Grautarsnilld - einn einfaldan kaffi

Einn einfaldur kaffi.

Þeir sem ekki hafa eftir því tekið þá er þetta uppáhalds blandan mín þessa stundina. Kaffigrautur er mín nýjasta þráhyggja eftir að ég var véluð til kaffidrykkju út í Ástralíu.

VÉLUÐ SEGI ÉG!!!!

Áferðagleðin er í hámarki ákkúrat núna... fullkomin. Grauturinn deigó, silkimjúkur en samt fluffy! Ooojjjj hvað það er gaman að borða þennan. Ekki skamma mig, svolítið eins og sambland af barnamat + deigi. Mjög jákvætt fyrir áferðaperrann! 

Ég veit... ég er ógeð!

Vænlegast til vinnings:

  1. Rúmlega dl grófir hafrar. (grænu Solgryn)
  2. Bleyta upp í höfrum fyrst og örbylgja!
  3. Bæta svo hvítunum út í, hræra vel og örbylgja aftur með hrærustoppum. Leggja allt í hræringinn. Hafrarnir svo gott sem leysast upp.
  4. Hræra loks samanvið'etta Nescafé, kanil, Torani sykurlausu sýrópi, vanilludropum og salti.
  5. Inn í ísskáp eða borða strax. Ég setti mína dýrð í íshellinn góða í gærkveldi.

Ójá!

Einn einfaldur kaffi - áferðagleði

Sjáið bara, það er hægt að skera hann!

Einn einfaldur kaffi

Óhójá!

Einn einfaldur kaffi

Meira að segja hægt að rúlla upp í silkimjúka kúlu!

Einn einfaldur kaffi

Svo virðist sem rúmmálið aukist líka sökum magn vatns sem í grautinn fer fyrir tíma eggjahvítanna! Ég kvarta ekki yfir því!

Nú sit ég upp í rúmi, undir sæng... og japla á grautnum. Það er ægilega notalegt svona snemma á morgnana.

Einn einfaldur kaffi

Þetta skal þróa!

Ætla að ná mér í einn kaffi til að fullkomna morgundýrðina. Bollinn, með sínu geypilega jákvæða innihaldi, verður punkturinn yfir grautar I-ið! Nóakroppið ofan á ísinn. Súkkulaðið utan um jarðaberið. Brúna sósan með kartöflunum!

Fótaxlamyrðing í uppkomandi ofursiglingu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mmmm lítur út eins og smákökudeig :)

Ég legg samt ekki í þennan - finnst kaffi bara gott ef ég dýfi mola í það (sem ég hef ekki gert síðan ég var í grunnskóla).

Harpa Sif (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 07:22

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Öss... barasta sleppa kaffinu og setja smá vanilludropa eða eitthvað. Jafnvel bæta við bláberjum!

Þarf ekkert að vera kaffi frekar en hver vill :)

Æðislegur :)

Elín Helga Egilsdóttir, 22.9.2010 kl. 09:29

3 identicon

Hey nafna.

Hvad seturdu ca mikid af hvítum í grautinn ? Er ad gaela vid ad byrja ad grautast og stefni á ad gera graut sem bragdast eins og kryddkaka. Myndi thá setja kaffi, vanilludropa, engifer, negul og kanil... stefni á tilraunir um helgina thegar ég hef tíma. Laet vita hvernig fer

Ella í Hollandi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 14:51

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

OH já.. þeir eru geðveikir!! Ég gerði svona svipaðan nema "piparkökugraut" um jólin! Svo mikil snilld!

Set 3 - 5 hvítur eftir smekk :)

Elín Helga Egilsdóttir, 22.9.2010 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband