Færsluflokkur: Skyr

Morgunsteypa

Tóm steypa.

Kannski ekki tóm.... og afskaplega bragðgóð. En næstum of mikið þykkildi fyrir þykkildisins smekk.

Sem gerist sjaldan.

Sagði samt næstum... næstum er næstum, það "er" ekki.

Afgangs skyr, 20 gr. hafrar, 1 tappi ómægod3 lýsi, Torani, 1 msk chia, vanilludropar og smá mjólk.

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

Sítrónusafi + sítrónubörkur.

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

Rúmlega tsk af hvoru þessara.

grautarbætarar

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

HRÆARA

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

Og ísskápa.

Daginn eftir!!

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

HOHOOOOO.... þykkildi Hansson. Svoddan grjót að ég þurfti að bæta út í gvömsið smá auka skyri, og að sjálfsögðu möndlum fyrir knús og kram.

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

Chiaskyrgrautur með sítrónu og möndlum

Steypuþykkildi eður ei, ég kvarta núll og borða með bros á vör því gumsið var ekkert nema ofur.

Ef þið viljið þynna þykkildið - bæta bara við smá vatni eða mjólk eða soja eða hot sauce...

...hvað? Ég hef ekki hugmynd um hvað kveikir á morgunverðarbjöllunum þínum!

Út, ekki seinna en núna!


Dulbúið grænmeti fyrir hádegi... takk! Valdorfskyr með chia og bláberjum!

Ég gerði það víst!

Gerasvoveltakk ekki meinhæðast fyrr en þið hafið smakkað!

Valdorfsalat... einhver?

iChiaValdorfSkyr? Næstum. En það mun samt heita það!

Stútfull skál af próteinum, andoxunarefnum, hollri fitu og trefjum! Já takk í minn svanga morgunmatsmaga! Ferskt, fínt og geypilega gott fyrir þig!

Já svona... ég veit hvað þú ert að hugsa og er byrjuð að skamma þig áður en þú færð tækifæri á að fussa og frussa í huganum! Svona hættu'ðessu. Skamm.

Já! Abb... e... babb... ekkert svona!

Þetta var ææðislegt.

Valdorfskyr með chia og bláberjum

Náðu þér í sellerístilk og smá hvítkál.

Hvítkál og sellerí er æðislegt combó og skal koma fram við af einskærri grænmetisvirðingu.

iChiaValdorfSkyr

Maukaðu svo í ofursmáa bita! Agnarsmáa, pínkulitla... næstum í mauk, þannig eftir sitji einungis atóm af selleríhvítkáli! Mjög mikilvægt atriði. Mjög mikilvægt atriði fyrir vellukkun Valdorfskyrsins!

Atómgrænmeti.

Held þið séuð að ná þessu.

iChiaValdorfSkyr

Náið ykkur í skyr. Fljót. Selleríhvítkálið bíður.

Slettið gommu í það ílát sem þið ætlið ykkur að borða uppúr því hver nennir að vaska upp auka ílát? Í alvöru talað?

iChiaValdorfSkyr

iChiaValdorfSkyr

Bætið selleríhvítkálinu við!

iChiaValdorfSkyr

HRÆRA

iChiaValdorfSkyr

Teygið ykkurs svo í Chiafræin ykkar, nú eða hörfræ, eða hafra eða köttinn eða kallinn... kvendið, hvað sem er. Hellið fræjunum ákveðið, mjög ákveðið út í gjörninginn ásamt 2 töppum af vanillu Torani, 1 tsk ómægod3 lýsi og dass af vatni.

iChiaValdorfSkyr

HRÆRA

iChiaValdorfSkyr

Hmm... hvað svo.

Jú... epli. EPLI... JÁ!!!

EEEEPLIIIIIIII

WHEEEEEEEEEEE

iChiaValdorfSkyr

Uuuu... afsakið. Fékk smá gleðitryllingskast þarna. Epli hafa þessi áhrif á mig.

Skerið grænildið smátt eða maukið. Samt skemmtilegra að hafa smá eplakram!

Ekki atómskera eplið.

Þið eigið eftir að þakka mér fyrir þetta tips seinna.

Treystið mér bara. Við viljum eplabita í skyrið okkar.

iChiaValdorfSkyr

HRÆRA

Svo viljum við fá okkur smávegis bláber í staðinn fyrir vínber því bláber eru gleðiber.

Ekki horfa svona á mig, þau eru það ber-a!

iChiaValdorfSkyr

HRÆRAMEIRA

iChiaValdorfSkyr

Nú megið þið borða... og njóta!

Ég mæli samt með því að þið leyfið Chiasprengjunum að vinna sitt þykkildisverk. Það er punkturinn yfir chiaskyrið.

Ég þurfti þó að bíða til, jah, núna! Í gærkveldi lokaði ég Valdorfboxinu með græðgisglampa í augunum sem gæti mögulega hafa endurspeglast í tunglinu.

iChiaValdorfSkyr

NOHM... Óguð!Þetta var svo ljúft.

Væri Gúmmulaðihellirinn með sítrónur á lager hefði börkurinn komið sér eftirsjáanlegal vel í þessari blöndu.

Ómyndaðar valhnetur fylgdu átinu fyrir eintóma hamingju og áferðagleði en engar "in action" myndir til sökum græðgi. Ég biðst afsökunarforláts.

Grænt í vömbina og klukkan ekki orðin 8! Já það held ég nú.


Chia, skyr og skyrdósir

Helst í fréttum:

  1. Sporthúsmyndamálið mikla. Sendi ægilega kurteisislegan póst og vona að þetta verði leiðrétt med det samme. Á nú ekki von á öðru. Vil þó þakka ykkur elsku besta fólkið mitt fyrir allan þennan stuðning. Bjóst ekki alveg við þessum viðbrögðum og er ægilega mikið auðmjúk og þakklát í hjartanu. Eftir kommentalestur fannst mér ég ekki vera algerlega út á þekju með að hafa fengið fúla ónotatilfinningu við að sjá "my babies" foreldralaus. Þúsund þakkir öllsaman. Blush
  2. Chiafræin mín... eru búin! Formlega. Ég græt.

Síðasta skeiðin nýtt í toriniblandað chiaskyr með niðurskornu, mjög súru, fersku brakandi glansandi æðislegu epli og dísætu, fullkomlega ákkúrat nákvæmlega, rétt þroskuðu mangó.

Toriniblandað chiaskyr með eplum og mangó

Ég gæti mögulega lengt setninguna, hér að ofan, um 2 - 3 línur í viðbót, án punkts. En ég held þið náið þessu.

Þeir sem ekki hafa kveikt á fattaranum.

Í stuttu: Þetta var gott!

Toriniblandað chiaskyr með eplum og mangó

Veit hreinlega ekki hvar ég var stödd í hinu mikla rúmi tíma, og vitundar, áður en ég kynntist herra Torani. Get svoleiðis guðsvarið fyrir það tíusinnum.

Toriniblandað chiaskyr með eplum og mangó

Borðað upp úr skyrdósinni blessaðri. Ein af uppáhalds leiðum átvaglsins til að innbyrða skyrgums. Fyrir utan gleðistaðreyndina "Smávægilegt uppvask".

Stundum ekkert uppvask!!! Það er, ef þú sleikir skeiðina nógu vel.

Muna bara að setja hana ekki aftur ofan í skúffu...

...og ekki láta gesti nota hana.

toriniblandað skyr með eplum, mango og chia

Karvelio æfing í eftirmiðdaginn. Hún lítur mjög girnilega út.


Einfaldur + BioBú

Einn einfaldari en allt einfalt.

  1. Hafrar
  2. Vatn
  3. Heslihnetu torani
  4. Örbylgja
  5. Salt
  6. 1 - 2 eggjahvítur
  7. Hræra
  8. Blá.. berja?
  9. Skyra
  10. Voila!

Gull glimrandi fallegt ekki satt?

Klassískur með 2 eggjahvítum, bláberjum og skyri

Karamelló með bláberjum og skyri

Torani + salt gera karamellueffekt sem ég er orðin hættulega háð, hvað grautarmall varðar. Skuggalega gott. Eggjahvíturnar eldast um leið og þú byrjar að hræra þeim við sjóðandi heitan grautinn svo það er óþarfi að örbylgja á nýjan leik. Bláberja dýrið, frosin í þessu tilfelli, og bera fram í skál til heiðurs aspassins míns.

Glæsilega fín

Keypti Bio-Bú skyrið í gær til prufu.

Bio bú

Það bragðaðist eins og skyr.

Magnað... ekki satt?

Eina sem gæti mögulega skilið að er áferðin. Bio-Bú er mun mýkra og rjómakenndara en hreint KEA. Ekki neikvætt í mínum kladda. Ekki svo jákvætt að ég skipti úr KEA. Svipar mjög til Grískrar jógúrtar. Væri geðveikt að taka væna gommu og blanda út í graut. En ekki núna.

Neibb.

Karamellugrautargræðgin var einum of yfirgripsmikil í morgunsárið til að leifa nokkur hliðarskref eða steppdans á hafragrautslínunni.

Stundum langar manni bara í pylsu með tómat og steiktum, jú nó!

Biobú og karamelló

Þetta var ein... góð.. grautarskál!

Eða... þið vitið. Innihaldið.

Hef ekki lagt í að éta skálarnar ennþá.

fyrsta smakk

Mikil var þó jákvæðnin sem gekk á í þessu áti.

Þó það sjáist ekki á myndunum þá var ég svo hund helvíti jákvæð að ég hefði getað kveikt á ljósaperu með hugará(t)standinu einu saman.

HRÆRA

Karamelló með bláberjum og skyri

Ok... allt í lagi.

Orðum, lýsingum, aðferðum.. ofaukið. Ég virðukenni það.

Karamelló með bláberjum og skyri

Ég hefði kannski ekki getað kveikt á ljósaperu...  en kerti, já.

Allt tekur þó enda. Grautar eru því miður ekki undanskildir í þeim efnum.

búinn

Frown

IMG_4074

Fékk nýtt Karvelio plan í gær.

Ég veit hverjum hann hefur viljað hefna sín á þegar hann setti þessar æfingar saman, en hann tekur það svo sannarlega út á mér!

Hahh!! Ég get ekki beeðið með að byrja á þessum mánuði!!! Mjööög djúsí æfingar. Cool


PÚMBPKIN, skyr og chia

Grasker. Af hverju er okkur ekki skaffað meira af graskerjum?

Þó það sé ekki nema bara niðursoðið í dollu eins og þessari!

Þessa pínkulitlu sætu dollu fann móðir mín innbundna í "brauðgerðarpakka" frá Kosti.

Púmpkin

Ég rændi dollunni þó og skildi brauðgerðarefni eftir. Ég gat ekki séð af heilli dollu í viðbót í brauðbakstur því þessi dásemd virðist ekki vera til neinstaðar á Íslandinu!

meira púmpkin

Sættum okkur við að Ísland sé eyja og borðum bara kartöflur og ýsusporða!

"JÁ NEI!" Sagði kvendið og beindi vísifingri hægri handar reiðilega, en ákveðið, í átt að himinblámanum, sem í þessu tilfelli reyndist vera loftið í vinnunni hennar.

Kaninn fær þó plús í kladdann fyrir þennan gjörning og innleiðing dollugumsins á Frón væri með eindæmum jákvæð!

Dýrðina ætla ég þó að nýta vel. Púmpkin skyr í dag, púmpkin grautur á morgun og púmpkin próteinsull í nánustu framtíð. Halogen yfirstaðið og Þakkargjörð bíður álengdar. Kannski verslunareigendur landsins heiðri okkur almúgann með appelsínugulu dolludásemdinni fyrir hina há-amrísku Þakkargjörð?

Graskers pönnsur, graskers-smjör, graskers búðingur, graskers-kaffi grautur... ohhhhh!

En í morgun -> Chiaskyr með graskersmauki!

Grasker í skál, skytturnar þrjár (kanill, engifer, negull), 1 msk chia, smá vatn, salt, torani og vanilludropar hrært saman. Og svo...

Púmpkin niðursoðið

Chiapúmpkin

  1. Skyr
  2. Hræra sveip í gumsið - einstaklega mikilvægt
  3. Ísskápa
  4. Reyna að sofa - sama gamla eftirátsspennusagan á þessum bæ
  5. Vakna
  6. Hoppa frammúr
  7. Detta á leiðinni inn í eldhús (já, það var mjög... mjög vont fyrir hnéð)
  8. Taka skálina út úr ísskáp
  9. Múslía
  10. Klóra sér í hnénu
  11. Heslihnetuspæna
  12. Borða
  13. Einfalt - ekkert ves - goooott!

Púmpkin skyr með chia

Graskersskyr með chia

Chiaskyr með graskersmauki

Fuuullkominn biti gott fólk

Einnig, alltaf... ætíð.

Þegar ég hugsa um orðið grasker, þá bergmálar í höfðinu á mér "púmbpkin" og ég hugsa til þessa kokks! Alltaf!

Hann er uppáhalds!

 

Makin'a'púmbpkin pæææ! Múrk, múrk múrk!!!


Berjasósa með chia fræjum, skyr og krums

Æji maður!

Gumsið var svo gott. Of gott.

Ég er hálf miður mín að þetta sé þátíðarát.

Berjasósa með chiafræjum blandað í skyr

Berjasósa með chiafræjum blandað í skyr

Er því verr og meður ekki með skref fyrir skref því þetta varð eiginlega "óvart" til í gær. Ætlaði að fá mér graut en snarsnerist og sveik lit.  Ég sveik grautarlit fyrir fjálubláan berjaskyrlit!

Óóóó skömmin! Maður á samt alltaf...

...hmmm! Alltaf?

Maður á samt yfirleitt að gera það sem átvaglið segir og skrokkurinn heimtar. Í gær gargaði mitt innra villikvikindi hástöfum á nákvæmlega þessa skál af berjum, hamingju og regnbogum. Enda var átgleðin epísk með tilheyrandi tárum, fnasi og stappi.

Blá- og hindberja balsamic sósa, blönduð með chia fræjum (þarf ekki) með skyri! Guð... berjaguð og ská frændi hans Skyrmill! Svo gott á bragðið - súrsætt með balsamic sparki í bland við torani mildað skyrið.

Ooommpfh gompfh!

Næst fara chia gleðibomburnar út í skyrið og sósan fær að dúlla sér á kanntinum. Held meira að segja að ég geymi sósuna í sér skál inní kæli og helli yfir rétt fyrir át.

Berjasósa með chiafræjum blandað í skyr

Þetta var eitt... gott... ét! Það humlaði í mér á meðan ég reyndi eftir fremsta megni að borða hægt. Það reyndi meira á en stunuæfingin sem ég tók í morgun.

Ætli ég hafi ekki verið með 1/2 bolla af frosnum berjum, rúmlega. Setti út í það 2 tappa af balsamic ediki, 2 tappa af torani heslihnetu og 1 tappa af torani vanillu. Örbylgjaði svo í spað, bætti chia útí og leyfði að standa þangað til þykkt.

Þið getið líka gert sovsen ofaní potti, oná hellu, uppá stól. Jafnvel undir borði ef þið vijið og ef ykkur er illa við örbylgjurnar blessaðar.

En ég er letihrúga... kærið mig!

Blanda hamingjunni út í vantsblandað, og vanillu torani bætt, skyr ásam lúku af grófum höfrum. Rétt hræra, kanilla, ísskápa!

Verður þykkara yfir nóttina!

Toppa með muldum möndlum og smá múslí fyrir kram.

Berjasósa með chiafræjum blandað í skyr

Berjasósa með chiafræjum blandað í skyr

Hamingjugleði

ÓMÆGOD?

Ekki satt?

Ef þið vissuð ekki að þið væruð með munnvatnskirtla, þá vitið þið það vonandi núna!

Fullkominn biti

Chiagleði í hámarki

Berjasósa með chiafræjum blandað í skyr

Berjasósur og skyr.

Já takk fyrir og amen eftir efninu.


Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

3K með hindberjum! KKK með hindberjum? Hmm... gleymið þessu og vinsamlegast haldið áfram lestri!

Næstum því eplakaka, næstum því piparkaka.

Karamellubragð í bland við kanilepli og piparkökufíling. Negull, engifer, súr ber, chia.

Ómægod 3!

Ómægod 303 * marzipan!

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

  • 20 gr. hafrar
  • salt eftir smekk
  • 1 tappi vanilludropar
  • 2 tappar vanillu torani
  • 2 tappar heslihnetu torani
  • kanill, negull, engifer
  • 50 gr. ósætað eplamauk
  • 1/2 msk chia
  • Lítil dolla hreint skyr
  • Gomma af frosnum hindberjum
  • Ómægod3 lýsi

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

  1. Hafrar í skál ásamt vatni -> örra. Þykkt eftir smekk.
  2. Eftir örbylgjun bæta þá við salti, dropum og kryddum.
  3. Röra.
  4. Bæta eplamús og chia við og...
  5. ... röra að sjálfsögðu!
  6. Glomma skyri í skálina ásamt frosnum berjum og ómægod, rétt hræra til að blanda, toppa með muldum möndlum! Ekki hræra of mikið, hafið grautarklessur á víð og dreif! Það er gvöðdómlega karamellukennt og yndislegt fyrir áferðaperra og bragðlaukagúbba!
  7. Ísskápa 
  8. EKKI.. BORÐA... STRAX!

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Ég fékk mér samt bita í gær. Kannski tvo... mjög líklega þrjá. En þeir voru 7 talsins.

BARA LITLIR... en sjö engu að síður Bandit

Getið þið álasað mér! Hmmm... haaa? Í alvöru?

Eplakökugrauturinn felur sig þarna undir

Skyrið eins og grísk jógúrt og mildar allt krydd en heldur í karamelluna, súr ber, eplakeimur, kanill og kryddspark! Verð nú samt að viðurkenna að eplamaukið + ómægod nutu sín ekki til fullnustu. Næst kem ég til með að sleppa neguldýrðinni, þó svo hún sé góð, og jafnvel bæta við kanilristuðum eplabitum í staðinn fyrir berin! Minnka skyrmagn örlítið!

En þetta var gott. Ójá. Svo gott að ég er enn að hugsa um átið! Það er alltaf jákvætt í minni bók!

Ég lýt höfði fyrir þér, ó þú almáttugi Grautarguð, og segi ekki orð meira!

Þennan iEG mun ég búa til aftur!

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Nú getum við öll andað léttar! Grautardrama dagsins er hérmeð lokið!

*anda inn* *anda út*

Þó svo það sjáist kannski ekki á sönnunargögnunum hér að neðan, þá frusu fingurnir á mér næstum af við módelmyndun í morgun! Næstum... mjög nálægt því. Ég rétt náði inn, í slow motion, áður en frostbitið smokraði sér inn að beini og fingurnir héngu á bláþræði.

Sem hefði verið mjög svo truflandi fyrir sálartetrið að upplifa og sjá!

Jú... svona nú. Þið hljótið að sjá það?!?!?

Frostbit

Alveg... að detta af!

Það sem maður leggur ekki á sig fyrir fínar grautarmyndir! *hendi á enni*  

Ég held að vettlingar komi við sögu á næstu dögum. Að minnsta kosti þangað til myrkrið frekjast til að hanga á okkur til hádegis!

HREINAR NEGLUR

Svo bjó ég þennan til fyrir systur mína kæra. Banana og karamellusprengja með skyri og sólblómafræjum!

Banana karamellusprengja með sólblómafræjum

Margt er líkt með systrum. Áður en þið lesið lengra, getið þið séð hvað það er?

...

Ég varð vör við verksummerki í hennar skál þegar ég sótti gumsið mitt í morgun!

Verks-át-merki!!

Sumir hafa tekið eldra eintakið sér til fyrirmyndar og bitið í grautinn í nótt sökum át-spennings!

Verksummerki

Gott er að borða grauta... ójá!


Október er hálfnaður

Vissuð þið það?

Hvernig í ósköpunum stendur á þessum hamagangi í tímanum? Maður má ekki snúdda sér í einn hring, t.d. þegar maður er að leita að sokkunum sínum á morgnana, án þess að fá eina auka hrukku í ennið og grátt hár aftast í hnakkann!

Sem er að sjálfsögðu bara ofursvalt og æðislegt! Takið hrukkum og gráum hárum með gleði í hjarta og söng í hægri handlegg mín kæru - það er ekkert nema glæzt að eldast með reisn!

Jahá! Veit ekkert hvaðan þessi munnræpa kom!!

Er annars að drekka þetta Te núna. Fyrir aftan hvílir fyrrverandi morgunkaffið mitt. Yogi uppáhalds ofurte. Þetta kallast víst Womans Energy. Finn svoleiðis algerlega hvernig.. þú veist... orkan og allt það... gæti lyft heilum fíl!

Yogismogi og morgunkaffið

Morgunbrennsla átti sér einnig staði í... morgun... væntanlega.

Ég er ekki ein af þeim sem elskar það heitar en súkkulaði að rækta mig. Ég þarf að hafa fyrir þessu. Ef ég hreyfði mig ekki væri ég líklegast 10003 kíló. Ég þarf svo sannarlega ekki að hafa fyrir því! En áhrifin og árangurinn sem hreyfingin skilar mér er eitthvað sem ég sækist eftir. Það, að finnast ég vera sterk, fær um að gera það sem mig langar til að gera og hraust, lætur mér líða vel, og ég verð ægilega góð með sjálfa mig, líður vel í eigin skinni. Heilbrigð sál í hraustum líkama.

Að því sögðu þá urðu tímamót í ræktarmálum í morgun! TÍMAMÓT!

Eftir þriggja vikna hamagang og vesen, skyndilegar dýfingar og dettur, tókst mér loksins að taka hnébeygju á einari, á báðum! Yessörrí takk fyrir góðan daginn Hermann!

Vinstri skakklöpp er töluverst sterkari en sú hægri, get dýft mér í tvígang á þeirri vinstri, eingang á þeirri hægri með smá aðstoð í seinna skiptið. Ætla að vinna þetta upp og svoleiðis taka Orm Einfætta á þetta um jólin. Stefni á 10 hvorum megin. Allt í jafnvæginu elsku bestu... allt í jafnvæginu!

Að því sögðu þá er þetta næsta tilhlökkunarofurefni! ÓMÆGOD! Get ekki beðið...

...og já! Við vinirnir vílum það ekkert fyrir okkur að hrinda ungviði frá til að ná bestu sætunum í bíó! Ég og Erna höfum þegar sett okkur í stellingar.

Að því sögðu þá er óþarfi að skíta út matardiska þegar skammtur af skyri er eftir í dollunni! Fyrir utan það hversu gaman það er að gúmsla öllu saman ofan í dósinni og ég tala nú ekki um að borða upp úr henni!!!

Eins með næstum því tómar hnetusmjörskrukkur og koma grautnum fallega fyrir ofan í þeim! *himnaríki*

Chiaskyrgleði

chiaskyr með blá- og hindberjum

Muna bara að nota nógu langa skeið svo skyrfingur eigi sér ekki stað.

Eigi skyrfingur sér stað þá er mjög líklegt að skyrpeysa, skyraugabrún eða skyrrass láti á sér kræla. Hvað ef þú færð ofsakláða í hægri rasskinn áður en þú kemst í að þvo á þér puttana?

Er annars alveg að fara að láta af þessum endalausu morgunmatspistlum. Kvöldin eru bara svo geyplega þéttsetin að annað eins hefur ekki átt sér stað í mörgþúsund milljón sekúndur!


Spínat, meira spínat!

Stjáni Blái

Það er gott, það er hollt, það er grænt og þú finnur ekki fyrir því.

Lofa... ég lofa svo langt sem augað eygir og jafn mikið og mér þykir ís góður.

Lofa!

Hef sagt það 107 sinnum áður og allt er þegar þrennt er. Ég er því búin að staðfesta þetta löglega um það bil 35.6 sinnum.

Svo lengi sem þú setur ekki allan spínatpokann ofan í blenderinn að sjálfsögðu. Elsku manneskja, allt er gott í hófi!

200 gr. skyr í blender, skvetta af vatni, kleiks, væn lúka spínat, 2 tappar vanillu torani, 1 tappi vanilludropar, 1 tappi heslihnetutorani, ómægod3 lýsi, 1 tsk hörfræ og 1 msk chia sem fengið hefur vatn að drekka.

spínatchiaskyr

Chia chia

Hræra vandlega og vel.

Vandvel og vellega!

Hér skal röra

Hella í skál, já, í skál því ég er perri og mér þykir gaman að borða boozt/skyrdrykki/slurp með skeið.

Nokkur hind- og bláber, möndlur og þú ert góð(ur) í át!

Glæzilegt ekki satt?

Spínatskyr með chiafræjum og berjum

spínatchiaskyr með berjum og möndlum

Búið

Takk fyrir mig.

Þetta var æði!


3 mínútur

Ég veit ekki hvort ég geti kallað þessa skyrgrauta... grauta... eða skyrgums.

Þó gumsið prýði höfrum, þá er þetta nú varla grautur per se... eða hvað?

Skilgreining mín á hafragraut er svosum ekki hefðbundin, þá miðað við vatnsblandað haframjöl með salti og mjólkurdreitli. Þó það sé nú ægilega dónalega skemmtilegt að fá sér einn upprunalegan af og til.

Morguninn fór annars í brennslu, interval og skyrgrautshræru extraordinaire!!!!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Extra... ordinaire!!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

"Af hverju?" Gæti poppað upp í kollinn á þér. "Þetta er nú ekki það fallegasta sem ég hef séð."

Abbabb abb.. ekki svona fljót að dæma. 

Bragðið gott fólk... áferðin...

Bráferðin!!!!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Eins... og karamella! KARAM-ELLA!

Egó? Hvað meinarðu... hvað er egó?

Áferðin er líka gooorjös. Þykkt já, en samt... mjúkt. Bráðnar eiginlega upp í manni! Hmm, hvernig get ég best lýst þessu.

Leimmér að hugsa þetta aðeins. GetLost

Gerið þetta á morgun. Plís! Guð mun gráta ef þið útbúið þetta ekki. Víljið þið hafa það á samviskunni? Það tók mig ekki nema 3 mínútur að hræra í þetta, 4 ef þið teljið örbylgjuna með.

Einn... tveir... og... svo...

*anda inn*

Um 20 gr. hafrar í skál + vatn og örbylgja. Bæta þá út í gvömsið góðri tsk muldum hörfræjum, 1 tsk omega3 lýsi, 1/2 msk chia, 2 töppum vanillu torani, 1 tappa heslihnetu torani og 1 tappa vanilludropum.

*anda frá*

Húhh... þetta var upptalning!

*anda inn og tala á innsoginu*

Svo bæta út í dýrðina uþb. 100 gr. skyri, hræra smá en ekki alveg. Svo gommu af blá- og hindberjum.

Rétt hræra.

*anda út með eilitlu frussi í endann*

Strá svo með hör og möndl.

Ísskápa!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Oj, hör.

Ég ætla að möndla aðeins með þessa hör? Ojj. Ég tek þetta til baka...

...guðanna bænum elsku bestu. Viljið þið gera það fyrir mig að möndla ekki með hör í morgunmatnum ykkar og strá bara muldum hörfræjum og möndlum yfir gumsið.

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Þetta gums er GEGGJAÐ! Hálfgerðar grautarkaramelluklessur inn á milli skyrsins (af því ég blandaði ekki í muss), eilítið sítrónubragð af ómægod, sem kom mér á óvart að passaði með. Finnið ekki fyrir skyrbragði. Heslihnetubragðið rétt lætur vita af sér í lokin og vanillan alveg að gera sitt. Súrsæt ber og kram úr möndlum... gott fólk. Hvernig getur þetta klikkað?

Var að fá mér annan bita... díses. Vildi óska að þið gætuð smakkað!

RJÓMI!!! ÞARNA KOM ÞAÐ!

Bragðið er milt, eins og af rjóma, og áferðin ekki ósvipuð rjómablandaðri grískri jógúrt!

Hvernig er það fyrir fimmtudagsmorgunmat!! Hmm...haaa? Já takk!

Halló ber

Karamella, möndlur, ber, þykkt... dásamlega nákvæmlegaþykkt!

Tók mig pínkulitlar 3 mínútur að klára þetta. Þvílík óhemja. Synd og skömm! Alltaf... það skal ætíð og alltaf borða hægt og njóta gott fólk. Þarfa taka mig á í þessu hægáti.

Gleðitryllingssprengja!!!

Ætla að fá mér þetta aftur um helgina og koma með skothelda "uppskrift".

nnnnnnamm

Það tók mig líka 3 mínútur að standa upp af klósettinu í morgun ... svona ef þið eruð forvitin og vilduð fá að vita hvernig harðsperrunum mínum farnast.

3 mínútur gott fólk!!

Ég tel þó ekki með mínúturnar sem það tók mig að standa upp af gólfinu eftir að ég skúbbaði mér af setunni.

Ef þið sjáið þessa hrygðarmynd fyrir ykkur, þá er ætlunarverki mínu lokið. 

Ég vona að þið getið notið dagsins eftir þessar upplýsingar.

Afsakið!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband