Chia, skyr og skyrdósir

Helst í fréttum:

  1. Sporthúsmyndamálið mikla. Sendi ægilega kurteisislegan póst og vona að þetta verði leiðrétt med det samme. Á nú ekki von á öðru. Vil þó þakka ykkur elsku besta fólkið mitt fyrir allan þennan stuðning. Bjóst ekki alveg við þessum viðbrögðum og er ægilega mikið auðmjúk og þakklát í hjartanu. Eftir kommentalestur fannst mér ég ekki vera algerlega út á þekju með að hafa fengið fúla ónotatilfinningu við að sjá "my babies" foreldralaus. Þúsund þakkir öllsaman. Blush
  2. Chiafræin mín... eru búin! Formlega. Ég græt.

Síðasta skeiðin nýtt í toriniblandað chiaskyr með niðurskornu, mjög súru, fersku brakandi glansandi æðislegu epli og dísætu, fullkomlega ákkúrat nákvæmlega, rétt þroskuðu mangó.

Toriniblandað chiaskyr með eplum og mangó

Ég gæti mögulega lengt setninguna, hér að ofan, um 2 - 3 línur í viðbót, án punkts. En ég held þið náið þessu.

Þeir sem ekki hafa kveikt á fattaranum.

Í stuttu: Þetta var gott!

Toriniblandað chiaskyr með eplum og mangó

Veit hreinlega ekki hvar ég var stödd í hinu mikla rúmi tíma, og vitundar, áður en ég kynntist herra Torani. Get svoleiðis guðsvarið fyrir það tíusinnum.

Toriniblandað chiaskyr með eplum og mangó

Borðað upp úr skyrdósinni blessaðri. Ein af uppáhalds leiðum átvaglsins til að innbyrða skyrgums. Fyrir utan gleðistaðreyndina "Smávægilegt uppvask".

Stundum ekkert uppvask!!! Það er, ef þú sleikir skeiðina nógu vel.

Muna bara að setja hana ekki aftur ofan í skúffu...

...og ekki láta gesti nota hana.

toriniblandað skyr með eplum, mango og chia

Karvelio æfing í eftirmiðdaginn. Hún lítur mjög girnilega út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ella!

Var að uppgötva þessa snilld og af því að þú ert eftirlætis þá verð ég hreinlega að deila henni með þér: http://www.fitdeck.com/

Linda Björk (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 09:53

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Heyrðu mín kæra, soldið sein hérna inn varðandi myndastuldinn.

En ég lenti í mjög svipuðu atriði, þar sem pistill frá mér var copy-paste á blogg hjá ónefndum manni. Ég sendi honum póst og tjáði honum að fagleg vinnubrögð eru að geta höfundar og uppruna heimilda, sem hann og gerði eftir þennan póst.

En þetta er óóóóþolandi að efni sem við leggjum vinnu í er svo blastað upp án þess að geta manns nokkurs staðar.

Þú átt að standa á rétti þínum hvað þetta varðar og við bíðum spennt eftir viðbrögðum þeirra í Sportinu.

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.12.2010 kl. 12:06

3 identicon

Mikið er gott að þú skammaðir dúddann ! Ég hefði aldrei sætt mig við slíkan þjófnað ;d

Mig langaði að spurja þig hvort þú hefðir eitthvað vit á próteini..sem þú eflaust gerir. En þannig er mál með vexti að ég fékk gefins prótein sem kallast víst "SportsLab Pro Whey" Frá Sportlíf. Veistu eitthvað um það ? Hvort það sé gott prótein, og hvernig prótein notar þú ?

:) :*

Reglulegur blogglesandi (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 14:40

4 identicon

Gourmet! Þannig er það bara!

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 15:08

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Linda Björk: Hahh! Ohh þetta er sniðugt. Væri fuuullkomið í "skóinn" fyrir mig ;)

Ragga: Samála þér. Það sem aðallega fór fyrir mitt sérlega matsára brjóst, var hreinlega það að hafa ekki vitað neitt. Varð líka ægilega sár eitthvað að sjá ekki nafnið mitt. Bjóst ekki við því reyndar hahh!!

Hinn reglulegi lesandi: Góðan daginn elsku manneskja og velkomin. Ohh... svo hátíðlegt. Nú þekki ég þetta prótein ekki sjálf en ef þetta er hreint whey, þá ætti það að vera alveg jafn gott og hvert annað hreint whey á markaðnum. Eftir æfingu með beyglu.. mmmm!

Ég hef verið að nota Scitec (linkur hérna vinstramegin) og GRS-5 (líkami og lífsstíll) með góðum árangri :)

Fannar: Skyr og ávextir - getur ekki klikkað.

Elín Helga Egilsdóttir, 6.12.2010 kl. 21:25

6 identicon

Loksins, loksins er aflétt af mér pecanhnetustangar-tortúrspíningunni sem helltist yfir mig þegar ég uppgötvaði að uppskriftina vantaði á föstudaginn, líf mitt varð allt léttara og þér eruð leystar undan störfum við spænska rannsóknarréttinn.

Hvar fást chiafræ? Er nefnilega að fara til Amríku... ef þú vilt vita af því.

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband