Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

3K með hindberjum! KKK með hindberjum? Hmm... gleymið þessu og vinsamlegast haldið áfram lestri!

Næstum því eplakaka, næstum því piparkaka.

Karamellubragð í bland við kanilepli og piparkökufíling. Negull, engifer, súr ber, chia.

Ómægod 3!

Ómægod 303 * marzipan!

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

  • 20 gr. hafrar
  • salt eftir smekk
  • 1 tappi vanilludropar
  • 2 tappar vanillu torani
  • 2 tappar heslihnetu torani
  • kanill, negull, engifer
  • 50 gr. ósætað eplamauk
  • 1/2 msk chia
  • Lítil dolla hreint skyr
  • Gomma af frosnum hindberjum
  • Ómægod3 lýsi

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

  1. Hafrar í skál ásamt vatni -> örra. Þykkt eftir smekk.
  2. Eftir örbylgjun bæta þá við salti, dropum og kryddum.
  3. Röra.
  4. Bæta eplamús og chia við og...
  5. ... röra að sjálfsögðu!
  6. Glomma skyri í skálina ásamt frosnum berjum og ómægod, rétt hræra til að blanda, toppa með muldum möndlum! Ekki hræra of mikið, hafið grautarklessur á víð og dreif! Það er gvöðdómlega karamellukennt og yndislegt fyrir áferðaperra og bragðlaukagúbba!
  7. Ísskápa 
  8. EKKI.. BORÐA... STRAX!

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Ég fékk mér samt bita í gær. Kannski tvo... mjög líklega þrjá. En þeir voru 7 talsins.

BARA LITLIR... en sjö engu að síður Bandit

Getið þið álasað mér! Hmmm... haaa? Í alvöru?

Eplakökugrauturinn felur sig þarna undir

Skyrið eins og grísk jógúrt og mildar allt krydd en heldur í karamelluna, súr ber, eplakeimur, kanill og kryddspark! Verð nú samt að viðurkenna að eplamaukið + ómægod nutu sín ekki til fullnustu. Næst kem ég til með að sleppa neguldýrðinni, þó svo hún sé góð, og jafnvel bæta við kanilristuðum eplabitum í staðinn fyrir berin! Minnka skyrmagn örlítið!

En þetta var gott. Ójá. Svo gott að ég er enn að hugsa um átið! Það er alltaf jákvætt í minni bók!

Ég lýt höfði fyrir þér, ó þú almáttugi Grautarguð, og segi ekki orð meira!

Þennan iEG mun ég búa til aftur!

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Nú getum við öll andað léttar! Grautardrama dagsins er hérmeð lokið!

*anda inn* *anda út*

Þó svo það sjáist kannski ekki á sönnunargögnunum hér að neðan, þá frusu fingurnir á mér næstum af við módelmyndun í morgun! Næstum... mjög nálægt því. Ég rétt náði inn, í slow motion, áður en frostbitið smokraði sér inn að beini og fingurnir héngu á bláþræði.

Sem hefði verið mjög svo truflandi fyrir sálartetrið að upplifa og sjá!

Jú... svona nú. Þið hljótið að sjá það?!?!?

Frostbit

Alveg... að detta af!

Það sem maður leggur ekki á sig fyrir fínar grautarmyndir! *hendi á enni*  

Ég held að vettlingar komi við sögu á næstu dögum. Að minnsta kosti þangað til myrkrið frekjast til að hanga á okkur til hádegis!

HREINAR NEGLUR

Svo bjó ég þennan til fyrir systur mína kæra. Banana og karamellusprengja með skyri og sólblómafræjum!

Banana karamellusprengja með sólblómafræjum

Margt er líkt með systrum. Áður en þið lesið lengra, getið þið séð hvað það er?

...

Ég varð vör við verksummerki í hennar skál þegar ég sótti gumsið mitt í morgun!

Verks-át-merki!!

Sumir hafa tekið eldra eintakið sér til fyrirmyndar og bitið í grautinn í nótt sökum át-spennings!

Verksummerki

Gott er að borða grauta... ójá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl, æðisleg síða, hvar færðu þetta vanillu torani?? og hvað kostar svona chiafræjadót:)

Steinunn (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 11:01

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sæl Steinunn og takk fyrir innlitið

Sýrópið (sykurlaust) kaupi ég í Krónunni og Chia fræin fann ég í Heilsuhúsinu á smáratorgi. (hliðina á Lyfju) Þau kosta ekki nema rúman/tæpan 4000 kall já takk fyrir sælir. Hreinlega man ekki hvorum megin við 4 það var! En nógu andsk... dýrt er það.

Elín Helga Egilsdóttir, 20.10.2010 kl. 11:53

3 identicon

Voff, hvað þetta er girnilegt.

Gerður Sif (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 13:01

4 identicon

er hægt að fá nánari skýringu á banana-karamellugrautnum ? :) ..... finnst hann agalega girnó eitthvað

Kristín (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 13:21

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ahh. Gleymdi að láta það fylgja.

1. skref

  • Tæplega 1 dl hafrar
  • 1/2 stappaður banani
  • 2 - 3 msk kotasæla
  • Soðið inn í örra upp úr mjólk
  • Eftir örbylgjun - vanilludropar/2 tappar vanillu+heslihnetu torani/salt

2. skref

  • Taka hinn helminginn af banananum og stappa smá. Hér væri gott að steikja hann á pönnu + karamellisera, en ég hennti honum bara inn í örra með smá vanillu torani + balsamic ediki þangað til bubblandi og karamelló.
  • Mjööög gott að rista og salta sólblómafræin, en þarf ekki. Væn lúka.
  • Smá eplamauk + kanill hrært saman í skál.
  • Vanillu skyr

3. skref

  • Hella sólblómó, skyri, karamellubanana og eplamauki í grautinn.
  • Rétt hræra
  • Toppa með fræum

Ristaðir bananar á pönnu, þangað til rétt brúnir... eru... geggjaðir og gefa æðislegt bragð í grautinn. Kotasælan + bananinn fluffa upp, langsamlega best að sjóða upp á hellu.

Og þannig var nú það :)

Elín Helga Egilsdóttir, 20.10.2010 kl. 13:36

6 identicon

Djöfullinn sem komst upp um mig þarna!

Svava (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 22:03

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég hef alið þig rétt upp systir kær... svona á að ger'etta!

Elín Helga Egilsdóttir, 20.10.2010 kl. 23:19

8 identicon

Búin að skella í grautinn og hann kominn inn í ísskáp...hlakka til að henda mér ofan í skálina í fyrramálið :) namm.....

Sigrún (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 01:29

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

JÁJÁJÁ... þessi banana motherf... verður sko masteraður í fyrramálið that's fo sho. Ég á reyndar bara karamellu Torani... það hlýtur að blífa jafn vel. Shit... slefið er byrjað að leka strax og það eru 20 tímar í átið... and counting.

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.10.2010 kl. 09:21

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sigrún: Úhúhhh.. vona að hann smakkist janf vel og minn gerði!

Ragga! JÁ.. munar samt öllu að steikja bananann á pönnu og karamelliserann þannig. Líka, ef bananinn er komin á semi múmíustig, þá karamelliserast hann í muss og spað. Tala nú ekki um þessa snilld sem vanillu/heslihnetu torani er í bland við smá salt.... shit!!!

Þarf að prófa karamellu torani!!

Elín Helga Egilsdóttir, 21.10.2010 kl. 10:56

11 identicon

Hæ Ella

Búin að fylgjast með síðunni þinni, næstum frá fæðingu, og þvílíkt ferðalag. Mikil stakkaskipti hafa orðið bæði í máli og myndum. Æðislegt að fylgjast með!

Eins og svo margir aðrir hafa verið að tala um þá væri æði að sjá fyrir og eftir myndir, okkur kúlufólkinu til hvatningar. ;)

Eins las ég hér um daginn tillögu frá einum lesanda að því að þú myndir taka upp svona Stunu vídjó, þar sem þú ert að framkvæma æfinguna. Það er sko eitthvað sem ég myndi fylgjast með!

Þú ert mér mikil hvatning. Hressara og lífglaðara átvagl væri erfitt að leita uppi. Þetta liggur þér svo létt í rúmi.

Takk enn og aftur og loksins eitt kvitt.

Ragna (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 12:08

12 identicon

Hann smakkaðist svoo vel að ég hugsaði reglulega um hann yfir daginn (og búin að fá mér hann aftur)

...Ég sagði upp úr þurru við karlinn um miðjan dag hvað grauturinn var góður sem ég fékk mér í morgunmat og hann var ekki alveg að ná því að ég skyldi vera enn að hugsa um GRAUT ;)

Sigrún (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 08:51

13 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ragna: Æjiii.. ég verð alltaf jafn óviðráðanlega glöð í hjartanu þegar ég les svona. Takk fyrir Ragna mín

Ég loooofa, fyrir og eftir alveg að koma :)

Jahsoh... ég veit nú ekki hvort ég sé vidjó materíal ;)

Sigrún: hahahha!! Yöss!! Það kallast ofurgrautur! En ég er sammála, þessir eru ægilega fínir!

Elín Helga Egilsdóttir, 22.10.2010 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband