Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Brúnskyr? Skyrkál?

RÆS KVENMANNSBELGUR - KLUKKAN ER 7!

Frammúr, spræna, hræra í chiaskyr!

Check!

Svaðafínt ræktarsession í morgun og loksins loksins, Bootkampfh í kvöld. Tvær vikur síðan síðast og núna mín kæru er nýtt námskeið að hefjast = þrekprófið!

Óguð - ég sem stóð mig svo ægilega vel síðast! En jæja, verður gaman að sjá á hvaða stigi skrokkurinn er eftir tvær vikur í leti og almennu áti. Móður, másandi, hvásandi... deyjandi? Kannski bara móður og másandi?

Hver veit.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég þó ekki hreyft á mér rassinn í morgun, þar sem... þaaað eeer Bootkamfp dagur í dag, (sungið eins og Daloon lagið) en af því ég hef verið ofvirkari en belja að vori undanfarið varð ég að gera eitthvað. Hefði ég ekki tekið tryllarann í morgun er mjög líklegt að njálgurinn hefði gengið af mér dauðri í dag. Morgunhreyfelsið kemur þó án efa niður á frammistöðunni í þrekprófinu á eftir, en við sjáum hvað setur... eða... ekki setur?

Beint heim úr rækt með tilhlökkunar chiaskyrhnút í maganum. Áferðin á gumsinu situr æði fast í matarminninu aftast í heiladinglinum! Opna ísskáp og húha - hann er troð, stútandi fullur af matargleði.

Of mikið af mat

Borðuðum nefnilega þetta í gær... jebb...

Purusteik

...og þetta...

Steiktar teitur og gulrætur

...og þetta!

Oghhh! Brúnkál, hvað ég elska þig! Fullkominn kósý heima mömmumatur! BEST!

Já - ég eeeeeeelska brúnkál og rauðkál! Jólalegra verður það varla. Þetta var samt sem áður brúnkál fyrir 52 svanga sjómenn, en það er önnur saga.

brúnkál í bígerð

Brúnkál, eins og t.d. kjúlli og kjötsúpur, býr þó yfir þeim miður gleðilega eiginleika að daginn eftir, og þegar gumsið kólnar, þá er skítafílan svo stórkostlega sterk af, og í kringum ílátið sem gumsið geymir, að tár eiga það til að spretta fram eins og enginn sé morgundagurinn. Tala nú ekki um ef þessum listilega samanpúsluðu atómum er stungið óplöstuðum inn í ísskáp. Eins gvöðdómlegt og það er nú að borða gjörninginn á meðan ferskleikinn er í fyrrirúmi, þá á matarhrúgan svo sannarlega síðasta orðið og nær að hefna sín grimmilega sé ekki gripið til viðeigandi varúðarráðstafana að áti loknu.

Ísskápshurðin er opnuð og á 300 km. hraða þrýstist út úr íshellinum dökkgrænt skítafýluský máltíðar kvöldsins áður. Krafturinn er svo mikill að óundirbúinn ísskápsopnarinn hrekkur við, eftir fyrstu höggbylgju, með tárvot augu og grípur fyrir öll vit til að verjast árásinni. Kjökrandi, með einstaka velgjuhósti, reynir fórnarlambið að loka hurðinni á nýjan leik og rétt áorkar að ljúka ætlunarverkinu áður yfirlið og óráð ota sér inn í systemið. Eftir að skítafílunni hefur verið pakkað inn heyrist innan úr svefnherbergi "GUÐ... MINN ... GÓÐUR... HVAÐA LYKT ER ÞETTA?". Það er ekki ólíklegt að í fjarska heyrist lymskulegur hlátur kjúklingsins sem kom við sögu.

-

JÆJA... þetta var nú skemmtilegt. Að öllu gamni slepptu, gerum langa sögu stutta, komum okkur að efninu!

Munið þið eftir þessari mynd fyrr í þessum tuðpistli?

Of mikið af mat

Ofan á ómægdo eggjunum kom ég Chiaskyrinu mínu fyrir! Skúmaskot mikið!

chiaskyr að fela sig

Svoneredda þegar myrkrið er farið að láta á sér kræla, þá þarf að nota flass!

gott

Á hæðinni fyrir neðan hvíldi sig fjórplastað brúnkál gærkveldsins.

Muaaahahahhaa

Jú! Fjórplast eða ekki, það var brúnkálsbragð af skyrinu mínu í morgun! Pouty 

Það var... öðruvísi! En ég át gumsið engu að síður því áferðin reddaði öllu sem hægt var að redda og ég var svo gott sem aðframkomin af hungri!

Smá drama er alltaf hressandi í morgunsárið!

chiaskyr

Svo þykir mér brúnkál líka hamingjusamt. Kannski ekki í morgunmat, en hamingjusamt engu að síður! Hef reyndar lent í þessu áður. Síðustu jól. Hafði gúmslað í iGraut og geymdi dýrðina inn í ísskáp sem fullur var af reyktum jólamat. Reyktum jólagraut mæli ég því ekki með mín elskulegu bestu, hvað þá snemma á morgnana.

Jæja, njótið dagsins gott fólk. Þvílíkt og slíkt blaður hefur ekki átt sér stað í svolítinn tíma.

Munnræpa er sem betur fer tímabundið ástand.

Afsakið!


07.09.1993

17 ár og einn dagur síðan foreldrarnir mínir elskulegir giftu sig.

Þau giftu sig líka snarlega.

Múmfey: "ELÍN... KOMDU INN...".

Átvaglið: "ÆJIIIII, ÉG NEEEENNEKKI... AF HVERJU???".

Múmfey: "VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ GIFTA OKKUR!!!".

Upp í kirkju - já ókei þá og já - út í bíl - bílalúgan á McDonalds og brúðkaupsveislan haldin með stæl.

Þar af leiðandi héldum við daginn hátíðlegan og fórum út að borða í gær, ekki á McDonalds þó. Hefði verið mikil kómík í því en sökum jákvæðs brotthvarfs, þessa annars ófögnuðar af matsölustað af vera, af landinu létum við Tapas nægja. Hneisa.

morogfar

Hneisa?

Læt það nú vera.

Leyfum þessari mynd að tala og segjum bara að ég muni fara þangað aftur.

Oft...

Hólíhell

33 árum, átvagli og ófriðarsegg, giftingu, krömdum giftingarhring, Fuglenpipendansen, jólaönd, Gúmmulaðihöll, ofurgarði, musa, hengirúmi, 27 köttum og nokkrum hestum seinna hanga gömlu hrossabjúgun enn saman. Það er nú aldeilis ágætlega fínt segi ég nú bara.

Áfram team hrossabjúgu!

uppahalds

Til hamingju með daginn ykkar í gær mín kæru! Þið eruð það bestaðasta sem ég veit Heart

HEY.... EKKERT SVONA! ÉG VEIT HVAÐ ÞÚ ERT A HUGSA... 

... OG JÚVÍST!

Ég má sko alveg vera vemmileg og væmin inn á milli þess sem ég tek hnébeygjur með þvílíku offorsi að æðin í enninu á mér verður fjólugræn!

Útlendingapistill væntanlegur ásamt endurheimtu þoli. Krossið fingur fyrir mig, þessi mánuður verður drepsótt fyrir skrokkinn.

Yfir og út lundapysjur.


Guðmóðirin

Monday... tuesday... 

Með kökukefli í annarri og chia fræ í hinni situr la mama grande og starir á einn einmana vesaling sem situr á móti henni við matarborðið. Með svitaperlur á enninu, sem glampa í morgunsólinni, og tárvot augun heldur auminginn á "Good morning sunshine" og gónir ofan í bláa Buddahskálina. Skjálfhentur stingur hann skeiðinni ofan í gumsið sem skálin hefur að geyma og við það fellur ein svitaperlan af enninu á honum ofan í skálarmallið.

Guðmóðirin: "Já svona nú vinurinn. Áfram. Borðaðu endilega grautinn þinn. Það eru hörfræ í honum og smá kaffi... eggjahvítur. Rosalega góður."

Ólánsamur einstaklingur: "Gerðu það... ég bið þig... mig langar ek...."

Guðmóðirin leggur kökukeflið varlega á borðið en heldur þéttingsfast um annað handfangið og horfir stíft í augun á manninum.

Guðmóðirin: "Borðaðu... grautinn þinn!"

Ahh... ekkert jafnast á við ofurdrama á mánudagsmorgni eyy??

godmother2

godmothers

Litli snúðurinn fékk hið virðulega nafn Garðar Freyr. Garðar Freyr Valdimarsson. Hljómar vel. Skírður í höfuðið á don Gasso, afa mínum kærum. Ég, sem skírnarvottur og sérleg guðmóðir, átti í miklu basli með að halda neðri vörinni í skefjum þegar uppáhalds gamli hélt á litla múmínálfinum, hálf skjálfandi og biðukollan sömuleiðis.

bidukollanoggasso

Litli fíni frændinn minn. Stóra háværa fína fjölskyldan mín.

Hér er svo Dossan, Valdinn, Valdísin og glænýji Garðarinn.

finafolkidmitt

Veislan var svaðaleg með meiru. Þvílíkt og slíkt át hefur ekki átt sér stað hjá undirritaðri í háa herrans tíð enda var úr miklu að velja. Veiiiiii. Þvílík hamingja.

Ofurveisla

Meiri... óhollustuhamingja

Mömmupönnsur, eplakrumsið mitt (besta hingað til), ofurbananakaramellusprengjukaka (a la moi), muffins, skyrtertur, heitir réttir í tonnatali, rjómasprengjur, pestóbrauð, kransakökugleði, svaðalegasta skírnaterta hérnamegin Alpafjallanna, ostasalöt, ávextir... guð minn góður. Hvernig er ekki hægt að éta þetta allt?

Kemur í ljós að það er barasta ekki... ekki hægt!

Glæzt

Kransakökur eru elskaðar af... mér

Ég fór eina ferð, svo tvær... þegar ég var búin með sjöttu ferðina ákvað ég að nú væri komið gott og fékk mér einn kaffi.

Smá hollusta

Eplakrums, skyrterta

En það var ekki komið gott. Ónei. Ó hvað ég var grunlaus á þessum tímapunkti um hvað átvaglið væri að plotta. Pillið gott fólk, ég mun aldrei losna við pillið.

Valdabrauðið sívinsæla og heitur réttur

Til að gera langa sögu stutta þá var ég ennþá södd þegar ég vaknaði í morgun.

Þetta var góður og gleðilegur dagur. Svo mikið er víst.

Risa súkk, bananaofursprengja með karamellu

Tók annars svaðalegan intervalhring í morgun. Mæli með honum. Æp og vein í fótleggjum, miðju, öxlum og þríhöfða.

5 sek hvíld, 40 sek í vinnu, 3 umferðir af eftirfarandi og alls 18 mínútur. Skuluð gefa vel í í þessari.

  1. Hnébeygja með hoppi - hoppa saman með fætur og beint niður í hnébeygjuna aftur. (27, 23, 23)
  2. Sumo armbeygjur - Armbeygja og þegar þú þrýstir upp, lyfta upp hægri hendi. Svo önnur armbeygja og þegar þú þrýstir upp fer vinstri upp. Alltaf hafa 90° á olnboganum. Sundur með fætur. (12, 8, 7)
  3. Rassabrú, vinstri upp. Liggja á baki, vinstri fótur upp og þrýsta mjöðmum upp. (30, 28, 27)
  4. Rassabrú, hægri upp. (30, 28, 27)
  5. Froskur með armbeygju + hoppi, á einum fæti. Vinstri. (8, 7, 7)
  6. Froskur með armbeygju + hoppi á einum fæti. Hægri. (8, 7, 7)
  7. Liggja á baki með hendur á hnakka og standa upp án þess að nota handleggi. Hratt. (12, 8, 8)
  8. Neðsta staða armbeygjunnar, halda bringu eins nálægt gólfi og kostur er á og lyfta fótleggjum upp til skiptis. (24, 22, 23)

Var sveittari en Hlöðver grís og kátari en þessi sem sprakk úr hamingju þarna um árið þegar ég komst heim í grautinn. Sami gamli kaffi-hvító nema... aha... heslinetusýrópið góða!

sykurlaust hezlihnetusýróp

Og já, það var sko "góða"!

Með kaffinu... ohhh. Hafragrautarhimnaríki.

Redda mér heslihnetum næst sem "Knúsið" í grautinn.

Kaffigrautur með heslihnetusýrópi og kanil

Nákvæmlega 87 gr. eggjahvítur takk! 20 gr. hafrar, 1 msk chia, 1 tsk hörfræ og vatn inn í öbba með hrærustoppum. Út kom dýrðin og við hana var blandað kanil, salti, Néscafé, vanilludropum og heslihnetusýrópi. Toppað með möndlum og fersku, glænýju kaffi. Oojjjjj hvað hann var góður í morgun. Uss.

Kaffigrautur með heslihnetusýrópi og kanil

Nýlagað kaffi, sjóðandi heitt

Hello my pretty

Fann líka þessar krúttusprengjur í Hagkaup. Eflaust til á fleiri stöðum. Kosta meira en eggjabakki samt sem áður svo ég mæli með Garranum og risadunki af hvítum þaðan. En þessi litli peli friðar eggjarauðu-sálina eilítið.

Eggjahvítur

Jæja mín elskulegu bestu. Játningar á játningar ofan. Helgin tækluð í rituðu máli og myndum. Euan vinur minn, hinn ástralski súper kokkur, kemur í átheimsókn í vikunni. Verður spennandi að sjá hvernig hann plummar sig í sláturtíðinni, Hrefnuáti og sviðasmjatti. Þið megið sko alveg búast við allskonar séríslensku fæði á þessari síðu á næstunni.

Annars eru mjög spennó tímar framundan. Allskonar gleðilegt að fara að eiga sér stað og ég mæli með því að þið fylgist með! Held ykkur eigi eftir að finnast svolítið sniðugt það sem komandi mánuðir bera í skauti sér og með ykkar hjálp verður það ofur. Cool


Strumpar, uppáhalds fólk, matur

Dæmi um strumpa.

Strumpar

Rúslur

Viktor sæti

Dæmi um uppáhalds fólk.

Ernan mín

Svangur?

Dagurinn

Egili

Ernan og Þorbjörg

Mjög svangur.

Dagur orðinn svangur

Brynjan og Lalli litli

Dæmi um mat.

Dáinn?

Snilldarlega vel grillað a la Jens. Með betra lambaketi sem ég hef fengið í sumar held ég barasta.

Lambalundir

Þessi átti upphaflega að vera handa mér!

Sumir eru brenndari en aðrir

Sætar eru sætar

Það sem Egill fékk

En ákveðið var að brenndi bitinn yrði það eina sem Egill fengi að borða af því hann gleymdi ristaða brauðinu.

Sem hefði að sjálfsögðu skipt öllu máli í þessari máltíð!

Brennt... já.. brennt er gott

Mascarpone marsipan ostakaka með súkkulaðisósu og flöde

Svakalega góð, þétt, mjúk - æði.

Hún var ofur þessi... innifalið í marsipan-ostagleðinni voru Anton Berg bitar.

Uppskrift væntanleg.

Rjómi, elsku rjómi

Þetta var dæmi um eitt geypilega notalegt kvöld.

Uppáhaldsfólk er gott fólk.


Móaflatarkjúlli taka 208377388716...n

Þar sem Spaghettifjölskyldan kemur saman, þar er borðað!

Ég náði mynd af rækjukokteil a la amma áður en honum var alveg stútað.

Rækjukokteill

Sömu sögu er ekki hægt að segja um kjúklinginn og Móaflatarmeðlætið. Hvað þá dúkinn. Hamagangurinn var svo mikill að úlfarnir tættu upp borðið með óhljóðum, búkhljóðum og einstaka urri.

Minn... kjúklingur

Hver sér um sig í þessum átfiestum og þeir sterkustu fá mest að borða!! Ójá! Magn af mat sem hægt er að gúlla skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli í þessum efnum. Við vitum ekkert hvað það er að vera fjölskylda, siðmenntuð eða þolinmóð þegar þessar veislur eru haldnar. "FRÁ.. NEI... ÉG VAR FYRST.. KOMDU MEÐ ÞESSA KARTÖFLU - LEGÐU KJÚKLINGALEGGINN FRÁ ÞÉR.. MJÖG.. HÆGT" Spaghetti í hárinu, sósa í eyrunum, kjúlla og kartöflum stungið í vasann ...

Amma að ræna og pilla

...vondu frönskurnar skildar eftir...

evil fries

...sötrað...

spaghettisen

...drukkið...

Sósan drukkin með röri

...verksummerki...

verksummerki

...slátrað...

slátruðum púddunni

...sleikt...

Sykurteitur

...meiri verksummerki og eitt einmana spaghetti að reyna að flýja...

Spaghetti að reyna að flýja

...ÉTIÐ!

Allt horfið

Meira að segja eftirréttirnir áttu ekki séns í myndatöku! Allt eftirátsísskrautið og ísinn er horfið af borðinu.

eftirréttaleyfar

Afgangs kökur síðan í ofurbakstrinum í gær. Svo veðbjóðslega góðar! Ojbara!

Mmmhmmm

15 mínútum, 1 kg af spaghetti, 5 púddum, 2 lítrum af sósu, 1 kg af kartöflum og epískum eftirrétti síðar! Elskubesti sætaðasti nýjaðasti spaghettifrændinn. Lundi í öllu sínu veldi. Yndislega fínt eintak.

Og já, þetta tók bara 15 mínútur. Ótrúlegt að þessi litla púpa eigi eftir að umbreytast í Móaflatarkjúllaætu á komandi árum.

Lundi litli

Og uppáhalds minnsta frænkan en stærsta systirin, Valdísin mín.

Litla fína frænkan

Jebb, þetta er án nokkurs vafa litla frænkan mín!! Cool

Rjóma takk

Buxnastrengurinn orðinn þrengri. Fitumúrinn sprengdur, dáinn... grafinn! Stopptakinn óvirkur.

Allt of langt síðan við Móaflatarkjúlluðum síðast.

Þetta var ekkert.... nema gott!


Þegar maður heldur að það verði ekki betra...

...þá verður það barasta betra!

Þvílíkur dagur! Húhhh!

11:00

Átvaglið og átvaglspabbi viltu graut í morgndegismat!

Chia bananagrautur í bígerð

Hafragrautsskraut - check!

Hafragrautsskraut

11:15

Rétt náðir mynd af restinni. Gleymdi meira að segja að taka mynd af mínum disk.

Og bara svo þið vitið af því, þá er grautur + grísk jógúrt = himnaríki!

Næstum því búinn

 

Alveg geggjaður þessi. Chia bananagrautur með döðlum.

Nohma

1/2 bolli hafrar

1/2 bolli sólskyns múslí

1 bolli léttmjólk/undanrenna

1 bolli vatn

smá salt

1 stappaður banani

2 msk chia

10 niðurskornar þurrkaðar döðlur

ríflega teskeið vanilludropar

Sjóða - hræra - hafragrautsskreyta - njóta!

 

11:20

Svo bjó ég til þessa krúttusprengju úr afgöngum fyrir systur mína.

WAAA.... of mikil sól. Inn með þetta!

grauts

Ahh.. betra.

Afgangsgrautur, banani, sykurlaus bláberjasulta, múslí og grísk! Bara geggjað.

Nohma

15:10

Rassgatakleina!

Buns of steel!

Rassgatakleina!

18:00

Grillum, grillum, grillum út á palli.

Syngist eins og "Á Sprengisandi"

Hello darlings

18:10

Húúabbaaa...

flippum

...babbarawhamm! Og FLIPP!

kominn á hina hliðina

Voila! Grilltaktar extraordinaire!

hobb

18:30

Hrefna fyrir.

Hrefna hrefna.. gleði

18:31

Hrefna á meðan.

á meðan hrefna

18:32

Hefna eftir.

Come to mama

18:33

Allt að verða reddí

18:40

Hola bayyybeee

18:41

Hrefna löngu eftir! Glæsilegt, ekki satt? 

Get ekki beðið

Aaaaðeins nær!

aaaðeins nær

19:10

ohooooo rjómablandsullmeðrúslum

HVAÐ?

Hello beauuutiful

Ekki horfa svona á mig!

Þetta var dónalega gott - enda fékk ég mér líka tvisvar!


Mite, vegemite...

...alveg magnað hvað ég er orðin húkkt á þessu saltgumsi!

Búin að vera hálf slöpp undanfarið. Er það ekki guðdómlega týpískt og undursamlega yndislegt eitthvað sem bara kemur fyrir mig? Jú... ójúvíst. Alveg magnað - ekkert hræðilegt, en nógu fúlt til að vilija bara vera heima undir sæng og góna á sjónvarp.

Sem ég hef að sjálfsögðu ekki gert!

Allavega. Hvað er ég ekki búin að prófa að borða og smakka og narta í... og láta elda ofan í mig? Fátt býst ég við. Er aðallega í smakkinu núna. Ef ég finn nýtt súkkulaði þá kaupi ég það til átu, bara af því. Ef ég sé nýtt bakaríisgums, jebb, þá kaupi ég það bara til að éta. Melbourne á fimmtudaginn, þar verða veitingastaðir og niðurgrafnar, sveittar steikarbúllur rannsakaðar af mikilli kostgæfni.

Þurrkað kjöt, að sjálfsögðu. Væri fullkomið fyrir íslenskan vaxtaræktar ofurmarkað. Segi það satt. Prótein, prótein, prótein og lítil sem engin fita. Ágætis tilbreyting frá harðfisk, þó svo hann sé æðitið fínn. Þetta er alveg hið ágætasta smjatt skal ég ykkur segja.

Le meat

Tassie laxinn sívinsæli. Alveg eins og... jah... okkar lax? Hvað get ég sagt! Ég hoppaði ekki í hringi og sá regnboga og hvolpa!

Tassie salmoníus - oj, hljómar ekki vel

ELLA... NO! 

Ellano

ELLA... YES! Öfug sálfræði alla leið, upp og aðeins á ská! Nei, þetta var ekkert spes, en enginn segir mér að ég megi ekki bíta í súkkulaði!

Ellayes

Pom wonderful! Eitthvað sem ég hef rekist á trekk í trekk í rápi mínu á netinu og hahh - það var smakkað, það var gott, það var ekkert til að missa hár og tennur yfir. En ég gæti alveg ímyndað mér að nota þetta í góða djúsí hressandi fressandi sumardrykki!

pom wonderful

Ohhh svo þessi fíni fíni ávöxtur. Sjáið hvað hann lítur eitthvað "evil" út!. Eins og lítið dýr! Hann er æði!

Heyrið þið hann ekki urra?? Joyful

Evilness

Úúuúú!

Evilfruit

Hlaupkennt, djúsí, dísætt, þétt...

nohm

Ohhh búið!

 Ohhh.. búið!

Passion fruit! Því krumpaðri sem hann er því þroskaðri er hann víst. Þá vitið þið það - þeir sem við komumst í heima eru ofþroskaðir. Eins og brúnn banani eða mjölepli!

passion fruit

Lítur nú ekki passionlega út greyið. Hverjum hefði dottið í hug að jafn ljótur ávöxtur og þessi væri svona svakalega, hræðilega, grátlega bragðgóður! Þetta er það besta sem til er út á jógúrt! Ég segi ykkur það. Morgunmaturinn minn, síðan ég mætti á svæðið, samanstendur af jú, jógúrti, bláberjum, passion fruit innihaldi og hnetumulning!

Passion fruit

Jebb, ég hef komið mér vel fyrir hérna! Sett mark mitt á heimili aumingja Euan! Hann sogast hægt og rólega inn í átvaglsheiminn - hægt ... vægt til orða tekið! Óholla hornið! Ójööah!

ussshh

Holla hornið!

mm

Hann sagðist líka aldrei hafa átt svona mikið af mat á "lager" og núna. Svosum ágætt að hafa mikið af mat til að friða átvaglið þegar hungrið byrjar að segja til sín. Færa matarterroristanum fórnir. Samt nokkuð skondið að kokkurinn sjálfur sé ekki að kafna í hráefnum. Skiljanlegt svosem. Hann borðar allan daginn rjómasósur, ofurpasta, eðalgúrmeylaxa og kjöt. Fyrst núna sem hann er farinn að fá sér morgunmat - hahh!! Segið svo að átvaglið hafi ekki ágætis áhrif.

aðal skápurinn

Ekki hægt að segja að þetta sé mikið per se... hmm haa? Pff! Hef nú séð það stórkostlegra sko Wink

le isskap

ohooo íís

Á laugardaginn var túrisinn leiddur í gegnum Salamanca markaðinn hérna í Hobart. fullt af allskonar sniðugu að sjá þar eins og búmerang (mjög merkilegt fyrir Íslendinga), ofurleðurhatta, heimagert nammi, olíustanda, fatahorn, matargúrmey og det hele og jú... BRATWURST! Naaaaasty bratwurst með sveittum svissuðum lauk, sinnepi, tómatsósu... you name it! Euan greip sitt sérlega laugardags bratwurst og ég guggnaði.

bratwurst

Ég fékk mér pizzu! Sjáið bara hvað hún leit girnilega vel út. Svo fín og sæt.

nohm...

Hún var því miður eins og að bíta í plast og Euan aumkaði sér yfir mig og gaf mér bita af sveittustu pylsu hérnamegin Eyjafallajökuls! Göndullinn (afsakið orðbragðið)... var... æði! Ojbara hvað pylsan var sveitt og ofur! Næsti laugardagur mín kæru, þá fæ ég mér mitt eigið, sveitt, bratwurst!

sluuuurp

Mjög fallegt hérna í Hobart.

beauuutiful

Ég keypti líka "Kiss biscuit" til að eiga með kaffinu. Hindber eru mikið notuð í allt í heiminum í Ástralíu og kiss biscuit er með hindberjasultu inn á milli og hindberjakremi ofaná. Að sjálfsögðu. Hún var svakalega ofursæt - spékoppar á rasskinnarnar sæt, en það er einmitt ákkúrat eitthvað fyrir mig! Mmhmm!

Kiss biscuit

Jebb... meira kaffi! Hverjum hefði dottið það í hug? Reyndar er þetta meira eins og heit mjólk með kaffi... keim! En þannig byrjar þetta er það ekki? Ég verð orðin kaffisnobb í lok maí, vitið til!

koffífí

Sjáið svo bara! Einkar heppilegt að eiga svona vini ekki satt? Eftir langan labbidag og túristalega hluti hafði, ótrúlegt og engin lygi, matur fram hjá mér farið svo gott sem allan daginn. Plastpizzur og nammi gagnast skrokknum víst lítið til lengri tíma. Þegar átvaglið fer svo að grenja á mat þá lifnar kokkurinn við, svuntar sig, hnífar og voila!

Euan ofurkokkur

Svona hnífa eiga kokkar

Ég fylgdist mjööög vel með öllu sam átti sér stað í þessari blessuðu máltíð og veiheiii hvað það var gaman. Var eins og lítil barn. Aumingjans maðurinn líka hræðilega duglegur að segja apanum mér allan tímann nákvæmlega hvað hann var að gera og af hverju þetta og hitt væri gert svona og svona. Hann bjó til besta lauk/beikongums í algeimi. Rjómakennt og bjútifúl með ferskum kryddjurtum. Æðislegt með kjúlla. Ofnsteikt grænmeti, sem varð af einhverjum ástæðum alveg krispí og karamelló að utan en mjúkt að innan. Meira að segja sætu kartöflurnar.

Le grænmetis

Laukgums að verða til

Næstum því ekkert til, hélt ég. Einmitt! "Úhhhúhúuu Ella, hér eru kartöflur, skulum gera svona og svona og þetta og hitt og hægri, vinstri og smá svona til að gera þær fullkomlega krispí að utan, eitt hopp og heljasnúningur, salt, timian, inn í ofn, smá olía.. húhh.. hahh...riverdance - Ella, ertu að ná þessu?" Jebb! Núna kann undirrituð leyndarmál til að gera bestu, krispý ofnbökuðu kartöflur í heimi og hjálpimérallirheilagirkartöfluandar!! Þær voru algerlega fullkomnar þessar!

kartöfur að verða til

sleef

perfecto

Einföld máltíð, ekkert sem ég hefði ekki getað gumslað saman en hvað áferð og bragð varðar, þá var þetta bara det beste som er mine venner! Óguðminngóður! Litlir hlutir eins og smáá dropi af dijon sinnepi ákkúrat í þetta horn með twisti - ég dey!!

Það er gott að vera ég! Jebb, það er bara gott að vera ég! Cool

Jæja, farin út í sólina. Ætla að túristast í bænum í dag og finna nýja ísbúð sem opnuð var í síðustu viku - get ekki beðið eftir því að leyfa ykkur að sjá hana. Hún er svaðaleg!! Hihiii!


Nýtt smakk... ný smökk

Þetta var útsýnið mitt síðasta föstudag!

Akureyri

akureyri

Þetta var útsýnið mitt síðasta laugardag!

London - Singapore

Þetta er útsýnið mitt núna!

Ástralía

Ástralía

Ástralía

Allskonar nýtt smakk búið að eiga sér stað! Af hverju maður á heima á Íslandi er ofar mínum skilningi ákkúrat núna. Jú, þetta gæti mögulega verið mjög órökrétt og ömurleg röksemdafærsla en... matvöruverslanir hér, hráefni, verð! Ég fer í fýlu! Reyndar, hmm hmm þá er nokkuð dýrt, ef ekki svipað, að vera íslendingur í Ástralíu þessa stundina. Stoppar samt ekki hráefnið í að vera ofur!

Euan eldaði handa mér kanínu með kartöflustöppu og svissuðu grænmeti við heimkomu. Gleymdi reyndar að taka mynd af herlegheitunum sökum hungurs en vá hvað hún var góð. Gæti verið allur flugvélamaturinn sem ég hafði svolgrað en þessi máltíð var æði. Hef þó komist að þeirri niðurstöðu að kanína bragðast mjög svipað og svínakjöt.

Næst tók á móti mér smá gjöf frá mister Euan. "Ávaxtaleður". Þetta er æði!! Berjatímabilið var að klárast í þarsíðustu viku og vegna þessa þá eru berja afgangarnir nýttir í svona líka fínt nart.

Ávaxtaleður - mango, hindber og brómber

Ber eru marin, örlítið af sykri bætt við (mjög lítið) og þetta látið leka út á plötu sem síðan er kastað inn í þurrkofn. Voila! Ávaxtaleður!

Fínt fínt

Næfurþunnt! Eins og blað. Rífur af eitt stykki og borðar. Uhh væri hægt að nota þetta í svo mikið og margt sniðugt ég ætla ekki einusinni að ræða það! Vinur hans Euan hló mikið að mér þegar hann komst að því hvað mér þótti þetta eðal spennandi. Ég er eins og lítið barn hérna!

Nohm

Vegamite!

Vegamite

vegamite

Að sjálfsögðu fékk ég mér vegamite á brauð. Það er kakóduftslykt af því en brimsalt á bragðið. Furðuleg blanda en það svínvirkar fyrir mig. Bragðast í raun eins og kavíarinn í kreistutúpunum heima - þessi appelsínuguli sem maður fékk sér á brauð sem krakki. Nú, eða át beint úr túbunni. Verður hinsvegar að smyrjast þunnt á gott, gróft, fjölkorna brauð. Miiikið atriði!

Bara smá lag, ekki mikið

Nohma

Smakkaði líka mína fyrstu Eplaperu! Peruepli! Perepla? Æðislegur ávöxtur sem heitir Nashi. Sambland á milli, jah, jú.. peru og eplis, meiri pera og þvílíkt djúsí. Búin að lifa á þessu undanfarið. Þetta er það sem krakkar frá Nýja Sjálandi borða í morgunmat á leið í skólann... týna þetta beint af trjánum! Greyin!

Peruepliperueplið nashi

 

 

 

 

 

 

 

Úúúhh... svo smakkaði ég líka nýtt jógúrt. Elska að skoða mjólkurvöruhillurnar í útlandish. Jógúrt útbúið úr kindamjólk! Það er schnilld!!! Skilur eftir svolítið sterkt bragð. Smá hlaupkennt, en samt nokkuð þykkt. Mjög skemmtilegt og áferðin alveg að mínu skapi. Ohhh það er svo gaman að komast í eitthvað svona glænýtt og fínt.

Kindajógúrt

Svo eru það matvöruverlanirnar, ostabúðirnar, pínkulitu kitrurnar sem enginn veit af nema hinir allra hörðustu. Sjáið þetta bara!

Ferskt og fullt af kryddjurtum

Svolítð af hnetum... bara lítið samt

Og þetta er "lítil" verslun mín kæru og bara brotabrot af því sem þarna var. Hefðuð átt að sjá kjötborðið og mjólkurvöru/ostaúrvalið. Allt organic, Fair trade, sykurlaust... fnah fnah! Þvílíkt endemis ógeðslegt svindl!

Ofur meðlætis borð

Smá úrval af hummus/pesto/allskonar

Hohh, sjáið svo hvað ég fann fína pastasósu! Leggos! Það sem Dossa frænka kallar mig stundum!

Já, svona er maður nú sjálfhverfur. Þykir stórkostlegt að finna eitthvað erlendis sem maður getur bendlað við sjálfan sig - þó sérstaklega nafnið sitt!

Leggos

Hey, svo drakk ég minn fyrsta kaffibolla.

kaffibolli númer 1

Ekki það að ég hefði ekki getað gert það á Íslandinu. Þótti þetta bara svo svaðalega frásögu færandi!

kaffibolli númer eitt hálfnaður

En ég kláraði hann... og líkaði aðeins of vel! Gott eða slæmt. Hef ekki ákveðið það ennþá!

kaffibolli númer eitt búinn

Bumblebee! Jebb. Kaffi og bumblebee = himnaríki! Skjannahvítt deig með karamelliseruðum möndlum og eggjarauðu vanillubúðingskremi! Guð minn góður!

Bumblebee

Hann á heiður skilið fyrir að benda mér á þetta kombó!

Euan með bumblebee

Fór svo í smá búðarferð í dag og keypti allskonar af allskonar. Þurrkað kjöt og ofurgranolastangir, hnetur, Tassie lax ofl. Meira um það á næstunni! Er annars að borða þetta núna.

Kalkúnn og grænmeti með létt kotasælu

Glænýtt kalkúnakjöt beint frá slátraranum með salati og LÉTT KOTASÆLU! Ha Ísland.... LÉTT... KOTASÆLA!


Akureyri - Glasgow - London - Singapore - Melbourne - Hobart

HOKAY

*Anda inn*

Þvílík heljarinnar ofur atburðarrás ótrúlega ó...heppilegra atvika!

Byrjum á byrjuninni!

Flugfarið var pantað. Þar var ákveðið, af hinum geypilega vel að sér í öllum plan- og ráðleggingum Jens, að velja 10 tíma bið á Heathrow í staðinn fyrir 3ja tíma bið. Því eins og hann sagði "Maður veit aldrei hvað gæti komið fyrir og Heathrow er risi - betra að vera viss en óviss ekki satt?".

Ohhh.... *augnarúll* jú. Ég tek bara með mér teiknidót og eitthvað.

Hvað kom fyrir? Jú... ELDGOS! (augnarúll Elín... virkilega?) Hvorki meira né minna en glænýtt eldgos sem stoppaði alla flugumferð algeimsins í viku. Einni viku fyrir brottför ákvað Ísland að fá smá kvef og frekjaðist til að snýta sér korter í Ástralíuför hjá mér.

HVÍ GUÐ... HVÍÍÍÍ? Gargaði ég og skellti mér á skeljarnar með miklum tilþrifum í mínum sérlega vinnumatsal svo að eggjahvíturn og grænmeti slettust í allar áttir! Einn og einn sagði "pff Elín, það er vika í þetta. Nægur tími fyrir fjallið að spúa". Tveir og tveir sögðu "HAHAHAH...." þeir lifðu það rétt svo af. Upp fór ég úr hádegismatnum með eggjahvítur og ruccola í hárinu og góndi á síðuna hjá Icelandair og Qantas. Ég var helst að vonast til þess að ég gæti breytt tilkynningasíðunni með hugarorkunni einnisaman!

Það gekk ekki!

Ekki nóg með að Icelandair hafði stoppað flug. Quantas var hætt við líka. Það var því ekki nóg á þessu stigi máls að koma sér til Heathrow! Fari það bölvað og kolað alla leið norður og helst aðeins lengra en niður.

Helgin leið og mánudagurinn leit ekki vel út, þriðjudagurinn ekki heldur. Ég var með skeifu niður á rasskinnar og dró handabök með gólfi. Svaraði öllum eins og Eyrnaslapi í Bangsimon og var almennt mjög súr í hjartanu. Ojbara, ég var farin að hlakka svo mikið til.

En þá kom miðvikudagur! Ójá! Góðar fréttir.

Fimmtudagur! Mjööög gott. Enn betra. Qantas farið að fljúga og flugumferð söm við sig. Vikuspádóms vinnufólkið hafði kannski rétt fyrir sér eftir alltsaman? Einn dagur í að ég færi í loftið. Best að nota hann í að plana og pakka og almenna hamingju!

Á fimmtudags kvöldinu hringir Ernan mín í mig og segir "Elín... ertu búin að heyra? Það er búið að loka Keflavíkurflugvelli!!!!!!"

Ég stoppaði í smá stund, annað augað byrjaði að blikka óstjórnlega og hægra munnvikið kipptist til. Svo hló ég geðbilaðslega í um það bil mínútu og eftir það netta hjartaáfallspanikk fékk ég kökk í hálsinn og skeifan lét aftur sjá sig á meðan ég horfði, á mjög dramatískan hátt, út í tómið.

"Elín, askan er að smokra sér yfir Reykjavík svo það getur verið að það verði ekki flogið á morgun. Ég endurtek getur.... verið!"

ÓGUÐ...SVINDL... HVÍÍÍ GUÐ.... HVÍÍÍÍI? (Enginn skeljaskellur eða eggjahvítur í þetta skiptið)

"En þetta er samt allt í lagi...."

EN? "En" er yfirleitt gott! "Allt í lagi" er alltaf betra...

"Það verður flogið frá Akureyri no matter what.... EN"

EN!!! En er ekki alltaf gott - tek þetta til baka!

"En, þú gætir þurft að fljúga til Glasgow og þaðan til London.... EN..."

BWWWAAAAAAA!!!!

"EN... þú kemst pottþétt til London. Bara smá breyting á flugáætlun. Jens ætlar að halda okkur í lúppunni."

Shit shit shit... þetta er ekki að gerast. Þvílíkt alheims ofursvindl og óréttlæti. Hvað er að eiginlega að gerast hérna? Af hverju vill hinn almáttugi Sandalafem með hvíta skeggið ekki hleypa mér af þessu landi? Hverskonar eiginlega andsk... óheppnis karma er þetta? Hlýt að hafa stigið á flugu eða borðað forboðinn ávöxt!

Svona þegar ég hugsa um það þá væri ekki ósennilegt að ég hafi náð að éta alheilagan banana án þess að taka eftir ljósbaugnum í kringum hann!

Daginn eftir fer ég í vinnuna og upphefst mikið púsluspil hringinga frá Ernu og Jensa til skiptis. Ekkert var víst og klukkan var rétt 10 um morguninn. Hjartað í mér var við það að taka heljarflikk út úr bringunni með tilhlaupi! Allar útúrpælingar alheimsins farnar fyrir bý, eitthvað sem mitt planlagða skipulagða sjálf getur illa sætt sig við. Plastbox gott fólk, ég borða í plastboxum.

"Elín, ætla að sjá hvort hægt sé að breyta bókuninni, þá þarftu bara að koma þér til Akureyrar sem er ekki vesen því við erum einmitt að fara á eftir - þú færð bara far hjá okkur. Kannski fer flugvélin í nótt."

Heppilegt ekki satt?

"Elín, hringdu í Icelandair og segðu þeim frá tengifluginu og hvort hægt sé að breyta þessu á auðveldan máta"

"Elín, það er ekki víst að það verði flogið - gæti verið auKaflug frá Kef til Glasgow á morgun"

.

10:45

.

"Elín, aukaflug til Glasgow klukkan 23:00 í kvöld. Mæli með því og þú drífur þig með okkur til AK eftir 3 tíma. Hljómar það ekki flott?"

Ég hélt ég væri í annarri vídd! Get svo guðsvarið fyrir það. Fólk í vinnunni að reyna að tala við mig, ég að spá hvað ég þyrfti að taka með mér því ég var ekki alveg búin að pakka/plana/ákveða/lista. Sokkar, skór, visa, buxur, nammi, segja bless við alla, flugvalladót - díses flíses, ég átti að vera að vinna í rólegheitunum til klukkan 17:00 í dag og fara svo heim, hafa það notó og pakka. Hangsa með famelísen, snuddast.

"Elín, búið að breyta bókunum á þig: AK - Glasgow - London. Geturðu verið reddí eftir 2 tíma? Ef ekki, þá fer rúta klukkan 4 til AK fyrir þetta flug."

En ég er í vinnunni... óguðminngóðurégeraðfátaugaáfall!! Vinnufólkið mitt horfði á mig vorkunnaraugum. Annað augað í átvaglinu við það að poppa út úr höfðinu - og ekki sökum ofáts í þetta skiptið!

"Elín - farðu heim, pakkaðu, kláraðu og skemmtu þér æðislega vel. Viljum ekki hafa þig hérna... út... núna!"

Ég fór heim, pakkaði, keypti smá íslenskt nammi, sagið bless við alla sem ég gat sagt bless við, prentað út nýja flugseðla, athugaði með vegabréfið mitt á 3ja mínútna fresti, keyrði á Akureyri með Ernunni og Jensanum sem björguðu mér í enn eitt skiptið og var boðið, að auki við áður greindar ofurreddingar, kvöldmat hjá foreldrum hans Jensa.

Klukkan 08:30 fékk ég sms frá Ielandair sem sagði:

"Fluginu flýtt til klukkan 22:00"

Foooookk... meiri breytingar. Come on, hætta núna. Þetta er komið gott! En mjög jákvætt að við mættum um kl. 20:00 á Akureyrina. Klukkutími til að borða smá og drífa mig út á völl. Mjög magnað að sjá allar risaþoturnar á flugvellinum. Mikil upplifun. Fólk hvaðanæva að, komast heim til sín, í frí, til Ástralíu. Samansafn af allskonar ferðagúbbum.

Kom svo í ljós að þetta var síðasta flug áður en vellinum yrði bókstaflega lokað. SÍÐASTA FLUGIÐ! DÍSES... KRÆSTMUNDUR! Ég sór þessa eið að hætta að anda almennt um leið og vélin væri komin í lofið. Reyndar ekki sniðugasti eiðurinn til að sverja svona þegar ég hugsa um það.

Og jújú, Jensinn hafði aftur rétt fyrir sér! Ef ég hefði nú ákveðið að bíða með þetta þangað til daginn eftir... hmm haa?

Inn á velli fóru svo allir í tékk inn. Viti menn, þar hitti ég handa Huldu að störfum! Hulda, sem kommentar stundum hérna hjá mér. Ég tók reyndar ekki af okkur mynd því hún var að vinna skvísan en þvílík snilld! Það var æðislegt að hitta hana þarna - hverjum hefði dottið það í hug? Svo gaman að sjá andlitin á bak við nöfnin Smile

Svo var fluginu frestað. Smá kippur í hjartað en að ástæðulausu. Rúturnar sem fóru klukkan 16:00 voru aðeins seinar fyrir því þær gerðu jú ráð fyrir 23:00 flugi + það tók lengri tíma en haldið var í fyrstu að koma öllum i gegnum tékk.

Þá kom að því! Loksins! Út í vél. Við fengum að fara út í vél.

Inn í vél! OK OK.. ekki brosa, ekki blikka... ekki hreyfa þig. Ekki gera neitt jákvætt. Ekki jinxa þetta Elín.

Vél í lofið!

WOOHOOOOOOO!!! PUT ANOTHER SHRIMP ON THE BARBIE MATE!

Svo þegar í loftið var komið og maturinn á leið fram vorum við beðin, af flugfreyjum, að taka tillit til aðstæðna. Mikið ys og þys, allt að gerast og ekki nægur tími til að taka til nægan mat fyrir alla.. hahh! Stórkostlegt. Það hlógu allir í vélinni!

"Ef þið eruð ekki rooosalega svöng, vilduð þið þá vera svo væn og fá ykkur bara snarl?"

Komin til Glasgow! Guð minn góður. Inn á hótel, upp í rúm, rotast!

Sturta!

Heathrow!

Sushi!

Skrifa bloggfærslu og það er 1,5 tími í flug til Singapore!

Guð... minn... góður!

*Anda út* 

Elín, átvagl, áferðaperri, landafjandi. Erna og Jens sögðu þessa helför mína til Ástralíu eins og þátt í 24! "Kemst Elín af landinu eða ekki?"

Á mjög dramatískan hátt, séð úr þyrlu, sést bílinn hjá Ernu og Jensa keyra á 300 km. hraða til Akureyrar með öskuna í baksýnisspeglinum allan tíman. Úr bílnum stekk ég á ferð og inn í vél sem tekur strax á loft. Um leið og dekk vélarinnar lyftast frá jörðinni springur flugvöllurinn í loft upp og eldtungurnar sleikja stélið á vélarófétinu.

Dramatískt með eindæmum!

Erna og Jens aðstoðuðu mig í að panta flugið. Jens bókstaflega reddaði mér til Glasgow - London á meðan ég sat lömuð af heiladauða í vinnunni og jú, þau komu mér til Akureyrar líka. Ekki nóg með það, þá var mér boðið í mat, fyrir langþráð flug, hjá foreldrum hans Jensa! Landafjandi Íslands búinn að slímsetjast á alla og allt sem bestu vinum sínum tengist. Ekki einusinni foreldrar fá frið fyrir mér.

Vinnufólkið mitt er búið að vera mér 100% innan handar síðan ég pantaði farið. Ég er búin að vera andlega "fjarverandi" alla þessa viku sökum stress og almennrar "ómægod þetta er að gerast" - "búið að hætta við öll flug" vegna ferðarinnar og þau sögðu ekki eitt.... orð. Ráku mig svo heim til að redda deginum fyrir flug!

Aumingjans fjölskyldan mín búin að þola alla liti regnbogans hvað varðar skap og atferli undirritaðrar.

Ég hef sagt það svo oft og fæ ekki nóg af því... ég er eitt, heppið, átvagl!

Maður velur sér vini og ég hef valið mér stórkostlegt fólk til að umgangast. Ég er meiriháttar heppin með fjölskyldu og vinnufólk og allir þessir einstaklingar áttu þátt í því að bókstaflega koma mér hingað. Ég náði líka mjög lymskulega, virðist vera, að flækja um það bil alla sem ég þekki inn í þessa svaðilför mína á einn eða annan hátt!

Þið eruð öll yndisleg! Á engin fínni orð sem geta lýst þakklæti mínu, get bara sagt takk og takk fyrir að vera til mín kæru.

Almennilegt mynda og matarblogg væntanlegt á næstu dögum. Ég er þegar búin að borða kanínu, ávaxtaleður, vegamite á ristað brauð og allskonar ástralskt nammi. Matvöruverslanirnar hérna eru... óguð! Engin orð! Þið verðið bara að sjá myndirnar!

Ég veit ekki af hverju, en mig langar sjúklega í lifrarpylsu ákkúrat núna!


Dagur mikillar og góðrar átu

Ákvað að prófa að hlaupa mér til einskærrar brennsluhamingju í morgun. Það er möguleiki að öll rassatækin hafi verið upptekin, rassatæki verandi stigvél, og þar af leiðandi hlaupabrettið tekið með trompi. Ég er nefnilega eins og dvergarnir gott fólk, mjög hættuleg á stuttum vegalengdum! Skæð jafnvel. En mikið lengra en hlaup út um dyrnar og ég sit eftir rymjandi og stynjandi eins og strandað búrhveli! En viti menn! Ég hljóp tæpa 9 km. á 45 mínútum i morgun. Það þykir mér heljarinnar afrek fyrir vanaðan hlaupadurg eins og mig! Ég hleyp aldrei! Ætla að prófa aftur á morgun og sjá hvernig gengur.

Byrjaði daginn eftir brennslu á ávexti sem ég hef ekki fengið mér í langan tíma. Mango! Ó allir heilagir, fullkomlega rétt þroskað. Mjúkt, súrt, sætt - lak í sundur í hverjum bita. Þessi ávöxtur fær fullt hús stiga í minni bók.

mango

Einum bita minna!

Sjáið bara hvað þetta er fín mynd, ljósblátt og heiðgult! Glæsilegt.

meira mango

Ásamt ávextinum var kanilskyr gúllað og möndlurnar mínar.

Kanilskyr og möndlur

Uppgötvaði líka nýja stillingu á myndavélinni minni. Ofurmegamacro sem ég kem án efa til með að nota héðanaf! Gladdi mig óstjórnlega.

almondres

Kvöldmaturinn. Pabbinn kom heim af sjónum, og eins og sönnum veiðara sæmir, með nýveiddan smokkfisk. Þetta er kóngafæða mín kæru. Svakalega gott. Gerist varla betra. Sjáið hvað hann er flottur!!

 Flundurnýr smokkfiskur

Humar og rækjur a la mamma. Prófuðum að setja anís í rjómasósuna og steikja með humrinum! Það er æði!

Anís

Mikil veisla að baki og maginn töluvert meira en barasta sáttur. Vá hvað þetta var svakalega gott elsku fólk. Vildi óska að þið hefðuð getað smakkað. Ef ég ætti að velja mér eitthvað til að borða að eilífu, þá væri það smokkfiskur og íslenskur humar. Oghhh...

Flottur sjávarréttadiskur

Svakalegt svakalegt át

Góður dagur að kveldi kominn. Nú byrjar vika undirbúnings og skipulagningar! Það er eins gott að lát verði á blessuðu frekjukastinu í Eyjafjallajökli! Ég er að fara til Ástralíunnar næsta laugardag elskurnar mínar!

Krossleggið fingur og tær fyrir átvaglið - jafnvel augu!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband