Færsluflokkur: Hnetur

Eftirmiðdagurinn í mynd

Fjórða át-/-blogg dagsins!

Ekki verða brjáluð. Já, þetta eru eggjahvítur og nei, ég borða þær ekki af illri nauðsyn.

Ég hef sagt það áður - mér þykja eggjahvítur einfaldlega ofurgóðar og skemmtilegar að bíta í... eins bragðlausar og þær eru nú!

Eggjó de hvító

Prótein og fita. Prótein og fita.

Góð fita.

Bjútíbombur

Mikið elska ég hnetur.

Ein til tvær máltíðir eftir. Fer eftir skapi og átvaglsstuðli eftir kvöldmat!


Grænt hádegi

Allt sem er grænt grænt... og smá rautt!

Og einn fiskur.

fishy fishy fishy

Eftirréttur.

blandaðar hnetur

Takk fyrir mig!

(Er ég ekki að standa mig vel í smápistlagerðinni? Klæjar samt í fingurna mig langar svo að skrifa eitthvað meira sbr. þessi rulla sem er að verða til hérna... hún er samt ekki um neitt.)

EOL


Hnetur betrumbæta

Nema þú sért með ofnæmi. Þá skulum við ekkert ræða það neitt frekar!

En þessi ófögnuður...

Ekki uppáhalds

...ásamt tveimur lúkum af þessum fögnuði!

hnetubland 

Gerir ófögnuðinn boðlegan átvaglinu. En það þarf að fylgja hnetugleði hverjum bita, annars fer hann ekki niður.

Eftirfarandi áthallæri á sér einungis stað þegar hreina skyrið blessað gleymist heimavið og húkir grátandi í frystihúsi Gúmmulaðihallarinnar.

Glöggir tóku svo væntanlega eftir því að ófögnuðurinn var myndaðu eftir át.

Sjóleiðis hallæri á sér stað þegar átvaglið vinnur matarbloggarann í einvígi.

Það sem þyrfti hinsvegar að eiga sér stað núna er ég, hoppandi eins og villikvikindi, út í sólina. Það sést bersýnilega á innihaldi og gæðum þessa pistils.


Hvaða hrúga er þetta?

Ég tók mig til og útbjó hafrastangir um helgina. Hafra- og bláberjastangir. Tókst ekki betur til en svo að það sem líta átti út eins og stöng breyttist í óskilgreinda hrúgu af gumsi sem var ljótara á litinn en myglublettur á fituskán! Ágætlega bragðgott en ekki nánda nærri jafn gullfallegt og átvaglið hefði á kosið.

Þar af leiðandi koma engar myndir af krumpinu fyrr en fullkomnað er! Ég held ég viti hverju ég klikkaði á, kemur í ljós í næstu tilraun!

En svona til að halda í hefðir þá var þessi diskur gleyptur í hádeginu! Gullfallegafínn ekki satt?

Túnfiskur og gleðilegheit

Öreindarifnar gulrætur og paprika með túnfisk er ótrúleg hamingja! Blanda gumsinu saman og voila! Sérstaklega fiskurinn og paprikan. Stórskemmtilegt!

Túnfiskur/paprika

Túnfiskur/gulrætur

 

 

 

 

 

 

 

!KASJÚ! -> Guð blessi þig!

Krúttusprengjur

Gvöð hvað maður er nú kómískur svona á mánudegi!


Kjúlli, hnetur og hnetusmjör

Einhæft eða hvað? Einhæft en góð..hæft. Ef það er þá orð.  Shocking Engu að síður, þá læt ég það standa.

Kjúlli, gulrót og hnetusmjör. Beint af kúnni, allsbert og gleðilegt. Merkilegt nokk, þá eru gulrætur og hnetusmjör svaðaleg blanda! Mæli með því!

Kjúlli, hnetusmjör og gulrætur - gleðiblanda

Kjúlli, gulrætur og hnetusmjör - gott, gott 

 

 

 

 

 

 

Meiri kjúlli og ... tadaaa... gleðimöndlur! Stútfullur diskur af salati og hamingju... og möndlum. Ahh! 

Möndlur eru barasta góðarKjúlli, grænmeti og mandlas 

 

 

 

 

 

 

Viðurkenni það fúslega að ég skoða oft stjörnuspána mína í gamni. Stundum á hún vel við, stundum ekki. Maður virðist þó alltaf ná að samsama lesturinn við eitthvað sem á hefur dunið í lífinu. Stjörnuspáin mín fyrir daginn í dag kætti kvendið mjög.

VATNSBERI 20. janúar - 18. Febrúar

Hvöt þín til óhófs spennist sífellt á móti fjárhaslegri visku. Ef þú ert að sækja í enn betri vinnufélaga, getur þetta verið stórkostleg hugmynd.

Höfum þetta stutt:

Hvöt til óhófs = Endalaus bakstur. Þarf maður virkilega að tilraunast?

Fjárhagsleg viska = Alltaf að kaupa meira og meira bökunardót. Kreppa?

Betri vinnufélagar = Smakkararnir mínir. Fullur kökumagi jafngildir glaðri sál - yfirleitt.

Stórkostleg hugmynd = JÁ! JÓLIIIIN.... afsakið, veit ekki alveg hvaðan þetta kom!

Þá held ég áfram að láta eins og bökunarbestía, eyða pening í sykur og hveiti og vinn mér inn, í kjölfarið, ást allra minna vinnufélaga þar sem ég held að þeim kökum og gúmmulaði allan liðlangan daginn!

Góður matur, glaður magi og maginn ræður alltaf.


Nuts for nuts!

Mér þykir það óskiljanlegt að þeir, sem ekki eru með hnetuofnæmi, þykja hnetur góðar en eru kannski að grenna sig, forðist það að borða þessar gersemar sökum hræðslu við að fitna! Jú, að sjálfsögðu, ef þú tækir þig til og ætir kíló af hnetum upp á dag þá kæmi það líklegast niður á mjónubuxunum. Sérstaklega ef þú borðar hambó í hádegiunu og pizzusneið í millimál. Allt er gott í hófi elsku fólkið mitt, allt er gott í hófi!

Ristaðar möndlur með kanil og smá salti

Það getur verið að ég sé eitthvað ranglega samsett, ágætis líkur á því, en þegar ég kemst í hnetur er það eins og að komast ofan í stóra skál af súkkulaði. Hneturnar eru eins og nammi! Ef ég vil nammi, þá fæ ég mér hnetur og viti menn, sykurþörfin troðin undir stein! Ég tala nú ekki um þegar hneturnar eru ristaðar á pönnu/ofni/örbyglju með smá kanil og salti! Ójes!

Möndluhúðuð kjúklingabringa

Ástæðan fyrir því að fólk forðast þær er líklegast hátt kaloríu- og fituinnihald. En örvæntið eigi... hnetur og möndlur eru stútfullar, og frábær uppspretta, af hollum fitum, próteini og trefjum. Kannanir hafa m.a. leitt í ljós að möndlur lækka slæmt kólesteról (LDL) en hækka það góða (HDL). Hnetur innihalda einnig potassium (valhnetur), magnesium (möndlur, valhnetur, pecanhnetur), járn (heslihnetur), zinc, E-B-A vítamín, kalsíum (möndlur, heslihnetur), selenium ofl. Með því að borða margar hnetutegundir færðu í skrokkinn fjölbreytilegt úrval steinefna og vítamína á náttúrulegan hátt. Ég fæ mér daglega kúfaða lúku, eina, tvær... jafnvel þrjár af hnetum og/eða möndlum. Þær fylla magann vel, gefa orku, halda átvaglinu ánægðu, áferðaperranum hamingjusömum og nammigrísnum sáttum.

Valhnetu-, banana- og kanilgums

Það þarf ekki alltaf að spisa hneturnar allsberar og eintómar, þið gætuð bætt þeim út í uppáhalds pottréttinn ykkar, út á morgunkornið, út í skyr, ofan á brauðsneið, í pestó, á ís, á graut, í brauð - hvað sem er. En þar sem hnetur eru mjög ríkar af, uppáhalds vini okkar, kaloríunum, þá er sniðugt að skipta þeim út fyrir t.d. feitan mat í máltíðum, til að forðast þyngdaraukningu, nú eða hreinlega borða sem part af vel skipulögðu og hollu matarræði. Sem dæmi, setja þær yfir salat í staðinn fyrir beikon- og/eða brauðbita nú eða nota í millimál.

Heilhveiti pistasíu muffins

Til að gefa ykkur dæmi um skammtastærðir (hægt að finna allstaðar á netinu ef þið eruð óviss) þá væri flott snarl, per hnetutegund, um það bil 22 möndlur, 20 pecanhnetu helmingar, 18 kasjú, 14 valhnetu helmingar, 20 heslihnetur, 12 macadamia hnetur, 47 pistasíur, hnetusmjörið eru 1 - 2 msk, svo eitthvað sé nefnt. Það er helv.. hellingur af hnetum mín kæru. Er það ekki dásamlegt? InLove

Söngbrauð - svakalega gott speltbrauð

Ekki vera hrædd við hneturnar, í guðanna bænum. Þær eru frábærlega fínar, hollar, seðjandi, skemmtilegar að bíta í og bara krúttaralegar.


Vampírukisi og viðbit á laugardegi

Aumingja kisinn minn er slappur og fúll. Getur svosum sjálfum sér um kennt, ég segi það ekki. Hann er með vampírubit eftir annan slagsmálakött á framfætinum. Bólginn og illa haldinn fórum við með hann til dýralæknis í morgun þar sem hann fékk sprautur og núna liggur hann hálf úldinn yfir lyklaborðinu - sem gerir þessi skrif mín mjög krefjandi.

Þrátt fyrir umönnunarstörf og vorkunn, í garð úldnakisa, stoppaði það mig ekki í því að næla mér í mat í kaffinu. Eggjahvítukaka með kanil, stöppuðum banana og möndlum, meiri möndlur mín kæru og jújú, kanilstráð epli.

Eggjahvítukaka með stöppuðum banana, möndlum og kanilstráðu epli

Kanil- og möndlukóma tekur nú við, á þessum annars ágæta laugardegi, í bland við kattardekur og almenna leti.


Banana og möndlusmjörsloka mínus brauðið

Nákvæmlega það sem titilinn segir. Banani og heimagert möndlusmjör á milli! Æðislegur biti í eftirmiðdaginn! Mjúkur sætur banani, stamt möndlusmjör með eilítið sætum keim.

Banani og heimagert möndlusmjör

Grísinn í bakgrunn er líka ánægður með viðbitsvalið. Leifði honum að vera með til að halda í bleika þemað síðan í morgun. Gleðigrís með meiru!


Of gott til að sleppa

Hrærði saman í morgunmatinn minn í dag.. í gær!

Gúmslaði saman 200 gr. hreinu Kea skyri, 1 niðurskornu epli og rúmlega 1 dl. Sólskynsmúslí. Þessu leyfði ég að sitja inn í ísskáp yfir nóttina og í dag var blandan orðin að miklum graut. Sem ég fíla alveg í botn. Þegar ég mætti svo í vinnuna í morgun blasti þetta heimagerða ofurmúslí við mér...

Ofurmúslí í vinnunni

...þið sjáið það bara sjálf. Þetta múslí er of girnilegt til að sleppa. Heilar hnetur, bitar af döðlum, sólblóma- og graskersfræ, furuhnetur og kókos. Mmmm! Ég fékk mér að sjálfsögðu múslí út á skyrið mitt.

Vinnuskúbbað yndælis múslí

Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, ónei. Þetta er bland sem ég gæti vel hugsað mér að narta í yfir góðri bíómynd! Erna (yndislega fína eldhússkvísan í vinnunni) þú ert snillingur!


Heilhveiti pistasíu muffins

Ég hef sagt það svo oft og fæ aldrei leið á því. Ég elska hnetur! Hnetur af öllum stærðum og gerðum! Pistasíur eru í miklu uppáhaldi. Bragðgóðar, svolítið sætar, áferðin skemmtileg, liturinn brilliant - gaman að pilla þær úr skinninu og ennú skemmtilegra að fá þær skinnlausar svo auðveldara sé að graðga þeim í sig! Átti ansi stóran poka af pistasíum og ákvað að skella í pistasíu muffins í gær í morgunmat í dag!

Heilhveiti pistasíu muffins - 12 til 16 muffins

Heilhveiti pistasíu muffinsStilla ofn á 200 gráður.

2 bollar heilhveiti

1/2 bolli hafrar

1/4 bolli heilar pistasíur. Má mylja.

1/2 tsk salt

1 msk lyftiduft

1/4 bolli hunang

1 egg

1/2 bolli olía

1/2 bolli létt AB-mjólk

2 tappar vanilludropar

3/4 bolli Undanrenna

Toppur:

1/4 bolli muldar pistasíur og 2 msk púðursykur. Má sleppa.

Hræra saman hveiti, höfrum, pistasíum, salti og lyftidufti í stórri skál. Setja til hliðar. Hræra þá saman hunangi, eggi, olíu, AB-mjólk, vanilludropum og Undanrennu. Blanda blautu við þurrt og passa að ofhræra ekki - ofhrærsla kemur niður á áferðinni! Skúbba deiginu í smurð muffins form, setja toppskraut ofan á hverja köku og inn í ofn í 15 - 20 mínútur. Mínar voru inni í tæpar 20. Það sem ég geri er að ég tek pappírs muffins form og set þau í ofan í muffins bökunarform, annars lekur deigið út um allt.

Heilhveiti pistasíu muffins

Trefjar, prótein, holl fita, flókin kolvetni! Fullkomið í morgunmat eða með kaffinu! Morgunverðarmuffins jafnvel! Virkilega bragðgóðar. Stökkar að utan, mjúúkar, léttar og fluffy að innan. Væri jafnvel hægt að nota þær sem brauðbollur, skera í sundur og borða með osti og sultu. Toppurinn verður líka svolítið fönkí á litinn! Grænn toppur - lovit!

Heilhveiti pistasíu muffins

Mjög einfalt að útbúa þær, rétt tæpar 10 mínútur að skella í deigið og svo 20 mín í ofni! Ég þarf svosum ekki að lofa þær frekar - ég eeeeelska hnetur og það, að bíta í hnetu inn í muffins, er mjög gleðilegt fyrir mig!

Ekkert smá ánægð með þennan skammt! Hann fer beint á "gera aftur" listann!

Update: Vinnufólkið mitt eelskaði þær. Gaf þeim fullt hús! Væri líka örugglega æðislegt að raspa út í deigið sítrónubörk!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband