Humarhátíð

Það var ákveðið í snarhasti að skunda til Hafnar á Humarhátíðina sívinsælu. Palli er að sjálfsögðu Hafnarmaður frá blautu barnsbeini og við kíkjum þangað af og til þegar vel stendur á. Elska að fara til Hafnar, það er svo notalegt.

Ég, borgarbarnið sem ég er, hafði ímyndað mér að humarhátíðin sjálf samanstæði af fólki, af öllum stærðum og gerðum, kastandi-, sveiflandi-, bjóðandi-, gefandi og syndandi í humar. En nei... ég held nú ekki! Jú, það er fullt af allskonar humarréttum til sölu á þeim 5 'veitingastöðum' sem Höfn hefur upp á að bjóða, en það er nú þannig allan ársins hring. Palla var mjög skemmt yfir hneykslun minni og fáfræði í þessum efnum og kallaði mig græðgisátvagl! Ég get svosum ekki neitað, það er hárrétt hjá honum! Cool

Ég hafði ekki tíma til að taka til nesti sökum skyndiákvörðunar og slappleika sem enn var til staðar í systeminu. Ferðin byrjaði því á Subway kjúklingasalati sem var bara alls ekki svo slæmt og, mér til mikillar furðu, nokkuð ódýrt. Eftir það var brunað af stað enda 5 tíma keyrsla fyrir höndum. Á miðri leið keyptum við okkur epli og skyr til að narta í. Ég notaði eplið mitt til að dýfa í skyrið - það er bara svo miklu skemmtilegra en að borða með skeið! Eins og þið sjáið kannski þá var ekki mikið stoppað á leiðinni...

Viðbitið, skyr og epli

Þegar á Höfn var komið beið okkar að sjálfsögðu eðal fínt humarsalat. Það gladdi mig óstjórnlega enda hungrið farið að segja til sín. Mjööög gott!

Humarsalat á Humarhátíð

Svo er bara að bíða og sjá hvað kvöldið ber í skauti sér. Kannski er einhver Hornfirðingur að gefa humar eftir alltsaman. Ég þarf bara að finna viðkomandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef fönn mí luvs :)

Dossa (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 23:34

2 identicon

Ég hef einu sinni farið á humarhátíð. Þá tókst mér hvergi að finna humar (hvorki til sölu né frítt smakk) nema á Hleininni. Humarlokurnar voru þá þunnur þrettándi og tóku fleiri undir með mér!

Ég vildi kaupa  humar og var upplýst um að það væri hægt að finna hann í VERSLUNUM staðarins, frosinn í frystiborðum, rétt eins og í Reykjavíkurverslunum.

Var svo heppin að vera gestur þar sem boðið var upp á mikinn humar en ég vorkenndi gestum staðarins sem ekki áttu neinn heim að sækja mikið.

Þessi hátið finnst mér vera sú allra þynnsta og mest "commercial" sem haldin er á landinu og ég sé engan tilgang í að eyða tíma og fé í að sækja hana aftur nema þá til að heimsækja vini sem ég get rétt eins gert aðrar helgar ársins!

Svo ég tek undir með hneykslun þinni!

Mæli hinsvegar með Fiskidögunum miklu á Dalvík, þar er allt um að vera, mikið fjör, frábær matur og frábær stemmning og einstaklega vel tekið á móti fólki!

Kv.

Áslaug Traustadóttir heimilisfræðikennari Rimaskóla (er búin að fylgjast með blogginu þínu í sumar)

Áslaug Traustadóttir (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 10:08

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Veistu... ég er alveg sammála þér! Ótrúlegt þynnildi þessi hátíð og ekki einn hlutur sem ekki kostar! Fékk einmitt humarloku og í henni foru 3,5 humrar, smávegis af káli og sósu. Fyrir þetta borgaði ég 800 kall, takk fyrir góðan daginn! En eins og þú, þá vorum við hjá fjölskyldu og fengum að sjálfsögðu mikið magn af humri þar

Hef hinsvegar heyrt af Fiskidögunum og er mjög spennt fyrir því að kíkja þangað í framtíðinni! Án efa mikið stuð og stemning sem fylgir henni!

Elín Helga Egilsdóttir, 7.7.2009 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband