Færsluflokkur: Heilsdagsát

Grillrendur eru girnó

Það er hreinlega staðreynd. Foreman grillaður kjúlli og laukur, ómerkilegt kvöldmats kombó, en grillrendurnar... hohoo... rendurnar færa lúkkið upp á næsta stig á girnileikaskalanum! (Græna gumsið sem fylgir með á myndinni er þó ekkert að skemma fyrir Wink). Grillaður laukur verður svooo sætur og mjúkur. Ég elska grillaða lauka.

Grilluð kjúklingabringa og lauksneiðar með grænmeti

Annað í fréttum:

Fjólublár föstudagsgrautur mínus skrautið. Örbylgjuhituð bláber/jarðaber, hafrar og kryddað með kanil, smá múskati (mjöööög lítið), salti og sítónuberki sáldrað yfir í restina. Namaha! Komið fyrir í boxi og borðað með hamingju og gleði eftir æfingu. Mörg vinnuaugu góndu á fjólubláu klessuna með mismikilli hrifningu! Það er þó satt... það er eins og grauturinn sé meiddur!

Svaðalegur fjólugrautur

Grænar baunir og gulrótagleði. Túnfisksalat í hádegismat. Túnfiskur, grjón, gröna bönar, gulrót, salt, pipar, karrý, dijon og honey dijon sinnep. Mikil snilld - það verður bara að segjast! Virkilega gott.

Æðislegt túnfisksalat

Hef þetta stutt í dag. Föstudagsletin alveg að ná yfirhöndinni og tilhlökkun til morgundagsins að aukast. Þið vitið það elsku bestu, laugardagar eru ísdagar! Jeee haaw!!!!


Góður matardagur

Stundum á maður 'góða' matardaga og stundum á maður 'slæma'. Það sem telst vera góður matardagur í minni bók er dagur þar sem allur maturinn 'gengur upp'. Þig langaði ótrúlega mikið í graut um morguninn, svo þú fékkst þér graut. Hefðir ekki getað beðið um neitt betra en fisk og kartöflur í hádeginu og viti menn, það er einmitt það sem boðið var upp á. Jæja, þið vitið hvert ég er að fara með þetta. Dagurinn í dag hefur verið skráður og skjalfestur sem góður matardagur!

Byrjaði daginn á graut með kanil, kanilpróteini (ójá, kanilprótein), muldum hörfræjum og hnetumixi. Kanil, prótein, graut og hörfræ hrærði ég saman og toppaði svo með hnetunum. Möndlur, pistasíur, valhnetur og kasjú. Hnetur eru eins og nammi í mínum heimi, ég eelska hnetur!

Hnetu- og kanilsprengja

Morgunmats eftirmatur, uppáhalds uppáhald þessa stundina! Eðalfín ponsupera!

Perugleði

Hádegismaturinn - perfecto! Fiskur, grænmeti, gleði! Þessum disk fylgdi svo hálf appelsína, 2 þurrkaðar döðlur, 1 þurrkuð ferskja og pínkulítið af kotasælu.

Vinnufiskur og grænmeti

Eftirmiðdagssnarl! Íííískalt, brakandi grænt epli...

Ískalt og djúsí epli

 ...og kanilprótein með múslí! Já, ég er ógeð og bætti meiri kanil út í próteinið!

Kanilprótein og smá múslí

Kvöldmatur. Toppurinn yfir I-ið! Hreint, hrært Kea skyr, vanilluprótein og BLÁBER! Smá múslí og möndlur yfir. Búin að hugsa um þetta í allan dag! Allan dag!

Skyr, prótein, bláber, múslí og möndlur

Eftirréttar daðla, fersk, með macadamiu hnetu, 85% súkkulaðibita og eðal fína möndlusmjörinu mínu!

Himnest fersk daðla með hnetu, súkkulaði og smjöri

"Einmit það sem mig langaði í" deginum er hér með alveg að ljúka hvað mat varðar! Fullkominn í alla staði!


Humarhátíð

Það var ákveðið í snarhasti að skunda til Hafnar á Humarhátíðina sívinsælu. Palli er að sjálfsögðu Hafnarmaður frá blautu barnsbeini og við kíkjum þangað af og til þegar vel stendur á. Elska að fara til Hafnar, það er svo notalegt.

Ég, borgarbarnið sem ég er, hafði ímyndað mér að humarhátíðin sjálf samanstæði af fólki, af öllum stærðum og gerðum, kastandi-, sveiflandi-, bjóðandi-, gefandi og syndandi í humar. En nei... ég held nú ekki! Jú, það er fullt af allskonar humarréttum til sölu á þeim 5 'veitingastöðum' sem Höfn hefur upp á að bjóða, en það er nú þannig allan ársins hring. Palla var mjög skemmt yfir hneykslun minni og fáfræði í þessum efnum og kallaði mig græðgisátvagl! Ég get svosum ekki neitað, það er hárrétt hjá honum! Cool

Ég hafði ekki tíma til að taka til nesti sökum skyndiákvörðunar og slappleika sem enn var til staðar í systeminu. Ferðin byrjaði því á Subway kjúklingasalati sem var bara alls ekki svo slæmt og, mér til mikillar furðu, nokkuð ódýrt. Eftir það var brunað af stað enda 5 tíma keyrsla fyrir höndum. Á miðri leið keyptum við okkur epli og skyr til að narta í. Ég notaði eplið mitt til að dýfa í skyrið - það er bara svo miklu skemmtilegra en að borða með skeið! Eins og þið sjáið kannski þá var ekki mikið stoppað á leiðinni...

Viðbitið, skyr og epli

Þegar á Höfn var komið beið okkar að sjálfsögðu eðal fínt humarsalat. Það gladdi mig óstjórnlega enda hungrið farið að segja til sín. Mjööög gott!

Humarsalat á Humarhátíð

Svo er bara að bíða og sjá hvað kvöldið ber í skauti sér. Kannski er einhver Hornfirðingur að gefa humar eftir alltsaman. Ég þarf bara að finna viðkomandi!


Spánarfarinn á heimleið

Yndislegur dagur, æðislegt veður. Hlýtt og gott. Líkaminn hinsvegar mjög súr út í mig eftir Fit Pilates í gær. Kom skemmtilega á óvart - er með furðulegar harðsperrur á dularfullum stöðum. En það er alltsaman jákvætt... enn sem komið er. Lét eymslin þó ekki á mig fá og tók nokkra HIIT spretti í morgun, varð rauð eins og kirsuber og datt næstum á trýnið í síðasta sprettinum! Ég bjargaði mér samt glæsilega vel með tilheyrandi ópum, köllum og handapati!

Byrjaði daginn á einum klassískum vinnugraut. Prótein, hörfræ, möndlur, kanill, grautur, banani, múslí, örbylgja og voilá! Og jú, þið sjáið að ég notaði mikið... mikið af kanil!

Kanilgrautur með banana, möndlum, hörfræjum og múslí

Womans Energy Detox te fylgdi svo grautnum í morgun! Ég hef sagt það áður og stend við það, ég er engin tekerling. En þessi Yogi Te eru æðisleg á bragðið!

Womans Energy Detox Yogi Te

Annars get ég ekki dásamað það nóg hversu frábært það er að fá grænmeti í hádeginu. Tala nú ekki um þá snilld að búið er að skera það allt niður. Verð bara að viðurkenna það, grænmetisskurður er ekki í uppáhaldi. Hádegisgrænmetisát er því orðið ansi djúsí partur af deginum hjá mér þar sem við kaupum kannski ekki allt of mikið af því heima. Með í grænmetishrúgunni á þessari mynd eru kjúklingalæri, kartafla og kotasæla. Vinnan mín fékk að fylgja með í mat í dag... hefði betur sleppt því, átti í fullu fangi með að hamsa í mig þennan disk og fá mér smá ábót!

Stútfullur diskur af grænmeti og kjúlli!

Systir mín kær er svo að koma heim frá Spáni í kvöld eftir mánaðardvöld þar í landi. Hlakka mikið til að sjá dýrið - ætli við skellum okkur ekki eitthvað sniðugt út að borða, í dag eða á morgun, í tilefni heimkomunnar! Lítill fugl hvíslaði því að mér að Saffran væri nú með humarsalat á boðstólnum! Ég held það sé mjög nauðsynlegt, í heilagri leit minni að girnilegum humarréttum, að fjárfesta í slíku salati næst þegar ég rek nefnið þangað inn!


Hornafjörður um helgina

Fast og slegið. Beint í sveitasæluna til tengdó, oh það er svo notalegt. Get ekki beðið. Ætla að vera mikil kreppukerling og útbúa nesti fyrir 10 tíma keyrsluna, fram og til baka, sem bíður okkar. Stoppa... hafa smá picnic, teygja úr fótum og passa vel upp á að fá ekki rasssæri! Skráði mig líka í Fit Pilates í dag. Hef aldrei prófað og hlakka mikið til að sjá hvernig það kemur út. Hef heyrt margar góðar sögur af þessum æfingum.

Hvað er annað í fréttum...

... fékk mér súkkulaði kanilsnúning í morgun. Hann var massafínn! Hrærði saman próteini, möndlum, hnetum, hörfræjum, kakódufti, kanil og soðnum graut - beint inn í örbylgju í 30 sek. Grauturinn stífnar svolítið upp og verður eins og kaka. Sem er gleðilegt. Sullaði aðeins meira af graut þar yfir og toppaði með múslíi. Nei... ekki fallegasti grautur sem til er - en gott var gumsið!

Kanil og súkkulaðigrautur með trefjamúslí

Grautnum fylgdu svo nokkrir bitar af granola stöngunum sem ég gerði í gær. Þær eru að slá í gegn, rosalega góðar.

Biti úr granola prótein stöng

Einhverntíman var ég nú búin að lýsa yfir ást minni á mötuneytinu í vinnunni. Þetta er ástæðan fyrir því...

Salatbar - Vinnubar

...og þetta! Svo ég tali nú ekki um skyrkælinn, kexskúffuna, ávextina og hrökkbrauðið! Ég elska skvísurnar í mötuneytinu!

Hádegismatur - Vinnumatur

Svona leit t.d. hádegismaturinn minn út í dag! Þetta gerist nú varla betra?

Kjúlli og grænmeti

Fékk mér svo mitt venjubundna viðbit. Prótein, eplabitar og kanill saman í bolla og hitað í örbylgju. Stráði svo nokkrum rúslum yfir til að fá eplakökufílínginn. Rest af epli smurt með skyri og kanil stráð yfir. Heldur manni assgoti góðum fram að kvöldmat! Ekki láta ljótmyndina skelka ykkur... þetta er gúmmulaði!

Semi prótein eplakaka ásamt kanilstráðum eplasneiðum

Nú er það bara út að skokka, beint í sturtu, sturta í mig "ég er að fara að sofa" próteini, góna smá á sjónvarpið og beinustu leið í rúmið.


Kósý sunnudagur og grillaðar fylltar paprikur

Einn af þessum dögum sem maður vill bara kúra heima hjá sér, horfa á góða mynd og njóta þess að vera í fríi. Nákvæmlega það sama og þessi loðkúla er að gera!

Loðketti í góðum fíling

Dagurinn byrjaði þó á brennslu og kviðæfingum í stíl. Mjög jákvætt start, kemur blóðinu á hreyfingu. Eftir púlið var ég í miklu stuði fyrir eitthvað kalt og frískandi. 100 gr. hreint skyr, 1 skeið hreint prótein, 1/2 niðurskorið íískalt epli, 5 frosin jarðaber, 1 msk hörfræ og quinoa flögur urðu því fyrir valinu. Stökk epli, sæt jarðaber, crunch í flögunum og hörfræin gefa skemmtilegt bit. Slær alltaf í gegn!

Prótein - skyr blanda með epli, jarðaberjum, hörfræjum og quinoa flögum

Bjó mér annars til mikla snilld í hádeginu. Búin að rekast á þetta nokkuð oft, bæði í bókum og á netinu en aldrei búið mér til svona sjálf eða smakkað. Grillaðar fylltar paprikur! Þvílíkt sælgæti! Byrjaði á því að steikja kjúkling sem ég átti inn í frysti ásamt soja fillet-inu sem ég keypti um daginn. Kryddaði með oregano, timian, smá papriku og hvítlauk. Setti svo til hliðar í sér skál.

Kjúlli og sojakjöt

Upp úr safanum, sem kjúllinn skildi eftir sig á pönnunni, steikti ég sellerí, hvít-, rauð-, scallot lauk og lauk (lauk og lauk) ásamt kúrbít, gulrótum, tómötum og sveppum. Stútfull panna af goodness!

Fullt af gómsætu grænmeti

Eftir að grænmetið hafði hjaðnað um svo gott sem helming, mjúkt undir tönn, tók ég rúman helming og setti til hliðar. Ástæðan er einföld - þetta var of mikið af grænmeti! Restina setti ég í stóra skál ásamt kjúllanum og sojakjötinu og afgangs kjúklingabaunum og quinoa.

Quinoa og kjúklingabaunir

Gumsið hrærði ég svo vel saman, bætti út í það, salt og sykurlausri, tómat-pastasósu ásamt einni eggjahvítu. Fyllti svo fjóra papriku helminga með gúmmulaðinu, toppaði með smá fetaosti og steinselju. Glææææsilegt ekki satt?

Kjúklinga og grænmetisfylltar paprikur á leiðinni á grilið

Skellti þessum elskum á grillið þangað til paprikurnar voru orðnar mjúkar. Kannski 30 mínútur...

Fylltar paprikur á grillinu - alveg að verða tilbúnar

...eða þangað til þær litu um það bil svona út!

Fyllt grilluð paprika

NAAHHMMM!! Ohh hvað þetta var gott. Stútfullt af grænmeti og kjúkling. Þetta er með eindæmum jákvætt fyrir skrokkinn! Ég segi ykkur það satt. Létt og gott en samt mettandi. Skemmtilegt á bragðið, áferðin fullkomlega fín! Gaman að borða og svo meiriháttar flott á litinn. Paprikan ofboðslega safarík og sæt. Gumsið sem stóð upp úr paprikunni aðeins stökkt og gaf gott bragð. Ég geri þetta pottþétt aftur. Þessi réttur er hér með matar-boðslegur!

Grilluð fyllt paprika

Ég naut hvers bita í botn. Vel hægt að nota þetta sem meðlæti, aðalrétt nú eða forrétt. Hægt að fylla paprikurnar með hverju sem er, þarf ekki að vera kjötkyns. Jafnvel setja meira af quinoa eða hrísgrjón/couscous.

Grillaðar fylltar paprikur

Takk fyrir mig mín kæru. Græðgispúkinn er sáttur!


Týpískt mataræði á virkum Elludegi

Eftir æfingu veð ég í vinnuhús með hálfa tösku af nesti í formi próteins, ávaxta, grænmetis og allskonar skrauts eins og hörfræja, hafra ofl. Dagurinn í dag fór sem hér segir:

09:00 Morgunmatur - matur eftir morgunbrennslu!

Spínat- og próteindrykkurinn ógurlegi

Einn GM. Grænt Monster. Samansett úr einum skammti hreinu próteini, 2 msk hörfræjum, 100 gr. spínati, 1/2 banana, hafragraut og smá vatni. Allt í blender, helst beinustu leið þaðan ofan í magann á mér, á mjög dömulegan hátt þó, en betra fyrir viðstadda, nærstadda og vinnufólk að verða ekki vitni að því. Fyrsta stoppistöð sjeiksins var því í risa ULTIMATE NUTRITION glasi. (Lesist mjög hátt með miklum áherslum!) Ég notaði hafragraut í vinnunni í staðinn fyrir hreina hafra, kemur svosum á sama stað niður. Hér væri líka sniðugt að fara auðveldari leið og fá sér bara einn skammt M&M (Muscle Milk) - það er bara svo mikil snilld að vera búin að fá sér tonn af grænmeti fyrir hádegi!

10:30 Morgunkaffi

Alveg að drepast úr hungri, þrusaði í mig 1/2 banana. Ég geri ráð fyrir því að allir viti hvernig eitt slíkt kvekendi lítur út svo ég sleppti því að taka mynd af honum. Þið verðið bara að trúa mér.

12:00 Hádegismatur

Eggjahvítur, grænmeti, mango, fræ og smá kotasæla.

Alltaf frábær matur í vinnunni. Salatbar með meiru, ávextir, skyr, jógúrt og heitur hádegismatur. Ekki kjúlli í þetta sinn svo ég próteinaði mig upp með eggjahvítum og smá kotasælu. Fékk mér fullt af káli, mango, gúrku og papriku. Sáldraði svo yfir þetta furuhnetu- og graskersfræja mixi. Afskaplega lúffengt salat. Með þessu fékk ég mér eitt grænmetisbuff - þau eru alltaf ágæt... í hófi.

Aðeins meiri eggjahvíta, baunir, grænmeti og fræ

Ég gat að sjálfsögðu ekki hamið mig, fór aðra ferð í eggjahvíturnar og mangóið. Læddist óvart með á diskinn kotasæla, paprika, nýrnabaunir, radísur og fræmix. En þetta var lítill og krúttaralegur skammtur.

Hinn hræðilegi guli fuff-bolti

Ég fer ekki nánar út í það hér en eggjarauður... í föstu formi, er það næsthræðilegasta sem ég borða. Það er eitthvað svo ónáttúrulegt við áferðina á þeim ((hrollur))! Ef borða skal eggjarauður, þurfa þær að vera mjúkar og helst leka ofan í ristað brauð. Ohmm!

Jarðaberja Muscle Milk prótein

Eftir grænmetisgleðina skreiddist ég svo í nammiskápinn og náði mér í aðeins meira prótein. Líka góð leið til að drepa nammipúkann sem var við það að springa út úr bringunni á mér með látum.

15:00 Kaffi

Hreint prótein og jarðaber í shake, mango og epli

Próteinshake með frosnum jarðaberjum -> skammtur af hreinu próteini, vatn og 5 frosin jarðaber í blender að auki við 1/3 mango og lítið epli. Mjög gott. Mangoið var fullkomið. Mjúkt, ískalt og djúsí.

19:00 Kvöldmatur

Ofnbakaður kjúlli og grænmeti með couscous og soðsósu

Neyddist til að seðja sárasta hungrið með 2 döðlum, 3 möndlum og appelsínusafa klukkan 18:00. OfurErna vinkona kom í mat í kvöld og ég aðeins of sein úr vinnunni. Bjuggum til uppáhalds einfalda, en samt elegant, kjúklingaréttinn minn. Hann lítur alltaf út fyrir að hafa verið eldaður af 40 mömmum, segi ykkur það... en bara næstum því! Sætar kartöflur, gulrætur, laukur, hvítlaukur, blómkál, kirsuberjatómatar - skorið gróft og hent í fat. Kjúllinn kryddaður, lagður ofan á grænmetið og inn í 180° heitan ofn þangað til dýrið dettur í sundur. Tekur yfirleitt 1,5 - 2 tíma og fuglinn er perfecto í hvert skipti. Ofnbakað grænmeti klikkar aldrei, þó sérstaklega þessi blanda. Ég eeelska ofnbakað/grillað rótargrænmeti. Með þessu var svo CousCous sem ég bætti út í svissuðum karamelliseruðum lauk og sveppum ásamt léttri soðsósu.

21:30 Fyrir svefninn

Hér fæ ég mér alltaf skammt af 'fyrir svefn' próteini og tvær omega369 töflur. Stundum breyti ég þessari máltíð í ís. Mmmmhmmm.

Ég get því ekki kvartað. Ég setti ofan í mig helling af góðum mat í dag. Banani, epli, mango, 5 jarðaber, 500 gr. í formi grænmetis, kjúkling, hafra, grænmetisbuff, eggjahvítur, döðlur, möndlur og fullt af úrvals próteini. Lífið er ljúft og maginn fullur!

Óvirkir Elludagar eru ekki fyrir viðkvæma!


Vorhreingerning og matur í stíl

Góður dagur og fullkomið kvöld í alla staði.

Margar formúlur eru til fyrir fullkomnum kvöldum og góðum dögum - formúla dagsins í dag skiptist í 5 hluta og hljóðar svo:

1. Vakna - ræktast - grænn ís - taka til - grænn drykkur (banani, kiwi, spínat, vatn, prótein)- taka meira til - fara í sturtu - hreint hús - kátir kisar!

Hreint hús, loðinn stóll, feitur kisi

2. Búa til hambó frá grunni - borða hambó með bestu lyst í hreinu húsi.

Grillaðir hambó og sætar kartöflur

Þessir hambó voru æði. Hinn helmingurinn mixaði þá úr nautahakki, smá ritz, eggi, kryddum og lauk. Grillaði þá, toppaði með Camembert og osti og bar fram með sætum kartöflum, eggi og grænmeti. Fyrir brauð notuðum við heilhveiti korn-bollur sem keyptar voru í Bónus. Geggjað!

Grillaðir hambó og sætar kartöflur

3. Fara í gúmfey hrein náttföt og ósamstæða gúmfey sokka.... ahhh, þægilegt - gott veður!

Gúmfey náttföt og sokkar

4. Eftirréttur - góð bíómynd.

Skyrblanda með berjum og múslíbotni og fondú!

Ég snaraði í eftirrétt úr því sem ég fann í eldhúsinu. Bjó til skyrblöndu úr.. jah, skyri, 12% rjómaosti, berjum og múslíblandi sem ég muldi niður til að búa til botn. Svo skar ég niður ávexti og bræddi 70% súkkulaði til að dífa þeim í - fondue! Fondú er gleðilegheit - skemmtileg leið til að borða mat!

Skyrblanda með berjum og múslíbotni.

Tækifæris skyr-gumsið heppnaðist nokkuð vel og er barasta í hollari kanntinum. Skyrblanda: 100 gr. skyr, 50 gr. 12% rjómaostur, vanilludropar, hunang. Botn: 1 - 2 mulið súkkulaði hafrakex, quinoa flögur, múslíbland, smá mjólk út í, blanda vel og þrýsta í botn á t.d. skál eða glasi. Ofan á botninn kom svo lag af skyrblöndu, þarnæst hindber og puffed wheat, skyrblanda og bláber með smá súkkulaðisósu. Fitan í ostinum, fyrir þennan skammt, eru 6%, sem er nokkuð vel sloppið og hafrakexið mætti missa sín - annars væri þetta hið besta mál í t.d. hádegismat eða morgunmat. Bara frábært!

5. Brakandi hrein og ný sængurföt sem bíða eftir því að láta kúrast með sig! Ójá, þið kannist við þá tilfinningu - noootalegt!


Hornafjarðarhumar

Það er fátt fiskikyns sem mér þykir betra en humar. Íslenskur, Hornafjarðarhumar. Hvítlauks humar, grillaður humar, humarsalat, humar á brauð... humarsúpan hennar mömmu. Jújú, mömmumatur er góður matur!

Íslenski humarinn, þrátt fyrir að vera smár, er svo ofboðslega bragðgóður. Kjötið með smá sætum keim.. úff! Það þarf ekki einusinni að stússast mikið í kringum hráefnið til að það smakkist vel. Smá salt og pipar og máltíðin fullkomin.

Jæja, þið vitið svosum hvað kemur næst. Ungfrúin fékk sér humar í kvöldmatinn, eldaðan af hinum helmingnum. Humar í appelsínusósu með sætum kartöflum. Gómsætt! Fullkomlega gómsætt.

Hornafjarðarhumar í appelsínusósu

Fyrir utan grænu gleðina í morgun og humarinn í kvöld þá fengum við okkur smá nasl í eftirmiðdaginn, kotasælu og skyr, blandað saman, ásamt niðurskornu epli og smá kanil. Ekki fussa yfir kotasælunni og skyrinu, það er svakalega fín blanda. Sætt epli og kanill eyðileggur það gums svo sannarlega ekki. Kanill er eitt af mínum uppáhalds kryddum... bjútí.

Skyr- og kotasælubland með eplum og kanil ásamt vatnsmelónu

Þessari snilld fylgdi svo skál af ískaldri, niðurskorinni vatsmelónu...

Skyr- og kotasælubland með eplum og kanil ásamt vatnsmelónu

...og einn biti af epli með ostsneið. Það klikkar aldrei.

Epli og ostur, gott mix

Góður matur á góðum degi

Ég er farin að halda að þetta blogg hérna sé farið að snúast um matinn sem ég set ofan í mig en ekki einstaka uppskriftir... sem er svosum allt í lagi. Alltaf hægt að nýta sér eða fá hugmyndir af því sem aðrir borða.

Annars verður manni óskaplega lítið úr verki í svona yndislega fínu veðri. Nenni sko ekki að hangsa inn í eldhúsi þegar ég get hlaupið út í búð og veitt mér í matinn þar. En það er spáð rigningu næsta laugardag, ætli hann verði ekki krýndur sem konunglegi bakara- og eldhúsdagurinn!! Hver veit!

Annars, til að stikla á stóru yfir daginn:

Hádegismatur: Salatbar, kjúklingur, ávextir og brauðsneið með sýrðum rjóma og eplum. Ávextir á brauð... er æði!

Ferskt kjúklingasalat, ávextir og brauðsneið með eplum 

Viðbit: Próteinsúkkulaði. Eins og Bounty!

Mjúkt og chewyPróteinsúkkulaði með kókosbragði

 

 

 

 

 

 

 

Tók einn bita af þessu stykki líka, varð að prófa - mjög, mjög, hræðilega vont! Mæliekkimeðessu!

Sló ekki í gegn hjá mér!Hnetur, þurrkaðir ávextir ofl.

 

 

 

 

 

 

 

Kvöldmatur: Æðisleg grilluð rauðvínslegin bleikja og grænmeti. Ég var einum of gráðug til að taka mynd af bleikjunni, en trúið mér, hún var geðbilaðslega góð!

Eftir kvöldmat: Stóðst ekki freistinguna, nokkrir bitar af þessu. Hnetur og súkkulaði!! Hvernig getur það klikkað!

Hnetukrums 

Svo er bara að hvetja veðurguðina áfram og halda í þetta þetta svakalega veður! Ég ætla að dansa tryllingslegan sólardans klukkan 1:00 í nótt. Ef þið viljið taka þátt í því, verði ykkur að góðu!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband