Færsluflokkur: Holla fitan
21.7.2010 | 10:10
Steypugrautur
Helst svo þykkur að skeiðin festist!
Það... er best!
Í gærkvöldi átti þetta sér stað og út úr ísskáp leit snilldin svona út!
Ég, skeiðin og þessi grautur vorum miklir félagar í morgun!
Sjáið nú bara hvað hún plummar sig vel í morgunblíðunni!
Hafragrautsskraut iGrauts dagsins í dag innihélt gommu af skyri...
...ásamt hnetum og kanil!
Gvöðdómlega fínt, ekki satt?
Gvöðdómlega gott, mjög svo satt.
Fullkominn biti! Segi það aftur. Alveg eins og þykkur vanillu Sago. Nýt hverrar skeiðar sem mest ég má!
Fullt af chia!
Meira af kanil og hræra! Þið kunnið þetta!
Hvort að möndlumjólkin hafi skilað sér fullkomlega hvað bragð varðar get ég ekki sagt með 100% sannfæringu, en "vatnsbragðiið" var ekki alveg jafn yfirgnæfandi. Ef það hljómar gáfulega.
Máli mínu til stuðnings kemur hér vídjó af ofursnilld morgunsins. Ohhh mama!
Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
19.7.2010 | 09:58
Gleym-mér-ei
Þvílíkir dýrðar dásemdar ofurdagar.
Íslandið fagra kæra að sumri til. Það er bara ekkert betra.
Gærdagurinn var stórkostlega latur og feitur og heitur og frábær! Pallaslímseta og almennt ónennelsi yfirtóku alheiminn og átvaglið átti auðvelt með að fylgja í kjölfarið.
Bjó til mikinn eðalgraut í morgun. Sagði einhver Chia? Eruð þið orðin leið á að heyra orðið Chia? Chia chia... cia?
Ekki ég!
Einn einfaldur með chiafræjum, vanillu og berjum.
Tæplega 1/3 bolli hafrar
2 eggjahvítur
1/2 msk chia
gomma af vatni
Smá salt
vanilludropar
Hafragrautsskraut:
Þiðin ber og berjasafi.
Allt í skál, hræra vel, inn í örbylgju. Taka út eftir 30 sek, hræra vel aftur - endurtaka þangað til grauturinn er orðinn að þínu skapi.
Gjörninginn setti ég svo inn í ísskáp á meðan ég sjænaði mig til. Toppaði með berjum eftir ísskápsveru og úr varð þessi snilld!
Svona líka flauelsmjúkur, deigó, mildur og berin súr á móti! Uss! Ris-a-la mande kikk! Gaman og gleðilegt að borða þessa snilld í morgun. Sérstaklega þegar safinn byrjaði að leka inn á milli, í og með. Kom skemmtielga út á móti vanillukeimnum.
Garðurinn hennar mömmu er svo glæsilega fínn. Þarf að setja inn myndir við tækifæri. Hann inniheldur líka sjö tonn af uppáhalds "blóminu" mínu! Gleym mér ey! Jú víst, þetta er blóm! Sjáið bara hvað það er fullkomlega fínt og æðislegt!! Er svo ákkúrat! Pínkupons, blátt, gult, hvítt, fíngert... og... það er hægt að festa það við fötin sín! Ójá!
Morgunmats-át-aðstaðan inniheldur líka stóra bróður uppáhalds blómsins! Ég gæti setið og gónt á þessa bjútíbombu svo klukkustundum skiptir. Fíhííínt!
Bootcampó í kvöld! Hlakka til!
Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2010 | 10:53
Chia iGrautur með skyri, banana, bláberjum, múslí og heslihnetum
iGrautur = Ísskápsgrautur! Er það ekki bara ágætis viðurnefni?
Ókeilí... rifja upp.
Það sem ég gerði í gærkvöldi var að blanda saman:
- 1/4 bolli hafrar
- 1/2 lítil skyrdolla
- 1/4 bolli vatn (eða mjólk... eða bæði)
- 1/2 msk chia fræ (óóhhbeibeh)
- smá vanilludropar
- ögn af salti
Beint út úr ísskáp leit dýrðin svona út í morgun! Smá munur ekki satt?
Guð.Minn.Góður! Ég get ekki beðið!
Áferðaperrinn að fara úr skinninu við þessa sjón!
Hafragrautsskraut:
- Banani
- Bláber (frostin, því miður)
- Múslí
- Heslihnetur
Hómægod hómægod... hlakka til! Búin að koma öllu fallega fyrir í útsýnis horninu mínu. Fífan þarna hress á kanntinum.
Með kaffi! Ahhhh....
Átvagls útsýni rétt aður en fyrsti sopinn er gúllaður.
Ég elska þessa bolla svo mikið!
JESS! Allt tilbúið í ofurát!
Tvöfalt JESS!
HOLYMOLYNESS! Ég er svo spennt yfir þessum gjörning að mörkin milli eðlilegrar og óeðlilegrar hamingju eru óskýrari en rugluð stöð 2.
Ég lokaði augunum, beindi skeiðinni ofan í diskinn og skúbbaði upp smávegis graut.
Mjög gott.
Mjög mjög gott... jákvæð fyrsta skeið. SJÁIÐETTABARA! Hohh ég elska chia fræ svo mikið! Þessi grautur var ákkúrat réttsælis þykkur og fínn og deigó og gvöðdómlegur! Gumsið hreyfist ekki einusinni, lafir bara sem mest það má fram af uppáhalds át áhaldinu!
Enda át ég líka lafið hraðar en ljósið ferðast... og heilagur hafragrautsguð og áferðabúdda!
Áferða... himnaríki!
Skúbbið skildi meira að segja eftir sig dæld í grautnum!
Bitinn á myndinni hér að ofan, án alls hafragrautsskrauts, lofaði svo góðu að án þess að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér hefði ég getað dáið hamingjusöm... og þá skúbbaði ég í annað sinn!
Engin orð! *hamingjugleðisprengja*
Gwaaaah! HRÆRA!
Haldið þið að ég hafi planað þessa litasamsetningu?
Morguntær... af hverju ég er að setja jafn girnilega mynd og þessa hingað inn er ofar mínum skilningi? Af hverju ég stoppa þessi spjöll ekki í fæðingu geri ég mér heldur ekki grein fyrir? Sérstaklega þar sem ég fyrirlít kræklur út í hið óendanlega. Eitthvað svo gígantískt ónáttúrulegt við þær. Með óhuggulegri líkamspörtum. Segi það satt. Fyrir utan þá óumflýjanlegu staðreynd hvað tær eru, yfir höfuð, hræðilega ófríðar þá getur einnig oft verið vond lykt af þeim! Talandi um að bæta gráu ofan á svart - greyin! Einu tær alheimsins sem gætu mögulega talist sætar eru flundurnýjar barnatær.
Ókei. Aftur að grautnum!
Þetta var svo gooooott! Æjj... og enginn fékk að njóta þessa með mér! Synd og skömm. Væri hægt að bæta út í þetta hunangi eða agave viljir þú sætara skúbb - bananinn og berin voru passleg fyrir mig.
Það góða við þennan iGrauts gjörning, að auki við augljósa kosti, er að þú finnur vart fyrir því að hafrar feli sig í gumsinu. Þar af leiðandi, ef þú átt erfitt með hafragrautsát, ættir þú að geta gert þér þessa bjútibombu að góðu án nokkurrar velgju
Ég á heilan dúnk af chia gleðisprengjum í viðbót! Þrjátíu máltíðir hið minnsta! Hihihi.. margir chiagrautar framundan, chia skyrgums, chia smoothies, chia chia.
Hafragrauts chia-móðursýkin er alveg að renna af mér hérna.
Hef hinsvegar komist að því að át-áhöld og matargeymslur skipta undirritaða töluverðu máli þegar troddað er í andlitið! Svo perralega skemmtilegt að breyta til og nota mismunandi skálar, bolla. Borða beint upp úr skyrdollunni, hnetusmjörskrukkunni... við skulum ekki einusinni hætta okkur út í umræður á teskeiðum!
Ahh... hafið það ljúft í dag fólkið mitt
Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.7.2010 | 20:37
Amk 11,5 tímar þangað til!
Laaaaaaaaaaawd allmighty!
Sjáið bara, elsku fólkið mitt, hvað ég fjárfesti í fínum dunk af hamingju!
Þessi fræ eru reyndar hvít. Veit ekki hvort það skipti einhverju máli áferðarlega séð, held nú varla, en við sjáum til... og já, ég gat ekki beðið og opnaði dúnkinn í bílnum í dag!
Þessi græna plastkrukka kostaði mig þó ekki nema hægra augað og frumburðinn! Já takk! Ekkert svo hræðilegt. Ég meina.. þeir hefðu getað beðið um bæði augun nú eða handlegg aukalega!
Hlakka samt svo mikið til grautaráts á morgun! Það er næstum því kjánalegt hvað ég hlakka mikið til.
Í kvöld blandaði ég sumsé eftirfarandi hráefnum saman:
- 1/4 bolli hafrar
- 1/2 msk chia fræ (óóhhbeibeh)
- 1/2 bolla skyr
- 1/4 bolli vatn (eða mjólk... eða bæði)
- smá vanilludropar
- ögn af salti
Hvað gerist á morgun í hafragrautsskraut-málum er eigi fyrirséð. Eftirfarandi kemur hinsvegar sterklega til grænna greina: Bláber, banani, múslí, hnetusmjör, sulta, hungang, rúslur, döðlur... guð má vita hvað!
Valkvíði? Rétt svo í stóru tánni já, en bara rétt svo.
Svo vil ég nýta tækifærið og vegsama hana Fanneyju Dóru sem mest ég má. Ég á barasta ekki orð hvað sumt fólk er einstaklega dásamlegt og vel af guði gert - þú ert perla mín kæra. Þakka þér kærlega fyrir mig
Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2010 | 03:04
Chia fræ í grautinn minn
Nýja ástin í lífi mínu!
Chia fræ! Nýjasta æðið, súperfæðið, æðiberið, æðisnæðið, Ellufæðið. Stút glimrandi full af andoxunarefnum, hollri fitu, trefjum og próteinum. Ofurefni í tonnatali - næstum. Betri en hörfræin elskulegu (og ekki eru þau amaleg greyin) bæði hvað varðar næringu og, fólkið mitt, ÁFERÐ að mínu mati! Líka hægt að nota chia fræin í allt sem hörfræin eru notuð í. Lesa skal nokkra punkta um þetta eðalfræ hér!
Tek fram að 280 kj. eru um það bil 70 hitaeiningar. Sumsé, tæplega 70 he. í hverri msk. af chia fræum.
ÉG ER ORÐLAUS... af einskærri hamingju og grautargleði!
Búin að vera að "rekast" á þessi fræ ítrekað í erlendum bloggheimum og var orðin ansi forvitin. Hef enn ekki fundið þetta á Íslandinu af einhverjum ástæðum en jújú, haldið þið ekki að Ástralían hafi orðið mér úti um poka. Ég greip hann með andköfum og massífri bakfettu, hljóp í átt að hómsteð og það fyrsta sem ég gerði var að tilraunast með þessar krúttusprengjur. Ó... GUÐ! Hvað er EKKI hægt að gera við þessa snilldar afurð? Ef fræin eru sett í vatn þá drekka þau vökvan í sig og mynda gelhjúp á um það bil 5 mínútum.
Ómægod ómægod ómægod tilhlökkunarspenningur! Sjáið þetta bara!
Þessu er t.d. hægt að smyrja á brauð, nota í sjeika, HAFRAGRAUT, skyr, jógúrt, sósur, dressingar... og áferðin er GEGGJUÐ! Þið sem hafið smakkað sago graut - jebb, alveg eins og sago! Þykkir, bætir, kætir með crunchi! Svo er líka bara hægt að nota þau hrein og bein, gelaðferðin kætir mitt átvagl þó töluvert meira.
Krakkar mínir, leitinni er hér með lokið. Þannig er það bara. Hinn fullkomni rjómakenndi hafragrautur var eldaður, uppgötvaður, smakkaður, borðaður, elskaður, smjattaður, étinn upp til agnarofurdofa og saknað sárt eftir átið í morgun... dramað var svo gígantískt að ég grét ofan í grautarskálina.
Sjóða saman fyrir einn hafragrautrsofurgúbba
1/3 bolli hafrar
1/2 gróflega stappaður banani
1 msk chia fræ
ögn af salti
1/3 bolli undanrenna/léttmjólk
1/3 bolli vatn (Mjög þykkur grautur, ef þið viljið hann þynnri nota 1/2 bolla vatn)
Hræra svo vanilludropum samanvið í restina.
Af því ég bjó til graut fyrir fleiri en bara mig bætti ég ekki kanil út í dýrðina fyrr en ég fór að skreyta minn skammt sjálf.
Bláber og jógúrt ásamt nokkrum óséðum möndlum.
Þetta var... er BESTI grautur sem ég hef smakkað! Ég ætla að tilraunast meira á næstu dögum og koma með almennilegri myndir/leiðbeiningar/allt sem er undursamlegt í heiminum!
Koma svo, allir að panta sér poka af þessu núna. Þið sjáið ekki eftir því. Veeerðið svo að láta mig vita hvað ykkur finnst, ég er spenntari en krakki í nammibúð að fá að heyra frá ykkur ef þið látið af þessu verða.
Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.3.2010 | 19:30
Hnetusmjörs- og hafrastangir
Stangir, skífur, þynnur, kex...
Langaði svo að prófa. Eins einfalt og það gerist og smá skammastrik - notaði sykur. En það er ekkert mál að skúbba honum út fyrir t.d. meira af döðlum eða hunangi. Gerir gumsið bara svo skemmtilega stökkt. Er hvort eð er ekki mjög hrifin af "gervisykri". Ef sætt skal éta, sem er ekki í formi þurrkaðra ávaxta ofr, þá skal það sykur vera!
Ég notaði n.b. ekki allt sem fram kemur á myndinni hér að neðan. Aprikósur og agave voru skilin útundan.
Hnetusmjörs- og hafrastangir, 10 stk
40 gr. muscovado sykur (má alveg nota púðursykur, hunang, agave)
50 gr. hunang
1 stappaður banani (eplamauk...)
2 tappar vanilludropar
dass af kanil
50 gr. smátt skornar döðlur
150 gr. grófir hafrar (eða venjulegir rauðir solgryn)
Hita ofn í 175 gráður.
Setja hnetusmjör í örbylgjuörugga skál og gera eitt stykki banana tilbúinn til stöppunar.
Hita hnetusmjer þannig hægt sé að hræra í því, 30 - 40 sek, og stappa bananadýrið. Svo fínir á litinn svona bananar!
Bæta út í hnetusmjörið sykri, hunangi, kanil og vanilludropum...
...ásamt bananaketi! Hræra saman og gera sig klára(n) í að grípa hafrana!
Hræra saman við hnetusmjörsblönduna höfrum. Ef þið viljið gera þetta mjög krefjandi, og aðeins flóknara en þörf er á, notið minni skál en þið sjáið á myndinni hér að neðan!! Hinsvegar, þá er ekkert skemmtilegra en að hræra villimannslega í klísturgumsi sem þessu. Þá væri líka hægt að bæta döðlunum út í á sama tíma! Ef pent og krúttaralegt er þinn stíll, þá eru smáskálar algerlega málið!
Saxa niður döðlurnar og skella þeim saman við!
Þar sem öll bökunarform á heimilinu eru svo gott sem milljón árum of stór ákvað ég í neyð minni að spinna. Ekki nakin í þetta skiptið. Bjó til þetta líka fína form úr álpappír. Voila... virkaði flott.
Setja gumsið í formið...
...dreifa úr og þrýsta svolítið á.
Inn í ofn í 20 mín, eða þangað til fallega gyllt.
Láta kólna vel/alveg áður en eiginlegur skurður fer fram.
Næringargildi pr. stöng
Hitaeiningar: 160, Prótein: 4, Fita: 5, Kolvetni; 23 - þar af sykur, 4, Trefjar: 3
Niðurstaða:
Þunnar skífur, stífna vel upp í bakstri, þéttar og eru alveg stökkar og krumsaðar í kanntana. Karamellukenndar og allur pakkinn - enda dálítið af sykri í þeim, en þó ekkert til að æpa yfir. Hægt að baka í minna formi og hafa þykkara en þá verða þær líka aðeins mýkri. Eru mjög skemmtilegar undir tönn "chewy". Fullkomið til að nota sem skeið og skúbba upp próteini/skyri. Jafnvel mylja út á graut nú eða borða sem "Guð - ég verð að fá mér eitthvað sætt" snakk. Skera smærra og súkkulaðihúða helminginn, velta upp úr kókos - nota sem snakk í barnaafmælum? Nei segi nú sonna...
Hvað myndi ég gera öðruvísi næst?
- Prófa að mylja smá af höfrunum smátt eða nota rauðu solgryn.
- Bæta út í gumsið kókos - ójá! Það væri æði.
- Hnetur/möndlur/fræ - til að frá smá crunch og kram.
- Jafnvel lifa hættulega og bæta smá dökkum súkkulaðibitum við!
- Nota stærri skál!
Verður eitthvað næsta skipti?
Já, er ekki frá því að ég prófi þetta aftur með meiri tilfæringum. Er ekki sannfærð um að ég vilji bæta þessu á uppskriftalistann - kannski einhver sem vill prófa og kommenta? Betrumbæta og fullkomna
Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
8.3.2010 | 12:32
Hryllilega gott skap
Veit ekki hvað það er, hvort það sé skálin af ofurhöfrum sem ég fékk mér í morgun, snjóleysið eða bara almenn hamingja og gleði en geigvænlega gott er skapið í kvendinu í dag!
Hélt upp á þetta ágæta hugarástand með eðal fínni vinnuskál af grænmeti, fisk og avocado.
Allt sem er grænt grænt finnst mér vera fallegt... Skreytt með furuhnetum, kókos og graskersfræjum! Rauða dýrðin - rauðlaukur og paprika - fela sig undir grænu gleðinni!
Stórgott hádegisát mín kæru.
Roastbeef og appelsínugulur sætusnúður fyrir æfingu á eftir! Hlakka mikið til að rífa í járnið!
Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2010 | 14:47
Avocado, eggjahvítur og Snickers?
Þvílíkur dásemdar hádegismatur! Svínahnakki í hádeginu - ekki alveg í stuði með grísnum í dag og réðst því að sjálfsögðu á vinnuhvíturnar. En ekki hvað? Með herlegheitunum fylgdi einn af mínum uppáhalds fitugjöfum! Avocado! Óhguðogallirenglarnir! Það var fullkomlega rétt þroskað. Saltaði smá, pipraði og grét næstum af átgleði!
Sjáið þið bara hvað diskurinn er líka glæsilega fínn! Þessi litagleði kætir mig aðeins meira en góðu hófi gegnir held ég. Ég lummaði með á diskinn, ólívum og einum litlum sólþurrkuðum tómat. Syndsamlega gott. Ég sé í hyllingum "Sólþurrkaða tómata- og ólívupasta" á næstu dögum.
Það má ekki leika með matinn. Ég veit það vel - en það er eitthvað kætandi við það að krota andlit á gumsið. Við skulum ekki fara aftur út í það hversu hræðilegar "Harðar Duftkenndar Gulur" eru! Þið sjáið það mæta vel sjálf á þessari mynd - kvikindið hefur ekkert gott í huga.
Viðbit dagsins... lítur skelfilega illa út!! SKELFILEGA! Ég ætla ekki einusinni að segja ykkur hvað mér dettur í hug... finn það á mér að Heba Maren komi með góða útskýringu!
En gott var það! Hnetusmjör og Súkkulaði-Moccha Scitec! Eins og Snickers gott fólk! Alveg eins og Snickers!
Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
27.1.2010 | 12:25
Allt samkvæmt plani
Já þaaað er breeeennsludaaagur í dag! (syngist eins og Daloon lagið)
Ég brenn og brenn og brenn svo upp til agna, ef það er þá til! Erna er að fara að skíra litla snúðinn sinn á laugardaginn. Mánuður - það er rúmlega mánuður síðan krílið fæddis og rétt rúmlega mánuður síðan jólin gengu í garð! Það verður komið sumar áður við vitum af!! Það er stórkostlegt!!
Nú er sumarfílingurinn tekinn við! Jólin að baki og ég get ekki beðið eftir grænu grasi, sól, blómum, sumarkvöldum... Get svo svarið fyrir það. Öfgar í allar áttir hvað árstíðir og óviðráðanlega kippi af tilhlökkun varðar. En það er ekkert nema skemmtilegt.
Vinnukjúlli síðan í gær og grænmeti. Ekkert klikk á kjúllanum og skrokkurinn með eindæmum kátur að fá grænmeti aftur í systemið.
Eftirréttur dagsins... samkvæmt plani í þetta skiptið... og bragðgóður!
Sjáið svo hvað ég fann!
Radísur!! Ég hef ekki bitið í radísu í langan, langan tíma. Þetta var einstaklega gleðilegt söpplæs fyrir nostalgíuna!
Hvað kvöldmat varðar er ég bara ekki viss! Roastbeef er ansi ofarlega á græðgispúkalista - ansi ofarlega mín kæru.
Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.12.2009 | 16:16
Allt sem er grænt, grænt
Svooo góður hádegismatur. Hakk og avocado er mikil snilldarinnar blanda í sínu einfalda sjálfi. Saltað og piprað hakk á móti rjómakenndu avocado. Úhúhúuú! Fyrir utan ofurbragð og ánægt átvagl þá gladdi þessi matardiskur augað óstjórnlega! Grænt virðist gera allt svo fínt og fallegt. Nema mygluost - hann er ekki guðdómlegur á að líta!
Síðasta vinnujóladagatalsgjöfin komin í hús.
Allt jólagóssið mitt! Mjög tilfallandi og skemmtilegt! Vantar reyndar inn á þessa mynd tvö súkkulaðiegg sökum Palla og eitt málband sem ég geymi vel og vandlega í töskunni minni!
Farin að búa til karamellur. Karamellur eru einn af mínum veikleikum, ég gæti borðað þær að eilífu. Karamellur eru góðar me... við skulum ekki klára þessa setningu!
Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)