Nýtt Scitec komið í hús

Ójá! Hvítt súkkulaði Scitec. Er búin að vera að pissa í mig af tilhlökkunarspenningi í allan dag. Eftir æfingu máltíðin kallaði úr töluverðum fjarska klukkan 10 í morgun en þetta hafðist!

Tadaa! Hvítt súkkó og biscuits eftir æfinguna!

Hvítt súkkulaði scitec og rískökur

Beint í skál...

Hvítt súkkulaði scitec

...undir krana og smávegis vatn...

Hvítt súkkulaði scitec

...ekki nóg vatn...

Hvítt súkkulaði scitec

...smá vatni bætt við og voila!

Hvítt súkkulaði scitec

Ekki alveg jafn ofurþykkt og skemmtilegt eins og Súkkulaði/Mokka. Það prótein er sér á báti skal ég segja ykkur. Fluffast upp og verður eins og herra Royal! En þetta, mín elsku bestu, var eins og bráðið... hvítt... súkkulaði! Ég segi það satt!

Geri reyndar sjaldan eins og flestallir aðrir, setja í blender með klaka. Það er að sjálfsögðu hamingjan einar og verður eins og ís! Leitipúkinn tekur við eftir æfingar - þá vill skrokkurinn mat 1, 2 og sjóhattur!

Hvítt súkkulaði scitec

Rískexið sívinsæla! Eðalfínt út í svona gums - krums og kram!

Le ris

Mylja út í og blanda smá!

ohh yeah

Að sjálfsögðu bætti ég kanil út í. En ekki hvað? Enda varð þetta eins og hrísgrjónagrautur! Hinsvegar, allt sem gæti mögulega verið vanillu-eitthvað + kanill = hrísgrjónagrautur!

Hvítt kanillusúkkulaði

Hamingja í skál og hamingjusamt átvagl! Þetta er einstaklega bragðgott prótein! Alls ekki væmið að mér finnst, en á móti kemur að ég er mikill vanillumisnotari!

Eftirátakshamingja

Uppskrift af hafrakökum kemur á morgun. Það á eftir að taka mig allt kvöldið að henda inn myndasyrpunni sem fylgir þeirri gleði! Húha!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég sagði þér það... þetta er sóðalegur Sæmundur og allir vinir hans... eini gallinn sem mér fannst eins og þér... verður ekki eins þykkt og súkk-mokka. Reyndar gildir það um 100% whey, verður ekki eins þykkt og Delite-ið.

Mér finnst þetta kombó þitt með kanilnum vera fáránlega girnó... næste gang verður þessu slátrað eftir djöfulganginn.

Ragnhildur Þórðardóttir, 24.3.2010 kl. 19:45

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohhh þetta er geðveikt gott á bragðið - eins og súkkulaði, get svo guðsvarið fyrir það. Hlakka óstjórnlega til eftir næstu æfingu, svo mikið er víst!

Já whey er yfirleitt þunnt sem vatn - fyrir utan súkk/mokka dýrðina. Þessi scitec prótein eru samt svo eðalfín á bragðið. Áferðin líka flott.

Næst verður það súkkulaði/kókos!! Ohohoo!

Elín Helga Egilsdóttir, 24.3.2010 kl. 19:59

3 identicon

Hæjj hvar get ég fengið Hvítt súkkulaði Scitec prótein

Til hamingju með æðislegan  árangur.

osk (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 20:24

4 identicon

umm þessi blanda virðist ekkert smá girnó.. hris-prótein og kanill-

ég held samt að ég þori ekki i hvitt sukkul.. þvi alvöru sukkul próteinið er SVO gott...

en sukk kókos.. ummm hljómar VEL .

Heba Maren (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 21:32

5 identicon

Ekkert smá girnó :)

Var að velta því fyrir mér hvað svona Scitec prótein dunkur kosti?

Harpa Sif (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 22:04

6 identicon

hann er kominn með heimasíðu, scitec.is eða sci-tec.is :)

Sylvía (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 22:21

7 identicon

Úú ég ætla að athuga það :)

Harpa Sif (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 08:10

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Mikið rétt. Síðuna er að finna hér. Þá er líklegast barasta hægt að panta þetta í gegnum netið í staðinn fyrir að hringja í kauða. Það er snillingslegt!

Mjög gott að hafa kommentara eins og ykkur.. mjööög gott!

Elín Helga Egilsdóttir, 25.3.2010 kl. 09:12

9 identicon

Svona af því þú varst að panta Scitec, hvað finnst þér það besta sem þú hefur pantað? :)

Guðbjörg (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 09:59

10 identicon

Súkkulaði og kókos er bara dásemd.... love it

Hulda (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 10:49

11 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Guðbjörg: Hef bara smakkað hvítt súkk og súkk/mokka. Bæði æðislegt á bragðið en súkk/mokka vinnur sökum áferðar!

Hulda: Ójeah! Það er sko næst á dagskrá!

Elín Helga Egilsdóttir, 25.3.2010 kl. 11:05

12 identicon

mer finnst hreint sukkulaði.. algjör unaður... liður eins og eg se að borða súkkulaði :)og vanillu/ananas er rosagott i pönnsurnar.. næst á dagskrá er að prufa sukkulaði kókos::)

Heba Maren (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 11:10

13 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég er svoddan súkkulaðipróteinskræfa. Súkk/mokka náði þó að snúdda því dæmi við svo það gæti vel verið að ég láti slag standa og súkkulaði mig upp í náinni framtíð! Scitec er gvöðdómlegt.

Elín Helga Egilsdóttir, 25.3.2010 kl. 11:37

14 identicon

Hefur einhver smakkað http://scitec.is/mos/232/ með karmellu bragði? sé bara fyrir mér karmellubúðing...ummmmmm ;)

Ásdís (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 11:57

15 identicon

Já, ég á svona karamellu :)

Mér persónulega finnst mikið gervibragð af því og óætt..:/

Ég er líka með Very Berry mér finnst það betra :)

Guðbjörg (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 18:32

16 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Get trúað því að karamellu sé svolítið gervó - karamellubragð verður það yfirleitt. Eins og þegar reynt er að trodda jarðaberjabragði í mjólkurvörur! Get svo svarið það - ónátturulegra gerist það ekki fyrir minn sérlega munn!

Át jarðaberjaís í tonnatali sem krakki, get það barasta ekki í dag. Herre gud!

Elín Helga Egilsdóttir, 25.3.2010 kl. 21:41

17 identicon

Mhm!

Loksins einhver sem er sammála mér með jarðaberjabragð :)

Ég á hinsvegar hindberja-prótín sem ég lova :)

Hinberjabúðingur með hlaupi eftir æfingar..

Ég get varla beðið eftir morgundeginum!

...Hlakka hinsvegar til að prófa hnetusmjörskökurnar :)

Guðbjörg (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 22:26

18 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hindber eru bara dásamleg! Get vel trúað því að það sé gott. Þarf að smakka við tækifæri!!

Elín Helga Egilsdóttir, 26.3.2010 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband