Júróvision hamborgara fiesta 2009

Annað sætið mín kæru, til hamingju með það! Góður árángur hjá stelpunni, stóð sig vel!

Ég stóð mig bara nokkuð vel líka hvað át og meira át varðar. Ég tel sjálfa mig vera fullgildan meðlim í félagi Ofátsgræðgissjúklinga, ef það er til. Ég get borðað ótæpilegt magn af mat, svo mikið að sjálfri mér ofbýður stundum. Ég ætlaði að taka daginn í dag með trompi en datt aðeins ofan í nammiskápinn á föstudaginn, verandi komin í sumarfrí og eintóma hamingju. Ís og popp, nachos og mozzarella, rjómaosts-salsasósu ídýfa ásamt bland í poka svo eitthvað sé nefnt. Igh! Mikið svakalega var það nú eðal fínt alveg... ákvað því að vera nokkuð róleg á laugardaginn, amk fram eftir degi!

Byrjaði daginn því á svakalega fínni æfingu og fékk mér salat og ávexti ásamt skyri með próteini og múslí í hádegismat. Eftirmiðdagurinn skartaði einum penum skammti af próteini. So far so good ey?

Skyr með próteini, ávextir og salat 

Svo byrjaði ballið. Ég sá um eftirréttina og foreldrar um aðalréttinn. Ég byrjaði að elda um klukkan 4 og að sjálfsögðu nartaði ég í hnetur, ávexti og fékk mér smakk af og til. Klukkan 6 var haldið í foreldrahús og þar rak ég aukun í þetta...

Eðal hengirúm a-la Pabbi 

...sem gladdi mig óstjórnlega. Pabbi snillingur! Á borðum var eftifarandi góðgæti til að narta í þangað til maturinn byrjaði...

Ofurnasl - saddur fyrir mat gúmmulaði 

...hnetu- og rúslumix, súkkulaðirúsínur, wasabi-hnetur og hunangsristaðar "pretzels". Allt mjög ávanabindandi og mjög svo étanlegt. Á meðan fjölskyldumeðlimir gúffuðu í sig "Ómægod ég er orðin södd" snakkinu þá var pabbi að dansa stríðsdans við grillið.

 Hamborgarar og lamb. 200 gramma kvikindi!

Sjeis... sjáið þið þessar elskur! 200 grömm stykkið, óh guð, himneskt! Eftir langa, langa mæðu (að mér fannst) við grillið var hamborgaraveislunni hleypt af stokkunum.

Júróvisjón hamborgaraveisla 

Mömmufranskar, heimatilbúin kokteil- og sinnepssósa, lauk/chutney gums, beikon og sveppablanda og eðal, ofur, risa hambó - djúsí og bjútifúl! Ohhh!

Hamborgari ársins 

Ég er ekki að ljúga þegar ég segi ykkur að þessi hamborgari var um það bil jafn stór og hausinn á mér. Ég... er með stóran haus! Hver og einn fékk svo að púsla saman sínum draumahambó sem er alltaf jákvætt.

Í hamborgaragleðinni miðri ákvað þessi að kíkja í smá heimsókn. Þetta var svo massíft flugudýr að hún var við það að mynda svarthol.

Júróvisjón humla 

Eftir nokkurn tíma var svartholið skýrt Hólmgeir! Hólmgeiri júróvisjónflugu var svo vísað á útidyrnar og eftirréttirnir tóku við.

Í boði voru tvennskonar eftirréttir. Annars vegar hálfgerð  mascarpone ostakaka með berjum, nóa kroppi og Dulce de leche karamellusósu.

Nokkurnskonar ostakaka með berjum 

Hinsvegar var eðal, syndsamlega góð karamelliseruð eplakaka með crunchy toppi, karamellusoðnum eplum, hnetum og súkkulaði. Með henni höfðum við ís, rjóma og súkkulaðisósu.

Karameliseruð eplakaka 

Guð minn almáttugur eruð þið ekki að grínast með eplakökuna. Ostadýrið var gott en þessi eplakaka... herre gud, ég á eftir að dreyma þetta kvikindi alla næstu viku. Eitt orð....  *B* *O* *B* *A* ! Þvílík sprengja. Allir hollustumúrar heimsins hrynja og krumpast saman. Ef þér þykja eplakökur góðar, þá er þetta pottþétt kaka fyrir þig! Þvílíkt sælgæti ! Eplakökuveikleiki minn er hér með opinberaður!

Mascarpone ostakaka með berjum og hafrakexbotni 

Ég fékk mér stóran góðan bita af ostakökunni. Yndislegt bragð, skemmtileg áferð. Sætt, súrt, crunchy og smá selta úr botninum. Skemmtilegt bragð af ostinum, æði. Svo fékk ég mér annan.. og einn til viðbótar!

Karameliseruð eplakaka með hnetum 

Eplakakan var étin með mikilli gleði. Deigið ofan á bakast fullkomlega og verður stökkt og krispý með karamellukeim en mjúkt þar sem það snertir eplin. Eplin steikjast fullkomlega með sykrinum sem karamelliserast og einstaka sinnum bítur maður í fullbúna, yndislega karamellu sem fer svo endalaust vel með mjúkum eplunum og deiginu. Svo er að sjálfsögðu frábært að bíta í salthnetur og súkkulaðibita þegar maður á síst von á því - meiriháttar! Hún sló í gegn. 

Ég fékk mér nokkuð mikið meira en bara 1,2 eða 3 skammta af ofur eplaklessunni. Svo fékk ég mér aftur klukkan 22:00, aðeins meira hálftíma seinna. Eftir það stal ég mér risastórri gúmfey peysu af pabba til að fela velmegunar-bumbuna, í kreppunni, og var á leiðinni í meiri eplaköku þegar kötturinn stoppaði mig af.

Mömmukisi 

Stuttu eftir að þessi mynd var tekin fannst ég nærri dauða en lífi hér..

Tekur á að vera ofátsgræðgissjúklingur 

... á þessum tímapunkti hafði ég borðað svo mikið að ef ég hefði opnað augun, er mjög líklegt að þau hefðu poppað út úr höfðinu á mér! Ég afrekaði það að éta hann karl föður minn undir borðið með 1,5 hamborgara, ótæpilega mikið af fyrir mats gúmmulaði og eftirréttsáti sem á með réttu heima í heimsmetabók Guinness!

Æðislegur dagur í alla staði, æðislegt veður, æðislegur matur og yndislegt fólk. Íslendingar í öðru sæti, undirrituð sátt með átið og hengirúmið alveg að gera sig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sjitt... ég las fyrst "hengirúmið alveg að gefa sig!"

Þá hló ég mikið því að mér fannst það fyndl - en þetta var fínt líka :)

Græðgishausar!

dossa (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 23:30

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Græðgishausar verandi rétta orðið! Tek margfalt undir það! :)

Elín Helga Egilsdóttir, 18.5.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband