Skyrgums

Skyr er ágætis fæða og einfalt að grípa í. Skyr.is set ég sjaldan eða aldrei inn fyrir mínar varir. Skrokkurinn á mér harðneitar að kyngja og snýst til varnar um leið og boxið er opnað. Ég borða alltaf hreint/hrært Kea skyr því bragðbættu tegundirnar eru eins og ís sem þykist vera með jarðaberjabragði. Það er bara eitthvað afskaplega ónáttúrulegt við það. Hinsvegar, því verr og miður, þá á ég afskaplega erfitt með að borða hreina skyrið eintómt og þarf yfirleitt að blanda út í það ávöxtum af einhverju tagi. Þetta gums er t.d. með frosnum hindberjum, banana og möndlum fyrir crunch. Svaaðalega gott!

Hreint Kea skyr, frosin hindber, stappaður banani og möndlur

Ég veit ekki hvort þetta ástand sé gott eða vont eða hvort ég ætti að vera að borða skyr yfir höfuð úr því staðan er eins og hún er. En um leið og ávextirnir mæta á svæðið, þá verður allt svo miklu gleðilegra! Skyr og t.d. bláber... gæti ekki beðið um það betra!

Mín persónulega trú, í þessum matarmálum, er að pína aldrei, aldrei aldrei eitthvað ofan í sig af því að það er titlað "hollt, æskilegt, nauðsynlegt". Það er nægur matur til og úrvalið eftir því - finndu þér bara eitthvað annað til að uppfylla prótein-/kolvetna- eða fituþörf. Hinsvegar, ef hægt er að umbreyta óborðanlegum mat á þann hátt að hægt sé að.. jah, borða hann (eins og t.d. skyrgumsin mín), þá er um að gera og nýta hráefnið til hins ýtrasta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefurðu prófað hreint skyr og rautt epli (stökkt, ekki mjölkennt)??  Það er dásamlega gott! 

Og takk fyrir frábært blogg, er alveg í favorites enda er ég mikill mathákur sjálf og elska matarblogg!!!!  

Soffía (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 11:38

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohh já, það er æði. Sérstaklega þegar eplið er ískallt og brakandi! Mmm..

Sammála þér með matarbloggin, svo gaman að skoða og fá góðar hugmyndir

Elín Helga Egilsdóttir, 3.11.2009 kl. 12:12

3 identicon

Só trú!  Að pína ekki eitthvað ofan í sig vegna heilsustimpils ef manni finnst það ekki gott   Þó það sé stundum erfitt að finna hollustuna í sykurfrumsókginum þá finnst það á endanum ....  Góðar hugmyndir með skyrið hjá þér .. ég er einmitt ekki spennt fyrir hreinu skyri, of súrt og stammt  Vantar eitthvað til að betrumbæta það

Ásta (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 21:25

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Amen fyrir því! En um leið og ávextirnir bætast við þá gerist eitthvað magnifico!

Elín Helga Egilsdóttir, 4.11.2009 kl. 09:43

5 identicon

Thú gefur gód rád.

Hungradur (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband