EldhúsmEllan

Eldhúsvikan er vikan þar sem þú sérð um að halda eldhúsinu snyrtilegu, raða í vél, kaupa inn og passa upp á að allir fái kaffið sitt.

Eldhúsvikur sem þessar gleðja mig. Af hverju veit ég ekki en þær gleðja og mér þykir fátt skemmtilegra en að trodda mér inn í hvaða eldús sem er, endurraða, skipuleggja, breyta og bæta. Kaupa litla gleðigjafa eins og popp eða saltstangir og hafa ávextina alltaf kalda. Ég tala nú ekki um eldamennsku og þá helst bakstur.

Mhmm... pönnukökur og bananabrauð.

...

Eldhúsvikum er skipt bróðurlega á milli vinnufélaga og utan um það er haldið á þartilgerðu eldhúsblaði sem prýðir fordyri íshellis vinnunnar.

Þú hélst ég ætlaði segja fordyri helvítis... er það ekki??

Eldhúsvikan mín er að klárast og ég fæ ekki aftur að eldhúsast fyrr en í haust... *snökt*

Þegar ég leit á eldhúsmellulistann í dag blasti þetta við mér.

eldhúselín

Bwaaaahahahaaaa!

Ahhh hvað ég vinn með miklu snilldarinnar ofurfólki.

Saffran var að klárast. Maginn er kátur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef endalaust gaman af því að skoða bloggið þitt, hver uppskriftinn á fætur annari, alllar svo hrikalega girnilegar. Hlakka alltaf til að prófa það nýjasta.

Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 11:05

2 identicon

Ég var daglegur gestur á blogginu þínu alltafallltaf þar til alltíeinu skyndilega bara kvisskvassbúmm. Áttaði mig á því í gær að ég var ekki búin að skoða bloggið þitt í amk hálft ár og er búin að eyða tímanum í að skoða aftur í tímann, ég er komin að apríl. :P

En eitt sem ég forvitnast um, hvað er svona það sem þú átt alltaf til í eldhúsinu af matvælum? Hafraaar, kanill, vanilló, egg, kjúlli, túna? líklega chia fræ? Hoho.

Bjó btw til bananadöðluhafraG'dagbitana í dag, þeir voru lostæti, takk fyrir mig!

Katrín Edda (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 00:48

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Kolbrún Fjóla: Uss, þá er nú best að hysja upp um sig uppskriftabrókina og fara að gera eitthvað af viti ;)

Katrín Edda: úhh... það er nú það! Spurning um að skella í eitt stykki svoleiðis pistil bara. :)

Elín Helga Egilsdóttir, 11.7.2011 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband