Hvaða hrúga er þetta?

Ég tók mig til og útbjó hafrastangir um helgina. Hafra- og bláberjastangir. Tókst ekki betur til en svo að það sem líta átti út eins og stöng breyttist í óskilgreinda hrúgu af gumsi sem var ljótara á litinn en myglublettur á fituskán! Ágætlega bragðgott en ekki nánda nærri jafn gullfallegt og átvaglið hefði á kosið.

Þar af leiðandi koma engar myndir af krumpinu fyrr en fullkomnað er! Ég held ég viti hverju ég klikkaði á, kemur í ljós í næstu tilraun!

En svona til að halda í hefðir þá var þessi diskur gleyptur í hádeginu! Gullfallegafínn ekki satt?

Túnfiskur og gleðilegheit

Öreindarifnar gulrætur og paprika með túnfisk er ótrúleg hamingja! Blanda gumsinu saman og voila! Sérstaklega fiskurinn og paprikan. Stórskemmtilegt!

Túnfiskur/paprika

Túnfiskur/gulrætur

 

 

 

 

 

 

 

!KASJÚ! -> Guð blessi þig!

Krúttusprengjur

Gvöð hvað maður er nú kómískur svona á mánudegi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Muhaha, þú mikli komíker

dossan (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 14:34

2 identicon

bakaði Döðlu-banana-hörfræ brauð uppskriftina þína í gær.. jummí..rosa gott

Heba Maren (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 07:44

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Dossa: Hohooo...

Heba Maren: Það brauð er númer eitt á uppáhaldslista yfir bananbrauð. Ööölska það!

Elín Helga Egilsdóttir, 4.3.2010 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband