og hún sé að baula. "BÖÖÖ...."

eðall

Hryllilega er ég minnug og æðisleg.

Ætli ég verði samt ekki búin að "gleyma" þessu á morgun þó. Blóta svo sjálfri mér í sand og Eyjafjallaösku þegar vonda gæsahúðin hlær lymskulega að mér og íþróttatoppurinn þverneitar að losa takið bara smá.

Góða við þetta er þó að illu er best af lokið og 10 sekúndum eftir að brókin er límd utan á rassinn þá verður manni heitt... en mikið assgoti eru þessar 10 sekúndur ömurlegar eitthvað.

Sjálfskaparvíti upp á sitt besta.

Sjálfskaparvæli er því lokið og þetta.... jebb. Þetta, er það sem ég át mér í hádegismat. Svínið og lundirnar og grænmetisfjallið og hamingjan.

Nákvæmlega ekkert neikvætt við þennan disk! Mmhmm!

svínalundir og grænmetisfjallið,

Mmmgmm

Gott hádegisspis.

Vel heppnað fimmtudagsvæl.

Móaflatarkjúlli í kvöld. Jólin eru formlega yfirstaðin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Köld íþróttaföt? Til hvers heldurðu að hárþurrkurnar séu kona! Best í skóna mmmm....

SÓ (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 14:04

2 identicon

Ég hefði ekkert á móti því að hafa svona góða mataraðstöðu í vinnunni, er alltaf í vandræðum með hádegismatinn ;)

Ragnar (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 14:20

3 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Þér að segja þá tekur Nokia N8 alveg svakalega góðar myndir; 12 megapixlar og alles og það í síma!

http://www.hataekni.is/is/hataekni_i_25_ar/taeknibloggid/id/471

Magnús V. Skúlason, 6.1.2011 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband