"Ís" í morgunmat - næst bezt í heimi!

Banana og spínat prótein ís með ávöxtum og crunchiÉg verð að viðurkenna að þessi týpa af morgunmat er ansi nálægt því að vera í stífri samkeppni við hafragrautinn góða um titilinn "Bezti morgunmatur í heimi!". Þessi blanda er það sem ég tala oft um sem "ís". Ég elska að fá mér þetta gúmmulaði í morgunmat, sérstaklega eftir góða brennsluæfingu, útiskokk - nú eða bara til að gleðja á mér magann!

Það er hægt að malla þetta saman á marga vegu. Mér þykir best að frysta ávexti og setja í matvinnsluvél/blender ásamt skyri, próteini og smá mjólk. Útfærslurnar eru óteljandi!

Banana og spínat prótein ís! Fyrir 1.

Ég veit, titilinn er ekki eitthvað sem fær mann til að hugsa "Ohhh.. nammi", en eins og ég hef sagt svo oft áður undanfarið - spínatið hverfur alveg. Nema liturinn, hann gerir mig alltaf hamingjusama! Og af hverju ekki að bæta auka grænmeti í fæðuna sína ef það er svona auðvelt?

1 niðurskorinn frosinn banani

100 - 120 gr. hreint skyr (má nota hvernig skyr sem er)

1 skammtur hreint vanillu prótein

sletta af mjólk - hversu þykkur á ísinn að vera?

1 msk hörfræ

Lúka, ferskt spínat - 50 gr. uþb?

Hræra allt saman í matvinnsluvél/blender, hella í skál, skreyta og njóóta! Mín skál var skreytt með bláberjum, hindberjum, quinoa flögum, múslí og smá létt AB-mjólk! Ohhh hvað þetta var fullkomlega það sem mig langaði í - ótrúlega gott!

Banana og spínat prótein ís með ávöxtum og crunchi

Morgun-/hádegismaturinn var svo kláraður með gullfallegri ferskju! Ógeðslega eru þær flottar á litinn!

Ferskjur eru flottar á litinn

Heyyy, flott mynd í bakgrunninn á þessari! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó já, þetta er svo óhuggnalega góð máltíð að ég er viss um að magagerlarnir fara í ljúfan woodstock-villidans með hendur á lofti (svipað og gerlarnir gerðu í klósettpappírsauglýsingunni í gamla daga frá Lamba) þegar svona graut ber að garði.

Þrefalt húrra!

Nafnlaus bleyða (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 13:56

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Váf.. takk fyrir þetta! Þú hlýtur að vera með ofur hressa magagerla ef þeir dansa villimannadans við grautarát! Ég þyrfti að þjálfa mína upp í eitthvað svipað.

En já, þetta er æðislegur morgunmatur :)  Grænmeti í bumbuna fyrir hádegi er alltaf jákvætt og gerir sálinni gott.

Elín Helga Egilsdóttir, 4.6.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband