Nuts for nuts!

Mér þykir það óskiljanlegt að þeir, sem ekki eru með hnetuofnæmi, þykja hnetur góðar en eru kannski að grenna sig, forðist það að borða þessar gersemar sökum hræðslu við að fitna! Jú, að sjálfsögðu, ef þú tækir þig til og ætir kíló af hnetum upp á dag þá kæmi það líklegast niður á mjónubuxunum. Sérstaklega ef þú borðar hambó í hádegiunu og pizzusneið í millimál. Allt er gott í hófi elsku fólkið mitt, allt er gott í hófi!

Ristaðar möndlur með kanil og smá salti

Það getur verið að ég sé eitthvað ranglega samsett, ágætis líkur á því, en þegar ég kemst í hnetur er það eins og að komast ofan í stóra skál af súkkulaði. Hneturnar eru eins og nammi! Ef ég vil nammi, þá fæ ég mér hnetur og viti menn, sykurþörfin troðin undir stein! Ég tala nú ekki um þegar hneturnar eru ristaðar á pönnu/ofni/örbyglju með smá kanil og salti! Ójes!

Möndluhúðuð kjúklingabringa

Ástæðan fyrir því að fólk forðast þær er líklegast hátt kaloríu- og fituinnihald. En örvæntið eigi... hnetur og möndlur eru stútfullar, og frábær uppspretta, af hollum fitum, próteini og trefjum. Kannanir hafa m.a. leitt í ljós að möndlur lækka slæmt kólesteról (LDL) en hækka það góða (HDL). Hnetur innihalda einnig potassium (valhnetur), magnesium (möndlur, valhnetur, pecanhnetur), járn (heslihnetur), zinc, E-B-A vítamín, kalsíum (möndlur, heslihnetur), selenium ofl. Með því að borða margar hnetutegundir færðu í skrokkinn fjölbreytilegt úrval steinefna og vítamína á náttúrulegan hátt. Ég fæ mér daglega kúfaða lúku, eina, tvær... jafnvel þrjár af hnetum og/eða möndlum. Þær fylla magann vel, gefa orku, halda átvaglinu ánægðu, áferðaperranum hamingjusömum og nammigrísnum sáttum.

Valhnetu-, banana- og kanilgums

Það þarf ekki alltaf að spisa hneturnar allsberar og eintómar, þið gætuð bætt þeim út í uppáhalds pottréttinn ykkar, út á morgunkornið, út í skyr, ofan á brauðsneið, í pestó, á ís, á graut, í brauð - hvað sem er. En þar sem hnetur eru mjög ríkar af, uppáhalds vini okkar, kaloríunum, þá er sniðugt að skipta þeim út fyrir t.d. feitan mat í máltíðum, til að forðast þyngdaraukningu, nú eða hreinlega borða sem part af vel skipulögðu og hollu matarræði. Sem dæmi, setja þær yfir salat í staðinn fyrir beikon- og/eða brauðbita nú eða nota í millimál.

Heilhveiti pistasíu muffins

Til að gefa ykkur dæmi um skammtastærðir (hægt að finna allstaðar á netinu ef þið eruð óviss) þá væri flott snarl, per hnetutegund, um það bil 22 möndlur, 20 pecanhnetu helmingar, 18 kasjú, 14 valhnetu helmingar, 20 heslihnetur, 12 macadamia hnetur, 47 pistasíur, hnetusmjörið eru 1 - 2 msk, svo eitthvað sé nefnt. Það er helv.. hellingur af hnetum mín kæru. Er það ekki dásamlegt? InLove

Söngbrauð - svakalega gott speltbrauð

Ekki vera hrædd við hneturnar, í guðanna bænum. Þær eru frábærlega fínar, hollar, seðjandi, skemmtilegar að bíta í og bara krúttaralegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil taka undir þessi orð. Hnetur eru alls ekki fitandi, bara hollar, góðar og bæta fjölbreytnina í fæðuvalinu.

Gurra (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:08

2 identicon

Vá hvað þetta er æðisleg síða!!! Komin í favorites hjá mér! Þú ert svo skemmtilegur penni og allar uppskriftirnar svo girnilegar... :) Ég á pottþétt eftir að prófa margt af þessu á næstunni! :) En ég sé að þú færð þér stundum Muscle Milk... langaði svo að spyrja hvort þú notir venjulegt Muscle Milk eða þá Muscle Milk light?

Steinunn (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:05

3 identicon

mmmm...it's pretty good, Steinunn...pretty good

Hungradur (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:04

4 identicon

Var búin að skrifa "Are you nuts for nuts"  þegar ég sá að það væri kannski ekki beint frumlegt!  Uppáhaldshneturnar mínar eru pistasíuhnetur. Eeeelska þær! Mér finnst líka gott að fá mér ís og setja smá hnetur út á því það breytir miklu.. Líka þegar maður gerir marengsköku með rjóma á milli að henda smá hnetum á toppinn áður en maður setur kremið á eða bara henda þeim í kremið aahhhh. Þær gera allt svo kröntsí og svona.

 Svo eru möndlur líka awesome.. eru þær ekki einhvers konar hnetur?

 Hnetur hnetur hnetur

Erna (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 09:07

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Steinunn: Ég hef verið að fá mér bæði. Það munar 100 he. á light og venjulegu, sem er svosum ekkert stórkostlegt - nema þú fáir þér 4 á dag (sem ég mæli ekki með)  Ágætt að grípa í þetta ef þú ert í tímaþröng eða sem millimál - eitthvað slíkt.  

Erna: Mmm já. Pistasíur eru æði og möndlur í uppáhaldi hjá mér þessa stundina. Pecanhnetur eru líka hátt á lista yfir uppáhaldshnetur. Svo er það alveg satt - krönts er alveg málið í hverslags gumsi sem er svo til áferðalaust.

Elín Helga Egilsdóttir, 25.9.2009 kl. 09:28

6 identicon

Hungradur (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 11:32

7 identicon

Hungradur (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband