Dagur mikillar og góðrar átu

Ákvað að prófa að hlaupa mér til einskærrar brennsluhamingju í morgun. Það er möguleiki að öll rassatækin hafi verið upptekin, rassatæki verandi stigvél, og þar af leiðandi hlaupabrettið tekið með trompi. Ég er nefnilega eins og dvergarnir gott fólk, mjög hættuleg á stuttum vegalengdum! Skæð jafnvel. En mikið lengra en hlaup út um dyrnar og ég sit eftir rymjandi og stynjandi eins og strandað búrhveli! En viti menn! Ég hljóp tæpa 9 km. á 45 mínútum i morgun. Það þykir mér heljarinnar afrek fyrir vanaðan hlaupadurg eins og mig! Ég hleyp aldrei! Ætla að prófa aftur á morgun og sjá hvernig gengur.

Byrjaði daginn eftir brennslu á ávexti sem ég hef ekki fengið mér í langan tíma. Mango! Ó allir heilagir, fullkomlega rétt þroskað. Mjúkt, súrt, sætt - lak í sundur í hverjum bita. Þessi ávöxtur fær fullt hús stiga í minni bók.

mango

Einum bita minna!

Sjáið bara hvað þetta er fín mynd, ljósblátt og heiðgult! Glæsilegt.

meira mango

Ásamt ávextinum var kanilskyr gúllað og möndlurnar mínar.

Kanilskyr og möndlur

Uppgötvaði líka nýja stillingu á myndavélinni minni. Ofurmegamacro sem ég kem án efa til með að nota héðanaf! Gladdi mig óstjórnlega.

almondres

Kvöldmaturinn. Pabbinn kom heim af sjónum, og eins og sönnum veiðara sæmir, með nýveiddan smokkfisk. Þetta er kóngafæða mín kæru. Svakalega gott. Gerist varla betra. Sjáið hvað hann er flottur!!

 Flundurnýr smokkfiskur

Humar og rækjur a la mamma. Prófuðum að setja anís í rjómasósuna og steikja með humrinum! Það er æði!

Anís

Mikil veisla að baki og maginn töluvert meira en barasta sáttur. Vá hvað þetta var svakalega gott elsku fólk. Vildi óska að þið hefðuð getað smakkað. Ef ég ætti að velja mér eitthvað til að borða að eilífu, þá væri það smokkfiskur og íslenskur humar. Oghhh...

Flottur sjávarréttadiskur

Svakalegt svakalegt át

Góður dagur að kveldi kominn. Nú byrjar vika undirbúnings og skipulagningar! Það er eins gott að lát verði á blessuðu frekjukastinu í Eyjafjallajökli! Ég er að fara til Ástralíunnar næsta laugardag elskurnar mínar!

Krossleggið fingur og tær fyrir átvaglið - jafnvel augu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jammí.. vantar upprskrift af smokkahumri!! :)

Linda Birgis (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 15:31

2 identicon

Smokkahumar sándar illa, sérstaklega ef maður hugsar til "Humar eða Rækja"-lagsins

dossa (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 22:30

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Linda: haha.. smokkahumar. En já, ég skal ræna smokkfisk kryddblöndunni af móður minni og koma henni á internetið. Humarinn var barasta saltaður/pipraður, rjómaður og anísaður.

Dossa: hahah :D

Elín Helga Egilsdóttir, 19.4.2010 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband