Færsluflokkur: Hafragrautur

Pumpkin pie grautur og fæturnir gráta

Er ekki frá því að ég finni fyrir fótaskjálfta.

Lærin bölvuðu mér í hljóði í morgun.

Búin að taka tvennar Karvelio æfingar í beit og þó svo þær líti, margar hverjar, út fyrir að vera biti úr mjööög djúsí franskri súkkulaðiköku með blautri miðju og ís, þá eru þær lúmskar gott fólk.

Mikið meira en bara lúmskar. Ugh!

Þær reyna á allskonar vöða sem veina, kveina og fara í fýlu. Engar brjálæðislegar þyngdir í gangi, mestmegnis core-æfingar, reyna á marga vöðvahópa í einu (marga vöðvahópa sem ekki hafa unnið saman áður virðist vera) - bara geggjað!!

Sumsé, mjög, mjög góðar! Hlakka til að taka þennan mánuðinn í dauða og djöfli! Sjá hvernig formið batnar og styrkurinn eykst!

Þetta gerðist svo í gær!

hraustar lifrarpylsur

Pabbmaster 2000 og Lögginn minn ofurfrændinn. Víkingar með meiru.

Löggi: "Eigum við að nota hjólabrettið í þetta?"

Pabbúla: "Neinei, höldum bara á þessu inn."

Og já, þetta er píanó!

Ég ööölska þetta píanó.

Fékk mér líka endalaust góðan graut í morgun. Ekki dæma út frá myndunum, gerið það fyrir mig! Þær eru hræðilegri en heimur án súkkulaðis! Eg viðurkenni það fúslega og frjálslega!

OHhh hvað ég vildi óska að þið hefðuð getað smakkað snilldina í morgun!

1. Búa til Pumpkin-paaa krydd!

  • 1 tsk kanill
  • 1/8 tsk negull
  • 1/8 tsk engifer
  • 1/8 tsk allrahanda
  • Smá múskat (eftir smekk)

2. Búa til hræring, flundur silkimjúkan eðalgraut og hræra út í hann graskersmauki.

  • 25 gr. hafrar
  • Vatn eftir smekk
  • 120 gr. eggjahvítur
  • 1/4 bolli, eða 60 gr., maukað grasker
  • Salt
  • Torani + vanilludropar

Bleyta upp í höfrunum fyrst og örbylgja. Hella svo eggjahvítum út í heitt gumsið + salta smá + torani + vanilludropar. Örbylgja. Bæta þá við graskersmauki og örbylgja meira ef þykkildi er ábótavant.

Oj... þykkildi.

Allt eftir smag og behag.

Pumpkin paa grautur

3. Krydda með graskerskryddinu

4.  Hræra

5. Ísskápa

Við átið opnast himnarnir og rigna yfir þig ristuðum pekanhnetum svo þú getir bætt út í gumsið!

Pumpkin paa grautur

Eins og að borða pumpkin paaa!

Matarcoma!


Ég held ég verði þreytt í dag

Ég get svoleiðis guðsvarið fyrir það.

"Það" verandi svefnleysi og almennt brölt.

  • Vaknaði klukkan 2.
  • Kreisti saman augnlokin þar til klukkan varð 3.
  • Hjóp fram og fékk mér vatnssopa.
  • Kíkti á grautinn sem ég hafði búið til 5 tímum áður.
  • Fékk mér bita af grautnum sem ég hafði búið til 5 tímum áður.
  • Hann var góður.
  • Stökk upp í rúm og... ekkert!
  • Vöknuð!
  • Skaði!
  • Stökk frammúr klukkan 4 og útbjó Banana-hafra með kotasælu og ristuðum sólblómafræjum fyrir systur og stjúpsystur.
Bananahafrar með kotasælu og ristuðum sólblómafræjum
Bananahafrar með kotasælu og ristuðum sólblómafræjum
  • Hellti mér uppá kaffi.
  • Borðaði þennan graut!
Amarettugraturu með bláberja og kanil-balsamic sósu
  • Hann var ennþá góður þegar ég borðaði hann.
  • Aftur er ég haldin þátíðaráts leiða! 

Amaretto-hræringur með Bláberja-balsamic kanilsósu/sultu

Sovs = Frosin ber í skál + balsamic edik + vanillu/heslihnetu torani + kanill + örbylgja í spað!

Var búin að gleyma því hvað hræringar eru svaðalegar áferðaperrakveikjur. Mjúkir... svoooo mjúkir. Hægt að smyrja þeim á brauð mjúkir. Þykkur hummus mjúkir... mmmmmmjúkir.

Yin yang!

Ying yang

Hafrarnir alveg uppleystir. Finnur ekki fyrir einum... hafur... hafri!

Snemm-morguns íslenskur eru góðar íslenskur!

Mjúúkur hræringur

Karamellukenndur Amarettogrunnur og þessi bláberja-sósa. Shiiiiiii... bragðdúó extraordinaire! Ég á hálf erfitt með að hugsa um eitthvað fallegt til að segja því þetta var bara of dásamlega æðislegt.

Held að þessi grautur eigi skilið að vera settur í dýrðlingatölu.

Bláberjagumsið var svo eiginlega eins og sulta mín kæru. Sulta frekar en sósa og þið vitið að kanill og bláber lifa jafn hamingjusömu lífi og súkkulaði/jarðaber, rjómi/hrísgrjónagrautur, eggjabrauð/tómatsósa.

Bragðið. Er. Geggjað!

Sjáið þetta bara! Laaaaawd almighty!

Það hefði verið hægt að skera hann í tvennt, þrennt.... sex-nnt!

Amarettugraturu með bláberja og kanil-balsamic sósu

Aðeins nær elsku fólk... bara aðeins!

Ætli ég komist einhverntíman svo nálægt að geta myndað mólíkúl, atóm og eindir?

aaaðeins nær

Toppað með smá múslí fyrir knúst því jú, þessi grautartesi er mjúkintes og þó svo áferðaperrinn marseri við þetta át þá þarf að hugsa til kramsins.

Það er ljótt að skilja útundan.

Amarettugraturu með bláberja og kanil-balsamic sósu

HRÆRA

Ohhh... ég trúi ekki að ég sé búin að graðga þessu í andlitið á mér! *grát*

sleeeef

Kaffið mitt blessað!

halló nýji vin

Berjasósur/sultur, grautar og skyr eru komin til að vera í mínum morgunmat.

Núna er klukkan 05:40, um það bil.

Get ekki einusinni farið í ræktina strax því hún opnar ekki fyrr en eftir 10 mínútur.

Teikna, lesa, leysa eitthvert alheimsvandamál?

Ég held að fyrirsögn þessa pistils hafi rétt fyrir sér.


Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

3K með hindberjum! KKK með hindberjum? Hmm... gleymið þessu og vinsamlegast haldið áfram lestri!

Næstum því eplakaka, næstum því piparkaka.

Karamellubragð í bland við kanilepli og piparkökufíling. Negull, engifer, súr ber, chia.

Ómægod 3!

Ómægod 303 * marzipan!

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

  • 20 gr. hafrar
  • salt eftir smekk
  • 1 tappi vanilludropar
  • 2 tappar vanillu torani
  • 2 tappar heslihnetu torani
  • kanill, negull, engifer
  • 50 gr. ósætað eplamauk
  • 1/2 msk chia
  • Lítil dolla hreint skyr
  • Gomma af frosnum hindberjum
  • Ómægod3 lýsi

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

  1. Hafrar í skál ásamt vatni -> örra. Þykkt eftir smekk.
  2. Eftir örbylgjun bæta þá við salti, dropum og kryddum.
  3. Röra.
  4. Bæta eplamús og chia við og...
  5. ... röra að sjálfsögðu!
  6. Glomma skyri í skálina ásamt frosnum berjum og ómægod, rétt hræra til að blanda, toppa með muldum möndlum! Ekki hræra of mikið, hafið grautarklessur á víð og dreif! Það er gvöðdómlega karamellukennt og yndislegt fyrir áferðaperra og bragðlaukagúbba!
  7. Ísskápa 
  8. EKKI.. BORÐA... STRAX!

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Ég fékk mér samt bita í gær. Kannski tvo... mjög líklega þrjá. En þeir voru 7 talsins.

BARA LITLIR... en sjö engu að síður Bandit

Getið þið álasað mér! Hmmm... haaa? Í alvöru?

Eplakökugrauturinn felur sig þarna undir

Skyrið eins og grísk jógúrt og mildar allt krydd en heldur í karamelluna, súr ber, eplakeimur, kanill og kryddspark! Verð nú samt að viðurkenna að eplamaukið + ómægod nutu sín ekki til fullnustu. Næst kem ég til með að sleppa neguldýrðinni, þó svo hún sé góð, og jafnvel bæta við kanilristuðum eplabitum í staðinn fyrir berin! Minnka skyrmagn örlítið!

En þetta var gott. Ójá. Svo gott að ég er enn að hugsa um átið! Það er alltaf jákvætt í minni bók!

Ég lýt höfði fyrir þér, ó þú almáttugi Grautarguð, og segi ekki orð meira!

Þennan iEG mun ég búa til aftur!

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Krydduð kanil-karamelluepli með hindberjum

Nú getum við öll andað léttar! Grautardrama dagsins er hérmeð lokið!

*anda inn* *anda út*

Þó svo það sjáist kannski ekki á sönnunargögnunum hér að neðan, þá frusu fingurnir á mér næstum af við módelmyndun í morgun! Næstum... mjög nálægt því. Ég rétt náði inn, í slow motion, áður en frostbitið smokraði sér inn að beini og fingurnir héngu á bláþræði.

Sem hefði verið mjög svo truflandi fyrir sálartetrið að upplifa og sjá!

Jú... svona nú. Þið hljótið að sjá það?!?!?

Frostbit

Alveg... að detta af!

Það sem maður leggur ekki á sig fyrir fínar grautarmyndir! *hendi á enni*  

Ég held að vettlingar komi við sögu á næstu dögum. Að minnsta kosti þangað til myrkrið frekjast til að hanga á okkur til hádegis!

HREINAR NEGLUR

Svo bjó ég þennan til fyrir systur mína kæra. Banana og karamellusprengja með skyri og sólblómafræjum!

Banana karamellusprengja með sólblómafræjum

Margt er líkt með systrum. Áður en þið lesið lengra, getið þið séð hvað það er?

...

Ég varð vör við verksummerki í hennar skál þegar ég sótti gumsið mitt í morgun!

Verks-át-merki!!

Sumir hafa tekið eldra eintakið sér til fyrirmyndar og bitið í grautinn í nótt sökum át-spennings!

Verksummerki

Gott er að borða grauta... ójá!


3 mínútur

Ég veit ekki hvort ég geti kallað þessa skyrgrauta... grauta... eða skyrgums.

Þó gumsið prýði höfrum, þá er þetta nú varla grautur per se... eða hvað?

Skilgreining mín á hafragraut er svosum ekki hefðbundin, þá miðað við vatnsblandað haframjöl með salti og mjólkurdreitli. Þó það sé nú ægilega dónalega skemmtilegt að fá sér einn upprunalegan af og til.

Morguninn fór annars í brennslu, interval og skyrgrautshræru extraordinaire!!!!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Extra... ordinaire!!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

"Af hverju?" Gæti poppað upp í kollinn á þér. "Þetta er nú ekki það fallegasta sem ég hef séð."

Abbabb abb.. ekki svona fljót að dæma. 

Bragðið gott fólk... áferðin...

Bráferðin!!!!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Eins... og karamella! KARAM-ELLA!

Egó? Hvað meinarðu... hvað er egó?

Áferðin er líka gooorjös. Þykkt já, en samt... mjúkt. Bráðnar eiginlega upp í manni! Hmm, hvernig get ég best lýst þessu.

Leimmér að hugsa þetta aðeins. GetLost

Gerið þetta á morgun. Plís! Guð mun gráta ef þið útbúið þetta ekki. Víljið þið hafa það á samviskunni? Það tók mig ekki nema 3 mínútur að hræra í þetta, 4 ef þið teljið örbylgjuna með.

Einn... tveir... og... svo...

*anda inn*

Um 20 gr. hafrar í skál + vatn og örbylgja. Bæta þá út í gvömsið góðri tsk muldum hörfræjum, 1 tsk omega3 lýsi, 1/2 msk chia, 2 töppum vanillu torani, 1 tappa heslihnetu torani og 1 tappa vanilludropum.

*anda frá*

Húhh... þetta var upptalning!

*anda inn og tala á innsoginu*

Svo bæta út í dýrðina uþb. 100 gr. skyri, hræra smá en ekki alveg. Svo gommu af blá- og hindberjum.

Rétt hræra.

*anda út með eilitlu frussi í endann*

Strá svo með hör og möndl.

Ísskápa!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Oj, hör.

Ég ætla að möndla aðeins með þessa hör? Ojj. Ég tek þetta til baka...

...guðanna bænum elsku bestu. Viljið þið gera það fyrir mig að möndla ekki með hör í morgunmatnum ykkar og strá bara muldum hörfræjum og möndlum yfir gumsið.

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Þetta gums er GEGGJAÐ! Hálfgerðar grautarkaramelluklessur inn á milli skyrsins (af því ég blandaði ekki í muss), eilítið sítrónubragð af ómægod, sem kom mér á óvart að passaði með. Finnið ekki fyrir skyrbragði. Heslihnetubragðið rétt lætur vita af sér í lokin og vanillan alveg að gera sitt. Súrsæt ber og kram úr möndlum... gott fólk. Hvernig getur þetta klikkað?

Var að fá mér annan bita... díses. Vildi óska að þið gætuð smakkað!

RJÓMI!!! ÞARNA KOM ÞAÐ!

Bragðið er milt, eins og af rjóma, og áferðin ekki ósvipuð rjómablandaðri grískri jógúrt!

Hvernig er það fyrir fimmtudagsmorgunmat!! Hmm...haaa? Já takk!

Halló ber

Karamella, möndlur, ber, þykkt... dásamlega nákvæmlegaþykkt!

Tók mig pínkulitlar 3 mínútur að klára þetta. Þvílík óhemja. Synd og skömm! Alltaf... það skal ætíð og alltaf borða hægt og njóta gott fólk. Þarfa taka mig á í þessu hægáti.

Gleðitryllingssprengja!!!

Ætla að fá mér þetta aftur um helgina og koma með skothelda "uppskrift".

nnnnnnamm

Það tók mig líka 3 mínútur að standa upp af klósettinu í morgun ... svona ef þið eruð forvitin og vilduð fá að vita hvernig harðsperrunum mínum farnast.

3 mínútur gott fólk!!

Ég tel þó ekki með mínúturnar sem það tók mig að standa upp af gólfinu eftir að ég skúbbaði mér af setunni.

Ef þið sjáið þessa hrygðarmynd fyrir ykkur, þá er ætlunarverki mínu lokið. 

Ég vona að þið getið notið dagsins eftir þessar upplýsingar.

Afsakið!


Piparkökugrautur

OG ALLIR MEÐ!!!

Þegar pipargrautur eldast.
Grautargerðarkvendi tekur.
Fyrst af öllu Buddha skál.
Og svo eitt kíló haframjöl.
Setur inn í örra og lokar.
En það næsta sem hún notar.
Er að hræra fullt af vatni.
Saman við það heillin mín.

Þegar öllur þessu er lokið.
Takast nokkrar eggjahvítur.
Maður þær og tonn af kanil.
Blandar Buddahnum vel í.
síðan á að setja í þetta.
Eina góða teskeið kaffi.
Svo er þá að HRÆRA grautinn.
Og borða hægt með bestu lyst.

Og bara svo þið vitið af því, þá er mjög krefjandi að setja vatn í skál sem búið er að loka inn í örbylgju!

En í raun og veru er þetta stjarna dagsins!

Nýjasta uppáhalds grautarkryddið

innihaldslýsing

Bætti svo við gumsið auka kanil, engifer, örlítið af Nescafé, dust af kakódufti, torani og vanilludropum.

Hræringur af bestu sort.

Piparkaka að morgni.

En dónalega skemmtilegt.

Piparkökugrautur - kryddaður

Þessi skál var... börnin mín, ég grét af gleði í morgun.

