Færsluflokkur: Uppáhalds

Útlönd eru góð, heima er best

Hellú mín kæru!

Eins glimrandi fínt og það er nú að komast í frí, fara til útlanda og brjóta upp rútínuna þá er ekkert jafn notalegt og að komast aftur heim. Gúmmulaðihellirinn tók vel á móti okkur, eins heimilislega gúmfí og kósý hann er ákkúrat þessa stundina, hreinn og fínn.

Ég get svo svarið það að ég held við höfum náð að labba Boston þvera og endilanga hið minnsta fimm sinnum. Iljarnar á mér eru ekki sáttar við labb maraþonið síðustu fjóra daga en þær komast vonandi yfir það. Láta mig vita með miklum eymslum og volæði í hverju skrefi. Toppstykkið var líka rétt búið að taka tímamismuninn í sátt þegar við fórum aftur heim. Hressandi fyrir systemið - sjússa aðeins upp svefnrútínu, matarræði og hreyfingu almennt. Mikið verður gott að komast í ræktina á morgun! Get ekki beðið!

Þetta var hinsvegar góð ferð. Jólastemningin beint í æð, endalaust labb, skopp á milli kaffihúsa og veitingastaða - ekkert nema æði. Skondna við þetta allstaman er að á meðan ég var úti þá var ég mjög dugleg að "velja rétt", "borða hollt" nema í þau tvö skipti sem ég og ofur Ostakökuverksmiðjan hittumst. Ostakökurnar þarna... jesús! Ég þarf að fara að Ostakakast! Núna sit ég hér heima, hálf vakandi-sofandi, búin að ganga frá góssinu með RUÐA KASSANN í fanginu. Við Palli erum að jólamyndast og nammiétast. Skamm Elín - en samt ekki. Langaði í nammi - þá fær átvaglið nammi!

En vindum okkur að myndum og almennri hamingju. Jú, ég tók áleggið af og skildi brauðið eftir.

Áleggspillari

Flugvélamatur eins og hann átti að líta út og leit út í raun og veru. Iss... svo borgaði ég 600 kall fyrir þetta! Tók hnetumix með fyrir holla fitu að sjálfsögðu. Palli borðaði smartísið, grjónin og tiramisubitann - ég pillaði kjúllann, hneturnar og kálið æpandi af hungri. Síðasta manneskjan í flugvélinni sem fékk mat afgreiddan. Allt eftir bókinni!

Hræðilegur fluvélakjúlliHungrið vinnur oftast

 

 

 

 

 

 

 

Dagur numero uno. Mjög menningarleg gerðum við okkur tilbúin í heljarinnar göngutúr um Boston. Palli er eins og 1000 ára gömul babuska - æðislegt!

BostongleðiBabúskugleði

 

 

 

 

 

 

 

Frekar góð með okkur örkuðum við íslendingarnir af stað og 5 mínútum seinna var rassinn dofinn af kulda og nefið næstum dottið af. Gladdi mig óstjórnlega þegar við fundum Starbucks! Hiti, nef að þiðna og jólatónlist. Tók nettan dans á gangstéttinni fyrir utan - gleðiköstin klikka ekki!

STARBUCKSJííííhaaawww

 

 

 

 

 

 

 

Hiti kominn í skrokkinn og jólatónlist og snúðalykt búin að fylla upp jólamælinn. Svolítið eins og að safna lífi í tölvuleikjum og Strarbucks er check pointið... aaaallavega - út að labba og skoða. Fyrsti dagurinn var æði. Snjór yfir öllu, frost beit í kinnar - fullkomlega jólalegt og frábært. Palli tók smá hitadans, hann var hættur að finna fyrir tánum á þessum tímapunkti.

Palli í góðum gír

Rúsína í helvíti. Pínkulítið hús.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ruðu línunni fylgt vel eftir Mjög vel

 

 

 

 

 

 

 

Mister Ellsen und PaulsenBoston public park

 

 

 

 

 

 

 

Boston public parkGreyið húfulaust með snjó á hausnum

 

 

 

 

 

 

 

 Þegar ég verð álfur æfi ég hérTaka myndir allstaðar

 

 

 

 

 

 

Aftur tók ég tryllingsgleðidans þegar ég rakst á Crate and Barrell. Ég eeelska þessa búð!

Ofurjólastemning

Ástæðan er meðal annars eftirfarandi! JÓLALEGT JÁ TAKK! Jólatilhlökkunarmælirinn sprakk og lítið sveppaský spratt upp úr höfðinu á mér!

Crate and BarrellCrate and Barrell

 

 

 

 

 

 

 

Ég fann að sjálfsögðu Ben&Jerry's ís. Butter Pecan er tegund sem ég var með á heilanum fyrir um það bil 8 árum síðan. Svo hvarf hann af Íslandinu. Ég varð að smakka hann aftur. Ég bara varð... og ég fann hann! Mikil spenna í loftinu þegar fyrsti bitinn var japlaður... ísinn stóð fyrir sínu!

Butter pecan smakkFyrsti bitinn - spennan eykst

 

 

 

 

 

 

 

Gleðin magnastJebb - hann brást mér ekki

 

 

 

 

 

 

 

Palli gerði miklar væntingar til þessa íss. Ég er bara búin að vera að tala um þessa dýrð við hann síðan við kynntumst fyrst. Hann bjóst við því að regnbogar og litlir hvolpar myndu birtast við át á þessari alheilögu frosnu mjólkurvöru og að svarið við öllu í heiminum yrði ljósara en talan 42!! Ég held hann hafi ekki séð hvolpa. "Elín.... þetta er vanilluís með pecanhnetum! Mjög góður... en Elín. Vanilluís... með pecanhnetum!".

Palli með ofurísinn - ekki jafn ofur á þeim bænum

Maður fer ekki til Boston nema smakka "Clam chowdah" og "Maine Lobstah". Sem við gerðum að sjálfsögðu. Súpan var mikið frat. Eins og brokkolísúpa á góðum haustdegi! Við skiptum súpunni og Palli endaði á að hamsa hana í sig. Humarinn hinsvegar.. ójá. Humarinn var ljúfur sem lamb humar.

Clam chowdahMaine Lobstah

 

 

 

 

 

 

 

Reyndar þykir mér íslenski humarinn alltaf bestur. Töluvert meira fiskibrað af t.d. þessu eintaki og kjötið í grófari kanntinum. Palli komst mjög fljótt að því. Eftir fyrsta bitann voru miklar og jákvæðar humaryfirlýsingar í gangi og humarlufsur, sem héngu fastar í tönnunum á Palla, svoleiðis frussuðust í allar áttir eins og Zoidberg væri að tala - þið kannist kannski við hann úr Futurama. Hvort heldur sem er var það svo hryllilega fyndið að ég trylltist úr hlátri. Ég hló svo mikið að ég hélt hvorki vatni né vind (krúttaraleg lýsing ekki satt?) og á endanum var ég byrjuð að slefa - ég grínast ekki. Aumingja þjónninn hefur líklegast haldið að ég væri að kafna þar sem tárin runnu niður kinnarnar og ég hélt klút upp að munninum svo ég myndi nú ekki frussa yfir máltíðina. Athugið svo eitt, myndin af lufsunum hér að neðan er eftir að Paulsen var búinn að hreinsa aðeins til.

Humarlufsur Hláturskasti að ljúka

 

 

 

 

 

 

Herra Páll og smekkurinn.

Glæsilegur með smekkinnHumarhrúga

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að auki við humarinn pöntuðum við okkur krabbasalat. Það var ljúffengislega gleðilegt að borða. Ég stútaði því svo gott sem ein.

Krabbasalat - mælimeð'í

Eftir átið fórum við sérstaka ferð í þessa snilldar búð! Mekka alls sem ég dýrka og dái!

Trader Joes... af hverju er þessi snilld ekki á Íslandi?

Fair trade, lífrænt, gerviefnalaust, hnetu- og matvöruofurúrvalshimnaríki! Vildi óska að ég gæti keypt um það bil allt þarna inni og komið því heim! *Fnaaas*

Hnetur af öllum stærðum og gerðumPalli búinn að sanka að sér hnetumixum

 

 

 

 

 

 

 

Quincy market var skoðaður vel og vandlega. Ristastórt langt hús, í raun bara gangur sem er stútfullur af matvöruverslunum. Stjörnutorg margfaldað með fimm ljósárum og öllum freistingum sem þér dettur í hug.

Matur svo langt sem augað eygirFreyheystingar

 

 

 

 

 

 

 

Mjög margarCheers

 

 

 

 

 

 

Líða tók að kveldi og við fórum í svakalega túristalegan hestvagnatúr. Eins túristalegur og hann var þá var það lúmskt skemmtilegt. Sátum í rólegheitunum með teppi yfir okkur. Vantaði bara kakó og smákökur.

Túristahestvagnagleði

Til að toppa jólagleðina þennan daginn fann ég risatré! Á þessum tímapunkti hefði ég líklegast unnið jólasveininn í sjómann og fengið einn álf í kaupbæti!

Risatré í lélegum gæðum

Til að gera langa sögu stutta!

Palli vs. Ella

PallamaturEllumatur

 

 

 

 

 

 

 

PallamaturEllumatur - hafrar og smoothie

 

 

 

 

 

 

Cheesecake factory! Halelújah, amen, oh lord... ostaguðinn tilbeðinn með mikilli áfergju. Brúna brauðið er eins og rúgbrauð - bara mjúkt og fluffy.

Biðjum til ostaguðsins Biðum eftir mat brauð

 

 

 

 

 

 

 

Djúpsteikt mac'n'cheese. Subbulegur Sæmunur a la Ragga. Við skildum bæði skurnið eftir.

Djúpsteikt mac'n'cheeseeuuw

 

 

 

 

 

 

 

Palla matur - Ellu matur og svo... ójá... ostakökurnar!! Himnaríki í kökuformi!

HambóLe salad

 

 

 

 

 

 

 

KökudeigsostakakaTvöföld súkkulaðiostakaka

 

 

 

 

 

 

 

Sameiginlegt át.

Teriaki kjúlli - svaka góðurMiso súpa

 

 

 

 

 

 

 

Orange laxa rúllasashimi

 

 

 

 

 

 

 

Ég var mjög forvitin að smakka kolkrabbann. En guð... óguð hvað hann var hræðilegur. Bragðið var ekki slæmt en áferðin! Eins og að tyggja gúmmímottu með plasttöppum og... ((hrollur))... ekki það að ég hafi oft tuggið gúmmímottur með plasttöppum. Þetta var skelfilegur biti og honum komið fallega og laumulega fyrir inn í munnþurrku!

Hræðilegur gúmmímottu kolkrabbi

Kjúllasalat með mozzarella og ristaðri papriku ásamt mjög vel þegnum ávaxtabolla.

Grillaður kjúlli og salatískaldir ávextir og melónubitar

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo þarf maður að sjálfsögðu alltaf að smakka ís sem þykist vera tiramisu og panna cotta ásamt kasjúhnetum á stærð við stórutá og girnilegu "gúrmey" nammi. Það stendur í "Alltaf að prófa" bókinni. Einmitt! Henni skal ætíð hlíða!

Panna cotta og tiramisuísOfurnammið - svona fer í jólapakkann

 

 

 

 

 

 

 

RisakasjúMög massívar hnetur

 

 

 

 

 

 

 

Enn ein ferðin á Cheesecake. Síðasta ferðin... hér var litla Palla bannað að fá sér bjór. Hinn 28 ára gamli snúður pantaði í sakleysi sínu einn Sam Adams og var kurteisislega beðinn um að sýna skilríki, mér til tryllingslegrar hamingju. Ekkert vegabréf, enginn bjór og aumingja bjórlausi Palli sat uppi með límonaði! En það var allt í lagi - ostafylltar, grillaðar döðlur vafnar beikoni björguðu bjórleysingjanum! Jebb, það sést langar leiðir - þetta var bara gott!

Grillaðar beikonvafþar döðlur með ostafyllinguGrillaðar beikonvafðar döðlur með ostafyllingu

 

 

 

 

 

 

 

Aftur Palli vs. Ella. og ostakökurnar. Jarðaberja og karamellu-hnetusmjörs. Gvöðmöndör! Snæddar í sameiningu og eintómri gleði. Ef þessar ostakökur væru seldar hérna heima, þá myndi ég skipta út nammidags bragðaref fyrir eina sneið!

Parmesan kjúklingapastaKjúllasalat

 

 

 

 

 

 

 

Jarðaberja klassíksKaramellu-hnetusmjörs

 

 

 

 

 

 

 

Jasoh... fjórir Bostondagar næstum því upptaldir í áti. Nokkuð gott. Líka nokkuð gott þegar ég mætti heim þá beið mín eftirfarandi ofurgræja! Ég trylltist af gleði!

Kitchen AidKitchen Aid

 

 

 

 

 

 

 

Nú er ekkert sem stoppar kvendið í bakstri og jólapakkagerð!!!Bring it on!

Yndislega fína rútínan mín er hafin að nýju. Forstart á jólapakkaundirbúning á morgun og bakstur helgina á eftir. Fer ekkert út af sporinu fyrr en.. ója, þið vitið það. 24. des. klukkan 18:00!

Elsku fólkið mitt... 13 dagar, 24. desember klukkan 18:00! W00t


Bláberjafyllt pönnsa að hætti Dexter

Þeir sem ekki vita hver Dexter er, geta lesið um það hér! Lúmskt skemmtilegir þættir. Þessi morgunmatur myndi án efa slá í gegn á þeim bæ!

Eitt blogg áður en ég fer út, ein æfing! Hef enn ekki ákveðið hvort ég komi til með að henda inn einni og einni mynd á meðan ég er úti. Ég er heldur ekki búin að ákveða hvort ég nýti aðstöðuna á hótelinu og taki nokkrar vel valdar æfingar. Það kemur allt í ljós eftir morgundaginn. Ég hallast samt sem áður að bloggi og sprikli. Nýta síðustu 30 mín fyrir svefn í smá skrif og fyrstu 30 mín af deginum í sprikl!

En nóg um það. Ég bjó mér til gleðilegheit í pönnsuformi í morgun. Mikil gleðilegheit. Sama uppskrift og um daginn nema ég notaði allt deigið og út í þetta setti ég tvær tappafyllir af vanilló og kannski 3 rommdropa. Duglega af kanil að sjálfsögðu. Hrærði í dýrið og tók bláberin saman í litla skál.

Hafrapönnsudeig og bláber að bíða

Hella smá deigi á pönnuna og dreifa úr með skeið... putta... þyngdarafli...

Hafrapönnsa í bígerð

Bláberjunum, og smá kanil, kom ég fyrir á öðrum helmingi pönnsunar á meðan hún var enn "hrá".

Bláberjum komið vel fyrir

Breiddi svo fallega yfir þau með hinum helmingnum. Þrýsti létt á enda pönnsunnar til að loka henni alveg. Gott að hún sé ekki elduð í gegn, festist betur saman þannig.

Hafra hálfmáni með bláberjum

Pamsterinn hjálpaði mér við eldamennskuna.

Mister Pam

Berin farin að springa og láta öllum illum látum.

Pönnsan tilbúin

Hin pönnsan var el classico með smá sykurlausri bláberjasultu í tilefni laugardagsins og brottfarar seinna í dag.

Tveir eru betri en einn - sérstaklega þegar kemur að mat

Rúllupönnsan stóð fyrir sínu. Sultan átti dágóðan þátt í því að sjálfsögðu. Bláberjasultur eru svoddan gúmmulaði. Elska þær.

RúllupönnsaMmmhmm

 

 

 

 

 

 

Þetta var gott. Ég segi ekki annað. Gaman að borða pönnsuna á þennan máta, hálfgerður calzone eða baka. Væri snilld að djúsa þetta upp með hnetum, kókos, múslí... möguleikarnir endalausir.

Bláberjafyllt hafrapönnsa

Bláberjafyllt hafrapönnsaMeð smá kanilbragði. Uss... svaðalegt

 

 

 

 

 

 

 

 Bláberjagleði í pönnsuBláberjafyllt hafrapönnsa

 

 

 

 

 

Aðfarirnar við átið voru stórkostlegar. Hér er sýnishorn af einum líkamsparti undirritaðrar. Margfaldið þetta svo með 102, einu fési og upphandlegg!

Blaberjaklíningur

Ef einhver hefði sagt ykkur að hér hefði bláberjapönnsu verið slátrað en ekki litlu lambi... mynduð þið trúa því?

Diskur eftir bláberjaslátrun

Ég kveð þá að sinni. Ef bloggandinn leggst ekki yfir mig þá sé ég ykkur aftur næsta föstudag. Njótið þess að vera til, hlakka til jólanna og farið vel með ykkur mín kæru. Smile

*gleðitryllingsdans*


Hafrapönnsa með hafragraut, jarðaberjum og smá sultu

Vá! Ef þetta er ekki nýjasta uppáhalds uppáhaldið mitt! Uss hvað þetta var gott og gleðilegt að borða!

Hafrapönnsa með hafragraut, sykurlausri sultu, kanil og jarðaberjumHafrapönnsa með hafragraut, sykurlausri sultu, kanil og jarðaberjum

 

 

 

 

 

 

Morgunverðarpönnsa mínus graskerið. Eggjahvítur, hafrar, vanilludropar, smá lyftiduft, mjólkudreitill, salt, kanill og vanilló sett saman í blender og hrært. Látið sitja á meðan eggjahvíturgrautur er útbúinn eins og vanalega og settur til hliðar.

E-grautur

Jarðaber skorin.

Frosn jarðaber

Pönnsugumsi hellt á PAM-aða pönnu og steikt í örskamma stund. Ég steikti mína á annarri hliðinni þangað til upp-hliðin var ekki blaut lengur. Þannig verður pönnsudýrið mjúkt og djúsí.

Hafrapönnsa í eldunHafrapönnsa elduð

 

 

 

 

 

 

Sykurlausri bláberjasultu smurt á pönnsuna og E-grautnum komið fyrir ofan á sultusmurningnum. Þarnæst er dýrðin toppuð með kanil og jarðaberjum!

Hafrapönnsa með hafragraut - geggjað

Hafrapönnsa með hafragraut, sykurlausri sultu, kanil og jarðaberjum

Gvööðmöndör! Hafragrautur með hafragraut. Enn og aftur sömu hráefni, mismunandi eldunaraðferðir og tvennskonar útkomur. Það er svo gaman að vera til stundum!


Vanillu-rommdropabætt prótein með kanilristuðum möndlum

Þetta er ekkert nema gott. Svo mikið nammi að það fær sér blogg og skref fyrir skref útskýringar! Mikið gúmmó verð ég að segja. Því miður eru myndirnar í vondum fílíng - seint að kveldi, rassgatavél og letin yfirtók undirritaða Cool

Setja prótein í ílát. Ég notaði hreint prótein og eitt af mínum heimsfrægu plastílátum til að taka með í vinnuna.

Hreint prótein

Setja örlítið af vatni - ég setti reyndar aðeins of mikið fyrir minn smekk.

Hreint prótein + vatn

Hræra.. og hræra vel.

Hrært prótein - þykkt

Hellú my pretties. Mætti jafnel bæta út í próteinið kaffi! Hmm....?

Rommi og Vanni

Núna sé ég þig!

Romm og Vanilló... smá sukk á föstudegi

Núna ekki!

Allt blandað saman

Kremja möndlur - þarf ekki, mjög mikið gúmmó að hafa þær heilar líka. Væri svosum hægt að nota hvaða hnetur sem er.

Marðar möndlur á leið í örrann

Hella í bolla, kanilstrá og inn í örbylgju í um það bil 2 mínútur. Ef þú vilt hafa þær stökkar, hafa lengur, en passa að þær brenni ekki. Líka hægt að rista þær á pönnu eða í ofni - aðeins betra, aðeins meiri fyrirhöfn.

Möndlur á leið í örbylgjuna

Hella út á próteinið...

Möndlur út í prótein - heitar og brakandi

...og hræra saman. Hér má svo t.d. salta smá, setja meiri kanil.

Möndlu og próteingums að bíða eftir því að breytast i karamellu

Loka boxi, setja inn í ísskáp og daginn eftir - KARAMELLUGLEÐI!

Gleðibox


Epla og karamellusprengja í tilefni föstudagsins

Svo einföld, svo svaðaleg. Þetta er uppáhalds eplakrumsið/eplakakan mín! Það er hægt að leika sér með dýrið eins og sykurgrísinn leyfir. Ég segi það satt. Margir hafa beðið mig um að henda inn örlítilli uppskrift og hér kemur hún - jafn örlítil og hún er.

Eftirréttir halogen fiestunnar

Krums yfir köku:

Jafn mikið af hverju fyrir sig.

Smjör, hveiti, sykur. Ég nota yfirleitt 150 - 200 gr.

Hræra saman í skál með smá salti ef vill, jafnvel kanil og vanilludropum. En það þarf ekki endilega. hræra saman þangað til úr verður deigklumpur. Má setja inn í ísskáp til geymslu.

Karameliseruð eplakaka

Eplagleði:

Ég nota yfirleitt græn epli. Þau eru svo súr og vinna svo vel á móti ööööllum sykrinum og smjerinu sem í kökunni er, verða heldur ekki að mauki. Nota 4 - 6 epli, fer eftir stærð epla og stærð fats sem púsla á eplunum í.

1. Flysja epli og skera niður í báta.

2. Búa til karamellubráð á pönnu. Ég nota dass af púðursykri, vanilludropa, smá kanil, smjör og sýróp.

3. Taka 1/3 - 1/2 af eplabátunum, ásamt t.d. salthnetum (eða pecanhnetum), og brúna í karamellunni.

4. Hér er hægt að byrja að leika sér. Stundum set ég nokkrar klípur af deigkrumsi í botninn og á milli ferskra- og karamelluepla. Einnig set ég t.d. snickersbita eða rolo yfir, í og með ásamt miiiikið af kanilsykri og pínku púðursykri ef ég er í stuði. Oft hef ég dökkt súkkulaði í felum þarna líka. Já - þetta er sko ekki laust við sykur.

Svaðaleg epló

5. Rest af ferskum eplabátum komið fyrir í fati, vel kanilsykraðir, og karamellu-epla-hnetublöndunni hellt þar yfir.

6. Deigkrumsið er svo mulið yfir kökuna og kanilsykur þar yfir. Mjög gott að mylja t.d. hnetumúslí yfir, hnetur, súkkulaði... rosa gott að strá smá grófu salti yfir. Maldon t.d.

7. Sykurmagn fer algerlega eftir sætuþörf hvers og eins. Kakan hjá mér er aldrei alveg eins.

8. Væri örugglega geggjað að hafa marsípan í þessu!

9. 175° heitur ofn í 30 - 40 mínútur eða þangað til krumsið er orðið gyllt og karamellan farin að bubbla upp með hliðum.

Karameliseruð eplakaka með hnetum

Borðist með gleði í hjarta, rjóma, helst ís - karamellusósu fyrir þá allra hörðustu - og undirbúið ykkur undir sykurcoma og óviðráðanlega augnkippi það sem eftirlifir vöku!


Hafrar og eggjahvítur - pönnsugrautur

Hafrahvítur? Eggjahvítugrautur? Fullkomið fæði fyrir æfingu!

Eftir margar tilraunir og stúss hef ég nokkurnvegin fundið út hvað mér þykir best að gera við eggjahvíturnar og grautinn á morgnana. Ef ég skúbba þessum hráefnum ekki í eitt stykki pönnsu þykir mér best að, jah, útbúa hálfgerða pönnsuhræru!

Helli eggjahvítunum í skál og inn í örbylgju í 1,5 - 2 mínútur og passa að eggjahvíturnar eldist ekki alveg. Hef smá hvítu lausa og liðuga. Út úr örbylgjunni reyni ég að hakka/hræra hvíturnar sem mest ég má og bæti þar á eftir höfrunum út í. Aukaefnum, gleðiefnum - vanilludropum, kanill, kryddi, hræri ég samanvið á þessum tímapunkti.

Pönnsugrautur með smá undanrennu og frosnum hindberjum

Þegar ég hef hrært frá mér vit og rænu helli ég stundum 1 msk af undanrennu yfir. Yfirleitt sleppi ég því. Stundum hendi ég grautnum meira að segja inn í örbylgju í 30 auka sek. áður en ég helli undanrennunni yfir, ef mér þykir hann of blautur - kaldhæðni, ég veit! En eggjahvítublautur og mjólkurblautur er ekki sami hluturinn. ((hrollur))

Pönnsugrautur með smá undanrennu og frosnum hindberjumUndanrennan að fela sig

 

 

 

 

 

 

Loks toppa ég dýrðina með berjum, eða hræri þeim samanvið. Héðan fer hann svo inn í ísskáp og bíður þar eftir mér á morgnana. Hér að ofan er grauturinn eins og hann leit út í gærkveldi, þegar ég bjó dýrið til. Svona leit hann út í morgun, berin orðin mjúk! Come to mama!

Pönnsugrautur með smá undanrennu og frosnum hindberjum

Þessi var æði. Vanillu- og rommdropar! Svo verða hafrarnir ofaná stökkir, gumsið mjúkt að innan og á sumum stöðum finnur maður hafra sem hafa kúlað sig saman og myndað hálfgerðan mini-pönnsubita. Húhúúú... Þar sem eggjahvítur eru bragðlausar í sínu próteinríka eðli þá þarf að passa að krydda dýrið vel. Það væri örugglega æði að bæta út í þennan graut örbylgjuðum banana og strá yfir smá hentumixi og hunangi. Jafnvel stinga honum inn í ofn á grill í 2 - 3 mín.

Farin að rækta líkama og sál. Bak, brjóst og hendur mín kæru.

Humar í kvöld?


Húrra fyrir bolognese

Ég eeelska góðar bolognese sósur! Smakkaði bolognese fyrst út á Spáni þegar ég var 8 eða 9 ára og frá þeim degi var ekki aftur snúið. Ég át bolognese út í eitt í marga mánuði á eftir.

Mamma: Hvað viltu fá í morgunmat?

Ella: BOLOGNEEESE!

Mamma: Hvað viltu fá í jólamat?

Ella: BOLONEEESE... nei bíddu... JÚ, BOLOGNEEESE!

Mamma: Ella, taktu til í herberginu þínu!

Ella: BOLOGNEEESE!

Ok, ég gæti hafa verið með Ingjaldsfíflið í huga hér að ofan. En þetta kemst nokkuð nálægt áráttunni á þeim tíma. Bolognese sósur eru jafn mismunandi og þær eru margar. Yfirleitt hef ég látið nægja að kaupa sósuna tilbúna og gúmslað henni svo yfir hakkið. En undandfarið hef ég komist að því að "bolognese" er ekkert svo hræðilega erfitt að útbúa heimafyrir. Nú er ég ekki að tala um ekta ítalsk sugo sem þarf 3 tíma af knúsi, ást og alúð áður en það er borið á borð! Þó svo slíkar kjötsósur séu algerlega guðdómlegar. Heimatilbúið er einnig hægt að krydda eftir smag og behag og leika sér með hráefnin. Mmm..

En nú er tímabilið gengið í garð, fullt tungl og kjötætan brýst fram. Ég bjó mér því til uppáhalds uppáhald og oh men hvað þetta heppnaðist vel! Kjötsósa á 20 mínútum sem ég kem pottþétt til með gera aftur og aftur.

Kjöthallarkjöt

Steikja upp úr olíu 2 - 3 sneiðar af rauðlauk, niðurskorinn hvítlauk, 4 - 5 sneiðar af fínt skornum púrrulauk, nokkra smátt skorna selleríbita og gulrót eftir smekk. Malla þangað til laukurinn er orðinn mjúkur. Bæta þá dass af basiliku, oregano, salti og pipar við og leyfa að malla í örstutta stund. Skera svo niður 1 ferskan tómat og bæta út á pönnuna.

Bolognese sósa að verða til

Næst bætti ég út á pönnuna tveimur niðursoðnum tómötum frá Ítalíu og smá safa úr krukkunni. Leyfa þessu að malla 2 - 3 mínútur, sprengja niðursoðnu tómatana, og krydda með pínkulítið af cumin, kóríander og.. tadaaa, kanil! Malla smá meira og hella þá út á pönnuna um það bil dl. af vatni. Mætti líka nota soð ef vill.

Niðursonið tómatar frá Ítalíu og ofurbolognese í bakgrunn

Sjóða niður þangað til sósan er orðin að þínu skapi. Bæta þá út á pönnuna forsteiktu hakki (ekki fullsteiktu), hræra saman og jú, malla í nokkrar mínútúr í viðbót. Sjáið bara hvað gerðist svo! Hihiiiiii.

20 mín bolognese sósa

Ógvöðminngóður! Þetta var svo mikið gott. Bragðið af sósunni var algerlega geggjað! Smá hint af kryddunum í hverjum bita. Cumin, kanil, kóríander! Algerlega fullkomið með hinu týpíska "tómatsósu bragði" sem var að sjálfsögðu ríkjandi. Setti 9% ostsneið yfir og missti minnið þar til skálin tæmdist!

Svakalega góð bolognese sósaBolognese sósa með kanil, cumin og kóríander

 

 

 

 

 

 

Næstu daga kemur kjöt án efa svolítið við sögu í matarræðinu hjá mér. Sjáið þið ekki fyrir ykkur "Roastbeef beyglu" á fimmtudaginn! Jú... jú, ég held það!


Stundum er rautt best

Kjúlli í tvær, tæpar þrjár vikur - það hlaut að koma að þessu!

Það baular næstum því ennþá!

Glæsilegt roastbeef

Oh my prrrecious!

Glæsilega kjötið skorið í smærri bita

Rétt út á pönnuna með uppáhalds grænmetisblöndunni minni. Telja upp að þremur og beint ofan í skál.

Roastbeef með steiktu grænmeti

Glæsingur... já, þessu orði rændi ég... glæsingur með Dukkah möndlu karrý!

Roastbeef með vel steiktu grænmeti og Möndlu dukkah með karrý

Mmmmhmmm!

Roastbeef með vel steiktu grænmeti og Dukkah kryddi með möndlu karrý

En þar sem kjötátið er yfirstaðið, þá get ég ekki ímyndað mér að borða roastbeef næstu daga! Hakkgums á morgun. Vel kryddað, vel steikt hakkgums með avocado!


Skyrgums

Skyr er ágætis fæða og einfalt að grípa í. Skyr.is set ég sjaldan eða aldrei inn fyrir mínar varir. Skrokkurinn á mér harðneitar að kyngja og snýst til varnar um leið og boxið er opnað. Ég borða alltaf hreint/hrært Kea skyr því bragðbættu tegundirnar eru eins og ís sem þykist vera með jarðaberjabragði. Það er bara eitthvað afskaplega ónáttúrulegt við það. Hinsvegar, því verr og miður, þá á ég afskaplega erfitt með að borða hreina skyrið eintómt og þarf yfirleitt að blanda út í það ávöxtum af einhverju tagi. Þetta gums er t.d. með frosnum hindberjum, banana og möndlum fyrir crunch. Svaaðalega gott!

Hreint Kea skyr, frosin hindber, stappaður banani og möndlur

Ég veit ekki hvort þetta ástand sé gott eða vont eða hvort ég ætti að vera að borða skyr yfir höfuð úr því staðan er eins og hún er. En um leið og ávextirnir mæta á svæðið, þá verður allt svo miklu gleðilegra! Skyr og t.d. bláber... gæti ekki beðið um það betra!

Mín persónulega trú, í þessum matarmálum, er að pína aldrei, aldrei aldrei eitthvað ofan í sig af því að það er titlað "hollt, æskilegt, nauðsynlegt". Það er nægur matur til og úrvalið eftir því - finndu þér bara eitthvað annað til að uppfylla prótein-/kolvetna- eða fituþörf. Hinsvegar, ef hægt er að umbreyta óborðanlegum mat á þann hátt að hægt sé að.. jah, borða hann (eins og t.d. skyrgumsin mín), þá er um að gera og nýta hráefnið til hins ýtrasta!


Jarða- og hindberjabland með hnetusmjörs prótein búðing

Þetta.... var æði!

Annað skiptið sem ég fæ mér þetta bland og eins og staðan er í dag, þá er þetta uppáhalds uppáhald. Búðingurinn hrærður með kanil og vanilló. Frosnum jarða- og hindberjum bætt út í og hrært smá. Geymt í ísskáp yfir nótt, berin byrjuð að bráðna og smá safi mættur á svæðið.

Yndislega fín jarða- og hindberjablanda með hentusmjörsblönduðu próteini

Hálfnuð og auðvitað búin að gúmsla saman - svoooo gott! Sum berin enn smá frosin, önnur sprungin, hindberin sæt á móti smá sýru í jarðaberjunum og svo kemur hnetusmjörsbúðingagleðin! Ogghh!

j

Óalmáttugurhamingjaoggleði! Ohmn nom nom nom!

Hnetusmjörsblandaður prótein búðingur með jarða- og hindberjum

Ég sé þetta fyrir mér á milli tveggja karamellu svampbotna með miiiiikið af rjóma! Svo gott þykir mér gumsið!

Annars er þakkargjörðarhrekkjavaka á morgun í Gúmmulaðihöllinni! Kalkúnn, eftirréttur og hrekkjavökunammi í stíl! Get ekki beðið!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband