Færsluflokkur: Uppáhalds
19.8.2011 | 08:09
EVERYDAY I'M FLUFFLIN'!
Ég rakst á þessa snilld á netinu og varð að prófa.
Morgunmatur. Eftirmatur. Millimálsmatur.
Að sjálfsögðu. En ekki hvað? Af hverju í andsk.. datt mér þetta ekki í hug fyrr?
- 30 gr. hreint prótein
- 130ish gr. frosin ber (eða hvað sem er.. jafnvel meira magn)
- Tæplega rúmur.... deselíter mjólk, tæplega rúmur.
Prótein + ber.
Prótein + ber + mjólk.
Prótein + ber + mjólk + kanill + vanilludropar.
MAGIGSTICK
HRÆRA
Tilvonandi próteinfluff, hittu herra K-aid.
15 sek
30 sek
Ooohh bayyybee!
Innan við mínúta!
Marengs einhver?
Já, já takk fyrir.
Það heyrðist meira að segja svona marengshljóð í þessu þegar ég hrærði því til og frá.
"Flúghbllflúhhbbfglhúú"
Og... svo... whooobbah... á hvolf... ójeah!
Það helst. Það marengshelst!
Gerum þennan gjörning svo örlítið myndvænni.
En bara örlítið.
Því ég var svöng.
Og gráðugri en amma skrattans.
Próteinfluff + Buddhaskál = öööööölsk!
Jebb. Þið vitið hvert þessi klessa fór.
Svo bætti ég "aðeins meiri" kanil. Bara aðeins.
Því kanill er góður.
Þannig er það nú bara.
Elskaðu kanilinn.
Hugsið ykkur gott fólk... allan dónaskapinn sem hægt er að framkalla héðanaf!
- Frosnir-bananar fluff! (Ég gæti gubbað af hamingju)
- Mangófluff!
- Bláberja og kanilfluff!
- Banana og kókosfluff!
- Ananasfluff!
- Peru og bláberjafluff
Sjáið þið ekki svo fyrir ykkur bananapönnsurnar sem uppskúbbunaráhald?!?!?!?!
*og átvalgið sprakk úr hamingju*
The end.
Dreeeeptu mig ekki úr matarpervisku dauðans.
Eini ókosturinn, ef einhver, er að þetta þarf helst að borðast med det samme, annars oxast kvikindið eins og allsber banani í sól og verður að hálfgerðri loftbólu af einhverjum ástæðum.
En hvað með það... gumsið kemur ekki til með að lifa nógu lengi til að loftbólast. Trúið mér!
Voila. Þú ert hérmeð útskrifað eintak úr próteinfluffskólanum.
Farðu nú og búðu þér til fluff!
8.8.2011 | 09:27
Dramatísk endurkynni og brómberjahafrahamingja
BÚÚAHHH... HAHH... brá þér?
Fyrsti grautur síðan 25.05.2011 takk fyrir sælir góðan daginn Illugi og amma hans...
...sem var frekar óhress með uppátækið og bölsótaði ungu kynslóðinni fyrir óæskilegan hárvöxt og ömurlegan tónlistasmekk.
Sem kom grautnum hinsvegar ekki rassgat við!
TADAAA
Hello beautiful!
Þessi skál var ofur. Og innihald hennar ofur í öðru veldi sinnum pí. Skálin var hjúmöngus. Valin með einbeittum brotavilja, enda rúmmál þess sem kvikindið innhét... hjúmöngus.
Innihélt verandi lykilorð.
Brotavilji morgunsins var jafn tær og stærðin á YOYO ísboxunum. Þar eru ekki til lítil box, onei. Þar er einvörðungu ein ríkisstærð af risaboxum sem eru sérstaklega hönnuð með græðgisátvögl í huga því það vita allir að græðgisátvögl kunna ekki að fylla... ekki... upp í allt boxið!
Góður ís engu að síður.
Magnað hafragrautarát gott fólk. Stórmagnað.
Þetta át var svo viðbjóðslega magnað að hvorki ég, né skítfúla amma Illuga, áttuðum okkur á því hvað átt hafði sér stað þegar allt í einu grautur hætti að streyma inn fyrir átvaglsins varir og ekkert heyrðist nema skríkjandi kling og bang í smáskeiðinni þegar hún ítrekaða small í botn, og hliðar, ofurskálarinnar sem nú var orðin tóm.
Jóseppur og Mörfía alls þess sem er mood killer í heiminum.
Þessi upplifun var svo mögnuð að hún var næstum jafn suddaleg og að vera staddur í miðri orgíu þar sem allir eru gullfallegir og æðislegir og viljugir og gjafmildir og þú ert fetishið þeirra...
...get ég ímyndað mér. Því ég veit svo mikið hvernig það er að vera fetish í gullfallegri orgíu.
En það hlýtur bara að vera nokkuð magnað.
Athugið samt að ég sagði næstum... næstum er ekki alveg eins og alveg eins, nei, það er næstum.
ÞETTA er hinsvegar meira en bara næstum. Þetta ER! Ohhhh sweet baby jesus.
- 1/2 bolli hafrar
- 1 msk chia fræ
- 1 msk husk
- Rúmur bolli frosin brómber
- 1 eggjahvíta
- Skúbba hreint prótein
- Væn lúka möndlur
- Smá salt, vanilludropar, kanill, kaffi, múskat
- Vatn eftir smekk
Eigum við að tala um þykkildisofurhamingju borðað með hníf og gaffli og tuggið svo öll áferðarskilningarvit springa með tilheyrandi fnasi, stunum, rymji og smjatti í bland við óneitanlega dásamlegt bragð af kanil og múskatsparki í bland við dísæt ber og kaffiilm? Ha? Eigum við að ræða þetta eitthvað?
Nei... hélt ekki...
Það tók mig góðar 10 mínútur að klára kvikindið.
Ég brosti og grét, troddaði og brosti... og grét... svo hló ég... troddaði meira, grét smá meira... gleymdi að anda... brosti... mundi að anda... grét... allan tíman.
Þetta át var hvorki tignarlegt, fallegt, siðmenntað eða útpælt. Þetta var hreint og beint trodd.
Ahhhh, hafrar.
...
Hey! Svo útbjó ég þetta um daginn! Það innihélt m.a. banana og meiri karamellu!
MUAAAHAHAHAAAA......
...meira um það seinna.
Adéu!
Uppáhalds | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.7.2011 | 15:54
Vingjarnleg áminning á ís
Uppáhalds | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.7.2011 | 12:54
EldhúsmEllan
Eldhúsvikan er vikan þar sem þú sérð um að halda eldhúsinu snyrtilegu, raða í vél, kaupa inn og passa upp á að allir fái kaffið sitt.
Eldhúsvikur sem þessar gleðja mig. Af hverju veit ég ekki en þær gleðja og mér þykir fátt skemmtilegra en að trodda mér inn í hvaða eldús sem er, endurraða, skipuleggja, breyta og bæta. Kaupa litla gleðigjafa eins og popp eða saltstangir og hafa ávextina alltaf kalda. Ég tala nú ekki um eldamennsku og þá helst bakstur.
Mhmm... pönnukökur og bananabrauð.
...
Eldhúsvikum er skipt bróðurlega á milli vinnufélaga og utan um það er haldið á þartilgerðu eldhúsblaði sem prýðir fordyri íshellis vinnunnar.
Þú hélst ég ætlaði segja fordyri helvítis... er það ekki??
Eldhúsvikan mín er að klárast og ég fæ ekki aftur að eldhúsast fyrr en í haust... *snökt*
Þegar ég leit á eldhúsmellulistann í dag blasti þetta við mér.
Bwaaaahahahaaaa!
Ahhh hvað ég vinn með miklu snilldarinnar ofurfólki.
Saffran var að klárast. Maginn er kátur.
4.7.2011 | 10:22
Pizzadeigið
Með greini!
The deig!
MÁNU-DEIG!
Þetta er kannski allt sem er hvítt hvítt deig, ger og allur pakkinn, en útbúið heimavið, frá grunni og allt náttúrulegt og krúttaralegt. Við vitum amk hvaða hráefni fela sig í þessu gleðispreði.
Eins og með suma pistla sem ég set hérna inn, pönnsur/kökur/nammi og önnur tilheyrandi óhollustustig í bland við sykursjokk, þá á þetta deig fullkominn rétt á sér. Ójá. Ég fann þetta á netrápi fyrir 100 árum en hreinlega man ekki hvar, get því ekki vitnað í snillinginn sem krumpaði þessu saman til að byrja með!
Af hverju:
- er ég að deigafsaka mig hérna? -Eitthvað sem ég þarf ég að eiga við heilhveiti-spelt sjúklinginn hið innra.
- set ég, laumulega, inn uppskrift af "pizzadeigi" á mánudegi? -Af því mér er umhugað um ykkar pizzuheilsu og vil ekki að þið farið á deigmis við þessa snilld og ég vil endilega að þið fáið ykkur pizzu næstu helgi og þessi hveitiklessa þarf ást og umhyggju og hún er æði og mér þykir bara svo hryllilega vænt um ykkur og aaaaahaaamen!
Allavega!
The deig!
Þarf að gerjast i 3 - 4 daga, en ó svo mikið þess virði.
Má nota el straxó en ó... óhóhó! Látið það bíða.
- 1,5 bollar volgt vatn, en þó þannig að það sé kalt ef þú potar í með fingrinum
- 1 tsk þurrger
- 4 bollar hveiti
- 1 tsk salt
- 1/3 bolli Extra Virgin Olive Oil
- Dustið þurrgeri fallega yfir vatn og látið bíða á meðan þið framkvæmið atriði 2 og 3 hér að neðan.
- Hræra saman hveiti og salti í skál
- Meðan hrærivélin er að dúlla sér, og hræra hveitið betur saman við saltið, hella ólífu olíunni útí þangað til hún hefur sameinast hveitikrumsinu
- Hella germixtúrú út í herlegheitin þangað til rétt svo blandað saman- deigið verður mjög klístró og blautt. En þannig á það að vera. Jebb jebb.
- Smyrja aðra skál með olíu - hafið hana í stærri kanntinum. Treystið mér.
- Útbúa kúlu úr deiginu
- Hella deigkúlunni í olíuborna skálina og snúdda svo öll kúlan verði þakin olíu
- Breiða plastfilmu vandlega yfir skálina og henda inn í ísskáp þangað til þú þarft að nota. Deigið á eftir að stækka um amk. helming, ekkert svaðalega, en hafið þó skálina stærri en minni.
- Best að útbúa deigið með dags fyrirvara, 2 eða 4 dagar eru jafnvel æskilegri
Sósa.
Átti ekki pizzasósu og nennti ekki að búa til frá grunni.
Hunts tómatsósa, basil, oregano, salt, pipar og smávegis sterkt Jamie Oliver pesto.
Wunderbar!
Kom út hjartalaga... aaalveg óplanað.
Smá meira smakk.
Verksummerki.
Stórskaddað eintak...
...en stórgott á bragðið og pizzuáferðin, el perfecto!
Kem til með að nota þessa snilld um ókomin pizzaár... eða þangað til ég finn eitthvað sem gæti mögulega verið betra!
Ég er samt ekki viss um að það takist.
Uppáhalds | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2011 | 12:37
Galdurinn að góðu salati
Jah, dressingin, aukahlutirnir og salatskurðurinn.
Eins og t.d. möndlur, hnetur, fræ, brauðteningar (eeeeekki blautir og subbulegir brauðteningar þó). Eitthvað sem gefur knús og kram í hvern bita.
*crunch**crunch*
Munið, ís verður alltaf skemmtilegri til átu ef honum fylgir t.d. Nóakropp!!
... eða rúslur!
Rúsínur í salati er ofur! Ofur, ofur, ofur, rúsínuofur! Trúið mér og treystið.
Einn og einn biti þar sem með læðist dísæt, karamellukennd rúsla?? Hiimnaríki!
Próteingjafinn er alltaf skemmtilegur líka. Kjúlli, eggjahvítur, fiskibitar, nautakjöt, baunir. Hann gefur gleðilega áferð í salatbitann svo ég tali nú ekki um fyllingu.
Dressing getur tekið hvaða salat sem er og umbreytt því í mikla átgleði gott fólk.
Dressinging skapar salatið! Amen!
Ef þið eruð t.d. að nota afgangs kjúlla/fisk/kjöt síðan deginum áður gætuð þið látið dressinguna taka mið af því hafi kjötið t.d. legið í einhvurslags marineringu ofr.
- Rauðvínsedik, dill, dijon sinnep, salt, pipar, smávegis hunang
- Hvítvínsedik, salt, pipar
- Dijon, hunangs dijon, hvítvínsedik, salt, pipar, hvítlaukur
- Sýrður rjómi, salt, pipar, rauðvínsedik, smátt skorinn rauðlaukur
- Grænmetis-/og eða kjúklingakraftur. Soðið niður nokkuð þykkt.
- Basilika, oregano, cumin, smá kanill, örlítil salsa
- Sítróna, ólífu olía, hunang, smá salt
Hvaaað sem er.
Og númer 1, 2 og 3 mín kæru. Galdurinn að gleðilegu salatáti.... ég segi ykkur það. Grænmetisjapl mun breytast fyrir ykkur héðanaf.
GALDURINN!!
SMÁTT... SKORIÐ Jebb. Er bara svo miiikið skemmtilegra að borða mjög vel niðursneitt grænmeti!
Svo að sjálfsögðu bætið þið við og betrumbætið eins og ykkur lystir hvað krydd og aðra hamingju varðar. Engifer, avocado, grasker, kartöflur...
Ekkert annað.
Skerið salatið í muss og spað. Bætið próteingjafanum út í og borðið með skeið! HAHH!
Já, þetta er matskeið sem þið sjáið á myndinni hér að neðan.
Þannig að, til að taka þetta saman:
- SMÁTT SKORIÐ
- Góð dressing
- Próteingjafi, crunch og sæta
Einföld leið til að fá grænmetisskamtinn ofan í sig og ég lofa jafn stíft og ég elska ís, að ykkur kemur ekki til með að mislíka átið!
Fáið ykkur risasalat í kvöld og njótið lífsins. Það er djöðveikt!
Uppáhalds | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.6.2011 | 12:59
Flórsykurnef
Stundum er gott að passa uppá að missa sig ekki í græðginni.
Bara stundum gott fólk, bara stundum... engann asa hérna.
Stundum gæti t.d. verið þegar:
- átvaglið gleymir að anda
- þú stendur þig að því að éta mat af öðrum disk en þínum eigin.... og eigandi disksins er enn að borða af honum
- þú kemst að því að hafa borðað fimm kúfaða diska en manns bara eftir áti af tveimur
- þú hefur borðað svo mikið að vélindað er fullt og þú átt erfitt með að kyngja
- étið er með svo mikilli áfergju að flórsykurinn af berlínarbollunni sem þú troddaðir í andlitið á þér klínist á nefið, og stóran part af efri vör, án þess þú takir eftir því og nokkrum klukkustundum, búðarrölti, spjalli við fólk og almennu veseni síðar þá lítur þú í spegil
Frábært!
Svör við flórsykurnefi ef fólk spyr þig!
- "Pff... *augnrúll*, hann á að vera þarna"
- "Viltu smakka?"
- Urraðu
- Segðu "HA?", byrjaðu svo að hoppa um og dusta af andlitinu á þér og segðu svo "OMG... get it off.... GET IT OOOOFFFF!"
- "Bíddu... er hann ekki á augnlokunu eða enninu líka?"
- "Takk, ég er með mjög þurra húð!"
- Skelltu uppúr og hlæðu tryllingslega, með fanatísku ívafi, í 5 sekúndur og hættu svo snarlega.
- Gefðu viðkomandi "The evil eye", starðu í dágóða stund og segðu svo "Ég er í nýjum sokkum!".
- "Chuck Norris er alltaf með flórsykur á nefinu"
- "Ég trúi ekki á spegla"
- Hlauptu grátandi í burtu þegar þú ert spurð(ur)
- "Gætir þú þurrkað þetta af mér?"
Nú eða bara manna þig... kvenna þig upp og viðurkenna með stolti bakkelsisátið og sleikja útum!
Annars var umrædd orsakavalds-bolla stórgóð og skal étin með svipuðu móti næst þegar fjárfest verður í slíkri gersemi.
Flórsykurnef eru hið nýja svart.
Yfir og út.
Uppáhalds | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
31.5.2011 | 12:04
Áskoranir
Markmið.
Innávið. Útivið!
Strengdi heit núna í maí. Það held ég nú.
Þetta verður "Hið Aktíva ÚtivistarSumar" á góðri íslen-d-sku!
Ha?
Hohaaah!!!
Hvað finnst ykkur um það? Átvalgið útþanið af eldmóð og sumarlegum metnað. Með trýnið svo þráðbeint upp í himinhvolfið að það fyllist af ösku med det samme.
Föðurlandsástarsperringur 2011.
Ekki nærbrókin þó... sem væri samt frekar fyndið svona þegar ég les þetta aftur yfir.
Föðurlandsást!
Eins gott að standa við stóru orðin.
- Hjóla/labba/skokka til að komast milli staða í staðinn fyrir að nota Aspasinn, er búin að spara 16.000 kr. bara núna í maí gott fólk!
- "Brennsla" í formi fjallaklifurs, labbitúra, hjólarúnta... þá meina ég langbrannslu dauðans á rassatæki/hlaupabretti/innitæki sem er svo grútmygluð að maður fær drep í heiladingulinn.
- Nýta sumarið og birtuna og hlýjuna... bwaahahaa, hlýjuna! Njóta þess að vera úti og hafa það notalegt. Brjóta upp rútínuna og nota hvíldardaga í labbitúra, bæjarrölt, skokk, Esjubrokk, hjólagleði, sund...
...hvað sem er í staðinn fyrir inniveru, rassaþjapp (langsetur) og sjónvarpsgláp!
Eða heiladingulsdrep.
Æfa úti. Labba úti. Borða úti... SOFA ÚTI...
...nei ok, ok. DJÓK. Óþarfi að verða manískari en amma andskotans. En, númer eitt, tvö og þrjú...
...vera úti!
*gleði*
Ég nota enn ræktarhús fyrir almenna rækt og lóðamyrðingar, Tabata og ketilbjöllur.
En það sem kallast gæti brennsla, sumarið 2011, verður í allskostar öðru formi en sorginni sem fylgir ískrandi ræktartæki.
Humlur, fuglasöngur, lækjaniður, rigningadropar, gróðurlykt, öldugangur og eitthvað meira stórkostlega dramatískt í staðinn fyrir ískrið.
Hver vill vera memm?
Sumarlegt Ísland, já takk!
Uppáhalds | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2011 | 09:39
Umkringd snillingum
Fékk svo svaðalega góðar fréttir í dag. Ég er öll uppveðruð og fluffy í sálinni.
Hihiiiii
ok.. ok...
Þetta... er Erna... og litli Lallinn hennar
Erna er:
- besta vinkona mín
- tuðsvampurinn minn þegar ég þarf að rífast yfir, bæði, smá- og stórvægilegum hlutum
- bootcampf félagi extraordinaire og hefur, því tengt, borið átvaglið á bakinu upp brekkur
- mikil, mikil hvatning
- Lois
- alltaf til staðar
- allsvaðalega klárt eintak
- alltaf til í allskonar vitleysu
- lögfræðingur, eiginkona (lesist með mmmyeees), mamma, að æfa fyrir 5km hlaup
- allsvaðalegasti reddari sem fyrirfinnst á jörðinni. Þurfir þú hvíta brunaslöngu með fjólubláum, misstórum, doppum sem sprautar vanillubúðing, þá er hún manneskjan til að tala við.
- uppáhalds uppáhald
- verðandi dr. Erna!
- ... (þetta ku vera ofr. línan því punktarnir eru töluvert fleiri en fram koma hér)
- snillingur
Hún fær hrósið mitt í dag og hjemmelavet sushi, næstkomandi fimmtudag, fyrir einskæran brilljans og hamingju. Fékk ofurmasterslögfræðinámsstyrk í dag!!! Amen.
Geri aðrir betur. Ha...
Ojjj hvað ég á ofurklárt vinkvendi!
- 04:45 - Banana sjúfflé
- 05:00 - 50 mín hjólarúntur
- 06:00 - Rækt, bak og brjóst
- 06:50 - Hleðsla með kókos og súkkulaði - ágætis sull
Esjuveður? Já, ég held það barasta.
Uppáhalds | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.5.2011 | 09:24
Morgnarnir eru bestir
04:50
Bleik skál full með banana- og kanilgraut.
Fallega skreytt með afgangs salthnetumulning og bláberjum, sem yfir nóttina, breyttust í rúsínur. Fallega skreytt... en samt... svo grá! Greyið.
Hefði ég nú aulast til að skera út á þetta svo gott sem banana og smá eplakrums þá væru þessar myndir gullfalega fínar.
Buxur gott fólk, síðmorgunbuxur og sokkar í stíl við grautarskálina. Planað, ráðlagt og skipulagt.
Eða þannig.
Átvaglið mundi sumé eftir kuldakasti síðustu myndatöku og fyrirhyggjusemin drap næstum græðgispúkann í morgun. En bara næstum... því buxurnar voru á röngunni og vasarnir stóðu út í loftið eins og eyrun á Guffa.
En grauturinn var góður. Eins og alltaf yfirleitt.
Bananabiti extraordinaire skríður úr felum! Ekki svo viss um að honum hafi þótt það góð hugmynd 2 sek eftir að þessi mynd var tekin.
05:22
Hjólað af stað í ræktarhýsi með aukahring og lúppu í ferhyrning.
Enganvegin umhugað um eigin öryggi, tók ég myndavélina og vídjóaði dásamlegheitin, á tvíhjólinu, í morgunsárið. Að stýra með einari, á hjóli, með myndavél, og tala við sjálfa sig í leiðinni án þess að taka kollhnís er... kannski... ekki... jafn stórkostlegt afrek og ég ætlaði mér að útlista.
Mmm... jebb.. gleymume'ssu!
Mikið, mikið.... miiikið sem ég elska að nýta morgnana í góðu veðri, kyrrð og blíðu.
Í miðjum hjólaklíðum hugsaði ég með mér af hverju í ósköpunum vindurinn næði að græta kvendið svona svakalega. Hvort hann væri viljandi að reyna að smokra sér bak við gleraugun til þess eins að vera með leiðindi.
Eftir 5 sekúndna vangaveltur, og vindbiturð, uppgötvaði ég þó, mér til mikillar aulahamingju, að glirnurnar hvíldu sig á höfðinu á mér. Húrra fyrir því.
10 stig, niðurávið, fyrir greindarvísitöluna og eggjaskurnleysið reyndar líka.
Eggjaskurn verandi ósýnilegi hjálmurinn sem situr á toppstykkinu!
En þrátt fyrir heimskulegheitin tel ég mig knúna til að segja ykkur frá þessu öllusaman... hví? Ég tók meira að segja mynd til sönnunar og gagns!
Hvaða hvati liggur hér að baki hef ég ekki hugmynd um en ég held ég skrái önnur 10 stig í kladdann hjá sjálfri mér fyrir vikið.
Niðurávið.
Sama útsýni og í fyrra, sami hringur. Með hið gullfallega, bláa, IKEA í baksýn.
Trúi ekki að það sé rétt svo tæplega ár síðan.
05:58
Handleggum formlega refsað.
Fyrir hvað munu þeir aldrei vita blessaðir.
07:00
Hleðsla gúffuð hratt og örugglega eftir æfingu.
Hjólið mundað og þeyst á hraða ljóssins í vinnustöðvar þar sem sturtan var tækluð og einum gríðarlega vel metnum kaffi sporðrennt í góðra félaga hópi.
07:30
Morgunklúbburinn.
Já, það eru greinilega allskonar klúbbar sem tilheyra ákveðnum tímum dags hér um slóðir og hádegissalatið bara í tveggja tíma fjarlægð.
*gleði*
Segið mér nú góða fólk, hvar kaupir maður sér almennilega eggjaskurn á höfuðið?