Færsluflokkur: Hafragrautur
22.9.2010 | 05:07
Grautarsnilld - einn einfaldan kaffi
Þeir sem ekki hafa eftir því tekið þá er þetta uppáhalds blandan mín þessa stundina. Kaffigrautur er mín nýjasta þráhyggja eftir að ég var véluð til kaffidrykkju út í Ástralíu.
VÉLUÐ SEGI ÉG!!!!
Áferðagleðin er í hámarki ákkúrat núna... fullkomin. Grauturinn deigó, silkimjúkur en samt fluffy! Ooojjjj hvað það er gaman að borða þennan. Ekki skamma mig, svolítið eins og sambland af barnamat + deigi. Mjög jákvætt fyrir áferðaperrann!
Ég veit... ég er ógeð!
Vænlegast til vinnings:
- Rúmlega dl grófir hafrar. (grænu Solgryn)
- Bleyta upp í höfrum fyrst og örbylgja!
- Bæta svo hvítunum út í, hræra vel og örbylgja aftur með hrærustoppum. Leggja allt í hræringinn. Hafrarnir svo gott sem leysast upp.
- Hræra loks samanvið'etta Nescafé, kanil, Torani sykurlausu sýrópi, vanilludropum og salti.
- Inn í ísskáp eða borða strax. Ég setti mína dýrð í íshellinn góða í gærkveldi.
Ójá!
Sjáið bara, það er hægt að skera hann!
Óhójá!
Meira að segja hægt að rúlla upp í silkimjúka kúlu!
Svo virðist sem rúmmálið aukist líka sökum magn vatns sem í grautinn fer fyrir tíma eggjahvítanna! Ég kvarta ekki yfir því!
Nú sit ég upp í rúmi, undir sæng... og japla á grautnum. Það er ægilega notalegt svona snemma á morgnana.
Þetta skal þróa!
Ætla að ná mér í einn kaffi til að fullkomna morgundýrðina. Bollinn, með sínu geypilega jákvæða innihaldi, verður punkturinn yfir grautar I-ið! Nóakroppið ofan á ísinn. Súkkulaðið utan um jarðaberið. Brúna sósan með kartöflunum!
Fótaxlamyrðing í uppkomandi ofursiglingu!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.8.2010 | 10:51
Grautur... kaffigrautur
Jebb!
Ég er um það bil komin með þetta.
Um það bil?
Ég held barasta að ég sé komin með þetta. Kannski nokkrar trillur í viðbót og þessi verður ofur. Í morgun var gumsið of gott til að sleppa því að tala um.
Var þó pínkulítið sein fyrir og myndirnar sem ég tók eru hundfúlar og leiðinlegar. Gera snilldinni lítil skil en ég ætla að sigta þær "fínustu" út.
Jæja, ekki fleiri afsakanir ungfrú, komdu þér að efninu kvenmannsbelgur!!
HOKAY
Til að kaffigrauta til sigurs, ætla ég að kynna til leiks félagana SVS og NC!
*trommusláttur*
Sykurlaust Vanillu Sýróp!!!
Það er æði! Af hverju vissi ég ekki að það væri til sykurlaust sýróp?
Ég hef sumsé komist að því að til að kaffigrautur verði ætur að einhverju leiti, amk fyrir mig og mína sérvitru bragðlauka, þá þarf að vera smá sætubragð. Hvort sem sætan komi í formi mjólkurfroðu/hunangs/þurrkaðra ávaxta eða hvað. Í leit minni að hinum heilaga sætara kaffigrauts rakst ég á þessa sýrópsgleði í Krónunni og skúbbaði henni með til prufu. Viti menn - ég sá ljósið!
Í flundurhamingjukasti tók ég ósjálfrátt einn frosk með hoppi viðstöddum til mikillar skelfingar. Það var mjög dularfullt viðbragð.
Ætla að fjárfesta í samskonar Heslihnetusýrópi. Heslihnetur og kaffi gott fólk? Það skal prófað!
NesCafé!!!
Ójá!
Af hverju datt mér þetta ekki í hug fyrr?
Í morgun innihélt hræringurinn því 20 gr. grófa hafra, 1/4 bolla vatn, 1/4 bolla nýmjólk (átti ekki möndlu- eða fjörmjólk), 1 msk chia, 1 tsk mulin hörfræ og 2 eggjahvítur. Inn í örra þangað til þykkt er að þínu skapi, með einstaka hrærustoppi. Út úr hitabylgjaranum og snúa sér að viðbótunum -> Salta, Nescafé-a eftir smekk, 2 tappafyllir sýróp, kanill og hræra.
Ef þið vijið áferðar ofurgleði-megagrauta, þá mæli ég með því að þið leggið grunninn að þessari grautarsamsetningu á minnið. Grunnurinn verandi áður en viðbætur eiga sér stað. Þið sjáið ekki eftir því! Vökvamagn að sjálfsögðu eftir þykktarsmekk - þessi er í þykkari kanntinum a la Ella.
Hafragrautsskraut
Mjólkurfroða, nokkrar tsk. af nýlöguðu kaffi (það er geeeggjað), möndlur og kakóduft.
Að sjálfsögðu borið fram í hvítum Buddha!
Svo... gott! Svo, svo gott elsku bestu.
Milt kaffibragð með smá kanilsparki á móti örlítið sætri vanillu. Mjólkin vinnur flott á móti kaffinu í þessum graut. Þyrfti þó að vera þykkari og meira æðisleg froða næst. Líka gaman að fá smá nýlagað kaffi í skeiðina, hræðilega notalegt. Knús og kram frá möndlum og grauturinn, uss. Ef einhverntíman hefur verið partý í áferðaheimi átvaglsins, og ég veit ég segi þetta oft, þá var það í þessari skál.
Kaffigrautur.
Fyrirbæri sem komið er til að vera!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.8.2010 | 12:31
Grautarinnlit-útlit
Næst á dagskrá - kertaljós!
Þegar ég steig mínum sérlega fæti út í morgun tók á móti mér mjög svo svalandi loft. Þið kannist við þetta er það ekki?
Haustlykt. Loftkuldi.
Get svo svarið það. Fannst eins og það ætti að vera smá frost í jörðinni. Farin að hlakka mikið til dimmunnar og smá kuldabits.
Ég þarf að muna, mjög vel og vandlega, eftir þessum bloggpistli þegar ég er föst í skafli í febrúar að bölsótast eins og úldinn ullasokkur yfir hríðinni sem hamlar mér greiðum fótgangi í vinnuna! Sérstaklega þegar ein táin dettur af...
...sem væri svosum engin sorg. Þær eru svo ógeðslega ljótar!
En hvað sem ljótum frostbitnum tám skiptir, svona er nú átstaðurinn minn orðinn ber. Blautur eftir atvikum.
Garðhúsgögnin farin í bílskúrsfrí.
Mánudagsgleðigrautur - ekki borðaður utandyra.
20 gr. hafar, 2 eggjahvítur, smá vatn, salt og hörfræ inn í öbba. Skreytt með einni hvítu til, villimannslega stappaðri, bláum berjum, vanillu og möndlum.
Ægilega vel samsettur í litum þessi elska. Haustlegur með fjöldæmum.
Ég ætti kannski að vera með Grautarinnlit/-útlit!
Guð hvað þetta er smart. Sjá hvernig mandlan trjónir þarna á einu berinu - gerðir þú þetta sjálf?
Ahhh, Kampfakát í kvöld. Ekki farið síðan á mánudaginn síðasta.
Þetta verður hressandi.
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.8.2010 | 10:45
Haustboðar
Veðrið er æðiber!
Ber?
Bláber?
Já takk!
BBB - Bláber í Blárrri Buddhaskál
20 gr. hafrar, 1 msk chia, vatn, 2 eggjahvítur, 1 tsk ómægod3 lýsi, salt, 1 msk múslí, Buddhalicious og eðalskeið.
Ásamt nokkrum dropum af vanillu Capella.
Ella.... Vanella!
Ó.. óhó, hvað það þarf lítið til að sparka í Egóið.
Gamli vin!
Ohh... sorgin.
Nú fer hengirúmstíðin brátt að líða undir lok.
Á nú eftir að sakna þess svolítið að dóla...róla? mér svona í morgunblíðunni með grautinn í einari og myndavélina í hinari.
Þetta var dæmi um mjög góða íslensku!
HENGIRÚMSHRÆRA!
Berin olíuborin og ofur. Væri svoleiðis hægt að dressa þau upp og flengja þeim beint upp á svið í þessu ástandi.
Bregðum undir okkur betri fætinum og hoppum á honum í vinnuna.
Ekki annað hægt þegar guli hlunkurinn heiðrar okkur með sinni sjaldséðu nærveru.
Mjög gaman þegar ég var að labba þarna í gegn að heyra poppið í lúpínufræbelgjunum. (annað dæmi um mjög góða íslensku) Var hálfgerður konsert í gangi.
Sjáið hvað þetta er nú fallega fínt.
Svo rakst ég á Rip, Rap og Rup í svaðilför minni í morgun.
Þeir voru hressir.
Svampafjölskylda.
Sveppir... orðið "sveppur" er orð sem finnst á fyndnuorðalistanum mínum. Þar er t.d. líka að finna orð eins og "fés", "skunkur", "kryppildi", "strumpur".
Stráin farin að fölna.
Svolítið eins og biðukollan hún amma mín þessi.
Þetta segir mér að haustið sé hinumegin við hæðina... eins og Tarzan. (ohh ég fæ ekki nóg af þessum eðal brandara)
Lúpínufræsprengju-máli mínu til stuðnings kemur svo hér sérlegt lúpínufræsprengju-myndskeið. Þó svo það heyrist gott sem ekki neitt, sökum umferðar af ýmsum toga, þá eru nú nokkrir belgir sem poppa þarna í byrjun ef þið hlustið fallega og vel.
Ææææhji hvað haustboðar eru með eindæmum fínir boðar. Sérstaklega í svona veðráttu.
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.8.2010 | 15:51
Hann lifir á hinseginhelgi
HÚRRA!
Mikið er ég hamingjusöm. Hélt hann væri dáinn. Þurfti bara að resetta dýrið og voila! Intervalaði í 12 mínútur í morgun, háar hnébeygjur, fjallganga, froskur til hliðar og súperman armbeygjur.
Það var sveitt!
Það var erfitt!
Það var æðislegt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af tímanum. Þvílíkur munur.
Ég er með intervalæfingar á heilanum þessa stundina. Lovit.
*gleði*
Eftir æfingu, beint í grautinn og bláberin og hindberin og hamingjuna. Frosnu berin engu að síður. Hafrar, chia, omega3 lýsi, vanilla, möndludropar, smá salt, ber og möndlur.
Ef bara ég gæti baðað mig uppúr ferskum bláberjum án þess að að kostaði mig frumburðinn. Nei, ég er ekki með Strumpa-fetish, ég lofa, mér þykja bláber bara góð.
HRÆRA!!
Heitur grautur bræðir frosin ber. Mjög gott...
...mjöög mjög gott.
Af því að það er nú laugardagur. Ohh mama. Mjög vænn slurkur af þessu og vá... ó hvað sæta gerir át alltaf ánægjulegra. Sætugrísinn æpti, skríkti, veinaði og fór úr skinninu. Þessi grautur gat með engu móti orðið betri eftir þessa viðbót.
Sykur og sæta eru með ánægjulegri efnasamböndum.
Því miður gott fólk.
Það er bara staðreynd!
Hinseginhelgin. Gleðilega hátíð allirsaman - njótið'ennar í blússandi botn!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.7.2010 | 09:51
Morkunkyrrð, bláber og avocado
Mikið er nú yndislega fínt að vakna snemma og njóta sumarsins og morgunblíðunnar. Hlakka alltaf til að vakna til þess eins að geta slappað af, borðað morgunmainn minn í notalegheitum og anda rólega.
Ég anda nefnilega mjög órólega þegar ég sef...
Síðsumarblómin farin að blómstra.
Eitt sem lítur út eins og geimkvekendi þegar ég flassa það! Ekki furða - ég yrði líka mjög hrædd.
Er samt ósköp saklaust og fínt.
Þetta er svo það sem ég borðað í morgun!! Gleymdi að taka "fína" mynd fyrir hræring.
Jebb, það er grænt og jebb, það eru tonn af berjum í því og jebb, þetta er avocadograutur.
Uppskrift væntanleg þegar dýrið er ákkúrat. Eitt tips með avocadograuta - bláber eru algerlega málið!
Njótið helgarinnar elsku fólk, gangið mishægt um gleðinnar dyr og borðið mikið af góðum mat -> mjöög stórt atriði!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2010 | 10:27
Sítrónu... grautur?
Ég veit ekki hvað skal kalla dýrið annað.
Grauturinn ekki nákvæmlega ákkúrat fullkomnaður en hann var bara svo ægilega góður í morgun. Virkilega mildur og fínn, ferskt start á deginum. Sætur keimur, smá sýra.. pínkulítið af skyri, sætar möndlur með knúsi og kram ásamt berjabragðinu. Ohhhh... gleðin einar.
Sítrónu iGrautur með ómægod3 lýsi, berjum, skyri og möndlum!
iGrauta (hræra saman kvöldinu áður og geyma í ísskáp yfir nótt)
vatn/möndlumjólk eftir smekk
dass salt
vanilludropar og smá sítrónudropar (passa að ofnota ekki sítrónudropana)
1 skeið chia
1 tsk omega3 lýsi
ferskur sítrónusafi (eftir smekk, ég notaði kannski msk)
niðurrifinn sítrónubörkur (notaði kannski 1/4 úr tsk)
Hafragrautsskreyta dýrðina svo með skyri, berjum og möndlum eftir småg og behåg. Á nú samt eftir að prófa meira í þessu sítrónuævintýri. Nota t.d. meiri sítrónubörk og safa, enga sítrónudropa. Held það gæti komið mjög vel út. Er til dæmis með eina útfærslu sem er að gerjast í undirmeðvitundinni. Hver veit nema ég framkalli þá hamingju á morgun.
Sjáið bara hvað þetta er gordjös skál af lemony goodness.
Möndlur og skyrsletta.
Ekki hafa áhyggjur. Það voru fleiri möndlur sem földu sig í botninum.
Ber! Úhh.. og þessi brómber! Ómyholymolyness!
Ég hélt að bláberin myndu færa þennan graut í hæstu hæðir. Hefðu án efa gert það hefðu þau verið stærri og sætari. Þessi voru allsvaðalega aðeins of súr.
Þessi skeið hinsvegar. Gvöð minn góður!
Ég kem til með að muna eftir þessum bita í langan tíma! Svo dramatískt var japlið að ég fékk tár í augun. Vá hvað þetta var gott.
Veit nú ekki hvort það sjáist en þarna felur sig sítrónubörkur á víð og dreif um skálina.
Var ég búin að segja ykkur hvað ég öölska þessa skeið mikið?
Það er fyrirséð að margir sítrónugrautar verði útbúnir í nánustu framtíð átvaglsins.
Jebb. Ég held það barasta!
Af hverju í ósköpunum hef ég ekki notað sítrónu áður? Hverskonar eiginlega...
Hefur einhver sett sítrónu í sinn graut? Ef svo er, og ef sá hinn sami les þetta blogg, þá er stranglega bannað að halda svona sniðugum hugmyndum út af fyrir sig!
Það er fyrsta reglan í hinni alheilögu hafragrautarbók!
Hana er að finna í munkaklaustri í Tíbet upp á fjallstind númer 14 til hægri. Finnur hann með því að halda fyrir nefið, hoppa í 3 hringi og fylgja sólinni 34°norðaustur í 4 daga. Leyniorð: agúrka
Við erum örugglega ennþá að tala um sítrónugrauta er það ekki annars?
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2010 | 10:02
Sítrónu ómægod3 grautur með mango
1. Afsakið óskýrar og leiðinlegar myndir.
2. Myndir eru óskýrar og leiðinlegar sökum hugmyndar, skyndiákvörðunar í gærkveldi, þegar birta var óhagstæð og litla myndavélin í fýlu!!!
1 eggjahvíta, tæplega 1/3 bolli hafrar, vatn, möndlumjólk, 1/2 skeið chia.
Vanilló!
Sítrónó!
Inn í örbylgju þangað til þykkt er að þínu skapi. Bæta þá við smá salti og mangó! Og síðast en ekki síst...
...Ómægod-3 lýsi!
Og vá... það var sko ómægod í þennan graut!
Detti mér allar steindauðar lýs (lýs.. lýsi.. hoho) úr höfði! Þetta gerði grautinn mín kæru!
HAHH!!! Virkaði svona líka ofurvel því það er jú sítrónubragð af lýsinu. Gerir áferðina á grautnum mýkri og skemmtilegri. maður finnur heldur ekki mikið fyrir því að það sé lýsi að fela sig þarna, amk ekki ég, því sítrónu-/vanilludropar ásamt mangói fela. Mangóið ákkúrat sætt/súrt í hverjum bita - kom hryllilega vel út!
*gleði gleði*
Inn í ísskáp!
Hljóp frammúr í morgun og beint inn í eldhús með svo miklu offorsi að ég hrundi á trýnið!
Það var glæzt!
Sá svo skyr í leiðindum sínum inn í ísskáp og ákvað að gefa því tilgang á ný. Gobblaði slettu út á grautinn.
Hrærði smá! En bara helmingnum - vildi ekki skyrbragð í allan grautinn.
Svona mikið af skyri, eða bragðið af skyrinu kannski, er aðeins of yfirgnæfandi fyrir þennan graut og minn smekk. Það fannst ekki mikið sítrónu/mangobragð af grautnum ef skyrgomma var með í skeiðinni - lítið af skyri hinsvegar var ákkúrat fínt. Prófa AB-mjólk næst.
Best!
Lítið af skyri svo sítróna og mangó fái að njóta sín! Föllkomið, ferskt og skemmtilegt!
Næsta skref í þessum grautarmálum eru til dæmi bláber, sítrónubörkur, sítrónusafi, möndlur!
Sítrónu-ómægod3 grautar eru góðir... góðir grautar mín kæru! Ójá! Hlakka til að gera þennan el perfecto!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.7.2010 | 10:48
Pönnsur á diskinn minn
Næstum því - ekki alveg - veðrur spennó!
iGrautur í morgun - af hverju ekki bæta út í hann eggi og sjá hvað gerist ef ég skelli á pönnu?
Ach so. Gleymdi lyftidufti! Ohjæja! Líta út eins og hambó! Ljóta birtan.
Hmmm.... ein slitnaði í tvennt og úr urðu fjórar.
Skyr, múslí, hnetur og smá sykurlaust marmelaði. Ekki vont...
...en þarf fínpússun!
Svo er fíni morgunmatsútsýnisátstaðurinn minn útataður í rigningu!
Ég græt!
Ekki það að ég geti ekki dressað mig upp í regnpúss og dúsað þarna með þykjustunni pönnsurnar. Það er bara ekki alveg jafn kósý! Held þið getið verið sammála mér þar.
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.7.2010 | 10:10
Steypugrautur
Helst svo þykkur að skeiðin festist!
Það... er best!
Í gærkvöldi átti þetta sér stað og út úr ísskáp leit snilldin svona út!
Ég, skeiðin og þessi grautur vorum miklir félagar í morgun!
Sjáið nú bara hvað hún plummar sig vel í morgunblíðunni!
Hafragrautsskraut iGrauts dagsins í dag innihélt gommu af skyri...
...ásamt hnetum og kanil!
Gvöðdómlega fínt, ekki satt?
Gvöðdómlega gott, mjög svo satt.
Fullkominn biti! Segi það aftur. Alveg eins og þykkur vanillu Sago. Nýt hverrar skeiðar sem mest ég má!
Fullt af chia!
Meira af kanil og hræra! Þið kunnið þetta!
Hvort að möndlumjólkin hafi skilað sér fullkomlega hvað bragð varðar get ég ekki sagt með 100% sannfæringu, en "vatnsbragðiið" var ekki alveg jafn yfirgnæfandi. Ef það hljómar gáfulega.
Máli mínu til stuðnings kemur hér vídjó af ofursnilld morgunsins. Ohhh mama!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)