Morgundagurinn í hnotskurn

Í tilefni skipulagsfíkilsins hið innra, og bloggsins sem ég setti inn í dag, þá verð ég í vinnu á morgun frá 08:00 til 20:00. Sem er í sjálfu sér ekkert stórmál hvað matinn varðar, eina sem bætist í raun við er kvöldmaturinn. En hér er mynd af fjallinu mínu.

Planleggingar í matarræði fyrir morgundaginn

Morgunmatur: Eggjahvítu- og hafrapönnsur. Notaði reyndar ekki lyftiduft í þessar. Önnur með hindberjum, sem þiðna yfir gúmmulaðið í ísskáp í nótt, á meðan hin verður skreytt með eggi sem ég steiki mér á morgun. Úhh... get ekki beðið eftir því að vakna Cool Verður líka spennó að sjá hvernig þær koma út kaldar.

Morgndegismatur: Hnetusmjörs prótein búðingur.

Hádegismatur: Eggjahvítu og möndlugums. Mjög sterkt, hot sauce og allur pakkinn.

Síðdegisviðbit: Hreint skyr og ristaðar pecanhnetur.

Kvöldmatur: 4% nautahakk og karamelliserað steikt grænmeti. Vel kryddað og spæsað upp. Verður afskaplega notalegt að bíta loks í hakk eftir kjúllatörn síðustu vikna.

Annars vorum við Palli að afreka það að bera niður 4 hæðir, risastóra IKEA kommóðu sem vegur án efa 170 þús. kíló! Seljanda láðist sumsé að nefna það við okkur að kommóðan væri jafn þung og hvítur dvergur, að hún væri á 4. hæð og að þetta væri gömul bygging með litlum, mjóum... ó svo mjóum stigagangi. En þetta hafðist og var heljarinnar líkamsrækt. Ég fékk marblett á sköflunginn og þumalputtann af öllum stöðum. Beint á fingrafarið. Palli skrapaði á sér upphandlegginn og kramdist á milli kommóðu og veggjar. Þrátt fyrir mikið puð er kvikindið komið inn í þvottahús og passar svona líka assgoti flott! Vel marðra útlima virði!

Nattn skrattn mín kæru!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú só dúlíg!

Dossa (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Já.. ég er dugleg já!

Elín Helga Egilsdóttir, 28.10.2009 kl. 12:20

3 identicon

Thad er ljót ad segja ad Palli sé kvikindi.   Thú átt ad vera thakklát fyrir ad hann er a thvo thvott í thvottahúsinu.

.

stundum er gaman ad misskilja

Hungradur (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband