31.5.2011 | 12:04
Áskoranir
Markmið.
Innávið. Útivið!
Strengdi heit núna í maí. Það held ég nú.
Þetta verður "Hið Aktíva ÚtivistarSumar" á góðri íslen-d-sku!
Ha?
Hohaaah!!!
Hvað finnst ykkur um það? Átvalgið útþanið af eldmóð og sumarlegum metnað. Með trýnið svo þráðbeint upp í himinhvolfið að það fyllist af ösku med det samme.
Föðurlandsástarsperringur 2011.
Ekki nærbrókin þó... sem væri samt frekar fyndið svona þegar ég les þetta aftur yfir.
Föðurlandsást!
Eins gott að standa við stóru orðin.
- Hjóla/labba/skokka til að komast milli staða í staðinn fyrir að nota Aspasinn, er búin að spara 16.000 kr. bara núna í maí gott fólk!
- "Brennsla" í formi fjallaklifurs, labbitúra, hjólarúnta... þá meina ég langbrannslu dauðans á rassatæki/hlaupabretti/innitæki sem er svo grútmygluð að maður fær drep í heiladingulinn.
- Nýta sumarið og birtuna og hlýjuna... bwaahahaa, hlýjuna! Njóta þess að vera úti og hafa það notalegt. Brjóta upp rútínuna og nota hvíldardaga í labbitúra, bæjarrölt, skokk, Esjubrokk, hjólagleði, sund...
...hvað sem er í staðinn fyrir inniveru, rassaþjapp (langsetur) og sjónvarpsgláp!
Eða heiladingulsdrep.
Æfa úti. Labba úti. Borða úti... SOFA ÚTI...
...nei ok, ok. DJÓK. Óþarfi að verða manískari en amma andskotans. En, númer eitt, tvö og þrjú...
...vera úti!
*gleði*
Ég nota enn ræktarhús fyrir almenna rækt og lóðamyrðingar, Tabata og ketilbjöllur.
En það sem kallast gæti brennsla, sumarið 2011, verður í allskostar öðru formi en sorginni sem fylgir ískrandi ræktartæki.
Humlur, fuglasöngur, lækjaniður, rigningadropar, gróðurlykt, öldugangur og eitthvað meira stórkostlega dramatískt í staðinn fyrir ískrið.
Hver vill vera memm?
Sumarlegt Ísland, já takk!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2011 | 09:39
Umkringd snillingum
Fékk svo svaðalega góðar fréttir í dag. Ég er öll uppveðruð og fluffy í sálinni.
Hihiiiii
ok.. ok...
Þetta... er Erna... og litli Lallinn hennar
Erna er:
- besta vinkona mín
- tuðsvampurinn minn þegar ég þarf að rífast yfir, bæði, smá- og stórvægilegum hlutum
- bootcampf félagi extraordinaire og hefur, því tengt, borið átvaglið á bakinu upp brekkur
- mikil, mikil hvatning
- Lois
- alltaf til staðar
- allsvaðalega klárt eintak
- alltaf til í allskonar vitleysu
- lögfræðingur, eiginkona (lesist með mmmyeees), mamma, að æfa fyrir 5km hlaup
- allsvaðalegasti reddari sem fyrirfinnst á jörðinni. Þurfir þú hvíta brunaslöngu með fjólubláum, misstórum, doppum sem sprautar vanillubúðing, þá er hún manneskjan til að tala við.
- uppáhalds uppáhald
- verðandi dr. Erna!
- ... (þetta ku vera ofr. línan því punktarnir eru töluvert fleiri en fram koma hér)
- snillingur
Hún fær hrósið mitt í dag og hjemmelavet sushi, næstkomandi fimmtudag, fyrir einskæran brilljans og hamingju. Fékk ofurmasterslögfræðinámsstyrk í dag!!! Amen.
Geri aðrir betur. Ha...
Ojjj hvað ég á ofurklárt vinkvendi!
- 04:45 - Banana sjúfflé
- 05:00 - 50 mín hjólarúntur
- 06:00 - Rækt, bak og brjóst
- 06:50 - Hleðsla með kókos og súkkulaði - ágætis sull
Esjuveður? Já, ég held það barasta.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.5.2011 | 11:06
Það er víst sól og blíða
Rigning hvað.
Muaaaahahahahaaaaaa
Afrek.
Í minni bók það er... ója, mikið afrek.
Ég tók hjólarúnt í ræktina í morgun! Ha... gott fólk. Rigning. Ha... hjólaði.. ehh... eh??
- Lýðurinn: *andköf*
- Átvaglið: Mmyyes... takk... *hneigir sig*... hohoho... takk... *kóngaveif*
Þó svo um það bil allir, og amma hans, hjóli í vinnuna. Meira að segja að vetri til... á nagladekkjum, og þessi grátlega uppblásna monthrúga af hjólarúnti sem ég tók teljist vart ná að fylla upp í nös á amöbu (og ég efast líka um að þær séu með nasir), þá drattaðist rigningarletihaugurinn samt sem áður frammúr. Gúllaði:
"Banana souffle"
já ég sagði það
Banana... souffle
á tilraunastigi þó. Ætla að rækta þessa hugdettu örlítið áður en ég smelli henni á alheimsvefinn. En þetta var snilld. Ómynduð, fullétin snilld.
Ok, hvar var ég... já...
Drattaðist frammúr, gúllaði gulu hamingjuna, pakkaði mér vel og vandlega inn, jú, pakkning eftir veðri gott fólk. Þar liggur hundurinn grafinn, ormurinn á gullinu, lykillinn að ánægjulegri hjólastund. Er ég ekki sjúklega klár og hryllilega vel gefin?
Hverjum hefði dottið það í hug? Í alvöru? Fatnaður eftir veðri. Tók ekki nema 27 ár... rúmlega tæplega, að komast að þessu.
An að öllu gamni slepptu þá er veðrið svoddan hugarástand að annað eins væri helmingi of mikið fyrir Böðvar. Þetta var barasta með hressari hjólarúntum, þó svo ég hafi setið eftir með rennblautt ennið og votar tær. Reyndar á ég nú eftir að sjá mig hlunkast á fætur í milljón stiga gaddi, slyddu og 700 vindstigum þegar Aspasinn vill knúsa undirritaða á köldum vetrarmorgnum. En rigning er fyrsta skrefið í átt að slydduskít, nagladekkjum og afskiptum Aspas.
Batnandi hjólakvendum er best að lifa.
Ef allt fer á latasta veg þá kaupi ég mér bara mannhæðarháa hamstrakúlu, til að sporna við 66°Norður í trýnið, og velti mér, eða fýk, í vinnu að vetri til.
Helst í fréttum:
- 04:55 - Bananadýrð í morgunsárið
- 25 mínútna hjólatúr
- 05:50 - Lappamyrðing upp á sitt besta
- 07:00 - Hleðsla
- 10 mínútna hjólatúr
- 09:00 - Kaffi
- 09:01 - Handfylli ber + hnetur + eggjahræra og 2 gúllaðar skyrskeiðar
Uss, þið verðið eiginlega bara að trúa mér. Þarf greinilega að fara að bæta í myndavélagleymskuna. Er komin með fráhvarfseinkenni á háu stigi. Vísifingur hægri handar kippist ósjálfrátt við þegar ég sé mat og vinstra augað lokast!
Viðstöddum til
- Mikillar ánægju
eða
- Allskostar ógleði, og stundum velgju
Það eru þó með dramatískari viðbrögðum!
Var annars að enda við að borða þetta fjall með fisk. Dýrð sé grænmeti í upphæðum.
Og sjávarfangi í... niður... lægðum...
Föstudagur, það held ég nú.
26.5.2011 | 14:43
Fettmúlar og þumallinn upp
Sjáið þið eitthvað mynstur hérna hjá undirritaðri?
Miðað við hvað ungfrúnni mislíkar fætur, þó helst tær og það fullorðnar og mikið notaðar/þroskaðar tær, þá er magnað hversu oft þær hafa ratað inn á bloggið blessað.
Ég ætti kannski að hafa áhyggjur af þessu.
Undirliggjandi tá-fetish?
Kannski ég komi út úr tá-skápnum á 300 km. hraða með *thumbs up" fyrr en varir??
Jah maður spyr sig!
25.5.2011 | 09:24
Morgnarnir eru bestir
04:50
Bleik skál full með banana- og kanilgraut.
Fallega skreytt með afgangs salthnetumulning og bláberjum, sem yfir nóttina, breyttust í rúsínur. Fallega skreytt... en samt... svo grá! Greyið.
Hefði ég nú aulast til að skera út á þetta svo gott sem banana og smá eplakrums þá væru þessar myndir gullfalega fínar.
Buxur gott fólk, síðmorgunbuxur og sokkar í stíl við grautarskálina. Planað, ráðlagt og skipulagt.
Eða þannig.
Átvaglið mundi sumé eftir kuldakasti síðustu myndatöku og fyrirhyggjusemin drap næstum græðgispúkann í morgun. En bara næstum... því buxurnar voru á röngunni og vasarnir stóðu út í loftið eins og eyrun á Guffa.
En grauturinn var góður. Eins og alltaf yfirleitt.
Bananabiti extraordinaire skríður úr felum! Ekki svo viss um að honum hafi þótt það góð hugmynd 2 sek eftir að þessi mynd var tekin.
05:22
Hjólað af stað í ræktarhýsi með aukahring og lúppu í ferhyrning.
Enganvegin umhugað um eigin öryggi, tók ég myndavélina og vídjóaði dásamlegheitin, á tvíhjólinu, í morgunsárið. Að stýra með einari, á hjóli, með myndavél, og tala við sjálfa sig í leiðinni án þess að taka kollhnís er... kannski... ekki... jafn stórkostlegt afrek og ég ætlaði mér að útlista.
Mmm... jebb.. gleymume'ssu!
Mikið, mikið.... miiikið sem ég elska að nýta morgnana í góðu veðri, kyrrð og blíðu.
Í miðjum hjólaklíðum hugsaði ég með mér af hverju í ósköpunum vindurinn næði að græta kvendið svona svakalega. Hvort hann væri viljandi að reyna að smokra sér bak við gleraugun til þess eins að vera með leiðindi.
Eftir 5 sekúndna vangaveltur, og vindbiturð, uppgötvaði ég þó, mér til mikillar aulahamingju, að glirnurnar hvíldu sig á höfðinu á mér. Húrra fyrir því.
10 stig, niðurávið, fyrir greindarvísitöluna og eggjaskurnleysið reyndar líka.
Eggjaskurn verandi ósýnilegi hjálmurinn sem situr á toppstykkinu!
En þrátt fyrir heimskulegheitin tel ég mig knúna til að segja ykkur frá þessu öllusaman... hví? Ég tók meira að segja mynd til sönnunar og gagns!
Hvaða hvati liggur hér að baki hef ég ekki hugmynd um en ég held ég skrái önnur 10 stig í kladdann hjá sjálfri mér fyrir vikið.
Niðurávið.
Sama útsýni og í fyrra, sami hringur. Með hið gullfallega, bláa, IKEA í baksýn.
Trúi ekki að það sé rétt svo tæplega ár síðan.
05:58
Handleggum formlega refsað.
Fyrir hvað munu þeir aldrei vita blessaðir.
07:00
Hleðsla gúffuð hratt og örugglega eftir æfingu.
Hjólið mundað og þeyst á hraða ljóssins í vinnustöðvar þar sem sturtan var tækluð og einum gríðarlega vel metnum kaffi sporðrennt í góðra félaga hópi.
07:30
Morgunklúbburinn.
Já, það eru greinilega allskonar klúbbar sem tilheyra ákveðnum tímum dags hér um slóðir og hádegissalatið bara í tveggja tíma fjarlægð.
*gleði*
Segið mér nú góða fólk, hvar kaupir maður sér almennilega eggjaskurn á höfuðið?
24.5.2011 | 16:26
Hádegisvinnuát og elítufólk
Hádegismaturinn er einn af mínum uppáhalds uppáhalds mötum. Virkilega.
Ég hlakka alltaf til þess að setjast niður með hádegiselítunni minni, stundvíslega kl 10:46, og gúffa í mig risaskammt af salati. Flundurfersku og risastóru... salati.
Stundum með ábót, búbót, sokkabót, þokkabót.
Sokkabót er afskaplega óæskilegt til átu hinsvegar.
Eldhúselítan samanstendur yfirleitt af eldhússkvísunum mínum, Ernu og Þórunni, hnébeygju á Einari H. og Elínu H. Sem ku vera undirrituð.
Já, við borðum hádegismatinn okkar um 11 leitið.
Við hópinn hafa bæst nokkrir valinkunnir einstaklingar yfir mánaðanna rás. Snemmvaknarar og ræktarfrömuðir. Hjólagúbbar og Crossfit brjálæðingar.
Það er gleði.
Mikið sem eldhúskvendin eru nú frábærlega æðislegar samt. Maturinn, í orði, á ekki að byrja fyrr en 11:30. Eins og ég hef áður sagt. Dekur og meira dekur.
Typical ofur hádegismatur a la vinnan!
Fjóólublátt kál.
Núna er hinsvegar margt að gerjast í loftinu og eftir mánuð eða svo kem ég til með að þurfa að fara með mitt eigið ofursalat í vinnuna. Nýju vinnuna. Jebb.
Það verður öðruvísi.
Tilraunir á hádegismatartilraunir ofan í nánustu sumarframtíð... ef sumarið lætur þá sjá sig blessað.
Ég kem til með að sakna elítunnar minnar all svaðalega. Það verður bara að segjast.
Tímarnir framundan eru þó hryllilega spennó og tilhlökkunin allverulega yfirgripsmikil!
Í þessum töluðu...
...epli gúffað í morgunsárið og Hámark um 14:00 leitið í dag.
Saffran í kvöld? Já, það gæti bara vel mögulega verið!
Játningum hérmeð lokið.
Sjáið svo bara hvað amma mín elsku besta bjó til fallega fínt hálsmen handa mér!Öööölsk á það!
Esjan á morgun?
23.5.2011 | 08:50
Inn með trefjar, út með sykur
Amk ákveðna tegund af sykri!
Ég varð fyrir svolitlu áfalli í gær.
Sparki í rassinn, vitundarhugljómunarofursjokki.
Þetta er eitthvað sem ég vissi alveg. Eitthvað sem flestallir vita en hugsa kannski ekki svo mikið út í.
1 kókdós = 1 bjórdós
Fyrir utan vímuna
Og við gefum börnunum okkar kók!
Frúktósi, high fructose corn syrup. Eitur fyrir skrokkinn. Ég er seld. Búið að troða þessu í allan fjandann, afsakið orðbragðið. Brauð, gosdrykki, ávaxtasafa, barnamat (þurrmat)... barnamat gott fólk!!! Slekkur á leptíninu sem segir þér að þú sért saddur, sem þýðir að þú troddar óumflýjanlega meira þrátt fyrir að skrokkurinn sé löngu búinn að fá nóg. Jafn mikið eitur og alkóhól.
Sugar, the bitter truth fyrir þá sem hafa áhuga!
1, 2 og 3 mín kæru. Núna er tími til kominn að lesa vel á pakkningar, baka brauðin sín sjálfur og borða það sem móðir jörð hefur upp á að bjóða. Paleo matarræði, það sem hellisbúarnir settu ofan í sig. Grænmeti, ávextir, hnetur, kjöt. Trefjar og aftur trefjar. Lykilinn að góðri heilsu gott fólk.
Dramatík dagsins hérmeð lokið.
Þar sem undirrituð var svoleiðis uppfull af andlegri biturð og frúktósagremju, sá trefjaljósið margfalt, hélt dýrið uppá þessa vitrun með risaskál af iGraut skreyttum bláberjum, kanil og smávegis kaffisparki.
Góður dl. hafrar, 150 gr. eggjahvítur, 1/2 banani, vatn, örbylgja.
Kanill, kaffi, salt.
Bláber, ísskápur, einfalt, gott, skeranlegt, ákkúrat, fínt... og framvegis.
Myndataka fóru hálfpartinn út og á ská sökum morgunkulda. Græðgin var ívið sterk þegar augnlokin opnuðust, með smá ískri - það var frekar truflandi, og þegar andinn er slíkur eyðum við ekki 10 sek í að klæða okkur í almennilegar brækur.
Sokkarnir voru eina flíkin sem var í stíl við morgunkuldann.
Fór svo út að hjóla stundvíslega kl: 5:30. Tæklaði ræktina kl: 06:00, þar sem brjósti og baki var stútað, gúllaði Hleðslu á slaginu 06:58, beint upp á fákinn aftur og brunaði í vinnuna.
Morgunkaffið yfirstaðið og núna er ég að súpa kanilte. Ahhhh!
Ég held ég þurfi, með sorg í hjarta, að endurskoða Torani neysluna gott fólk. Sykurlaust sýróp, það hlýtur að vera maðkur í mysunni...
...eða frúktósi.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
22.5.2011 | 10:05
Morgunsteypa
Tóm steypa.
Kannski ekki tóm.... og afskaplega bragðgóð. En næstum of mikið þykkildi fyrir þykkildisins smekk.
Sem gerist sjaldan.
Sagði samt næstum... næstum er næstum, það "er" ekki.
Afgangs skyr, 20 gr. hafrar, 1 tappi ómægod3 lýsi, Torani, 1 msk chia, vanilludropar og smá mjólk.
Sítrónusafi + sítrónubörkur.
Rúmlega tsk af hvoru þessara.
HRÆARA
Og ísskápa.
Daginn eftir!!
HOHOOOOO.... þykkildi Hansson. Svoddan grjót að ég þurfti að bæta út í gvömsið smá auka skyri, og að sjálfsögðu möndlum fyrir knús og kram.
Steypuþykkildi eður ei, ég kvarta núll og borða með bros á vör því gumsið var ekkert nema ofur.
Ef þið viljið þynna þykkildið - bæta bara við smá vatni eða mjólk eða soja eða hot sauce...
...hvað? Ég hef ekki hugmynd um hvað kveikir á morgunverðarbjöllunum þínum!
Út, ekki seinna en núna!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.5.2011 | 21:07
Urð og grjót, upp í mót
Ekkert nema urð og grjót.
Og smá gras.
Og lækjarsrpænur!
Og drullusvað!
Eða, jah... uppþurrkað, þornað... ég var hið minnsta ekki að fara að standa í einum drullupollinum til til að ná af því mynd. Metnaðurinn er ekki svo geigvænlegur!
Amk ekki þegar maður er í skóm sem á er eitt stykki gat.
Það er verra.
Vaknaði í morgun með Esjuna á heilanum.
Hafið þið tekið eftir mynstrinu? Átvalgið fær eitthvað á heilann og það skal fræmkvæma eigi síður en í fyrra... haust! Esjugöngur, hjólatúrar, hamborgaraát.... en vitið þó það mín kæru, trúið mér og treystið og allt sem eru fiðrildi, að ef þið fáið allt í einu dularfulla flugu í hausinn, fylgið henni eftir.
Fluga verandi hugmynd.
Þú veist, til vonar og vara... ef ske kynni að þú héldir að ég væri í raun að tala um flugu sem þú ættir að elta út um allt.
Nema... þú hafir vitað að fluga væri samlíking fyrir hugmynd en hafir áhuga á því að elta fluguna, það er, ef þú kemur til með að fá flugu í höfuðuð á einhverjum tímapunkti yfir ævina, og þér þyki þjóðráð að veita henni eftirför.
Sitt sýnist hverjum í þeim efnum!
En svo við tökum nú eitt hausflugudæmi:
- Ykkur þykir tilhugsunin um almennt skokk og útivistarvesen hræðilegri en íbitinn appelsínubörkur eða hráar eggjahvítur!
- En, þið vaknið einn daginn og hugsið "Djö... væri ég til í einn stuttan núna!"
- Heii - ekkert svona dóninn þinn. Stuttan hlaupahring. Ha... já, ég veit vel hvað þú varst að hugsa!
- Þið sitjið í dágóða stund og spáið í kostum og göllum þessarar hausflugu.
- Þið sitjið dágóða stund í viðbót, og spáið í fleiri kosti og galla.
- Þið reynið eflaust að finna fleiri galla en kosti.
- Svo ákveðið þið að drattast á lappir og framkvæma.
Og það er ekkert nema snilldin einarsson. Þið hefðuð annars séð eftir þessum hamingjunnar Herkúles sem ákvað að bíta ykkur í afturendann þann daginn og gefa ykkur fítonskraft í eitthvað sem þið gerið annars afskaplega sjaldan.
Það er ljúf tilfinning.
Þannig að.
Fítons hausflugu Herkúles dagsins í dag var sumsé...
...Esjan!
Ahhh!
Eftir þrusuflotta fettmúlaæfingu í morgun var förinni heitið heim í próteinbeyglu. Hef ekki smjattað á svoleiðis kvikindi í allnokkurn tíma og æjiiii hvað gúmmulaðigrísinn ískraði af einskærri beygluhamingju.
Beyglur, eru Guðmunds beyglujöf til manna gott fólk. Þær eru jafn syndsamlegar og pylsu- eða kleinuhringjabrauð.
Sem ég gæti borðað allsbert í hvert mál *mmhmmm*
Allavega.
Sat heima í drykklanga stund og hugsaði upphátt um dagsins amstur.
- Esjan
- Gott veður
- Of gott til að sitja inni
- Of gott tll að djöflast eitthvað?
- Nógu gott til að hengirúmast?
- Of kalt?
- Of kalt til að hengirúmast? Mmm.... já.
- En nógu heitt til að djöflast eitthvað...
- ...mmm...já!!
- Eitthvað?
- Ég þarf að þrífa bílinn
- Esjan
- En ég vaar að stúta á mér lærum og rassi
- Fara í búðina
- Esjan
- Esjan
- En lærin og rassinn
- Esjan
Og þannig var nú það.
Aspasinn á 130 að Esjurótum og 43,25 mínútum síðar tók ég þessa mynd.
Eins og Tjörnin í Reykjavík heitir því framúrskarandi frumlega nafni, Tjörnin, þá hefur einhver ákveðið að benda gangandi Esjufarendum á það að hér sé um eitt stykki stein að ræða.
Steinn!
Ég mæli með því að einhver útbúi skilti sem á standi "Markús" eða "Friðrik".
Og þessa...
...til minningar, og sönnunnar, um helvítis góða hugdettu bara, og já, ég þrammaði ein þarna upp eins og villimaður, frussandi og fnasandi.
Það var massagott.
Leiðin norður og niður innihélt skyr sem hvíldi sig í bakboka sem hvíldi sig svo á bakinu á mér.
Eins og mister 007 orðaði svo fallega:
"Shaken, not stirred"
Sem skyrið var svo sannarlega, eftir að hafa fengið að hlussast upp og niður í ofurbakpokanum.
En ég hrærði í því eftirá. Því gott fólk, það þarf alltaf... að hræra!
HRÆÆRAAA!
*Mynd vandar sökum græðgi*
Geggjaður dagur. Meistaralega vel valið veður. (Segið þetta 10 sinnum hratt). Yndislegt útsýni.
Ísland... bezt í heiimiiiiii! *Frethænsnið springur úr grobbi*
Ég held ég fái að finna fyrir þessum hamagangi á morgun. Jebb... ég held meira en að halda það bara.
Ég veit.
*stress*
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.5.2011 | 18:23
Póstergelsa júróvisjón helgardjell
Helgin í smámáli og myndum.
Ég náði að pirra mig á póstinum! Ekki að það sé þess virði að pirra sig yfir... ekki það að eitthvað, hvað svo sem það er, sé þess virði að pirra sig yfir? Í alvöru?
Lífið er of stutt fyrir tilgangslausa pirringa. EN ég pirraði mig samt og já, ég tuða yfir því núna.
Ykkur til ævarandi hamingju geri ég ráð fyrir! Afsakið fyrirfram...
...en þegar... maður pantar sér eitt stykki svona glæsilega fínan rauðan miða.
Þá vill maður ekki sjá póstkassann sinn gubbandi fréttablaði og Hagkaupsbæklingum! Onei
Það fær pirrarann hið innra til að froðufella af einskærri gremju og ónotalegheitum og einhverju sem er ekki æskilegt svona dags daglega!
BLAARGH GLAARRRGAAFLARGH!
HOKAYYY... þá er það búið!
Aafslappelsi, gott ét, gott fólk og ræktin tekin með trompi. Ahhh. Óskir um gott veður fóru bókstaflega út í... jah, veður og vind.
Veðrið var ágætt jú, en hitinn hefði mátt kyssa 15 gráður... eða hærra.
Mér hefði ekki mislíkað hærra!
Létum sjá okkur í bænum um helgina. Ótrúlegt afrek. Kolaportið fékk okkur í heimsókn þar sem ég keypti mér geypifín hjólagleraugu!
Núna er bara hjálmurinn og eitt stykki lás eftir... jah, og almennilegt hjól, en þett er ágætis byrjun.
Koló og kaffi í desert. Mikið sem ég öölska kaffihús sem láta svo gott sem einn súkkulaðidropa fylgja sopanum.
Ég fékk líka að borða rest af uppáhalds uppáhaldinu mínu.
Froða!
Kaffihúsalistaverkið sem vinkaði mér á veggnum var ánægjulegt með eindæmum.
Röltum 10 skref til hægri og viti menn.
Kræst!
Látum sjálfsagann fá lítið verkefni í dag. Ha. Hvernig væri það?
Nokkuð viss um að það hafi verið veðmálatíð hjá æðri máttarvöldum þennan daginn.
Eeeelíííín...... EEEEEELÍÍÍÍÍN.....
Fengum skrúðgöngu beint í æð.
Þar rákumst við á hana Rikke! Enn og aftur eitthvað sem gladdi mig óstjórnlega.
Ekkert nema gleðin einar að hitta á yndislegt fólk þegar maður býst enganveginn við því.
Við tók smárölt og smá-át!
Júróvisjón átt svo hug okkar allan að kveldi.
Nammihlaðborðið óx og dafnaði, jafnt og þétt frá 18:00 - 18:34. Eftir þann tíma óx það ekki nokkurn skapaðan hlut og var með öllu horfið um 21:00.
18:00
18:17
18:34
Salatskurður og almennt fjas ásamt eldhúspilli og beikonáti í bland við æpandi júróvisjónfólk.
Amma sankaði að sér öllu því áfengi sem hún fann og sat á því eins og ormum á gulli....
...OOOORMUR Á GULLI GAMLA GEIT!
Smágrísir þurfa líka að borða!
Kettir greinilega líka.
Amma stal áfenginu, Valdimar stal ábreiðu litla stubbs og var nokkuð kátur með þýfið.
Afi horfir miklum girndaraugum á teppið... vona ég!
Grillmeistarinn pabbúla flúði vettvang og sat nokkuð sæll undir sólhlífinni og klappaði grilinu endrum og eins.
Þrátt fyrir, að því er virtist, óstöðvandi úrhelli, breyttust þessar elskur...
...í þetta!
Og bara svo allir séu með það á glimrandi tandurhreinu! Þá er hjemmelavet laukchutney og sveppabeikonhræringur algerlega... algerlega, ómissandi hamborgaraþættir!
OG ÞETTA!
Að eilífu...
...amen!
AHHH hvað hamborgarar eru góðir borgarar! Þó sérstaklega jevróvisjónmömmborgarar!
Að auki við góðborgara, megafröllur og meðlæti þá voru tvær T-bone steikur murkaðar.
Í orðsins fyllstu murkingu.
Rjómi var samnefnari eftirréttanna sem ekki voru af verri sortinni.
Ooonei!
Khalúakrums og draumaterta. Það gerst varla betra... rjómi með rjóma og meiri rjóma ofan á rjóma?
Sunnudagurinn var tekinn í þarfa afvötnun. Hann innihélt meðal annars Saffrankjúlla, skyr og möndlur í tonnatali.
Núna ætlar ungfúin að hjóla í ræktarhús, svitna smá, hjóla til baka og nota restina af kvöldinu í afslöppun og notalegheit.
Yfir og ú!