Færsluflokkur: Uppáhalds
30.9.2010 | 14:57
Gestakokkur
Fékk að gestakokka í vinnunni í dag.
Þar sem kjúlli hefur oftar en ekki orðið fyrir vali gestakokka ákvað ég að snúa vörn í sókn og útbúa uppáhalds fiskrétt Gúmmulaðihallarinnar. Arabíska ofurþorskréttinn.
Hann kom æðislega vel út og fólki þótti hann gvöðdómlega fínn.
Fyndið að vinna í svona stóru eldhúsi og útbúa mat fyrir milljón manns. Það er allt stórt eða mikið eða ofur... Ég keypti t.d. smá Aromat sem ég ætlaði að nota. Eldhússkvísurnar mínar áttu hinsvegar nóg af því.
Það er hægara sagt en gert að halda með báðum krumlum utan um kryddstauk og reyna að krydda "pent" mín kæru! Ójá!
17 sítrónur, 40 paprikur, 10 kg. sveppir, 25 kg. þorskhnakki, 36 tómatar, 12 pakkar döðlur, 600 tonn ólívur...
...hihiiiii hvað þetta var geðveikt gaman!!!
Byrja á því að kreysta "nokkrar" sítrónur og leggja fiskinn í vökvann.
YOU'RE DOING IT WRONG!
Hvað sjáið þið fyrir ykkur þegar þið hugsið "Ein dós af ólívum"?
Jæja, allt hráefni reddí og þá byrjar brælan!
Grænmetið fyrst...
...svo fiskurinn!
Sjáið þið grautargleðina fyrir ykkur? 100 tonn af graut!
Raða í risaföt og loksins inn í ofn!
Nohm! Nohm nohm nohm!
HÁ.. alvarlegt mál!
Vona að ég fái að vera gestakokkur aftur - þá verður lasagna eða kjötbollur í sterkri tómatsósu fyrir valinu! Get þó sagt ykkur það að vinna í mötuneyti, og að þurfa að elda fyrir marga mismunandi bragðlauka, er afskaplega... afskaplega vanmetið. Þið skuluð því vera góð við eldhúsfólkið ykkar sama á hvaða vettvangi það er!
Þetta var þvílíkt ys og þys og at og vá. Var að án stopps frá 09:00 til klukkan 14:00! Búa til, bera fram, ganga frá og allt þar á milli! Tíminn flaug og ég át... og át... og át smá meira. Þetta er fullkominn "pill"-vettvangur!
Stórkostlegt!
Takk fyrir mig mínar elsku bestu Erna og Þórunn! Þetta var ekkert nema gleðin einar!!!
Eldhúsm"ellan" kveður að sinni.
Uppáhalds | Breytt 1.10.2010 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2010 | 10:03
Hræringur og Chiabland
Nýjaðasta uppáhalds hjá mér er að útbúa Chia sósu/graut/muss með kanil og vanillu torani sýrópi.
1 msk chia blandað saman við vatn, smá salt, kanil, Nescafé og torani sýróp og leyft að standa þangað til þykkt. Borða svo með skeið, hreint og beint. Jafnvel nota epli eða eitthvað til að skúbba upp!
Þú getur reynt að drýgja átið og borðað með gaffli... ég mæli samt ekki með því.
Þar af leiðandi bjó ég til hræring í gærkveldi. Held ég kalli þessa "tegund" af graut bara hræring, hann verður svo ofurmjúkur og æðislegur.
Hafrar + vatn í skál og örbylgja.
Ég notaði 20 gr. af höfrum.
Bæta hvítum við, 80 gr. í þessum skammti, á meðan grauturinn er enn heitur.
Hræra og aftur inn í örbylgju.
Skohh... orðinn hvítur og fínn. Samt aðeins of glansandi og "blautur" fyrir minn smekk. Hræra meira og aftur inn í bylgju tækið!
Perfecto.
Hér, í þessari skál, eru hafrarnir svo gott sem uppleystir. Það er einstaka hafrakorn sem þú bítur í, annars er gumsið silkimjúkt og krúttaralegt.
Sem er reyndar mjög ólíkt mér því ég vil alltaf hafa bit, knús og kram!
HRÆRA MEIRA!
Torani, vanilludropar, smá salt, kanill og bláber!
Chiagums!
Chiagums yfir hræringinn, blanda létt og inn í ísskáp.
Sjáið barasta magnið sem ein msk af Chia framkallar þegar vökvi kemur við sögu.
Svona Gremlins stíll á þessu.
Út úr ísskáp í morgun og skreytt með dropa af skyri og hörfræjum... á slaginu 08:30.
Skyrið kom glimrandi vel út í þessu blandi. Mjög gaman að fá "rjómakennda" sýru með sætum, mjúkum grautnum. Ætla að gúmsla því með næst.
Ég veit - skálin er skítug! Ég kenni bláberjunum alfarið um þetta!
Nú veit ég ekki hvort áferð breytist eitthvað ef fræjunum er hreinlega hrært samanvið frá upphafi. Þeir verða kannski meira fluffy og þú finnur ekki alveg jafn mikið fyrir fræjunum sjálfum. Það var því mjög gleðilegt að bíta í mjúkan graut í bland við chiafræin sem hrúgast saman og mynda kúlur.
Hið minnsta skemmtileg tilbreyting.
Stórgott grautarát í morgun. Held ég endurtaki gjörninginn í vikunni!
Uppáhalds | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.9.2010 | 22:28
Samviskunni sleppt lausri
Þrjár púrítanavikur! Ætlaði að vera voðalega góð með mig og taka 2 - 3 í viðbót en æji... elsku bestu.
Æji bara! Það er ekkert skemmtilegt.
Ákvað því að taka þennan laugardaginn með trompi og vitið eitt lömbin ljúf... að "ákveða", eins afskaplega anal og það er (jebb... ég sagði anal), þá er það mun betra fyrir sálarlífið en að detta "óvart og óskipulega" í það. Sérstaklega ef, og þegar, þú ert í einhvurslags detox púrítanaham. Virkar að minnsta kosti vel fyrir mig og mína sárþjáðu nammisál.
Ef ég dett "óvart" í það, á dögum sem áttu upphaflega að vera sallarólegir, og ét á mig gat, verð ég fyrir ægilegum vonbrigðum með átvaglið og fer í hálfgerða fýlu út í sykurdímoninn hið innra. Hádramatískt, en satt. Þessvegna er ágætt að eiga sína sérlegu nammidaga.
Ég nýt nammidagsins mun betur ef ég ákveð "Á morgun kl. 22:00" og læt slag standa. Með því móti hef ég platað sjálfa mig og "friðað" samviskuna. Talið sjálfri mér trú um að átið sé fullkomlega löglegt. Kannski kjánalegt að "þurfa" í raun og veru að öfug sálfræða sjálfan sig svona, ég veit það ekki. En það skilar sér ágætlega fyrir mig.
ALLAVEGA
Át kvöldsins innihélt meðal annars:
Einn af mínum uppáhalds kjúllaréttum. MARBELLA!
Með baguette! Elsku besta baguette!
Smá grænmeti með því það gerir allt svo æði fínt.
ÓÓBEIBEH!
OHOOO... MYHOLYPÖNNSUNESS!
Segjum pönnsur, rjómi, súkkulaði og jarðaber margfaldað með fjórum.
...
Afsakið.... margfaldað með sex... stoppaði bloggskrif þarna í nokkrar mínútur og þá bættust tvær ferðir við.
Nasl og hamingja í eftirrétt eftir eftirrétt... eða bara eftir-eftirrétt!
Þeir sem vita hvað vantar með eftir-eftirréttinum eru snillingar miklir!
Mikið er nú gaman að vera ég stundum.
Njótið helgarinnar.
23.9.2010 | 10:12
iChiagrautur með kotasælu og bláberjum
Gleði!
Eintóm... andskotans... grautargleði!
Afsakið orðbragðið. Það var bara svo tryllingsleg gleðin sem átti sér stað við átið í morgun.
Þú uppskerð eins og þú sáir... því er snjallt að sá vel! Amk sá, það er byrjunin!
iChiagrautur með kotasælu og bláberjum
- 20 gr. grófir hafrar
- 1/4 bolli vatn
- 1/2 msk Chia fræ
- 50 gr. kotasæla
- salt
- 1 tappi vanilludropar
- 1 tappi Torani sykurlaust sýróp
- dass kanill/bláber.... dass bláber?
- 1 tsk mulin hörfræ stráð yfir
- Hræra - ísskápa
Leit svona út í gærkveldi í miður fallegri birtu!
Leit svona út í morgun í aðeins betri birtu en óskemmtilegri birtu engu að síður.
Ella: "Af hverju ertu svona blá?"
Birtan: "Láttumi'vera!"
Munurinn er.... nánast... enginn!!! Klöppum fyrir því! Amk. ekki sjáanlegur en áferðin allt önnur!
Þykkt þykkt þykkt, hamingja hamingja og fjórfalt áferðapartý.
Ég græt! Ég á engar möndlur! Hnetur! Hnetusmjör! Hefði verið fullkomið að strá yfir þetta smá hnetum fyrir kram og bæta svo út á gumsið t.d. banana.
Enginn... banani... heldur!
Hvað er að ske-mundur?
En blandið var gott og mun eignast sérstakan stað á uppskriftalista framtíðarinnar. Hérmeð bætt við og viðbætt! Rjómakennt með kanilstrípu og sparki frá bláberjunum! Æði! Væri þó snjallt að setja meira af höfrum næst því þetta var eilítið meira út í það að vera "iChiaKotó með bláberjum og höfrum". En kotasæla er á góða listanum mínum svo það gladdi mig mjög.
HRÆRA!
Gott spis eftir eðal fínt interval! Fæturnir eru þó eins og soðið spaghetti sökum fettmúlamyrðinga í gær, og aumingjans rassinn... aumingjans grey musinn! Hann á skilið harðsperrusamúð!
Fimmtudagur! Ég get svo svarið það gott fólk.. það var sunnudagur í gær!
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.9.2010 | 05:07
Grautarsnilld - einn einfaldan kaffi
Þeir sem ekki hafa eftir því tekið þá er þetta uppáhalds blandan mín þessa stundina. Kaffigrautur er mín nýjasta þráhyggja eftir að ég var véluð til kaffidrykkju út í Ástralíu.
VÉLUÐ SEGI ÉG!!!!
Áferðagleðin er í hámarki ákkúrat núna... fullkomin. Grauturinn deigó, silkimjúkur en samt fluffy! Ooojjjj hvað það er gaman að borða þennan. Ekki skamma mig, svolítið eins og sambland af barnamat + deigi. Mjög jákvætt fyrir áferðaperrann!
Ég veit... ég er ógeð!
Vænlegast til vinnings:
- Rúmlega dl grófir hafrar. (grænu Solgryn)
- Bleyta upp í höfrum fyrst og örbylgja!
- Bæta svo hvítunum út í, hræra vel og örbylgja aftur með hrærustoppum. Leggja allt í hræringinn. Hafrarnir svo gott sem leysast upp.
- Hræra loks samanvið'etta Nescafé, kanil, Torani sykurlausu sýrópi, vanilludropum og salti.
- Inn í ísskáp eða borða strax. Ég setti mína dýrð í íshellinn góða í gærkveldi.
Ójá!
Sjáið bara, það er hægt að skera hann!
Óhójá!
Meira að segja hægt að rúlla upp í silkimjúka kúlu!
Svo virðist sem rúmmálið aukist líka sökum magn vatns sem í grautinn fer fyrir tíma eggjahvítanna! Ég kvarta ekki yfir því!
Nú sit ég upp í rúmi, undir sæng... og japla á grautnum. Það er ægilega notalegt svona snemma á morgnana.
Þetta skal þróa!
Ætla að ná mér í einn kaffi til að fullkomna morgundýrðina. Bollinn, með sínu geypilega jákvæða innihaldi, verður punkturinn yfir grautar I-ið! Nóakroppið ofan á ísinn. Súkkulaðið utan um jarðaberið. Brúna sósan með kartöflunum!
Fótaxlamyrðing í uppkomandi ofursiglingu!
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.9.2010 | 08:26
Eftir æfingu
Má ég kynna núðlurnar mínar!
Fann þær í Hagkaup.
Nokkuð gott eftirátakssnakk ekki satt!?!?!?
Prótein þykkt blandað með vatni, kanil, vanillu... hverjusemþérþykir gott! Sjódda núðlur, kæla smá, blanda öllu gumsi saman og inn í ísskáp!
Að sjálfsögðu var meiri kanil bætt út á gumsið eftir að efri myndin var tekin og já, ég geri mér grein fyrir því að kanill hefur komið við sögu í fyrstu tveimur máltíðum dagins!
Voila. Prótein núðlur!
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2010 | 17:45
Marzipan mascarpone ostakaka með súkkulaðihjúp
Vakna, búðast, baka, sturta, skírn, át, meira át, ofát, heim, syfja, leti = sunnudagsóhollustupistill.
Ef þér þykir marzipan gott þá klikkar þessi ekki.
Þannig er það nú bara. Ég lýg ekki... hún er... djöðbilaðslega fín!
Botn
200 gr. hobnobs, hafrakex, hvað sem er.
1/2 bolli bráðið smjör
1/4 bolli púðursykur
100 gr. möndlur, ristaðar upp úr smá af smjörinu og saltaðar
Fylling
250 gr. 60% marzipan
1/2 bolli sykur
680 gr. rjómaostur. Ég notaði 500 gr. mascrapone, 180 gr. rjómaost.
5 egg
Innan úr einni vanillubaun
1 tsk vanilludropar
3/4 tsk möndludropar
Aðferð
Botn
Allt í matvinnsluvél nema bráðið smjerið. Hræra þangað til smátt, þá hræra smjörinu samanvið og loks þrýsta ofan í 23 cm. smelluform og um það 2,5 cm upp kanntana. Inn í ísskáp á meðan fylling er útbúin.
Fylling
Í matvinsluvél hræra vel saman marzipan og sykur. Loks bæta við rjómaosti, vanillu og dropum og hræra þangað til vel blandað. Þá bæta eggjunum út í, einu í einu, og rétt blanda inn á milli. Ekki ofhræra.
Hella loks gumsinu ofan á botninn og inn í miðjan 175 gráðu heitan ofn þangað til kanntarnir eru stífir, en um það bil 3cm hringur í miðjunni hristist. Láta svo kólna inn í ofni í 10 mínútur. Renna hníf með hliðum kökunnar til að losa frá móti. Kæla svo í bökunarforminu á rekka í um það bil klukkustund og svo inn í ísskap í allt að 4 daga.
Ég keypti Anton Berg súkkulaði. Skar niður í litla bita og raðaði ofan á kökuna fyrir bakstur. Þrýsti svo ofan í fyllinguna og bakaði þannig.
Þar sem þessi bjútíbomba var á leiðinni í matarboð, óformlegt matarboð, en matarboð engu að síður, þá skilaði ég módelinu að sjálfsögðu aftur á sinn stað.
Voila. Marzipan ostakaka með súkkulaðisósu og rjóma.
Ég borðaði þessa sneið... aðra til... og svo um það bil 1/4 af allri kökunni eftir að ég andaði hinum tveimur sneiðunum að mér. Þið megið geta ykkur til um magn rjóma sem fylgdi með.
Mmmhmmmarzipan!
Já... ég nota z.
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.8.2010 | 14:02
Og hvað skal barnið heita?
Á morgun fáum við að vita það!
Þangað til þarf ég að búa til eina köku og mamma pönnsurnar sínar.
Morgunmaturinn var æði fínn. Kem til mað að útbúa þetta aftur. Ekki of sætt, ekki of súrt, áferðin fullkomin. Skyrbragðið rétt tónar á móti sýrunni og sýrópið dregur svo niður í öllu heila klabbinu og gerir þetta fööööllkomið. Hrært saman fyrir rækt, inn í ísskap og gúllað klukkutíma seinna.
Samanstóð af kannski 200 gr. skyri, gommu af vatni, 2 töppum sykurlausa ofursýrópinu, 1 msk chia, 1 tsk muldum hörfræjum, Ómægdo3 lýsi og sítrónuberki.
Hversu mikinn sítrónubörk ég notaði er hægt að sjá á þessari illa förnu sítrónu.
Hún var röspuð á víð og dreif og lítur nú út eins og dalmatíusítróna.
Greyið.
Jæja. Út í sólina - búðina - baka..na?
Var annars að klára yndælis peru og lúku af möndlum.
Perur og möndlur eru góðir... góðir félagar! Það samband skal rækta!
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2010 | 10:51
Grautur... kaffigrautur
Jebb!
Ég er um það bil komin með þetta.
Um það bil?
Ég held barasta að ég sé komin með þetta. Kannski nokkrar trillur í viðbót og þessi verður ofur. Í morgun var gumsið of gott til að sleppa því að tala um.
Var þó pínkulítið sein fyrir og myndirnar sem ég tók eru hundfúlar og leiðinlegar. Gera snilldinni lítil skil en ég ætla að sigta þær "fínustu" út.
Jæja, ekki fleiri afsakanir ungfrú, komdu þér að efninu kvenmannsbelgur!!
HOKAY
Til að kaffigrauta til sigurs, ætla ég að kynna til leiks félagana SVS og NC!
*trommusláttur*
Sykurlaust Vanillu Sýróp!!!
Það er æði! Af hverju vissi ég ekki að það væri til sykurlaust sýróp?
Ég hef sumsé komist að því að til að kaffigrautur verði ætur að einhverju leiti, amk fyrir mig og mína sérvitru bragðlauka, þá þarf að vera smá sætubragð. Hvort sem sætan komi í formi mjólkurfroðu/hunangs/þurrkaðra ávaxta eða hvað. Í leit minni að hinum heilaga sætara kaffigrauts rakst ég á þessa sýrópsgleði í Krónunni og skúbbaði henni með til prufu. Viti menn - ég sá ljósið!
Í flundurhamingjukasti tók ég ósjálfrátt einn frosk með hoppi viðstöddum til mikillar skelfingar. Það var mjög dularfullt viðbragð.
Ætla að fjárfesta í samskonar Heslihnetusýrópi. Heslihnetur og kaffi gott fólk? Það skal prófað!
NesCafé!!!
Ójá!
Af hverju datt mér þetta ekki í hug fyrr?
Í morgun innihélt hræringurinn því 20 gr. grófa hafra, 1/4 bolla vatn, 1/4 bolla nýmjólk (átti ekki möndlu- eða fjörmjólk), 1 msk chia, 1 tsk mulin hörfræ og 2 eggjahvítur. Inn í örra þangað til þykkt er að þínu skapi, með einstaka hrærustoppi. Út úr hitabylgjaranum og snúa sér að viðbótunum -> Salta, Nescafé-a eftir smekk, 2 tappafyllir sýróp, kanill og hræra.
Ef þið vijið áferðar ofurgleði-megagrauta, þá mæli ég með því að þið leggið grunninn að þessari grautarsamsetningu á minnið. Grunnurinn verandi áður en viðbætur eiga sér stað. Þið sjáið ekki eftir því! Vökvamagn að sjálfsögðu eftir þykktarsmekk - þessi er í þykkari kanntinum a la Ella.
Hafragrautsskraut
Mjólkurfroða, nokkrar tsk. af nýlöguðu kaffi (það er geeeggjað), möndlur og kakóduft.
Að sjálfsögðu borið fram í hvítum Buddha!
Svo... gott! Svo, svo gott elsku bestu.
Milt kaffibragð með smá kanilsparki á móti örlítið sætri vanillu. Mjólkin vinnur flott á móti kaffinu í þessum graut. Þyrfti þó að vera þykkari og meira æðisleg froða næst. Líka gaman að fá smá nýlagað kaffi í skeiðina, hræðilega notalegt. Knús og kram frá möndlum og grauturinn, uss. Ef einhverntíman hefur verið partý í áferðaheimi átvaglsins, og ég veit ég segi þetta oft, þá var það í þessari skál.
Kaffigrautur.
Fyrirbæri sem komið er til að vera!
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.8.2010 | 11:09
Djúsí gulrótarkaka
Sökum veikinda og uppdópunar hendi ég inn föstudagskökunni. Útbjó þessa fyrir 2 vikum.
Fyrsta skipti sem ég útbý gulrótarköku held ég. En hún er svakalega... svakalega góð og ég er ekki mikið fyrir gulrótarkökur sjálf. Reyndar er þessi útbúin með olíu, þyrfti að finna eina góða með smjeri. Það er hinn alheilagi kaleikur baksturs. Smjör, smjör og meira smjör. Ekkert sem slær því við!
Gulrótarkaka, mjúk og bragðgóð
2,5 bollar hveiti
1 1/4 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1,5 tsk kanill (já, ég nota mikið)
1/2 tsk múskat (nutmeg)
1/8 tsk negull
1/2 tsk salt
3 bollar rifnar gulrætur
1,5 bollar sykur
1/2 bolli púðursykur
4 stór egg
1,5 bolli olía
Vanilludropar, eftir smekk
Sítrónubörkur, eftir smekk
Aðferð:
Hræra saman í stórri skál hveiti - salt. Setja til hliðar. Í matvinnsluvél, saxa niður gulrætur með því rifjárni sem fylgir vélinni. Ég notaði minnsta rifjárnið svo gulræturnar yrðu næstum að hálfgerðu mauki, þykir betra að bíta ekki í gulrótarbita í kökunni minni. Felurætur! Rífa niður um það bil 3 bolla af rótum, kannski 5 - 7 gulrætur. Fjarlægja gulrótahrat úr matvinnsluvélar-skálinni og setja til hliðar. Í matvinnsluvélinni hræra saman eggjum og sykri þangað til létt og ljóst. Kannski 20 sek. Hella olíunni þá hægt og rólega út í og láta vélina ganga á meðan. Hella síðan blautu saman við þurrt, ásamt rótum, þangað til allar hveitirákir eru horfnar og bæta þá út í deigið vanilludropum og sítrónuberki.
Hella í bökunarform og baka í 175 gráðu heitum ofni í 30 - 40 mín, eða þangað til prjónn, sem stungið er í kökuna miðja, kemur til baka hreinn og fínn.
Leyfa köku að kólna vel áður en kreminu er smurt á!
Þetta veit ég... svona er ég nú klár.
Þetta ætti ég amk. að vita. En átvögl eru og verð átvögl.
Smjör-rjómaostakremssmurningur á heita múshí köku eru mistök sem ég endurtek ekki aftur í bráð. Litla þunna kremröndin sem sést þarna í kökunni miðri átti einmitt að vera millilagið en nei, nei Elín Helga... smurningin þurfti að eiga sér stað strax.
Dýrið var því penslað með kreminu ógurlega og kakan bókstaflega lak í sundur. Það sem þið sjáið hér er eitthvað sem ég náði að púsla saman með allskonar prjónum og öðrum tiltækum eldhúsáhöldum. Ágætis redding svosum, kakan ekki síðri á bragðið og meira krem fyrir mig að "bjarga".
Krem (hræra saman)
140 gr. smjör
1 - 2 msk sýrður rjómi
1 tsk vanilludropar
2,5 bollar flórsykur (eða eftir smekk)
Ég bætti svo út í þetta handfylli af ristuðum kókos
Hún er æðisleg á bragðið. Virkilega. Kannski svolítið sæt, mætti jafnvel sleppa vanilludropunum (ég er samt svoddan vanillukerling, get aldrei af þeim séð). Hún er mjög djúsí og mjúk og deigó og gaman að bíta í og kremið - kremið er æði! Sítrónubörkurinn kemur líka með skemmtilegt spark í hvern bita.
Þeir sem vilja gætu svo t.d. bætt út í degið rúslum og/eða hnetum.
Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)