Grét...

...af gleði!

En þar sem blessaðir brúngrautarnir eru skelfilegri útlits en nývaknaður Keith Richards þá sýni ég ykkur bara brúnina á skálinni.

Þetta er ein. Fín. Brún!

Treystið mér. Þið viljið ekki sjá grautinn.

Þið viljið ekki... sjá grautinn.

Piparkökugrautur - kryddaður

Ég held ég sé komin með nýja þráhyggju.

ps: Ég sagðist ætla að sjá ykkur í gærkveldi en ég laug. LAUG!

Ekki horfa svona á mig!


Kryddaður tegrautur

Gúddei lúvlís!

Fætur tolleraðar eftir 93 mínútur en þangað til - grautarhjal.

Vinnan býður upp á svo suddalega ávanabindandi Yogi Te. Ég fjárfesti því í einni pakningu um daginn.

Cinnamon spice... að sjálfsögðu.

Mjög gleðilegt te

Hvað annað?

Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að ég væri 70% kanill, 10% Nóakropp, 5% rjómi, 2% ís og restin hafrar!

En ég veit betur.

Við skulum því hætta þessari vitleysu og snúa okkur að alvarlegri málum eins naflakuski og sápukúlum!

Fyrir utan það, að ef ég væri í raun samsett úr þessari upptalningu minni af hráefnum, væri ég að öllum líkindum einhvurslags piparkaka.

En aftur... þá veit ég betur.

Sem guðs... betur... fer.

Það er svosum ágætt. Væri ég piparkaka ætti ég eflaust erfitt með að narta ekki í sjálfa mig. Sem ætla mætti að væri afskaplega ánægjulega pínleg lífsreynsla?!?!?

...

Klukkan er 4:30. Viljið þið gera svo vel og gefa mér séns hérna!

35 gr. hafrar í skál, tevatn þar yfir og örbylgja.

Þið kunnið þetta.

Tók hinsvegar tepokann og reif hann í öreyndir í einskæru grautaræði!!! Bætti öllu hans innihaldi við elskulega hafrana áður en eggjahvítur komu við sögu.

Rifinn teposi

Dáinn teposi

Eftir eggjahvítur (150 gr) og hræring fékk þetta glæzta Anískrydd að vera með. Sjáið barasta hvað það er nú vel af guði gert.

Lakkrísblóm!

(Hann hefur hinsvegar ekki verið að vanda sig þegar hann bjó til Steinbít og tær, en það er önnur saga)

Anís er gleðisprengja

Anísblomst

Inn í örbylgju þangað til grauturinn er að þínu skapi. Ég kryddaði þennan svo með kanil, engifer og negul ásamt torani, vanilludropum og smá salti.

Bætti líka einu Anísblómi við til málamynda eftir kryddun, hrærun og nokkur fleiri -un.

Anísló

Svolítið eins og það sé könguló í grautnum mínum.

eitt einmana Anís í tegraut

Kom gumsinu loks fyrir inn í ísskáp.

Hvílir sig þarna í sátt og samlyndi við hlið le Gúrken.

Grauturinn til og átvaglið bíður

Og núna gott fólk... 8 tímum seinna, er ég að borða þessa endemis snilld!

Byrjaði á því að veiða.

Anís veiddur uppúr tegrautnum

Enn aðeins of "blautur" fyrir minn smekk.

Kryddaður tegrautur

Örbylgjaði hann því örlítið áður en át hófst. 

Þetta er gleðilega skemmtileg tilbreyting þó svo ég finni kannski ekki stórkostlega fyrir Te-inu sjálfu. En það er þarna, ójá. Kryddin koma líka með skemmtilegt spark og eftirbragðið tileinka ég anís og engifer - þessi grautarskál kætir mig óstjórnlega. Eins og nafna mín sagði - kryddkökufílíngur!

Eina sem mögulega truflar mig er blessað innihaldið úr tepokanum.

Gott á þig Elín! Rífa pokann svona eins og bestía.

Engir mannasiðir.

Yfir og út!


Áfram með... grautinn

G'day mate!

Sami Hræringur og í gær nema eftir örbylgjun bætti ég út í mjúkelsið Torani, vanilludropum, kanil, salti, hörfræjum og 1/2 msk Chia.

hræringur með chia og hörfæjum

Dropi af skyri og voila!

hræringur með chia og hörfæjum

Þetta... er vinningscombó!

Þó svo myndirnar geri gumsinu engan greiða og ég er löt og nenni ekki að fyrirsæta grautinn sökum magagauls og notalegheitanna sem fylgja því að njóta þess að krullast upp í rúmi og japla á morgunmat. (Segið þetta 10* hratt) Fyrsta skipti í langan tíma sem ég fæ mér heitan graut samt sem áður. Mjög, mjög gott!

Ætlaði líka að hreyfa á mér rassinn í morgun en var þreyttari og svangari en allt sem þreytt er og svangt í þessum heimi!

Hvorki meira né minna.

Fer því og rækta mig eftir vinnu og prófa meðal annars þetta interval.

Verið nú góð hvert við annað og passið að fjúka ekki í góða veðrinu.


Hræringur og Chiabland

Nýjaðasta uppáhalds hjá mér er að útbúa Chia sósu/graut/muss með kanil og vanillu torani sýrópi.

1 msk chia blandað saman við vatn, smá salt, kanil, Nescafé og torani sýróp og leyft að standa þangað til þykkt. Borða svo með skeið, hreint og beint. Jafnvel nota epli eða eitthvað til að skúbba upp!

Þú getur reynt að drýgja átið og borðað með gaffli... ég mæli samt ekki með því.

Þar af leiðandi bjó ég til hræring í gærkveldi. Held ég kalli þessa "tegund" af graut bara hræring, hann verður svo ofurmjúkur og æðislegur.

Hafrar + vatn í skál og örbylgja.

Ég notaði 20 gr. af höfrum.

Hræringur, stig1

Bæta hvítum við, 80 gr. í þessum skammti, á meðan grauturinn er enn heitur.

Hræringur, stig2

Hræra og aftur inn í örbylgju.

Hræringur, stig3

Skohh... orðinn hvítur og fínn. Samt aðeins of glansandi og "blautur" fyrir minn smekk. Hræra meira og aftur inn í bylgju tækið!

Hræringur, stig4

Perfecto.

Hér, í þessari skál, eru hafrarnir svo gott sem uppleystir. Það er einstaka hafrakorn sem þú bítur í, annars er gumsið silkimjúkt og krúttaralegt.

Sem er reyndar mjög ólíkt mér því ég vil alltaf hafa bit, knús og kram!

HRÆRA MEIRA!

Hræringur, stig5

Torani, vanilludropar, smá salt, kanill og bláber!

Hræringur með bláberjum og kanil

Chiagums!

Chiagums í afkvæmi Hlöðvers

Chiagums yfir hræringinn, blanda létt og inn í ísskáp.

Sjáið barasta magnið sem ein msk af Chia framkallar þegar vökvi kemur við sögu.

Svona Gremlins stíll á þessu.

Chiaklessa

Hræringur með Chiablandi

Út úr ísskáp í morgun og skreytt með dropa af skyri og hörfræjum... á slaginu 08:30.

Hræringur með Chiablandi, skyri og hörfræjum

Skyrið kom glimrandi vel út í þessu blandi. Mjög gaman að fá "rjómakennda" sýru með sætum, mjúkum grautnum. Ætla að gúmsla því með næst.

Ég veit - skálin er skítug! Ég kenni bláberjunum alfarið um þetta!

Hræringur með Chiablandi, skyri og hörfræjum

Nú veit ég ekki hvort áferð breytist eitthvað ef fræjunum er hreinlega hrært samanvið frá upphafi. Þeir verða kannski meira fluffy og þú finnur ekki alveg jafn mikið fyrir fræjunum sjálfum. Það var því mjög gleðilegt að bíta í mjúkan graut í bland við chiafræin sem hrúgast saman og mynda kúlur.

Hið minnsta skemmtileg tilbreyting.

Nohm

Hræringur með Chiablandi, skyri og hörfræjum

Stórgott grautarát í morgun. Held ég endurtaki gjörninginn í vikunni!


Sítrónu iChiaskyrgrautur með bláberjum

Mikið er gaman að vera ég stundum.

Sítrónu iChiaskyrgrautur með bláberjum

Óskaplega gaman!

Alveg að fá að bíta í gleðina

Sítónu iChiaskyrgrautur með bláberjum

  • 100 gr. hreint hrært Kea skyr
  • 1 tsk. mulin hörfræ
  • 20 gr. hafrar (um það bil 1/4 US bolli)
  • 1 msk chia fræ (mætti vera 1/2 msk)
  • 1 tsk omega3 lýsi með sítrónu
  • 2 tappar torani sykurlaust sýróp
  • 1 tappi vanilludropar
  • Börkur utan af 1/2 sítrónu (nú eða eftir smekk)
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • Bláber eftir smekk, ég notaði frosin
  • Vatn eftir þykktarsmekk, muna að setja aðeins meira en minna. Chia fræin eru þyrst.

Sítrónu iChiaskyrgrautur með bláberjum, hoooly mama

Dásemdin einar. Þykkt, bragðgott, sætt á móti súru. Bláber og sítróna eru að sjálfsögðu svaðaleg blanda og sítrónubörkurinn vs. torani sýrópið er það sem gerir þessa skál gvöðdómlega hvað bragð varðar.

Sítrónu iChiaskyrgrautur með bláberjum

Interval búið!

Bís og trís eftir vinnu með mömmu.

Helgin byrjar formlega klukkan 18:15!


iChiagrautur með kotasælu og bláberjum

Gleði!

Eintóm... andskotans... grautargleði!

Afsakið orðbragðið. Það var bara svo tryllingsleg gleðin sem átti sér stað við átið í morgun.

Þú uppskerð eins og þú sáir... því er snjallt að sá vel! Amk sá, það er byrjunin!

iChiagrautur með kotasælu og bláberjum

  • 20 gr. grófir hafrar
  • 1/4 bolli vatn
  • 1/2 msk Chia fræ
  • 50 gr. kotasæla
  • salt
  • 1 tappi vanilludropar
  • 1 tappi Torani sykurlaust sýróp
  • dass kanill/bláber.... dass bláber?
  • 1 tsk mulin hörfræ stráð yfir
  • Hræra - ísskápa 

Leit svona út í gærkveldi í miður fallegri birtu!

iChiagrautur með kotasælu og bláberjum

iChiagrautur með kotasælu og bláberjum

Leit svona út í morgun í aðeins betri birtu en óskemmtilegri birtu engu að síður.

Ella: "Af hverju ertu svona blá?"

Birtan: "Láttumi'vera!"

iChiagrautur með kotasælu og bláberjum

NOHM

iChiagrautur með kotasælu og bláberjum

Munurinn er.... nánast... enginn!!! Klöppum fyrir því! Amk. ekki sjáanlegur en áferðin allt önnur!

Þykkt þykkt þykkt, hamingja hamingja og fjórfalt áferðapartý.

iChiagrautur með kotasælu og bláberjum

Ég græt! Ég á engar möndlur! Hnetur! Hnetusmjör! Hefði verið fullkomið að strá yfir þetta smá hnetum fyrir kram og bæta svo út á gumsið t.d. banana.

Enginn... banani... heldur!

Hvað er að ske-mundur?

En blandið var gott og mun eignast sérstakan stað á uppskriftalista framtíðarinnar. Hérmeð bætt við og viðbætt! Rjómakennt með kanilstrípu og sparki frá bláberjunum! Æði! Væri þó snjallt að setja meira af höfrum næst því þetta var eilítið meira út í það að vera "iChiaKotó með bláberjum og höfrum". En kotasæla er á góða listanum mínum svo það gladdi mig mjög.

HRÆRA!

Kotasælugleði

Kotasælan trjónir á toppnum

Gott spis eftir eðal fínt interval! Fæturnir eru þó eins og soðið spaghetti sökum fettmúlamyrðinga í gær, og aumingjans rassinn... aumingjans grey musinn! Hann á skilið harðsperrusamúð!

Fimmtudagur! Ég get svo svarið það gott fólk.. það var sunnudagur í gær!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband