Færsluflokkur: Uppáhalds
18.2.2010 | 23:44
Sushi a la Jens
Skrapp í heimsókn, mat og með'í til Ernunnar og Jensa. Sá litla kút í öllu sínu veldi... jah, litla kút! Ekki svo mjög lítill, eitt stykki tönn farin að láta bera á sér og allt. Hann er svo yndislega sætur og fínn!
Annars buðu þau upp á eðalfínt Sushi sem Jens svo snilldarlega lagaði! Mikið... mikið gott!
Takk fyrir að vera til bæði tvö! Takk fyrir allt - þið eruð best
Ómetanlegt að "eiga" svona frábært fólk!!
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2010 | 13:58
Afmælisátvagl
Þetta telst til stórtíðinda! Ekki af því að afmælið er gengi í garð, þau hafa hér með talið 26 skipti, heldur af því að veðrið er stórkostlegt og faðir minn kær er kominn heim!
4. febrúar + gott veður + pabbi heima = sjaldgæft! Vont veður, út af fyrir sig, er tíður gestur á þessum annars ágæta degi en það að pabbi sé í landi er með eindæmum gleðilegt. Annað skipti síðan átvaglið fæddist! Allt er þegar 26 er!
Fann annars nokkuð skemmtilega afmælisveðursfærslu sem ég skrifaði fyrir 100 árum á gamla blogginu mínu sem var með töluvert öðru móti en þessi ágætu skrif. Sælla minninga.
Skaust svo út í bakarí, jebb - bakarí! Ég hef ekki verlsað gums í bakaríi í rúm tvö ár! Afmælisgums með meiru og nei elskurnar mína, ég bakaði ekki baun sjálf!
Svo kom Gauja askvaðandi með klaka og kram. Þetta varð mikil veisla - Fríða hélt upp á þetta með stórskemmtilegum klaka. Segjum ekki meira um það!
Mér hefur enn ekki áskotnast afmælisbóla! Vonum að hún haldi sig fjarri!
Mikið er nú hressandi að rifja upp gamla tíma - gaman að þessu!
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.1.2010 | 23:50
2010
2010 verður tekið með trompi! Árið 2009 fór svo gott sem allt í að komast á þann stað sem ég er í dag og það skal svo sannarlega halda. Mikil átfiesta hefur átt sér stað yfir jólatíðina og sú fiesta var ekkert nema gúrmey. Nú verður átvaglið staðfast, hreint og beint næstu vikurnar. Hlakka svolítið til þess!
Áramótin voru yndislega fín, eins og alltaf. Maturinn var stórkostlegur - þvílíkt hlaðborð. Fólkið mitt frábært og kvöldið notalegt í alla staði. Ég hef nýtt mér myndir undanfarna daga í staðinn fyrir hið ritaða mál. Ég kem til með að halda mig við það form í dag. Það er alltaf gaman að skoða myndir!
Harpan gerð klár og ofurostakakan bíður inn í ísskáp. Harpan er umvafin hráskinku og einum döðlubita komið fallega fyrir ofan á ketinu.
Löggi og afi í miklum spælingum. Humarsúpan að verða til - þessi humarsúpa var svakaleg. Mamma og humarsúpa er snilldarinnar blanda. Það gerir enginn humarsúpu eins og mamman! Ohmnom...
RÍSÓÓÓ... HIHIIII!
Svaðalegasta hlaðborð hérnamegin tunglsins! Átvaglið tók einn af sínum tryllingslegu dönsum þegar á dýrðina var litið. Hné í enni, hæll í hnakka - endurtaka!
Humarsúpa a la mamma og fyllt kalkúnabringa með sveppasósu.
Rækjukokteillinn sívinsæli og grilluð risaharpa með döðlu og hráskinku. Valkvíði gerði vart við sig við matarborðið.
Afinn á sérfæði - rjúpur í sósu. Reyndar klikkað ég á því að smakka þær sökum seddu - ótrúlegt en satt.
Svaðalegt! Mikið ofboðslega var þetta gott! Hundrað og fimmtíuþúsund þakkir til mömmu og pabba fyrir þessa snilld.
Rjómi þeyttur fyrir eftirréttina. Ég var mjög áfjáð í að aðstoða við rjómaþeytinginn. Fór ekki betur er svo að rjóminn endaði næstum því allur í hárinu á mér af einhverjum dularfullum ástæðum! Ég kvarta svosum ekki, rjómi er hamingja - hvort sem hann flækist í hári eða ekki!
Amman kramin og áramótunum skálað í kampavíni af átvaglinu og systurdýrinu. Harkan 780 í skálinu - þýðir ekkert annað!
Áður en eftirréttir voru gleyptir sprengdum við flugelda! Jebb - seddan náði hámarki tvær mínútur í skaup og sykrinum ekki hleypti inn í systemið fyrr en eftir flugelda og sprengingar.
Systurnar síkátu fara úr hálsliðnum við að horfa á ljósasýninguna!
EFTIRRÉTTIR! JÍÍHAAWW!
Ostakakan var góð. Svakalega góð á bragðið en varð að klessu þegar ég skar í hana! Stórkostlegt! Ef Cheesecakefactory væri með þessa á matseðlinum myndi hún líklegast heita "Cheesecake blob with an oreo crust and two gallons of caramel sauce"! Eins og mister Paulsen sagði "Elín... má bjóða þér ostaköku með þessari karamellusósu?"
Note to self: Baka næstu ostaköku lengur og hafa karamellugleðina til hliðar!
Hitt Ásbúðarfólkið, restin af mafíósunum, rölti yfir til okkar eftir miðnætti og við tók spjall, nart, söngur, meira nart og notalegheit. Mjög jákvætt alltsaman... mjög jákvætt!
Pabbi spilastrumpur og "litla" dýrið hún systir mín.
Pall er harkan 781 mínus kampavínið á meðan Valdís Anna sætamús er sátt við mjólkurglas og grautarskál.
Pabbi fékk gítarfrí og ég tók við spilinu! Það var mikið sungið þetta kvöld!
Nýtt ár, ný markmið, nýjar áskoranir. Ég held að þetta verði flott ár mín kæru! Ég finn það á mér!
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2009 | 15:30
Árið senn á enda
Jú, ég ætla sko að láta vaða og lista upp árið. Höfum þetta í léttari kanntinum. Það vita allir hverjar "vondu" hliðarnar eru! Fljótt að líða... það verður að segjast.
Ég byrjaði á því að blogga um matinn minn í von um að geta haldið utan um daglegt át og góðar uppskriftir. Bloggið breyttist þó með tímanum í almennt matarblogg með sögulegu átvagls ívafi. Góður staður til að lista upp allar syndir og ósyndir. Aldrei datt mér þó í hug að svona margir færu að lesa hripið hvað þá sækja innblástur í það sem ég geri. Það er stórkostlegt! Ég verð alltaf mjúk og meyr í hjartanu þegar ég hugsa um það og þykir æðislegt að vita að það séu einhverjir sem geta nýtt sér kvakið í mér. Hvort sem það sé í átt að nýjum lífstíl, viðbót við þegar mótað hátterni eða örlitla fjölbreytni í daglegt át. Æðislegt!
Eins og með öll önnur ár sem líða þá hefur margt átt sér stað. Gleðilegt og ógleðilegt. Nákvæmlega eins og það á að vera. Ég var svellköld í byrjun árs, hörð á því að setja sykur aldrei viljandi inn fyrir mínar varir. Jah - þið sjáið hvernig sá gamanleikur fór Ástæðan fyrir því að hefja sykurinntöku á ný var þó meðvituð, með vilja og ásetningi skráð í sögubækur. Mér þykja kökur, ís og einstaka súkkulaðimoli of mikið gúrmey til að sleppa alfarið. Sykurátinu var þó stillt í hóf við tiltekna daga og/eða minni skammta. Hentar vel og loksins núna er ég að komast upp á lagið með að hemja mig í sykuráti og því sem ég tel raska ró míns ástkæra skrokks. Magnað hvað matur getur skriðið undir skinnið á manni og tekið sálina í gegn! Ég vann þá orrustu á endanum - sátt við staðinn sem ég er á í dag! Óje! Heilsusamlegt "samband" við mat - ef það er þá til!
Ræktarmál fara síbatnandi og brennsla hefur verið keyrð niður til muna. Þvílík dásemd og gleði. Ungfrúin styrkist og heilsan batnar. Í byrjun árs tók ég 24 kg. í bekk, núna tek ég 40. Það þykir mér stórgott! Sömu sögu er að segja um hnébeygjuna góðu ásamt nokkrum velvöldum æfingum. Þolið glæst! Ég er eins og dvergarnir - mjög hættuleg á stuttum vegalendum. Jájá! Ég er einnig 2 kg. þyngri en ég var í byrjun árs en þó passa öll föt betur á mig. Tók líka eftir því um daginn að ég er allt í einu komin með kúlurass! Jább! Rass og læri fyrir allan peninginn og ég fíla það vel.... Palli líka!
Ég er búin að innbyrða um það bil 1539 eggjahvítur á árinu sem er að líða og svolgra í mig 16 pökkum af höfrum!
Ragga Nagli sýndi það og sannaði að stelpuNaglar standa svo sannarlega fyrir sínu!
Hellirinn var tekinn í gegn.
Ég fékk ekki svínaflensu.
Í kringum mig komu í heiminn átta glæný börn.
Ég fór til Boston og fékk ostakökur og löngu gleymdan pecanhnetuís frá Ben og Jerry's.
Ernan mín eignaðist sitt fyrsta afkvæmi. Hann er yndislegur!
Ég fór á tvennar árshátíðir á Selfossi og hélt tvær þakkargjörðar-háð-tíðir, önnur með hallogen-ívafi.
Fyrsta skipti sem mister Paulsen er í bænum yfir jólin en ekki á Höfn. Það var gaman.
Í framhaldi af því var fyrsta jólatréð skreytt. Lilli Au í öllu sínu veldi.
Ég braut allar leikreglur og snobbaðist til að kaupa mér Kitchen Aid. Vélin er draumur í dós! Ég legg til að allir sem eigi Kitchen Aid hittist og Kitchen Aid-i í staðinn fyrir að "lan-a".
Við fjölskyldan héldum rúmlega 17 matarboð í sumar og eldhúsið hennar mömmu dó í framhaldi af því.
Ég keypti RAUÐA KASSANN!
Ég borðaði upp úr rauða kassanum.
Borðaði líka upp úr plastboxum!
Lærði að búa til sushi!
Sveiflaði kjúkling í hringi í Stegepose!
Ég gekk í gegnum grænt tímabil á árinu!
Rækjutímabil!
Skyrgumstímabil!
"Ís" tímabil.
Grænu bauna tímabil!
Bjó til miiiikið af hafragraut!
Uppgötvaði banana ís! Mér til mikillar hamingju!
Lá í hengirúmi góðan part sumars.
Kíkti á Höfn til tengdó!
Ég var beðin um að vera með "matargreinar" í fréttablaðinu og mogganum. Kjúklingasalat og kókoskúlur. Það var mjög skemmtilegt.
Keypti mér nýtt rúm!
Ég náði að borða 2,5 200 gramma hambó í sumar með brauði og allesklar. Þetta þótti mér mikið afrek.
Ég klippti á mig þvertopp og litaði hárið dökkt. Síðan þá hef ég verið kölluð Kleopatra og Prins Valíant!
Mamma fékk loks að þefa af skunkafýlu!
Ég uppgötvaði uppáhalds hafrapönnsurnar og hafraskonsurnar mínar.
Ég bakaði eins og vindurinn fyrir jólapakkann í ár.
Borðaði mikið, mikið... mjög mikið af góðum mat!
Ég bakaði áramótaostaköku og hlakka mikið til að bíta í hana í kvöld! Vona að hún standi undir væntingum amerísku ostakakanna! Það kemur í ljós á eftir og þið látin vita á morgun!
Enduruppgötvaði hvað ég er ríkt átvagl!
Uppgötvaði líka hversu heppin ég er að hafa ykkur. Finnst næstum eins og ég "þekki" mörg ykkar sem kommentið oft hjá mér og væri mikið meira en til í að hitta á ykkur einn daginn!
Elsku bestu. Ég vil þakka ykkur kærlega fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða! Ég væri án efa löngu hætt að nenna þessu ef það væri ekki fyrir ykkur, fjölskylduna mína og vini. Takk yndislega vel fyrir alla jákvæðu straumana og fínu fínu kommentin. Þið eruð snilldarlegir hattífattar!
Verið góð hvert við annað, gangi ykkur vel með að ná öllum ykkar markmiðum fyrir árið 2010, stórum sem smáum - á hvaða sviði sem er, og munið að mótstöður eru ekkert annað en áskoranir sem þarf að tækla!
Gott ár að baki!
Gleðilegt nýtt ár strumparnir mínir! Megi 2010 færa ykkur hamingju og gleði í ýmsum myndum, máli og dularfullum formum! Svoleiðis form eru alltaf best!
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
27.12.2009 | 14:47
Jóla hvað?
Jóla allt sem er gleðilegt, fiðrildi, hvolpar og kettlingar!
Gleðilega hátíð allirsaman! Vona að síðustu dagar hafi verið jafn frábærlega fínir hjá ykkur eins og þeir voru fyrir átvaglið. Húha!
Þvlílíkt letilíf! Bara æði!
Ekki búin að snerta tölvuna síðan 24. des, lesa um það bil 1400 blaðsíður, innbyrða um það bil 14000 kaloríur, borða góðan mat, liggja með bumbuna upp í loft og dæsa sökum ofáts, vera í náttfötunum í heilan dag, fara í ræktina í rólegheitunum, njóta þess að fjöskyldast og vinast... ahhh, þvílíkur unaður! Fór svo á Avatar í gær. Mikið ofboðslega er þetta flott... eða... jah, falleg mynd? Sagan bara nokkuð góð! Ætla að sjá hana aftur, ég sogaðist svo mikið inn í þetta alltaman að ég var hálf eftir mig eftir gónið! Á góðan hátt þó!
Í morgun fékk ég mér léttmeti. Eftir rúmlega tveggja daga þungát, ofát og bumbubresti þá var þetta ákkúrat það sem skrokkurinn var að leita eftir. Einfalt, létt í maga - eggjahvítur, egg og ostur. Engin fínheit, ekkert flókið - bara sáttur magi. Ég er líka komin með rauðar piparflögur á heilann. Lovit!
Jólin voru æði! Öndin stóð fyrir sínu, rauðkálið, fyllingin... ohghh, fyllingin og sósan! Rísó sló í gegn. Sérstaklega í mínum heimi þar sem smá partur af heilanum er sparaður ár hvert, einvörðungu notaður í að muna hversu æðislegt það er að borða risalamand. Jebb, ekki einusinni undirbúningur fyrir próf fær þetta heilapláss lánað! Eftir át, pakka og smá andrými var arkað yfir í hina Ásbúðina, þar beið mín heimalagaður ís a la Snær. Ég fæ sumsé tvennskonar jólaeftirrétti - eintóm gleði. Jólin eru stanslaus fiesta fyrir átvaglið.
Annars var jólagjöf ársins, að mati móður minnar, hennar eigin gjöf frá mér, Palla og Svöbbu. Skunkafýla! Þið lásuð rétt - hvert einasta skipti sem við höfum farið erlendis, útlendis eða innlendis þá hefur mamma beðið mig um að finna fyrir sig skunkalykt. Af hverju veit hún ein svarið við, en eins og hún sagið sjálf "Ég VERÐ að finna þessa lykt svo ég viti af hverju fólk fer hamförum þegar skunkur er í sjónmáli - ég bara verð"!. Þaf af leiðandi var netið kembt vandlega og skunkafýla fundin hið snarasta, umvafin 6 pokum mætti hún heim frá Ameríkunni í Gúmmulaðihellinn og þaðan fallega umvafin jólapappír í hendur móður minnar sem sprakk af gleði! Stökk upp, beinustu leið út og fann loksins, eftir langa mæðu, skunkalykt á aðfangadag 2009!
Gaman að segja frá því að í fyrsta skipti núna í 2 mánuði, rúma, þá er undirrituð með harðsperrur í fótleggjum og rassi! Næstum svo miklar að erfitt er að standa upp! Það skal viðurkennt opinskátt og á almanna færi að harðsperra er eigi saknað á þessum bæ. Megi þær hverfa sem fyrst!
Eruð þið ekki betri manneskjur fyrir vikið að hafa fengið að vita þetta? Stórkostlegar upplýsingar.
Eðlileg dagskrá næstu daga eða þangað til 31.des. Áramótin elsku bestu! Ármótin eru rétt handan við hornið! Hihiiii..
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.12.2009 | 17:23
Lilli Au og jólin mega koma
Ég er enn að átta mig á þessu. Jólin eru á morgun. Herre gud! Lilli Au hefur formlega verið skreyttur og núna mega jólin svo sannarlega mæta á svæðið. Það kom líka í ljós að Lilli Au var bara ekkert Au eftir að skrautið var komið á. Hann smellpassar inn í stofu og er glæsielga fínn!
Kvöldið toppað með rest af jólabakstri síðustu viku og draugakisa.
Til gamans set ég svo inn myndir af mér (Því það er svo hryllilega skemmtilegt) - önnur frá síðustu jólum og hin tekin áðan. Töluverður munur á átvaglinu! Næstum því tvær manneskjur. Skinkan ekki alveg að gera sig þarna 2008! 2009 er svo ár hins snæhvíta Emo. Ég var samt að kaupa mér mótorhjólajakka - það hljóta að skrást nokkur "Pönk Ass" útlits-stig fyrir þann gjörning!
Elsku bestu - eigið góð jól, gott kvöld og yndislegan dag á morgun. Njótið hverrar sekúndu til hins ítrasta og knústið alla sem ykkur þykir vænt um.
Gleðileg jól mín kæru!
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.12.2009 | 21:14
Hreint og fínt
Jæja!
Ofurhetjuhreingerningin er yfirstaðin - svaðaleg tiltekt sem stóð yfir í 6 klukkutíma! Kvendið og Wicked Paulsen þeyttust um hellisgólf, veggi og loft með rass upp í loft, vopnuð tuskum, klútum og alt mulig eiturhreinsiefnum, og þrifu það sem á vegi varð. Þegar allt var glimrandi, glansandi - svo til gegnsætt, sátu lúnir kroppar eftir með kusk í hárinu og uppgötvuðu að allur skítur hússins hafði, með dularfullum hætti, forfærst yfir á þrífarana! Þetta var hættulegur dagur engu að síður. Á vissum tímapunkti var ég viss um að innan veggja hellsins yrði andlát, fyrsta sinnar tegundar í heiminum "Undir rúmi - Death by dustbunnies"! Það eru ansi mörg tungl síðan ég hef slíkt rykfjall augum litið.
Þetta er bara brotabrot - ef ég hefði sýnt ykkur allt þá biðuð þið þess aldrei bætur. En rykið var fjarlægt og eftir situr sítrónuilmandi og glitrandi Gúmmulaðihellir! Ég er viss um að Mister Proppe og ungrú Ajax segðu starfi sínu lausu kæmu þau í heimsókn.
Ég er líka orðin ská-frænka. Erna og Jens eignuðust lítinn snúð í gær, glæsilega fínn. Til hamingju bæði tvö!
Fyrir utan allan bakstur síðastliðna viku og rask á dagskrá hefur þetta, í myndum, á daga mína drifið! Ekkert merkilegt/nýtt/stórkostlegamagnað í matarmálum, en gott engu að síður.
Nú tekur ekkert annað við en leti og afslappelsi. Bloggið tekur því við sér eftir sykurkóma og bakstur síðustu daga. Jah, amk næstu 3 dagana. Jólin nálgast óðfluga. Fjórar nætur hvorki meira né minna - Lilli au skreyttur á miðvikudaginn næsta. Ahhh hvað það er notalegt að eiga ekkert eftir, sitja í flundur hreinu húsi i gúmfey náttfötum með jólamynd í gangi og vitandi að brakandi hrein og ný sængurföt bíða eftir því að taka á móti mér í kvöld!
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2009 | 11:46
Hleðsla og afhleðsla
Ég veit ekki hvað ég get kallað það annað. Ég er að detta inn í hleðsludag og Erna, elsku besta Ernan mín er upp á fæðingadeild að ... jah... af.. hleðsla? Ég get ekki beðið eftir því að sjá litla jólasnúðinn! Ef allt gengur vel þá verð ég orðin ská-frænka í kvöld Getur maður beðið um betra start á jólafríinu sínu? Hihi!
Er líka búin að baka allt og pakka ofan í jólapakkana mína og á bara eftir að keyra þá út til fjölskyldu og vina.
Nú þarf ég bara að þrífa húsið og pakka inn gjöfum til yngri fjölskildumeðlima, fast og slegið á morgun, og þá - ójá, þá tekur við almenn leti og hamingja fram að jólum! Það er komið að þessu, ég trúi því ekki!
Er að skúbba mér á æfingu eftir klukkutíma. Í tilefni af því útbjó ég hleðslugraut í morgun. Aðeins öðruvísi en venjulega og nei... þennan ætla ég sko ekki að gera aftur! Alls ekki vondur, alls ekki - en áferðin, óguð! Áferðin var vægast sagt óæskileg á köflum!
Mig langaði svo að prófa að setja eggjahvíturnar saman við vatn og hafra og sjóða upp. Þá er ég ekki að tala um 1 eða 2 hvítur heldur allan skammtinn og sjá hvort gumsið myndi breytast í eitthvað stórfenglegt. Ég er voða mikið í þeim gírnum að skúbba öllu sem ég finn saman í graut!
Vatn, hafrar, krydd, banani og eggjahvítur í potti.
Næstu stig grautaráferðar dauðans, fyrir kanil og eftir.
Komið í skál - lítur nú yfirleitt vel út í skálinni.
Næst bý ég mér til pönnsu, nú eða hef eggjahvíturnar sér og borða grautinn eintóman með banana og sultu. Ég mæli eindregið með því að þið prófið þetta ekki! Ég er samt viss um að ef ég væri lokuð inn í herbergi með höfrum og límbandi, þá gæti ég búið til sprengju, þó svo þessi skál hafi verið hálf úldin!
007Elín!
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.12.2009 | 13:57
Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum
Biscotti er ein af mínum uppáhalds kökum. Hart, crunchy, hnetur, sætt. Æðislegt. Ég hef aldrei "þorað" að baka biscotti. Hélt alltaf að það væri maus og vesen en viti menn, handavinna - allt og sumt. Þetta er æðislegt biscotti. Bragðgott og mjög hart - það þykir mér best.
Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum
1 bolli púðursykur
2 egg, hrærð saman
1/3 bolli smjör
1 tsk vanilludropar
1 tsk möndludropar
1 bolli heilar möndlur. Með hýði eða án.
1 bolli bland af rúslum og dökku súkkulaði. Bá vera annaðhvort, á sleppa, má setja meira af hnetum...
2.5 bollar hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1 eggjarauðu og 3 - 4 msk vatn til penslunar
Aðferð:
Hita ofn í 180 gráður.
1. Hræra saman smjör, sykur og egg, eitt í einu, þangað til létt og ljóst. Bæta þá við möndlu- og vanilludropum.
2. Sigta saman þurrefnin og bæta út í smjörblönduna ásamt möndlum, súkkulaðibitum og rúslum. Hella deiginu á smjörpappír eða skipta því niður í skálinni. Ég tvöfaldaði minn skammt svo ég hellti öllu á bökunarpappír.
3. Skipta deiginu í 3 skammta. Forma í hálfgert baguette og koma fallega fyrir á bökunarpappír. Gott að hafa rúmt pláss því þessi snilld tvöfaldast að stærð. Pensla topp með eggjalböndu og strá smá kanilsykri yfir.
4. Baka í ofni í 20 mín, eða þangað til fallega brúnt/gyllt og miðjan er nokkuð stíf. Taka út úr ofni, af ofnplötu og kæla lítillega á bökunarpappírnum. Stilla ofn á 150 gráður. Skera kökurnar niður í 1 - 1,5 cm sneiðar, leggja á hliðina og baka í 15 - 20 mín í viðbót og snúa á hina hliðina einusinni í millitíðinni.
Taka þá út úr ofni, leyfa að kólna smá og loks kæla alveg á grind. Setja í loftþétt ílát og stelast í af og til. Ef það verður eitthvað eftir. Þessar kökur geymast mjög lengi.
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2009 | 00:06
Sagið einhver biscotti?
Jebus... ég var að baka! Baka biscotti... ég bakaði mikið! Ég er með biscotti í hárinu - kisarnir... eru með biscotti í feldinum, Palli... er með biscotti í maganum! Húsið lyktar eins og biscotti bakarí. Það er æði! Skytturnar þrjár!
Ég á eftir að dreyma biscotti í nótt er það ekki?
Uppskriftir væntanlegar!
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)