Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

Biscotti er ein af mínum uppáhalds kökum. Hart, crunchy, hnetur, sætt. Æðislegt. Ég hef aldrei "þorað" að baka biscotti. Hélt alltaf að það væri maus og vesen en viti menn, handavinna - allt og sumt. Þetta er æðislegt biscotti. Bragðgott og mjög hart - það þykir mér best.

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum1 bolli sykur

1 bolli púðursykur

2 egg, hrærð saman

1/3 bolli smjör

1 tsk vanilludropar

1 tsk möndludropar

1 bolli heilar möndlur. Með hýði eða án.

1 bolli bland af rúslum og dökku súkkulaði. Bá vera annaðhvort, á sleppa, má setja meira af hnetum...

2.5 bollar hveiti

2 tsk lyftiduft

1 tsk kanill

1 eggjarauðu og 3 - 4 msk vatn til penslunar

Aðferð:

Hita ofn í 180 gráður.

1. Hræra saman smjör, sykur og egg, eitt í einu, þangað til létt og ljóst. Bæta þá við möndlu- og vanilludropum.

2. Sigta saman þurrefnin og bæta út í smjörblönduna ásamt möndlum, súkkulaðibitum og rúslum. Hella deiginu á smjörpappír eða skipta því niður í skálinni. Ég tvöfaldaði minn skammt svo ég hellti öllu á bökunarpappír.

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

3. Skipta deiginu í 3 skammta. Forma í hálfgert baguette og koma fallega fyrir á bökunarpappír. Gott að hafa rúmt pláss því þessi snilld tvöfaldast að stærð. Pensla topp með eggjalböndu og strá smá kanilsykri yfir.

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

 

 

 

 

 

 

4. Baka í  ofni í 20 mín, eða þangað til fallega brúnt/gyllt og miðjan er nokkuð stíf. Taka út úr ofni, af ofnplötu og kæla lítillega á bökunarpappírnum. Stilla ofn á 150 gráður. Skera kökurnar niður í 1 - 1,5 cm sneiðar, leggja á hliðina og baka í 15 - 20 mín í viðbót og snúa á hina hliðina einusinni í millitíðinni.

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínumMöndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

 

 

 

 

 

 

Taka þá út úr ofni, leyfa að kólna smá og loks kæla alveg á grind. Setja í loftþétt ílát og stelast í af og til. Ef það verður eitthvað eftir. Þessar kökur geymast mjög lengi.

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Thakka fyrir flotta uppskrift og myndir.  Thessar kökur eru örugglega mjög gódar....og thá sérstaklega thegar drukkin er mjólk med theim.  Ég drekk alltaf mjólk med súkkuladi og kökum.

Hungradur (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband