Færsluflokkur: Uppáhalds

Vanillu mascarpone ostakaka með möndlubotni

Svona af því að það er að koma helgi.

Gerið þessa í dag, borðið hana á morgun.

Þið sjáið ekki eftir því! 

Vanillu mascarpone ostakaka með möndlubotni

Ofur ostakaka með vanillubaunum

Botn

200 gr. hobnobs, hafrakex, hvað sem er.

1/2 bolli bráðið smjör

1/4 bolli púðursykur

100 gr. möndlur (væri æðislegt að salta þær og rista áður - þá sleppa saltinu hér að neðan)

Smá salt, eftir smekk

Fylling

900 gr. rjómaostur (ég notaði 250 mascarpone)

1 bolli sykur (200 gr. um það bil)

3 msk hveiti

5 stór egg við stofuhita

1/3 bolli rjómi

sítrónubörkur eftir smekk

1 tsk vanilludropar

Baunir innan úr 1 vanillustöng

Toppur - hræra saman í lítilli skál

1 dolla sýrður rjómi

2 msk sykur

1/2 tsk vanilludropar

 

Aðferð

Botn:

Allt í matvinnsluvél nema smjör. Mylja smátt og bæta svo smjöri út í í restina. Hræra saman þangað til úr verður smávegis deig eða bolti. Þrýsta í 23 cm. smellukökuform og upp með hliðum. Kannski 2,5 cm upp með hliðum. Setja inn í ísskáp á meðan fylling er útbúin.

Mmmhmmm

Fylling (tips, hræra á mög hægri stillingu, þú vilt ekki fylla degið af lofti):

Rjómastur -> hveiti í hrærivél. Hræra þangað til vel blandað, 2 - 3 mínútur. Bæta þá við eggjum, einu eggi í einu, og hræra í blöndunni á milli. Bæta þá við rjóma, sítrónuberki, vanilludropum og vanillubaunum og hræra þangað til vel blandað. Taka botninn út úr ísskáp, hella fyllingunni í og inn í miðjan 175 gráðu heitan ofn í 15 mínútur. Lækka þá hitann í 120 gráður og baka þangað til hliðar kökunnar eru stífar og gylltar, en miðjan enn nokkuð blaut. Ef þú kemur við kökuformið þá hristist miðjan smá. Um það bil 1 - 2 tímar, ágætt að byrja að fylgjast með henni eftir 1,5. Ég var með mína inni í um það bil 2 tíma.

Taka dýrið út úr ofninum og bæta toppnum ofan á heita kökuna og aftur inn í ofn í 15 mín.

Taka þá út, losa hliðar kökunnar frá formi með hníf svo ekki komi rifur í kökutoppinn þegar hún kólnar (hún skreppur smá saman) og leyfa að kólna smá í smelluforminu. Setja þá inn í ísskáp (enn í smelluformi) og leyfa að kólna yfir nótt. Best að gera kökuna deginum áður og geyma jafnvel í sólarhring inn í ísskáp.

Mmmhmmm

Svo bara skreyta, gleðjast og borða eins og hugurinn girnist.

Ég bjó til karamellu og hafði með þessu vanillurjóma og bláber. Það var æði!! Og þessi kaka! Fyllinging er algerlega... ohh my god! Hver biti þéttur og silkimjúkur. Vanillan skilar sér vel með smá hinti af sítrónu og smá jógúrtfílíngur í topplaginu. Stökkur saltur botninn er svo toppurinn yfir i-ið. Áferðahimnaríki, vá. Þið getið líka tvöfaldað botninn ef þið viljið meira af ofurkrami, ég ætla að gera það næst - botninn er nú alltaf svo mikið nohm. 

Ég þarf að prófa að útbúa fleiri ostakökur, svo mikið er víst. Amaretto/hvítt súkkulaði, kaffi, súkkulaði, banana/karamellu, hnetusmjörs, kökudeigs...

...óguð!!

Leit að hinni fullkomnu ostaköku er hér með hafin!


Sítrónu... grautur?

Ég veit ekki hvað skal kalla dýrið annað.

Grauturinn ekki nákvæmlega ákkúrat fullkomnaður en hann var bara svo ægilega góður í morgun. Virkilega mildur og fínn, ferskt start á deginum. Sætur keimur, smá sýra.. pínkulítið af skyri, sætar möndlur með knúsi og kram ásamt berjabragðinu. Ohhhh... gleðin einar.

Sítrónu iGrautur með ómægod3 lýsi, berjum, skyri og möndlum! 

iGrauta (hræra saman kvöldinu áður og geyma í ísskáp yfir nótt)

sítrónu iGrautur með omega3 lýsi og berjumTæplega 1/3 bolli hafrar

vatn/möndlumjólk eftir smekk

dass salt

vanilludropar og smá sítrónudropar (passa að ofnota ekki sítrónudropana)

1 skeið chia

1 tsk omega3 lýsi

ferskur sítrónusafi (eftir smekk, ég notaði kannski msk)

niðurrifinn sítrónubörkur (notaði kannski 1/4 úr tsk)

Hafragrautsskreyta dýrðina svo með skyri, berjum og möndlum eftir småg og behåg. Á nú samt eftir að prófa meira í þessu sítrónuævintýri. Nota t.d. meiri sítrónubörk og safa, enga sítrónudropa. Held það gæti komið mjög vel út. Er til dæmis með eina útfærslu sem er að gerjast í undirmeðvitundinni. Hver veit nema ég framkalli þá hamingju á morgun.

sítrónu iGrautur með omega3 lýsi

Sjáið bara hvað þetta er gordjös skál af lemony goodness.

SitronuiGrautur

Möndlur og skyrsletta.

Ekki hafa áhyggjur. Það voru fleiri möndlur sem földu sig í botninum.

Möndlur

Ber! Úhh.. og þessi brómber! Ómyholymolyness!

Brómber extraordinaire

Ég hélt að bláberin myndu færa þennan graut í hæstu hæðir. Hefðu án efa gert það hefðu þau verið stærri og sætari. Þessi voru allsvaðalega aðeins of súr.

Bláberja sítrónu iGrautur

Þessi skeið hinsvegar. Gvöð minn góður!

Ég kem til með að muna eftir þessum bita í langan tíma! Svo dramatískt var japlið að ég fékk tár í augun. Vá hvað þetta var gott.

Fullkominn biti

Veit nú ekki hvort það sjáist en þarna felur sig sítrónubörkur á víð og dreif um skálina.

Sítrónubörkur í felum

Var ég búin að segja ykkur hvað ég öölska þessa skeið mikið?

uppáhaldsskeið

Það er fyrirséð að margir sítrónugrautar verði útbúnir í nánustu framtíð átvaglsins.

sleikt 

Jebb. Ég held það barasta!

Af hverju í ósköpunum hef ég ekki notað sítrónu áður? Hverskonar eiginlega...

Hefur einhver sett sítrónu í sinn graut? Ef svo er, og ef sá hinn sami les þetta blogg, þá er stranglega bannað að halda svona sniðugum hugmyndum út af fyrir sig!

Það er fyrsta reglan í hinni alheilögu hafragrautarbók!

Hana er að finna í munkaklaustri í Tíbet upp á fjallstind númer 14 til hægri. Finnur hann með því að halda fyrir nefið, hoppa í 3 hringi og fylgja sólinni 34°norðaustur í 4 daga. Leyniorð: agúrka

Við erum örugglega ennþá að tala um sítrónugrauta er það ekki annars?


Chia iGrautur með skyri, banana, bláberjum, múslí og heslihnetum

iGrautur = Ísskápsgrautur! Er það ekki bara ágætis viðurnefni?

Ókeilí... rifja upp. 

Það sem ég gerði í gærkvöldi var að blanda saman:

  • 1/4 bolli hafrar 
  • 1/2 lítil skyrdolla
  • 1/4 bolli vatn (eða mjólk... eða bæði)
  • 1/2 msk chia fræ (óóhhbeibeh)
  • smá vanilludropar 
  • ögn af salti

Hrært 

Beint út úr ísskáp leit dýrðin svona út í morgun! Smá munur ekki satt?

Guð.Minn.Góður! Ég get ekki beðið!

Áferðaperrinn að fara úr skinninu við þessa sjón!

Þykkelsi

Hafragrautsskraut:

  • Banani
  • Bláber (frostin, því miður)
  • Múslí
  • Heslihnetur

Alveg að koma að áti 

Hómægod hómægod... hlakka til! Búin að koma öllu fallega fyrir í útsýnis horninu mínu. Fífan þarna hress á kanntinum.

Fallega og fína uppáhaldshornið

Með kaffi! Ahhhh....

Kaffið mitt

Átvagls útsýni rétt aður en fyrsti sopinn er gúllaður.

Ég elska þessa bolla svo mikið!

afkvæmi hlöðvers

JESS! Allt tilbúið í ofurát!

Fullkomið

Tvöfalt JESS!

HOLYMOLYNESS! Ég er svo spennt yfir þessum gjörning að mörkin milli eðlilegrar og óeðlilegrar hamingju eru óskýrari en rugluð stöð 2.

bananas og múslí

Bláber að fela sig

Ég lokaði augunum, beindi skeiðinni ofan í diskinn og skúbbaði upp smávegis graut. 

Mjög gott.

Mjög mjög gott... jákvæð fyrsta skeið. SJÁIÐETTABARA! Hohh ég elska chia fræ svo mikið! Þessi grautur var ákkúrat réttsælis þykkur og fínn og deigó og gvöðdómlegur! Gumsið hreyfist ekki einusinni, lafir bara sem mest það má fram af uppáhalds át áhaldinu!

perfecto

Enda át ég líka lafið hraðar en ljósið ferðast... og heilagur hafragrautsguð og áferðabúdda!

Áferða... himnaríki!

Ómægod lofar góðu

Skúbbið skildi meira að segja eftir sig dæld í grautnum!

gleðidæld

Bitinn á myndinni hér að ofan, án alls hafragrautsskrauts, lofaði svo góðu að án þess að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér hefði ég getað dáið hamingjusöm... og þá skúbbaði ég í annað sinn!

Engin orð! *hamingjugleðisprengja*

Ómægod

Gwaaaah! HRÆRA!

Hrært ofurgums

Haldið þið að ég hafi planað þessa litasamsetningu?

Gúmfeybrækur í stíl við graut

Morguntær... af hverju ég er að setja jafn girnilega mynd og þessa hingað inn er ofar mínum skilningi? Af hverju ég stoppa þessi spjöll ekki í fæðingu geri ég mér heldur ekki grein fyrir? Sérstaklega þar sem ég fyrirlít kræklur út í hið óendanlega. Eitthvað svo gígantískt ónáttúrulegt við þær. Með óhuggulegri líkamspörtum. Segi það satt. Fyrir utan þá óumflýjanlegu staðreynd hvað tær eru, yfir höfuð, hræðilega ófríðar þá getur einnig oft verið vond lykt af þeim! Talandi um að bæta gráu ofan á svart - greyin! Einu tær alheimsins sem gætu mögulega talist sætar eru flundurnýjar barnatær.

ljótfætur

Ókei. Aftur að grautnum! 

Þetta var svo gooooott! Æjj... og enginn fékk að njóta þessa með mér! Synd og skömm. Væri hægt að bæta út í þetta hunangi eða agave viljir þú sætara skúbb - bananinn og berin voru passleg fyrir mig.

Það góða við þennan iGrauts gjörning, að auki við augljósa kosti, er að þú finnur vart fyrir því að hafrar feli sig í gumsinu. Þar af leiðandi, ef þú átt erfitt með hafragrautsát, ættir þú að geta gert þér þessa bjútibombu að góðu án nokkurrar velgju Smile

Nohma

Ég á heilan dúnk af chia gleðisprengjum í viðbót! Þrjátíu máltíðir hið minnsta! Hihihi.. margir chiagrautar framundan, chia skyrgums, chia smoothies, chia chia.

Hafragrauts chia-móðursýkin er alveg að renna af mér hérna.

Hef hinsvegar komist að því að át-áhöld og matargeymslur skipta undirritaða töluverðu máli þegar troddað er í andlitið! Svo perralega skemmtilegt að breyta til og nota mismunandi skálar, bolla. Borða beint upp úr skyrdollunni, hnetusmjörskrukkunni... við skulum ekki einusinni hætta okkur út í umræður á teskeiðum!

Ahh... hafið það ljúft í dag fólkið mitt Smile


Gæran er laus og fífan yfirtekur alheiminn

Við ljúgum ekki, við lofum... hún slapp út á pall!

gaera

Að öllu dreplélegu djóki slepptu var morguninn góður að vanda. Langþráð skyr með bláberjum og banana fékk að líta dagsins ljós í bland við möndlur og múslí.... og kaffið mitt!

skyrgleði

Góðan daginn já takk! Gott og gleðilegt morgunét!

IMG_1322

Svo gramsaði ég svolítið í dýrðinni og fann bláberin mín og bananann! Hrærði þetta sumsé saman í gærkveldi og bláberin þiðin, sprungin, hamingjusöm!

Bláberja og bananaskyr

Ohmnohm

Átti samt í mesta basli með að gúmsla þessu græðgislega í andlitið á mér sökum fífu. Fífan yfirtekur Garðabæinn og maður þarf að berjast blóðugum bardaga til að halda henni frá andliti og þeim vitum sem þar er að finna! Fífa í augun, fífa upp í nefið, fífa í koki... inn í eyru! Maður þarf nánast að halda niðri í sér andanum!

Fjúkandi fífa... og bara brotabrot. Himininn var hvítur í morgun!

FIFA

Pallafífa!

pallafífa

Gestafífa!

Gestafífa

Nágrannafífa!

nágrannafífa

Götufífa!

Götufífa

Þetta er stórhættulegt! Götufífan sérstaklega. Ghetto fífa! Mjög lúmsk. Bandit


Chia fræ í grautinn minn

Nýja ástin í lífi mínu! 

Chia fræin mín

Chia fræ! Nýjasta æðið, súperfæðið, æðiberið, æðisnæðið, Ellufæðið. Stút glimrandi full af andoxunarefnum, hollri fitu, trefjum og próteinum. Ofurefni í tonnatali - næstum. Betri en hörfræin elskulegu (og ekki eru þau amaleg greyin) bæði hvað varðar næringu og, fólkið mitt, ÁFERÐ að mínu mati! Líka hægt að nota chia fræin í allt sem hörfræin eru notuð í. Lesa skal nokkra punkta um þetta eðalfræ hér!

Næringargildi

Tek fram að 280 kj. eru um það bil 70 hitaeiningar. Sumsé, tæplega 70 he. í hverri msk. af chia fræum.

dæmi 

ÉG ER ORÐLAUS... af einskærri hamingju og grautargleði!

Búin að vera að "rekast" á þessi fræ ítrekað í erlendum bloggheimum og var orðin ansi forvitin. Hef enn ekki fundið þetta á Íslandinu af einhverjum ástæðum en jújú, haldið þið ekki að Ástralían hafi orðið mér úti um poka. Ég greip hann með andköfum og massífri bakfettu, hljóp í átt að hómsteð og það fyrsta sem ég gerði var að tilraunast með þessar krúttusprengjur. Ó... GUÐ! Hvað er EKKI hægt að gera við þessa snilldar afurð? Ef fræin eru sett í vatn þá drekka þau vökvan í sig og mynda gelhjúp á um það bil 5 mínútum.

Chia fræ í bleyti

Ómægod ómægod ómægod tilhlökkunarspenningur! Sjáið þetta bara! 

SNILLD

Þessu er t.d. hægt að smyrja á brauð, nota í sjeika, HAFRAGRAUT, skyr, jógúrt, sósur, dressingar... og áferðin er GEGGJUÐ! Þið sem hafið smakkað sago graut - jebb, alveg eins og sago! Þykkir, bætir, kætir með crunchi! Svo er líka bara hægt að nota þau hrein og bein, gelaðferðin kætir mitt átvagl þó töluvert meira.

Krakkar mínir, leitinni er hér með lokið. Þannig er það bara. Hinn fullkomni rjómakenndi hafragrautur var eldaður, uppgötvaður, smakkaður, borðaður, elskaður, smjattaður, étinn upp til agnarofurdofa og saknað sárt eftir átið í morgun... dramað var svo gígantískt að ég grét ofan í grautarskálina.

Sjóða saman fyrir einn hafragrautrsofurgúbba

1/3 bolli hafrar

1/2 gróflega stappaður banani

1 msk chia fræ

ögn af salti

1/3 bolli undanrenna/léttmjólk

1/3 bolli vatn (Mjög þykkur grautur, ef þið viljið hann þynnri nota 1/2 bolla vatn)

Hræra svo vanilludropum samanvið í restina.

Chia grautur í bígerð

Chiagrautur með banana

Af því ég bjó til graut fyrir fleiri en bara mig bætti ég ekki kanil út í dýrðina fyrr en ég fór að skreyta minn skammt sjálf.

Kanill og hamingja

Bláber og jógúrt ásamt nokkrum óséðum möndlum.

Come to mama

besti grautur i heimi

Þetta var... er BESTI grautur sem ég hef smakkað! Ég ætla að tilraunast meira á næstu dögum og koma með almennilegri myndir/leiðbeiningar/allt sem er undursamlegt í heiminum!

Koma svo, allir að panta sér poka af þessu núna. Þið sjáið ekki eftir því. Veeerðið svo að láta mig vita hvað ykkur finnst, ég er spenntari en krakki í nammibúð að fá að heyra frá ykkur ef þið látið af þessu verða.

Panta hér!


Kökur, eggjakökur og fiðurfé

Er aftur komin með eggjakökuæði. Það er bara eitthvað við þær blessaðar sem ég fíla alveg í blússandi botn.

Einfaldari verða þær nú varla en þessi. Laukur svissaður upp úr smá olíu. Eggjahvítum og einu eggi hrært saman og hellt yfir dýrðina. Smá ostur og krydd á milli - brjóta saman, strá með steinselju og hafa sinnep hresst á kanntinum!

Svissaður laukur og eggjahvítukaka

Svo fín á litin

Lítur næstum því út eins og pizzabotn! Myndi án efa virka ágætlega sem slíkur!

Sjáið svo hvað laukurinn kemur skemmtilega út - býr til hringlaga mynstur í kökuna.

Brotin saman

Krumpa

Ógvöð, ég gleymdi að tómatsósa dýrið! Skömm Elín Helga... skömm! Reddaði því á síðustu tveimur bitunum!

Svissaður laukur og eggjakaka

Le tomat

Oh nei!

Bara einn eftir

Neiiiiiiiiiiii! 

Búúúið

Svo það komi annars skýrt og skilmerkilega fram þá var þessi annars Gvendsamlega eggjakaka hádegismaturinn minn! Betra seint en aldrei segir máltækið - eftir 30 mínútur er ég að fara að gúlla í mig kjúlla!

Svo sannarlega dagur kjúklingsins og öllu sem þeirri dýrategund tengist!

Andlegur og óandlegur undirbúningur hafinn fyrir Ástralíuför. Best að byrja á því að fjárfesta í bókum og teiknigræjum í þessari viku. Sný sólarhringnum við í næstu viku og bæti tónlist, í og með, vel og vandlega inn á ipodinn fram á síðustu mínútu!

... ha.. sagið einhver að ég þyrfti að pakka?

Flugvallabið og flugvélahangs - here I come!


G'day mate!

Put another shrimp on the barbie!

It's official, oh yes! I´m going to Australia in two weeks my babies!! Wooohooo! Why am I writing this post in English? Well, not only am I going to Australia because, well... my goodness... Australia... but a very dear friend of mine lives there. I've known this guy for almost 11 years now, quite amazing actually. His name is Euan (everyone... say hi to Euuuaan), he's from New Zealand, lives in Tasmania at the moment and hahh, he's a chef! Oh yes he is! I said it. A CHEF! And I have a food blog. What an excellent combination right? Therefore I write this post in english so he can read it. And you better read it man!!

An amazing person he is. Very special to me. Truly passionate about cooking and food and everything involved, naturally. I could really learn something from him yeah? Spongebob is who I´m going to be - learning how to cut vegetables like the wind wile making lasagna, cursing, singing "Oh sole mio" and pooring wine with my left foot (wrist), all at the same time.

He works as a sous chef at a 5 star hotel in Hobart and has promised me all the goodness of food in the world... oh, and icecream. Wink We're going to be eating the whole time, let me tell you! So fun!! I´m going to have to post 'before and after' pictures because I´ll probably return to Iceland looking like a fluffy little meatball. But that's so amazingly great!! Oh my lord!! Grin That means I've managed to eat everything I lay my eyes on and my god dear friends, that's exactly what I'll do. Can you just imagine allt he food I can taste but haven't tasted... ever!!! HIHIII!! Lots of new grocery stores and supermarkets + quirky little/huge massive super restaurants to explore! 

Can... not... wait!

I dont know how I'll handle the blog writing business while I'm eating crocodile and jumping around with the kangaroos, but I'll think of something. Probably not a daily event but when the blog-writing supermegaholyfunspirit mania finally comes over me there will most definitely be a few pictures for you to look at.

I'd better watch out for those stingrays though! Pretending to be all cute and smooshy - tricksy little buggers!

To keep the tradition going and the meaning of this blog alive, this is what I had for lunch, or well, brunch today. Nohma! Beautiful colors huhh.

Eggjahvítukaka með grænmeti

Love stuff like this. Easy to make, light - just love it + runny yolk people! Muy importante!

Le yolk

Runny... sunny

 

 

 

 

 

 

Voila - a burrito!

Burrito

Mmmm rauðana el perfecto

 

 

 

 

 

 

There is a downside to these kind of "feasts" though, if there is one. I always get hungry soon after I eat. Same with fish. No good for a black hole like myself but nothing a few almonds or chocolate or cookies or cake or... can't fix!

I´M GOING TO AUSTRALIA ON THE 24TH OF APRIL - SHITBUGGERJLAPENOKRUMSMEÐKURLI!

Hmm hmm... language miss!!

Now it´s time for the dance... yes, I said the dance!

*KNEE TO FOREHEAD**HEAL TO THE BACK OF THE HEAD*

Repeat!


Vakna úr páskadvala

Þvílíkt snilldarinnar ofurletifrí!

Ég stóð næstum því við allt sem ég sagðist ætla að gera... eða ekki gera! Eitt blogg gott fólk! Eitt blogg laumaðist inn í fríinu og síðan ekki söguna meir! Yoga var tekið með trompi og lyftingar samar við sig.

Tók smá handa-action í bland við yogað í dag. Bís og trís, enda handleggirnir farlama lufsugrey eftir atið. Allt þess virði, sérstaklega þegar ég vissi af máltíðinni sem beið mín eftir æfinguna!

Þar sem ég þurfti að rjúka strax eftir handapat í morgun greip ég plastbox og mixaði hvítt súkkulaði scitec þykkt með kanil og muldi svo rískökurnar út í gleðina. Gumsið var æði þykkt, karamellukennt og bjútifúlt og pínkulítið erfitt var að hræra allt saman í lokin en það hafðist - enda verða rískökurnar að engu eftir hræringinn! Þetta lítur kannski ekki par fallega út en hey... áferðarbragðsgleði!!!

Hlakka til að borða!!

Eins og sykurpúði! Ég segi það satt - áferð og bit eins og sykurpúði!

Hvítt þykkt blandað súkkulaði scitec með kanil og muldri rísköku

"Karamelló" og kanilló í bland við rísó! Þetta er æði! Hlýt að geta mixað eitthvað meira úr þessu! Gera próteinið þykkara, rúlla upp í litlar kúlur, geyma inn í ísskáp og voila! Eftir æfingu konfekt!

Mjög jákvætt eftiræfingu ét

Límkennt, klístrað karamellugums!

Mmmhmm

Helst meira að segja sjálft uppi.

Mjög límkennt og klístrað

Til að sanna að í þessu sé rískaka en ekki ... eitthvað annað... VOILA!

Gjúggírísköku

Af hverju ég tel mig knúna til að sanna að ég hafi gúllað í mig rísköku er enn ekki vitað!

Páskalamb á boðstólnum í kvöld. Móaflatarpáskakjúlli átti sér einnig stað í fríinu, ég þyrfti að sýna ykkur dýrðina við tækifæri! 

Vona að páskarnir hafi verið ykkur góðir mín kæru! Rúmar 3 vikur í maí! Sumarið er handan við hornið!


Nýtt Scitec komið í hús

Ójá! Hvítt súkkulaði Scitec. Er búin að vera að pissa í mig af tilhlökkunarspenningi í allan dag. Eftir æfingu máltíðin kallaði úr töluverðum fjarska klukkan 10 í morgun en þetta hafðist!

Tadaa! Hvítt súkkó og biscuits eftir æfinguna!

Hvítt súkkulaði scitec og rískökur

Beint í skál...

Hvítt súkkulaði scitec

...undir krana og smávegis vatn...

Hvítt súkkulaði scitec

...ekki nóg vatn...

Hvítt súkkulaði scitec

...smá vatni bætt við og voila!

Hvítt súkkulaði scitec

Ekki alveg jafn ofurþykkt og skemmtilegt eins og Súkkulaði/Mokka. Það prótein er sér á báti skal ég segja ykkur. Fluffast upp og verður eins og herra Royal! En þetta, mín elsku bestu, var eins og bráðið... hvítt... súkkulaði! Ég segi það satt!

Geri reyndar sjaldan eins og flestallir aðrir, setja í blender með klaka. Það er að sjálfsögðu hamingjan einar og verður eins og ís! Leitipúkinn tekur við eftir æfingar - þá vill skrokkurinn mat 1, 2 og sjóhattur!

Hvítt súkkulaði scitec

Rískexið sívinsæla! Eðalfínt út í svona gums - krums og kram!

Le ris

Mylja út í og blanda smá!

ohh yeah

Að sjálfsögðu bætti ég kanil út í. En ekki hvað? Enda varð þetta eins og hrísgrjónagrautur! Hinsvegar, allt sem gæti mögulega verið vanillu-eitthvað + kanill = hrísgrjónagrautur!

Hvítt kanillusúkkulaði

Hamingja í skál og hamingjusamt átvagl! Þetta er einstaklega bragðgott prótein! Alls ekki væmið að mér finnst, en á móti kemur að ég er mikill vanillumisnotari!

Eftirátakshamingja

Uppskrift af hafrakökum kemur á morgun. Það á eftir að taka mig allt kvöldið að henda inn myndasyrpunni sem fylgir þeirri gleði! Húha!


Þorskur og fallegir litir

Af hverju ekki skella í fisk í kvöld? Þarf ekki að vera soðin ýsa og teitur, þó svo það sé að sjálfsögðu alltaf ágætis át.

Steikja papriku, hvítlauk, sveppi, döðlur og svartar ólívur á pönnu, salta og pipra. Flott... ekki satt?

Gleðigrænmeti

Sjóða couscous og koma fyrir í eldföstu móti, hella grænmetisgumsi þar yfir.

Couscous og grænmeti

Léttsteikja þorskinn á pönnu, krydda eftir smekk.

Léttsteikja þorsk

Raða fallega yfir grænmetið - mjög mikilvægt að það sé fallega raðað! Munar öllu bragðlega séð.

Raða fisk yfir grænmeti

Setja tómatsneiðar yfir hvert fiskstykki og ost yfir hverja tómatsneið.

Mmhmm

Inn í 175 gráðu heitan ofn í 20 - 30 mín, eða þangað til fiskmetið er eldað í gegn.

Inn í ofn

Voila! Gullfallegafínt! Guuuullfallega fínt... og gullfallegaofurgott á bragðið!

Tilbúið og ofurgott

Takk fyrir mig Joyful


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband