Góðan daginn sólskin!

Loksins, loksins lohoksihins!

Sjáið bara hvað beið mín þegar ég kom heim í dag!

Pakkinn minn

Svona fínt

Hihiiiii! Svaðalega fallega fínt innpakkað... og...

Allt að gerast

...voila!

Glæsilega fínt uppáhalds át áhald!

Fííííínt

Good morning sunshine

Svo keypti ég tilraunaböggul í grautinn á morgnana. Aftur þurfti ég að fórna bút úr sálinni, handlegg og nýra.

Möndlumjólk

Ég er farin að verða uppiskroppa með útlimi og sálartetur til að gefa í þessar "heilsuvörur".

Smakkaði dýrið þó áðan og jújú, það er smávegis möndlubragð af "mjólkinni". Kannski smá súr? Er skeptísk á að þetta geri kraftaverk í grautinn en hver veit? Kannski það sé skemmtilegra að nota þetta en vatnið eintómt og gæti orðið ágætist kostur fyrir þá sem ekki þola mjólkurvörur! Ætla líka að prófa vanillu-sojamjólk í náinni framtíð. Gæti verið gleðilegt í grautinn.

Sökum þessa hræri ég í eftirfarandi iGraut í kveld:

iGrautur í bígerð1/3 bolli hafrar

2/3 bollar möndlumjólk

1 msk chia

1 tsk vanilludropar

smá salt

Skeiðin góða verður svo vígð í morgunsárið. Frumraun tveggja nýrra atómsplæsaðra eininga!

Ónáttúrulegt hvað ég hlakka mikið til að borða með þessari skeið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju býrðu ekki bara til þína eigin möndlumjólk?

Leggur möndlur í bleyti og setur svo í blenderinn og maukar. Ofsa gott :)

Katrín (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 00:28

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jah, einhvernveginn reiknaðist mér það til að sú aðferð væri töluvert dýrari en að kaupa mjólkina í fernum.

Ég hef svosum eytt pening í dýrari tilraunir en það - það er spurning hvort maður prófi það ekki næst :)

Elín Helga Egilsdóttir, 21.7.2010 kl. 09:26

3 identicon

Þú meeeeinar!

Það er líka frekar pirrandi að geta bara keypt svona litla poka af möndlunum...

Katrín (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband