Hornafjarðarhumar

Það er fátt fiskikyns sem mér þykir betra en humar. Íslenskur, Hornafjarðarhumar. Hvítlauks humar, grillaður humar, humarsalat, humar á brauð... humarsúpan hennar mömmu. Jújú, mömmumatur er góður matur!

Íslenski humarinn, þrátt fyrir að vera smár, er svo ofboðslega bragðgóður. Kjötið með smá sætum keim.. úff! Það þarf ekki einusinni að stússast mikið í kringum hráefnið til að það smakkist vel. Smá salt og pipar og máltíðin fullkomin.

Jæja, þið vitið svosum hvað kemur næst. Ungfrúin fékk sér humar í kvöldmatinn, eldaðan af hinum helmingnum. Humar í appelsínusósu með sætum kartöflum. Gómsætt! Fullkomlega gómsætt.

Hornafjarðarhumar í appelsínusósu

Fyrir utan grænu gleðina í morgun og humarinn í kvöld þá fengum við okkur smá nasl í eftirmiðdaginn, kotasælu og skyr, blandað saman, ásamt niðurskornu epli og smá kanil. Ekki fussa yfir kotasælunni og skyrinu, það er svakalega fín blanda. Sætt epli og kanill eyðileggur það gums svo sannarlega ekki. Kanill er eitt af mínum uppáhalds kryddum... bjútí.

Skyr- og kotasælubland með eplum og kanil ásamt vatnsmelónu

Þessari snilld fylgdi svo skál af ískaldri, niðurskorinni vatsmelónu...

Skyr- og kotasælubland með eplum og kanil ásamt vatnsmelónu

...og einn biti af epli með ostsneið. Það klikkar aldrei.

Epli og ostur, gott mix

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Are you the worldfamous Icelandic blogger I´ve read about?  Nice :)

The Doss (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 15:49

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahahahaha... :)

Elín Helga Egilsdóttir, 25.5.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband