Grautarinnlit-útlit

Næst á dagskrá - kertaljós!

Þegar ég steig mínum sérlega fæti út í morgun tók á móti mér mjög svo svalandi loft. Þið kannist við þetta er það ekki?

Haustlykt. Loftkuldi.

Get svo svarið það. Fannst eins og það ætti að vera smá frost í jörðinni. Farin að hlakka mikið til dimmunnar og smá kuldabits.

Ég þarf að muna, mjög vel og vandlega, eftir þessum bloggpistli þegar ég er föst í skafli í febrúar að bölsótast eins og úldinn ullasokkur yfir hríðinni sem hamlar mér greiðum fótgangi í vinnuna! Sérstaklega þegar ein táin dettur af...

...sem væri svosum engin sorg. Þær eru svo ógeðslega ljótar!

En hvað sem ljótum frostbitnum tám skiptir, svona er nú átstaðurinn minn orðinn ber. Blautur eftir atvikum.

átstaðurinn að hausti

Garðhúsgögnin farin í bílskúrsfrí.

IMG_2171

Mánudagsgleðigrautur - ekki borðaður utandyra.

vanillu hörfræ með möndlum og blábombum

20 gr. hafar, 2 eggjahvítur, smá vatn, salt og hörfræ inn í öbba. Skreytt með einni hvítu til, villimannslega stappaðri, bláum berjum, vanillu og möndlum.

Glæstur grautur

Ægilega vel samsettur í litum þessi elska. Haustlegur með fjöldæmum.

Ég ætti kannski að vera með Grautarinnlit/-útlit!

Möndlusnillingar og bláberjafrændur

Guð hvað þetta er smart. Sjá hvernig mandlan trjónir þarna á einu berinu - gerðir þú þetta sjálf?

Ahhh, Kampfakát í kvöld. Ekki farið síðan á mánudaginn síðasta.

Þetta verður hressandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verður bara að skella þér í pollagallann og borða grautinn úti ;)

Hvernig geri ég svona flottan graut? Minn verður aldrei svona  kannski set ég of mikið af vatni...

Harpa Sif (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 13:57

2 identicon

heyrru.. hvað hitaru grautinn lengi í örranum?

Hildur (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 15:57

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Harpa Sif: Æji já, ég held það bara, polli og stígvél!

Jah, ég set rétt kannski 1 - 3 msk af vatni? Fer eftir magni af hvítum og höfrum. Ef það er of mikið af vatni á móti hvítunum og of lítið af höfrum til að éta allan þennan vökva þá verður gumsið hjá yfirleitt hálfgerð vatssósa, helst illa saman og er ómögulegt til átu. ((hrolur))

Hildur: Hmm... 1 - 1,5 mín um það bil. Tek hann samt alltaf út á milli og hræri eins og berserkur. Hita í raun bara þangað til þykktin er að mínu skapi :)

Elín Helga Egilsdóttir, 16.8.2010 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband