Kósý sunnudagur og grillaðar fylltar paprikur

Einn af þessum dögum sem maður vill bara kúra heima hjá sér, horfa á góða mynd og njóta þess að vera í fríi. Nákvæmlega það sama og þessi loðkúla er að gera!

Loðketti í góðum fíling

Dagurinn byrjaði þó á brennslu og kviðæfingum í stíl. Mjög jákvætt start, kemur blóðinu á hreyfingu. Eftir púlið var ég í miklu stuði fyrir eitthvað kalt og frískandi. 100 gr. hreint skyr, 1 skeið hreint prótein, 1/2 niðurskorið íískalt epli, 5 frosin jarðaber, 1 msk hörfræ og quinoa flögur urðu því fyrir valinu. Stökk epli, sæt jarðaber, crunch í flögunum og hörfræin gefa skemmtilegt bit. Slær alltaf í gegn!

Prótein - skyr blanda með epli, jarðaberjum, hörfræjum og quinoa flögum

Bjó mér annars til mikla snilld í hádeginu. Búin að rekast á þetta nokkuð oft, bæði í bókum og á netinu en aldrei búið mér til svona sjálf eða smakkað. Grillaðar fylltar paprikur! Þvílíkt sælgæti! Byrjaði á því að steikja kjúkling sem ég átti inn í frysti ásamt soja fillet-inu sem ég keypti um daginn. Kryddaði með oregano, timian, smá papriku og hvítlauk. Setti svo til hliðar í sér skál.

Kjúlli og sojakjöt

Upp úr safanum, sem kjúllinn skildi eftir sig á pönnunni, steikti ég sellerí, hvít-, rauð-, scallot lauk og lauk (lauk og lauk) ásamt kúrbít, gulrótum, tómötum og sveppum. Stútfull panna af goodness!

Fullt af gómsætu grænmeti

Eftir að grænmetið hafði hjaðnað um svo gott sem helming, mjúkt undir tönn, tók ég rúman helming og setti til hliðar. Ástæðan er einföld - þetta var of mikið af grænmeti! Restina setti ég í stóra skál ásamt kjúllanum og sojakjötinu og afgangs kjúklingabaunum og quinoa.

Quinoa og kjúklingabaunir

Gumsið hrærði ég svo vel saman, bætti út í það, salt og sykurlausri, tómat-pastasósu ásamt einni eggjahvítu. Fyllti svo fjóra papriku helminga með gúmmulaðinu, toppaði með smá fetaosti og steinselju. Glææææsilegt ekki satt?

Kjúklinga og grænmetisfylltar paprikur á leiðinni á grilið

Skellti þessum elskum á grillið þangað til paprikurnar voru orðnar mjúkar. Kannski 30 mínútur...

Fylltar paprikur á grillinu - alveg að verða tilbúnar

...eða þangað til þær litu um það bil svona út!

Fyllt grilluð paprika

NAAHHMMM!! Ohh hvað þetta var gott. Stútfullt af grænmeti og kjúkling. Þetta er með eindæmum jákvætt fyrir skrokkinn! Ég segi ykkur það satt. Létt og gott en samt mettandi. Skemmtilegt á bragðið, áferðin fullkomlega fín! Gaman að borða og svo meiriháttar flott á litinn. Paprikan ofboðslega safarík og sæt. Gumsið sem stóð upp úr paprikunni aðeins stökkt og gaf gott bragð. Ég geri þetta pottþétt aftur. Þessi réttur er hér með matar-boðslegur!

Grilluð fyllt paprika

Ég naut hvers bita í botn. Vel hægt að nota þetta sem meðlæti, aðalrétt nú eða forrétt. Hægt að fylla paprikurnar með hverju sem er, þarf ekki að vera kjötkyns. Jafnvel setja meira af quinoa eða hrísgrjón/couscous.

Grillaðar fylltar paprikur

Takk fyrir mig mín kæru. Græðgispúkinn er sáttur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl vertu.

Rambaði hérna inn af tilviljun og sé sko ekki eftir því. Gat varla farið að sofa í gærkvöldi af því að ég var að skoða allar þessar girnilegu uppskriftir *slef*, ótrúlegt hugmyndaflug hjá þér. Á nú örugglega eftir að verða fastagestur á þessari síðu.

Sá á einni myndinni brúsa með eggjahvítum, hvar kaupir maður þannig brúsa?

Bestu kveðjur.

Svanhildur (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 20:41

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sæl Svanhildur og takk kærlega fyrir mig. Vona að þú getir nýtt eitthvað af þessu

Eggjahvíturnar keypti ég hjá Garra heildverslun. Líklegast er nú hægt að kaupa þær á öðrum stöðum en ég veit ekki um fleiri í augnablikinu. Versla yfirleitt möndlur og hnetur í tonnatali hjá honum í leiðinni.

Elín Helga Egilsdóttir, 21.6.2009 kl. 20:52

3 Smámynd: Sigrún Óskars

hvað er quinoa flögur?

uppskriftirnar og myndirnar svo freistandi - takk.

Sigrún Óskars, 22.6.2009 kl. 22:39

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Quinoa er tegund af korni ekki ósvipað kúskús. Oft notað í staðinn fyrir t.d. kúskús, hrísgrjón, bulgur ofl. Mjög vinsælt hjá grænmetisætum, nú og öðrum ætum, þar sem kornið er stútfullf af vítamínum og próteinum (12 - 18%). Mjög skemmtilegt Ég keypti þetta í heilsubúðinni á smáratorginu, hliðina á Lyfju. En það er líklegast hægt að kaupa þetta í Fjarðarkaupum eða eitthvað slíkt líka.

Quinoa flögur eru hinsvegar morgunkorn. Ekki ósvipað kornflexi, bara unnið úr quinoa korninu. Rosa fínar - mig minnir að ég hafð keypt þær í Krónunni.

Elín Helga Egilsdóttir, 22.6.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband