Hvað er árangur?

Engar myndir í þessum pistli mín kæru, bara spögúleríngar og spælingar.

Nú er 1,5 mánuður síðan ég byrjaði hjá Naglanum í þjálfun. Ég var búin að sitja í sama farinu í svolítinn tíma og langaði mikið til að hrista aðeins upp í hlutunum, breyta til og prófa eitthvað nýtt. Matarræðið snérist í 180 gráður, úr því að lifa á próteindufti yfir í 1-2 skammta á dag. Æfingarnar urðu töluvert meira krefjandi, enda fullt af æfingum á plani sem ég hafði aldrei prófað áður. Virkilega skemmtilegar og fjölbreyttar. Brennslan stórminnkaði, sem er ekkert nema jákvætt. (Ég viðurkenni það hér og nú, brennsla er ekki í uppáhaldi hjá mér. Allt annað en í uppáhaldi!) Einn hvíldardagur og fullbúinn nammidagur á viku, og samt fara tölurnar niðurávið.

Fólk verður líka að gera sér grein fyrir því að góðir hlutir gerast hægt, og til að árangurinn verði varanlegur þá þarf að sýna þolinmæði. Einangrunin fer hægt af flestöllum sem ekki eru með "Fita? Hvað er það?" gen. Sérstaklega af skemmtilegu stöðunum sem við konur erum alltaf að glíma við. Rass, læri, bak og yfirmagi - óbeibís, ástarhandföng og björgunarkútar alla leið. Meira til að gefa, meira til að elska! Árangur er mælanlegur í svo mörgum myndum og allt of margir notast einvörðungu við vigtina. Því miður - ég hef gert það sjálf. 200 gr. upp og dagurinn er ónýtur. Ég lifi á gulrótum og brenni hálftíma lengur daginn eftir. Bull og vitleysa! Árangur getur verið aukinn styrkur eða lungna- og vöðvaþol. Breyting á matarræði, einn labbitúr á viku... allt eru þetta góðir og gildir árangurspunktar. Hvert er markmiðið þitt?

Síðan ég byrjaði á þessu prógrammi þá setti ég mér nokkur markmið. Fitutap, viðhald og uppbygging - í þeirri röð sem það er ritað niður. Miðað við núverandi tölur þá tel ég sjálfa mig hálfnaða í fitutapsferlinu og eftir jólin skelli ég mér líklegast í viðhaldsgírinn. Jah.. fer kannski eftir því hvernig jólátið fer með græðgispúkann Cool Hér að neðan hef ég hripað niður þau númer sem ég hef farið niður um í vigt og cm. síðan herlegheitin fóru af stað.

Þyngd: 1 kg  (bara eitt kíló sjáið til, á 1,5 mánuðum - en mjónubrækurnar stækka, hoho)

Brjóst: 3 cm

Mitti: 6 cm

Mjaðmir: 3 cm

Læri: 2 cm

Upphandleggir: 1 cm

Kálfar: 1 cm

Reyndar er það gefið, ég var kannski ekki risamassaofurstór þegar ég byrjaði á þessu og þeir sem eru þyngri kæmu án efa til með að léttast/minnka meira. En tölurnar tala sínu máli, vöðvarnir stækka/halda sér á meðan mörin er brennd í burtu. Þetta er bara dásamlegt og ég ekkert smá kát með árangurinn. Spáum svo í því hvernig þessar tölur verða eftir 1, 2, 3.... mánuði. Þetta þarf ekki að gerast á einni nóttu!

Jæja yndislega fólk, ég er farin í grautarmall og meiri tiltekt og umbreytingar. Sýni ykkur myndirnar af glæsilega fína Gúmmulaðihellinum þegar fínpúss er yfirstaðið. Nonni verður án efa kátur með breytingarnar á svefnherberginu! Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Well done, babe!!

Hungradur (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 11:18

2 identicon

dugleg ertu!

babe :D

Svava Egilsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 14:35

3 identicon

Flott hjá þér! Alltaf gaman og gagnlegt að líta hérna inn.

Held að þú sért búin að selja mér Naglann :) Langar að komast í fjarþjálfun til hennar, en það þarf þó að bíða í einhverjar vikur.

Svanhildur (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 17:10

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Tusind tak mín kæra systir og Hungry man.

Ragga er alveg frábær og ég vona að þessi pistill minn hafi ekki komið út eins og sölukynning haha - átti amk ekki að vera það Er bara svo afskaplega ánægð með gang mála í dag og hún náði að opna mín augu fyrir ansi mörgu sem ég hreinlega vissi ekki um. Pistlarnir hennar ná líka alltaf að sparka í rassgatið á mér og koma mér í gírinn aftur.

Elín Helga Egilsdóttir, 25.10.2009 kl. 17:35

5 identicon

Þú ert svo dugleg Elín. Algjör snilld hvernig þú hefur umbreytt lífstílnum hjá ykkur Palla og það er bara allt annað að sjá ykkur verð ég að segja!!  Alveg nauðsynlegt líka að taka nammidaga öðru hverju og ég segi fyrir mig að þegar maður er ekki alltaf að leyfa sér nammi og svoleiðis þá er það svo miiiiiklu betra þann eina dag sem maður "má" fá sér.

Hlakka verulega til að láta þig píska mig í form á komandi vori (sem æfingaféló og hvetjari)!

Erna (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 09:53

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohh ég hlakka svo til! Verður mjög gaman og gleðilegt að fá píningafélaga - sérstaklega - ef þú veist - verður að veruleika - sem verður ennú meira osom!! Get ekki beðið!

Elín Helga Egilsdóttir, 26.10.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband