Færsluflokkur: Ragga Nagli

Morgunverðarpönnsa

Jebb. Pönnukökur klukkan 6 að morgni. Rændi þessari uppskrift frá Röggu. Átti ekki grasker svo ég lét hafrana liggja í eggjahvítunum yfir nótt. Bætt þá út í deigið smá kanil/vanilludropum/lyftidufti á hnífsoddi. Berin örbylgjaði ég í muss, blandaði 1 msk af þykkt blönduðu próteini og smurði yfir pönnsurnar.

Eggjahvítu- og hafrapönnsur

Eggjahvítu og hafrapönnsur

40 gr. hafrar

5 eggjahvítur

60 gr. grasker (ég sleppti, átti ekki grasker)

vanilludropar

kanill

sætuefni ef vill

Gums af öllum sortum - hörfræ, hnetur, ávextir, krydd...

Hræra saman, hella á heita pönnu - voila. Má hræra saman í blender, með handþeytara, skeið eða einhverju exotísku ef þú ert í stuði.

 

Afskaplega fínt, áferðaperrinn kátur og maginn sáttur. Stundum er hægt að plata átvaglið með því að bíta í mat sem er í laginu eins og "bannmatur" - kökur, búðingur, pönnukökur... þessar plötuðu svo sannarlega. Síðan væri hægt að bæta allskonar gúmmulaði út í degið. Hnetum, banana, muldum hörfræjum. Eða taka American Style á þetta með eggi og beikoni. Möguleikarnir eru endalausir. Þetta var virkilega mikill gleðimatur.

Jæja, ætla að gera mig klára á æfingu. Hringþjálfun og brennsla, vinna, kvöldmatur, kvöldnasl, svefn, lyftingaræfing, borða, gera Gúmmulaðihellinn upp, borða... NAMMIDAGUR! Svakalegt hvað tíminn líður!

Finnst einhverjum öðrum eins og að pönnsurnar, á myndinni hér að ofan, séu að ulla á sig?


Matur á fartinum

Þegar mikið liggur við og þú ert uppteknari en allt sem er upptekið þá er ágætt að geta hrært í eitthvað á örskotsstundu sem hægt er að kippa með í bílinn/vinnuna/töskuna. Gott dæmi um gott nart, á ljóshraða, er skyr og skyrgums.

Skyr, stappaður banani, frosin bláber og möndlur

Skyr, stappaður banani, frosin bláber og möndlur. Hræra saman, beint ofan í plastbox og viti menn - þú þarft ekki að láta sjoppufæði heilla þig upp úr skónum og nartar í ljóshraðamatinn þegar hungrið segir til sín.

Síðustu vikur hef ég verið að taka hellinn í gegn og því ekki búinn að vera mikill tími til matarplans. IKEA var að sjálfsögðu einn af mínum viðkomustöðum um helgina og á vissum tímapunkti var maginn farinn að kvarta sáran. Hrærði því saman í ljóshraðagumsið, á myndinni hér að ofan, og borðaði með góðri lyst í bíl, ala Palli driver, á leiðinni í völundarhúsið. No problemo! Engar IKEA pulsur eða sænskar kjötbollur! Þó það sé að sjálfsögðu alltaf gott að bíta í sjóleiðis gums!


Sætar kartöflur og prótein?

Ekki verða brjáluð út í mig... en ég gerði það samt! Og já - þetta var dónalega gott!

Sætu kartöflu og próteingrautur 

Þykkt blandað prótein (GRS5), sæt kartafla, vanilludropar og kanill. Kartöfluna ofnsteikti ég í mauk, stappaði í muss og blandað saman við próteinið, kanilinn og vanilludropana, átvaglinu til flundrandi hamingju!

Þennan graut kem ég til með að blanda oftar en einusinni í viðbót, svo mikið er víst.


Nestaðu þig upp

Var að heiman í allan dag. Fórum og kíktum á litlu nýfæddu skvísuna a la Einar og Ósk. Til lukku aftur bæði tvö. Hún er yndislega fín alveg. Náðum okkur svo í skrifborð inn í litla herbergi og heimsóttum Gúmmulaðihöllina. Tók þarf af leiðandi með mér nesti til að friða átvaglið þegar maginn byrjar að veina. Það er ekki mikið sport að vera fastur í umferð með sársvangt átvaglið á bakinu!

Veislan var tvíþætt. Skyr og möndlur og svo eggjahvítu/avocado gums hrært saman með smá rauðlauk, tómati, saltað og piprað vel og loks toppað með salsasósu.

Eggjahvítu og avocado hræra með tómati, rauðlauk, salsasósu salti og pipar

Ég komst ekki lengra en að eggjahvitu og avocado hrærunni - er að narta í skyrið núna. Þó aumingjans máltíðin líti ekki par fallega út, þá var hún óvenju æðisleg, bragðgóð og seðjandi! Kom mér eiginlega á óvart, eins ómerkilegt og þetta mall nú var. Þetta var í raun bara eins og að borða guacamole... kannski svolítið perralegt, ég veit það ekki - en mér þótti hræran æði! Halo

Fljóltlegt eggjahvítu og avocado gums - merkilega bragðgott

Alltaf svo gaman að uppgötva gott skyndimall. Sérstaklega þegar ég veit að ég á pottþétt eftir að gúlla þessu saman í annað sinn, þriðja, fjórða...


Bruscettu hafrar með ólífum og eggi

Fallegur morgunn. Virkilega notalegur. Sit hérna frammi með morgunmatinn minn, kisarnir sofandi í sitthvoru horninu.

zzz zzz

 

 

 

 

 

 

 

Pallinn sefur inn í herbergi og það heyrist ekki múkk úti! Mikil kyrrð yfir öllu.

Útsýni morgunsins

Bruscettu hafrar með ólífum og eggi

Bruscettu hafrar með ólífum og eggiSjóða saman

dl af höfrum, rúmlega

1 - 2 eggjahvítur

3 - 4 svartar ólífur

1/4 marið hvítlauksrif

salt, pipar, hot sauce, basilika eftir smekk

2 dl vatn

Hrært saman eftir suðu

1 þunn sneið smátt skorinn rauðlaukur

1 niðurskorinn tómatur

2 - 3 steiktar/örbylgjaðar eggjahvítur

Hafragrautsskraut

1 heilt steikt egg, salsasósa og smá steinselja.

Bruscettu hafrar með ólífum og eggi

Svo gott þegar eggjarauðan ákvað að leka ofan í grautinn. Hólý mólýness og allir englarnir! Ef þið hafið ekki prófað að setja egg á hafragraut, mæli ég með því að þið gerið það núna! Svaakalega gott!

Bruscettu hafrar með eggi

"Eftirrétturinn" voru frosin jarðaber sem ég stakk ofan í pínkulítið af þykkt blönduðu próteini með kanil.

Frosin jarðaber og prótein

Frosið jarðaber og prótein

Væri til í að prófa graut með t.d. blöndu af kryddunum sem voru í kjúllanum í gær. Kanill, cumin, kardimommur, engifer, hvítlaukur og blanda út í hann vel steiktu grænmeti - væri ábyggilega geggjað! Jafnvel útbúa amerískan morgunverð úr graut og bæta við eggjum, beikoni og smá sýrópi!

Hohoooo... ætla að leggjast í víking í grautarkryddi á næstu vikum og sjá hvort eitthvað stórkostlegt eigi sér stað!


Laumuber

Haldið þið ekki að ég hafi funduð laumuber í kökudeigsgrautnum mínum í morgun. Jarðaberið sem vildi mest af öllu vera bláber, nú eða vildi bara vera memm! Ó hvað það átti ekki von á því sem koma skal...

Laumuber

...ég hefði nú bara verið heima hefði ég verið þetta jarðaber!

Mjög vel hreinsuð grautarskál 

Gott var gumsið og gott var laumuberið.


Naglinn umbreytir

Ástæðan fyrir því að ég hef ekki verið að baka mikið, elda stórkostlegar risa máltíðir eða ofurgrauta, síðasta mánuðinn, er sú að ég vildi breyta til og prófaði fjarþjálfun hjá þessari skvísu. Hún heitir Ragnhildur, öðru nafni Ragga Nagli og ber nafn með rentu. Ég fékk sumsé úthlutað hjá henni æfinga- og matarprógrammi sem ég hef verið að fara eftir. Svolítið skemmtilegt að fá á blaði ákveðin hráefni sem má borða, á ákveðnum tímum dags, og reyna að útbúa fjölbreyttan matseðil út frá því. Það er einnig ástæðan fyrir því að ég hef ekki verið að skrá og skjalfesta uppskriftir eftir nákvæmum mælingum - ef þið viljið sjá matseðilinn hennar, þá er um að gera að byrja í þjálfun hjá henni. Það er sko eitthvað sem þið sjáið ekki eftir. Smile

Kjötætufjallið ásamt grænmeti, steiktum lauk og sinnepi

Grillaður kjúlli með grilluðu grænmeit, sinnepi og valhnetum

Risarækjuréttur með grænmeti og hýðisgrjónum

þykjustunni bolognese sósa og hakk. Ekkert nema gott.

Möndluhúðuð kjúklingabringa

Kjúklingur, grillaðir tómatar-laukur, smá salsa og dijon

Hún er svoddan eðal íþrótta-kvendi að annað eins hefur ekki sést eða heyrst. Hefur brennandi áhuga á því sem hún er að gera, enda skín það mjög vel í gegn. Hún er ekkert að skafa af hlutunum, fegra eða einfalda á nokkurn hátt. Þú færð hreinan og beinan sannleikann í æð, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Á einum mánuði hefur skrokkurinn á mér umbreyst heilan helling. Ég hef ekki lést um gramm, búin að styrkjast mikið og sentimetrarnir fjúka út í veður og vind og fötin gera ekkert annað en að stækka... hoho. Hlakka mikið til að fylgjast með þróun þessara breytinga.

Roastbeef með steiktu grænmeti

Hnetusmjör og kjúlli - úha

Roast beef, dijon/honey dijon, rauðlaukur, tómatar og kál

Matseðilinn er líka æðislegur. Fjölbreyttur og svo margt hægt að malla á "löglegan" og einfaldan hátt en samt hafa það "gúrmey". Sést svosum á myndunum hér að ofan, ég hef það ekkert alslæmt! Allskonar sem "má" borða sem ég persónulega hélt að væri á ímynduðum bannlista yfir matvörur á meðan verið er að grenna sig. Ég lít amk. á næringu og líkamsrækt allt öðrum augum en ég gerði. Nammidagarnir sívinsælu eru leyfilegir, svo lengi sem þú heldur þig á mottunni hina dagana og kemur þér aftur á sporið daginn eftir. Þið hafið nú fengið að sjá nokkra allsvaðalega nammidaga hjá átvaglinu, hver öðrum græðgislegri.

Nammidags nammibland

Eldbökuð pizza með rjómaosti, kjúlla, jalapeno, lauk, papriku og oregano

Nammiguðinn kallar

Massífur kökudeigsís

Ég ætla amk að halda áfram að púsla saman máltíðum úr því sem ég hef úr að moða! Nammidagarnir verða nýttir í eitthvað meiriháttar skapandi og næsti mánuður er ekkert nema spennó!


Karamellu kanilpopp með pecanhnetum og súkkulaði

Enn einn vel heppnaður nammidagur yfirstaðinn og sálin tilbúin að takast á við aðra, frekar æðislega viku, fulla af hnetum, harðfisk, kjúlla og öðru uppáhalds fæði. Eins og nammidögum, a la Ella, sæmir var hið sígilda nammi keypt. Hnetu- og nammibland, Nóakropp og fylltar lakkrísreimar. Bara svo þið vitið, þá er Nóakropp og fylltar lakkrísreimar uppáhalds nammið, fyrir utan ís, og skal ætið borða saman! Það er hin fullkomna nammitvenna. Lakkrís, marsipan, súkkulaði og crunch!

Nammidags nammibland

Ofnbakaða ziti-ið fékk að líta dagsins ljós. Svaðalega fínt pasta með tómat-basilsósu, parmesan, mozzarella og hakki. Með fylgdi hvítlausbrauð og baguette. Þetta var æði!

Ofnbakað Ziti

Svo bjó ég til svolítið sem ég ætla að gera aftur... og aftur... og örugglega aftur! Ofnbakað KARAMELLUPOPP! Þetta var brjálæðislega frábærlega fínt! Karamellan harðnar utan á poppinu og það verður stökk og skemmtilegt að bíta í, bragðið æði og áferðin el perfecto.

Karamellu kanilpopp með pecanhnetum og súkkulaði

Og vitið þið hvað... það er næstum því betra, ef ekki í sama sæti og Nóakropp, út á ís! Næsta laugardag ætla ég að búa mér til bragðaref með karamellupoppi einvörðungu!

Karamellupopp og nóakropp út á ís

Mér til mikillar furðu þá kláraðist nammið ekki! Það varð reyndar svo mikið eftir að næsti nammidagur er nokkuð góður bara! Hinsvegar hvarf poppið á nokkrum mínútum, síðasta Nóakroppskúlan var kláruð fyrir 21:00 og ísinn tekinn með trompi.

Það er amk nokkuð augljóst hvað er vinsælast í Gúmmulaðihellinum!


Nautalund í hádeginu og nammibland á kvöldin

Hef ég ekki alltaf sagt að laugardagar séu góðir át-dagar? Svoleiðis dekrað við mann að annað ein hefur ekki sést. Herra Slappur er enn í heimsókn og herjar á líkama og sál en átvaglið virðist sleppa. Pallinn tók sig til og eldaði nautalund ofan í undirritaða í hádeginu í dag. Sætu kartöflu franskar fengu að fylgja með og grænmeti í stíl, þó það sjáist ekki. Þessa nautalund var hægt að borða með skeið, hún lak í sundur. Það þurfti ekki einusinni sósu! Ekkert nema geggjað! Úff hvað þetta var hryllilega gott!

Nautalund og sætu kartöflu franskar

Nammikvöldið er hinsvegar löngu planað. Ofnbakað ziti með hakki, nammi og að sjálfsögðu ís. Nammidagar eru ekki heilagir nema ísinn komi við sögu.... sagið einhver Nóakropp? Ef hressleikinn verður til staðar í kvöld lista ég upp syndirnar hverja á fætur annarri. Ohhh hvað ég get ekki beðið með að byrja hamsið!


Kjötsúpuveður

Í minni famelíu er svona verður = kjötsúpa! Slagveður og þú situr upp í sófa með sjóðandi heita, matarmikla kjötsúpu. Mmmm!

Er hálf slöpp í dag og fór því heim úr vinnu. Lyklalaus, klár stelpan, fékk ég hæli hjá foreldrum mínum sem höfðu útbúið kjötsúpu í gær, mér til mikillar hamingju. Mamma gerir bestu kjötsúpu í heimi!

Ofurkjötsúpan hennar mömmu

Fékk mér því roast beef og sæta kartöflu, hafði tekið það með mér sem hádegismat í vinnuna, ásamt nokkrum grænmetisbitum úr súpunni góðu. Óhemju gleðilega gott!

Roast beef, sæt kartöflustappa og kjötsúpugrænmeti

Ætla að fá mér lúr. Best að sofa veikluna úr sér!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband