Morgunsteypa

Tóm steypa.

Kannski ekki tóm.... og afskaplega bragðgóð. En næstum of mikið þykkildi fyrir þykkildisins smekk.

Sem gerist sjaldan.

Sagði samt næstum... næstum er næstum, það "er" ekki.

Afgangs skyr, 20 gr. hafrar, 1 tappi ómægod3 lýsi, Torani, 1 msk chia, vanilludropar og smá mjólk.

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

Sítrónusafi + sítrónubörkur.

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

Rúmlega tsk af hvoru þessara.

grautarbætarar

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

HRÆARA

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

Og ísskápa.

Daginn eftir!!

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

HOHOOOOO.... þykkildi Hansson. Svoddan grjót að ég þurfti að bæta út í gvömsið smá auka skyri, og að sjálfsögðu möndlum fyrir knús og kram.

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

Steypuþykkildi eður ei, ég kvarta núll og borða með bros á vör því gumsið var ekkert nema ofur.

Ef þið viljið þynna þykkildið - bæta bara við smá vatni eða mjólk eða soja eða hot sauce...

...hvað? Ég hef ekki hugmynd um hvað kveikir á morgunverðarbjöllunum þínum!

Út, ekki seinna en núna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dæææææææs, á engar morgunbjöllur - bara eftirmiðdags- og kvöldbjöllur

Dossa......aftur (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 11:07

2 identicon

Veistu, ég rakst á bloggið þitt í vetur og hef lesið það allt frá byrjun.

Mikið ferðalag og miklar breytingar sem orðið hafa, bæði á þér og blogginu sjálfu. Algerlega nýjasta uppáhaldið mitt í bloggrúntinum.

Það væri án efa stórskemmtilegt að hitta á þig í eigin persónu. Frábær lesning, skemmtilegur penni.

Gefa út bók takk!

Erlingur (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 13:59

3 identicon

Eitt af uppáhaldsbloggunum! - en þetta torani er nú viðbjóður samt... Acesulfame alla leið...

Magnea (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 19:09

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Dossa: I´ll teach you...

Erlingur: Æji elsku besti, takk fyrir mig

Magnea: AMEN... mér stóð nú ekki alveg á sama þegar ég horfði á"Sugar: The bitter reality"

Paleo, here we come!

Elín Helga Egilsdóttir, 22.5.2011 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband