Færsluflokkur: Ragga Nagli

Eggcellent eggjakaka og árshátíðar undirbúningur

Um þetta leiti á morgun verður átvaglið komið í kjól og súpandi á fordrykk! Játakk!

Lét verða af því og endurgerði eggjahvítuköku hádegisins með smá breytingum. Engin gulrót í þetta skiptið heldur svampar! Svo æðislega bragðgóðir. Sama og síðast, steikja, steikja... steikja meira og svo aðeins meira en steikingaþröskuldurinn leifir. Eggjahvíta gumsið og jú, steikja meira. Raða tómatsneiðum og 9% ostsneið á helminginn og krydda með t.d. basil. Sjáið bara hvað þetta er glæsilega fínt!

Eggcellent eggjahvítukaka með lauk, sveppum, tómat og smá osti Eggcellent eggjahvítukaka með lauk, sveppum, tómat og smá osti

 

 

 

 

 

 

 

Eggcellent eggjahvítukaka með lauk, sveppum, tómat og smá ostiEggcellent eggjahvítukaka með lauk, sveppum, tómat og smá osti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tók svo til matinn fyrir helgina. Laugardagskvöldið er stikkfrí sökum nammidags og árshátíðar. Kvöldnasl dagsins í dag var tekið til ásamt fyrir- og eftiræfingamat morgundagsins, hádegismat og viðbiti og loks lauk þessum undirbúning á morgunmat sunnudagsins. Þetta tók 30 mínútur að setja saman - að meðtöldum kvöldmatnum og fínukjóla- og æfingafatatiltekt. Svo er hin reglubundna 2ja vikna ummálsmæling hjá mér á sunnudaginn - ég tek sko málbandið með mér og mæli mig sundur og saman uppá hótelherbergi á tilsettum tíma! Full af árshátíðarjukki - húha!

Undirbúningsnesti helgarinnar

Ætli ég verði ekki japlandi á skyrgumsinu mínu í "Hvernig búum við til bjór" ferðinni á morgun!

Njótið helgarinnar mín kæru, er farin á Selfoss að árshátíðast Smile


Egg-cellent eggjakaka

Ohh þetta var svo gott! Ég veit ekki af hverju.. eða jú, ég veit það alveg! Ég bjó þetta til í gær fyrir hádegismat í dag og svona leit gleðin út með flassi og án!

Karamellizeruð lauk og gulrótar eggjahvítukakaKaramellizeruð lauk og gulrótar eggjahvítukaka með flassi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leit já... ég borðaði þetta án þess að mynda, svellköld og skammaðist mín ekkert fyrir það! Svooo mikið gúmmó að ég hef ákveðið að útbúa þetta aftur í kvöld! Einfalt, svo sáraeinfalt og þægilegt að elda! Laukur og gulrætur steikt í 100 ár svo lengi að allt sem gumsið snertir verður sætt. Eggjahvítunum hellt yfir og látið krauma í dágóða stund.

Í kvöld ætla ég að fylla kökuna með tómatgumsi...

*gleði*


Selfossdagar

Nýjasta uppáhalds nýjasta nýtt. Enn eitt skyrgumsið!

Skyr, jarðaber í allskonar myndum, epli, kanill og vanilló 

Le gums innihélt smátt skorið epli, nokkur frosin jarðaber, nokkur örbylgjuð jarðaber, vanillurdropa, kanil og ristaðar pecanhnetur. Oghh... gott! Geymt í kæli, naturlig, og borðaði ísbrakandikalt! Ætla að setja hindber út í næst, þau eru svo ljúf.

Annars er árshátíðin mín haldin á Selfossi um helgina. Gisti frá föstudegi til sunnudags og þarf þar af leiðandi að skipuleggja matarræðið pínkulítið. En þó bara pínku. Laugardagar eru nammidagar og árshátíðin verður nýtt til hins ýtrasta. Ég ætla líka að leita uppi spriklstöð á Selfossinum og sprikla aðeins á laugardaginn. Sýna Selfyssingum hvernig Garðbæingar stúta fótleggjum! Taka svaðalega æfingu rétt fyrir árshátíð - allt í lagi, sperrurnar láta aldrei sjá sig fyrr en daginn eftir, ef þær láta sjá sig það er!

Ekkert minnst á jólin í þessum pistli.. hahh... uuuu.. hmm? FootinMouth


Góður dagur, góðar æfingar

Ég er alveg að komast á það stig að fullkomna eggjahvítugrautinn minn! Fékk mér einn slíkan með jarðaberjum í morgun og einu steiktu eggi! Rauðuna sprengdi ég svo yfir grautinn og úhhúú hvað það var gott! Mmhmm... ég held að það sé góðs viti að hlakka til að vakna á morgnana því maður veit að grauturinn bíður eftir manni! Það hlýtur að teljast góður grautur!

Annars sauð ég mér byggskammt í gær, bætti út í hann vanilludropum og smá kanil. En ekki hvað? Ákvað svo að vera ævintýraleg og frábær og bætti bygginu mínu út í skyr ásamt tæpri 1 tsk af splendu. Lét það bíða yfir nótt í ísskáp og smakkaði svo á því eftir hringþjálfunina í morgun.

Skyr og bygg

Splendunni bætti ég út í því ég var nokkuð viss um að skyrið yrði, eins og Ásta svo fagmannlega orðaði það - súrt og stammt, bara með viðbættu bygginu. Viti menn, þetta var partý fyrir áferðaperrann og hamingja fyrir átvaglið! Það er svo gaman að bíta í bygg, eins og það poppi eða spryngi. Svo held ég að gumsið hafi reynt að breytast í brauð í nótt. Ég veit ekki hvernig ég get orðað það betur - áferðin var barasta þannig!

Góður dagur framundan mín kæru. Það held ég nú.


Avocado er yndislegt

Ég elska avocado. Smjörkennt og frábærlega fínt, sérstaklega þegar það er ákkúrat rétt þroskað! Nota það stundum í staðinn fyrir smjer á brauð. Mmm! Stóð við það sem ég sagði í gær og fékk mér avocado og hakkgums.

Avocado og hakkgums

Steikti hakk á pönnu og kryddaði vel með öllu því sem ég fann... næstum því öllu, að auki við smá dijon og hot sauce. Hellti svo hakki á disk, setti salsasósu þar yfir og loks avocadomauk með smá rauðlauk. Lék sama leik að nýju með hakki, salsa, avocado, lauk og loks toppaði ég fjallið mitt með smá auka salsa.

Avocado og hakkgums

Æji, þetta var svo gott. Einfalt, fljótlegt og kryddað hakkið með smjörkenndu avocadoinu var fullkomið! Algerlega fullkomið. Hefði reyndar orðið fullkomið++ ef ég hefði átt tómata og smá hvítlauk - en það gerði ekkert til.

Avocado og hakkgums

Þetta var gott gums og gleðilegt fjall!


Stundum er rautt best

Kjúlli í tvær, tæpar þrjár vikur - það hlaut að koma að þessu!

Það baular næstum því ennþá!

Glæsilegt roastbeef

Oh my prrrecious!

Glæsilega kjötið skorið í smærri bita

Rétt út á pönnuna með uppáhalds grænmetisblöndunni minni. Telja upp að þremur og beint ofan í skál.

Roastbeef með steiktu grænmeti

Glæsingur... já, þessu orði rændi ég... glæsingur með Dukkah möndlu karrý!

Roastbeef með vel steiktu grænmeti og Möndlu dukkah með karrý

Mmmmhmmm!

Roastbeef með vel steiktu grænmeti og Dukkah kryddi með möndlu karrý

En þar sem kjötátið er yfirstaðið, þá get ég ekki ímyndað mér að borða roastbeef næstu daga! Hakkgums á morgun. Vel kryddað, vel steikt hakkgums með avocado!


Morgundagurinn í hnotskurn

Í tilefni skipulagsfíkilsins hið innra, og bloggsins sem ég setti inn í dag, þá verð ég í vinnu á morgun frá 08:00 til 20:00. Sem er í sjálfu sér ekkert stórmál hvað matinn varðar, eina sem bætist í raun við er kvöldmaturinn. En hér er mynd af fjallinu mínu.

Planleggingar í matarræði fyrir morgundaginn

Morgunmatur: Eggjahvítu- og hafrapönnsur. Notaði reyndar ekki lyftiduft í þessar. Önnur með hindberjum, sem þiðna yfir gúmmulaðið í ísskáp í nótt, á meðan hin verður skreytt með eggi sem ég steiki mér á morgun. Úhh... get ekki beðið eftir því að vakna Cool Verður líka spennó að sjá hvernig þær koma út kaldar.

Morgndegismatur: Hnetusmjörs prótein búðingur.

Hádegismatur: Eggjahvítu og möndlugums. Mjög sterkt, hot sauce og allur pakkinn.

Síðdegisviðbit: Hreint skyr og ristaðar pecanhnetur.

Kvöldmatur: 4% nautahakk og karamelliserað steikt grænmeti. Vel kryddað og spæsað upp. Verður afskaplega notalegt að bíta loks í hakk eftir kjúllatörn síðustu vikna.

Annars vorum við Palli að afreka það að bera niður 4 hæðir, risastóra IKEA kommóðu sem vegur án efa 170 þús. kíló! Seljanda láðist sumsé að nefna það við okkur að kommóðan væri jafn þung og hvítur dvergur, að hún væri á 4. hæð og að þetta væri gömul bygging með litlum, mjóum... ó svo mjóum stigagangi. En þetta hafðist og var heljarinnar líkamsrækt. Ég fékk marblett á sköflunginn og þumalputtann af öllum stöðum. Beint á fingrafarið. Palli skrapaði á sér upphandlegginn og kramdist á milli kommóðu og veggjar. Þrátt fyrir mikið puð er kvikindið komið inn í þvottahús og passar svona líka assgoti flott! Vel marðra útlima virði!

Nattn skrattn mín kæru!


Ég borða í plastboxum

Undanfarið hef ég mætt með mitt eigið ét í vinnuna. Morgunmatinn borða ég yfirleitt heima, ef ég er að fara að lyfta, annars fylgir hann mér eins og traustur vinur, í tupperware, að vinnuborði þar sem hann er hamsaður með góðri lyst. Hádegismaturinn bíður svo eftir mér inn í vinnuískáp, í öðru tupperware, ásamt morgun- og síðdegis viðbitum, í enn öðrum plastílátunum, og að vinnudegi loknum held ég heim á leið með fullan poka af tómum plastboxum sem fyllast að nýju eftir kvöldmat.

Mörgum hryllir við þeirri hugsun að þurfa að standa í þessu en vitið þið hvað... þetta er ekki svo mikið mál. Sérstaklega þegar ferlið er komið upp í vana. Reyndar, ef ég á að segja alveg eins og er, þá þykir mér lúmskt gaman að pakka öllum mínum mat niður deginum áður, hafa þetta vel skipulagt og fínt. Þegar kemur að hlutum sem þessum þá er ég skipulagsfíkill af guðs náð og plumma ég mig því vel í þessu öllusaman. Röð og regla, nákvæmir matarskammtar og tilhökkun í plastpakka!

Hér er svo typical brot af því sem ég tek með mér í vinnuna, í boxi, áður en ég geri nokkurn skapaðan hlut við herlegheitin - eins og að bæta grænmeti við hádegismatinn. Einvörðungu til að gera hann fínan, fallegan og að sjálfsögðu myndvænan!

Morgunmatstörn

Með eftiræfingu-mat og án.

Æðislegur jarða- og bláberja próteingrautur

 

 

Eftir æfingu matur

 

 

 

 

Banana- og eplaskyr með kanil

 

 

 

 

 

 

 

Hádegismatur og síðdegisbitinn

Á reyndar eftir að borða hnetusmjörspróteinberjablandið. Fyrsta skipti sem ég bý þetta gums til. Það verður mjög gaman að vera ég um þrjú leitið á eftir! 

Allsber kjúlli og sæt kartaflaHnetusmjörsblandaður prótein búðingur, jarðaber og hindber

 

 

 

 

 

 

 

Palli: Hvað áttu mörg box eftir?

Elín: Eitt box.

Palli: Jöhs... kvöldmatur eftir tvo tíma!

Ég yrði án efa flottur Hobbiti! "Hvað með morgunmat? En morgndegismat? Hádegismat og kaffi? Seinna kaffi og kvöldmat ásamt seinni kvöldmat, kvöldnasli, kvöldnarti og te fyrir svefninn?"


Hvað er árangur?

Engar myndir í þessum pistli mín kæru, bara spögúleríngar og spælingar.

Nú er 1,5 mánuður síðan ég byrjaði hjá Naglanum í þjálfun. Ég var búin að sitja í sama farinu í svolítinn tíma og langaði mikið til að hrista aðeins upp í hlutunum, breyta til og prófa eitthvað nýtt. Matarræðið snérist í 180 gráður, úr því að lifa á próteindufti yfir í 1-2 skammta á dag. Æfingarnar urðu töluvert meira krefjandi, enda fullt af æfingum á plani sem ég hafði aldrei prófað áður. Virkilega skemmtilegar og fjölbreyttar. Brennslan stórminnkaði, sem er ekkert nema jákvætt. (Ég viðurkenni það hér og nú, brennsla er ekki í uppáhaldi hjá mér. Allt annað en í uppáhaldi!) Einn hvíldardagur og fullbúinn nammidagur á viku, og samt fara tölurnar niðurávið.

Fólk verður líka að gera sér grein fyrir því að góðir hlutir gerast hægt, og til að árangurinn verði varanlegur þá þarf að sýna þolinmæði. Einangrunin fer hægt af flestöllum sem ekki eru með "Fita? Hvað er það?" gen. Sérstaklega af skemmtilegu stöðunum sem við konur erum alltaf að glíma við. Rass, læri, bak og yfirmagi - óbeibís, ástarhandföng og björgunarkútar alla leið. Meira til að gefa, meira til að elska! Árangur er mælanlegur í svo mörgum myndum og allt of margir notast einvörðungu við vigtina. Því miður - ég hef gert það sjálf. 200 gr. upp og dagurinn er ónýtur. Ég lifi á gulrótum og brenni hálftíma lengur daginn eftir. Bull og vitleysa! Árangur getur verið aukinn styrkur eða lungna- og vöðvaþol. Breyting á matarræði, einn labbitúr á viku... allt eru þetta góðir og gildir árangurspunktar. Hvert er markmiðið þitt?

Síðan ég byrjaði á þessu prógrammi þá setti ég mér nokkur markmið. Fitutap, viðhald og uppbygging - í þeirri röð sem það er ritað niður. Miðað við núverandi tölur þá tel ég sjálfa mig hálfnaða í fitutapsferlinu og eftir jólin skelli ég mér líklegast í viðhaldsgírinn. Jah.. fer kannski eftir því hvernig jólátið fer með græðgispúkann Cool Hér að neðan hef ég hripað niður þau númer sem ég hef farið niður um í vigt og cm. síðan herlegheitin fóru af stað.

Þyngd: 1 kg  (bara eitt kíló sjáið til, á 1,5 mánuðum - en mjónubrækurnar stækka, hoho)

Brjóst: 3 cm

Mitti: 6 cm

Mjaðmir: 3 cm

Læri: 2 cm

Upphandleggir: 1 cm

Kálfar: 1 cm

Reyndar er það gefið, ég var kannski ekki risamassaofurstór þegar ég byrjaði á þessu og þeir sem eru þyngri kæmu án efa til með að léttast/minnka meira. En tölurnar tala sínu máli, vöðvarnir stækka/halda sér á meðan mörin er brennd í burtu. Þetta er bara dásamlegt og ég ekkert smá kát með árangurinn. Spáum svo í því hvernig þessar tölur verða eftir 1, 2, 3.... mánuði. Þetta þarf ekki að gerast á einni nóttu!

Jæja yndislega fólk, ég er farin í grautarmall og meiri tiltekt og umbreytingar. Sýni ykkur myndirnar af glæsilega fína Gúmmulaðihellinum þegar fínpúss er yfirstaðið. Nonni verður án efa kátur með breytingarnar á svefnherberginu! Grin


Rjómi, ostur og rjómaostur

Hef verið friðlaus alla vikuna! Ostar og rjómi er það eina sem hefur komist að í nammilandinu og loksins varð veislan að veruleika í kvöld. Rjómaostapasta, rístertu-rjómasprengja og að sjálfsögðu kroppið mitt og lakkrísinn.

Átvagl 1: Elín 0

Ætlaði að vera svaðalega fensí smensí á því og útbúa hryllilega gúrmey máltíð en rjómapastað. Elsku rjómapastað vann. Sveppir, laukur, skinka, beikon og paprika svissað í örlitlu kryddsmjöri og piprað. Camembert, rjómaostur, sveppa smurostur og parmesan brætt saman í rjóma, kryddað með pipar og steinselju, og sveppagumsinu hellt þar út í. Ostasósunni er svo hellt yfir spaghettíið og gleðin toppuð með parmesan.

Subbulegt en svaðalega gott rjómaosta pasta

Toppað með dropa af rjómaosti og parmesan

Átvagl 2: Elín 0

Ostagumsið snætt með bestu lyst og aðeins meira af kolvetnum og osti. Baguette, ritz og ostar! Mmmmm...

Í neðra horni vistramegin, á myndinni hér að neðan, er heimagerð bláberjasulta frá Ernu. Miiiikið gómsæti... mjög mikið!

Osta og brauðbakki

Átvagl 3: Elín 0

Kropp og fylltar reimar. Uppáhalds nammibland númer 1, 2 og 3.

Kropp og fylltar lakkrísreimar

Átvagl 325: Elín - 14

Rístertu-rjómasprengja a-la Erna vinkona. Hér sameinast allir nammipúkar alheimsins í formi smjörs, sýróps, súkkulaðis, sykurs, hneta, karamellusósu, banana og nóakropps. Ísinn situr sallarólegur á kanntinum og án efa feginn að losna undan álaginu sem fylgir því að vera aðal-nammidagsnammið!

Rístertu rjómasprengja með ís

Sætugrísinn fékk vægt hjartaáfall við átið

Þakkargjörðar fiesta numero uno næsta laugardag í Gúmmulaðihöllinni.

Ó hvað ég elska nammidagana mína!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband